Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 25 kvikrri'7tft.í1> *** Klárar stelpur Oftast er það svo að þegar innatóm saga er kvikmynduð er útkom- an í samræmi við innihald sögunnar. Það er samt ekki svo í Glóru- laus (Clueless) þar sem tekist hefur að gera innihaldsrýra táninga- sögu að einstaklega skemmtilegri kvikmynd. Aðalpersóna myndarinn- ar, Cher, er stúlka sem flestir mundu kalla ofdekraða tildurrófa og Cher væri örugglega sú fyrsta til að samþykkja það. Hún nýtir sér að- stöðu sína, sem meðal annars felst í að keyra á jeppa sem hún á (er ekki búin að taka bílpróf), ganga um með GSM-síma, fara að versla þegar henni leiðist (er merkjasjúk) og að geta valið sér hvaða strák sem hún vill sem fylgdarsvein. Málið er að það er svo mikið um að vera hjá Cher að hún má eiginlega ekki vera aö því að hugsa um stráka, alla vega ekki fyrir sjálfa sig. Hún er aftur á móti óspör á leið- beiningar handa öðrum. Það er aðeins eitt sem hrjáir Cher; slæmar einkunnir. Hún lætur það samt ekki hafa áhrif á gleði stna og fer létt með að kjafta sig úr C í A. Þrátt fyrir allt stússið og tilgerðina í kringum Cher og vini hennar, sem öll eru búsett í Berverly Hills, er ekki annað hægt en að líka vel við þessa krakka og þá sérstaklega Cher sem aldrei er svarafátt þótt ekki séu svör hennar rökrétt eða sannleikanum samkvæmt, enda má hún ekki vera að því að hugsa um jafn jarðbundið efni og fréttir. Þeg- ar upp er staðið eru það tilsvör hennar sem eru eftirminnilegust í myndinni auk þess sem geislar af Alicia SOverstone. Hún dansar af miklum léttleika og orku í gegnum hlutverkið og gerir Cher að heill- andi stúlku. Það er gaman að fylgjast með hversu sköpunargleðin er óþrjótandi hjá Silverstone og hversu ljóslifandi Cher verður í meðför- um hennar. Glórulaus er ekki merkileg kvikmynd en fjörið og leik- gleðin er slík að ekki er hægt annað en að hrífast. Leikstjóri og handritshöfundur: Amy Heckerling. Kvikmyndun: Blll Pope. Tónllst: David Klttay. Aðallleikarar: Alicia Silverstone, Stacey Dash, Brittany Murphy og Jeremy Sisto. Hllmar Karlsson KVIKMYtiDA fíilÖj'JjJYj'JJ Háskólabíó - Glórulaus: SAM-bíóin og Laugarásbíó - Hættuleg tegund: ★★ Ófreskjan í okkur sjálfum Þótt geimverur séu ekki mjög tíðir gestir á tjöldum kvikmynda- húsanna eru þær þó snöggtum al- gengari en verur sem gerðar eru úr erfðaefni manns og geimveru. Hvers lags kvikindi verður nú til úr slíkum bræðingi? Aðstandendur myndarinnar Species, sem er tilbrigði við hina gamalkunnu sögu um vísindamanninn sem býr til skrímsli (er það óargadýrið í sjálfum okkur?) sem hann hefur ekki stjórn á, þurftu að svara þeirri spurn- ingu. Svar þeirra reyndist bara tilbrigði við gamalkunnugt stef Alien- skrímslisins og þar af leiðandi féllu þeir á því prófinu. En þótt skrímslið, sem hér heitir því undurfagra nafni Sil, sé af- káralegt og skemmi beinlínis fyrir myndinni, er eltingarleikurinn við það oft og tíðum hinn skemmtilegasti. Jú, því eins og allar hasar- myndir sem vilja standa undir nafni gengur þessi út á eltingarleik. Slurímslið, sem er í líki lítillar og fallegrar stúlku sem breytist í unga og fallega konu á einum eða tveimur dögum, er á flótta undan vís- indamönnum sem reyndu að drepa það þegar þeir áttuðu sig á að til- raun þeirra gekk ekki upp. Til liðs við sig fá þeir fjóra sérfræðinga, mannfræðing, sjáanda, liffræðing og leigumorðingja. Leikurinn berst vítt og breitt um Los Angeles og undir borgina en koma verður ófreskjunni fyrir kattamef áður en henni tekst að tæla karlmann upp í rúm til að fjölga „mannkyninu“ og áður en líkin sem hún skilur eft- ir sig á ferð sinni um borgina verða fleiri. Upphafsatriði myndarinnar er ósköp sakleysislegt en snýst brátt upp í algeran hrylling, sterkt atriði, sem og nokkur önnur. En skrímslafræðin skemmir mikið fyrir. Áhrifm hefðu orðið miklu sterk- ari ef skrímslið hefði alltaf verið í líki þessarar fallegu konu. Annað sem skemmir líka fyrir eru síendurteknar martraðir hennar, fullar af ormum og ógeði. Einu sinni hefði verið nóg. En þrátt fyrir þessa annmarka og ýmsa hraðsuðu í sögunni tekst leikstjóranum Roger Donaldson að halda uppi nægilega miklum hraða og spennu til að myndin verði aldrei léiðinleg. Persónusköpun- in er ekki fyrirferðarmikil né frumleg en prýðilegur leikarahópur skilar sínu ágætlega. Lelkstjóri: Roger Donaldson. Handrlt: Dennis Feldman. Kvikmyndataka: Andrzej Bartkowiak. Leikendur: Ben Kingsley, Mlchael Madsen, Alfred Molina, Forest Whltaker, Marg Helgenberger, Natasha Henstrldge. Guðlaugur Bergmundsson Riddarar skylmast. Myndin er tekin við tökur á Benjamín dúfu. Stjörnubíó og Bíóhöllin Benjamín A morgun heíjast sýningar á ís- lensku kvikmyndinni Benjamín dúfu sem Gisli Snær Erlingsson leikstýrir. Myndin er gerð eftir sam- nefndri verðlaunabók Friðriks Er- lingssonar. Minningar frá bernsku- dögum rifjast upp þegar hinn þrjá- tíu og fimm ára gamli Benjamín sit- ur á garðbekk í hverfinu þar sem hann átti heima í æsku og fylgist með börnum að leik. Allt er nú breytt frá því sem áður var þegar hverfið var eins og lítil veröld alveg út af fyrir sig. Benjamín leiðir hugann að því þegar fjórir 10-12 ára drengir stofna riddarareglu, Rauða drekann, tU þess að berjast gegn óréttlætinu í hverfinu sínu. Draumar þeirra og ímyndanir verða að raunveruleika í áhyggjulausri veröld barnæskunnar. En þegar athafnasemi riddararegl- unnar stendur sem hæst koma brestir í vináttuna og einn drengj- anna er rekinn úr reglunni. Fullur haturs og hefnd í huga stofnar hann aðra riddarareglu, Svörtu fjöðrina, tU að hefja stríð gegn gömlu vinun- um. Stríðið verður að liggja á mUli hluta þegar húsið hennar Guðlaugar gömlu, sem er amma aUra krakk- anna í hverfmu, brennur til kaldra kola, þá hafa riddarar Rauða drek- ans nóg að starfa við að safna pen- ingum svo hægt sé að reisa nýtt hús handa henni, en í loftinu liggur óhjákvæmilegt uppgjör riddara- reglnanna. dúfa í hlutverkum drengjanna eru Sturla Sighvatsson, Hjörleifur Björnsson, SigfúS Sturluson og Gunnar Atli Cauthery. Af öðrum lei- kurum má nefna Guðmund Haralds- son, Elvu Ósk Ólafsdóttur, Guð- björgu Thoroddsen, Kára Þórðarson, Pálma Gestsson, Ólafíu Hrönn Jóns- dóttur og Ragnheiði Steindórsdótt- ur. Benjamín dúfa er önnur kvik- mynd Gísla Snæs Erlingssonar í fullri lengd, áður hafði hann sent frá sér Stuttan frakka. Friðrik Er- lingsson skrifaði handritið og kvik- myndataka var í höndum Sigurðar Sverris Pálssonar. Tónlist er eftir Ólaf Gauk. -HK Kvikmyndahátíð í Regnboganum: Athyglisverðar nýjar myndir í bland við klassískar Regnboginn og Hvíta tjaldið eru að fara af stað með árlega kvik- myndahátíð sína og í ár verður sér- staklega vandað til hátíðarinnar í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndar- innar. Bæði verða fleiri myndir og hún stendur í lengri tíma. í fljótu bragði er ekki annað að sjá en að vel hafi tekist til við val mynda. Boðið er upp á nýjar eða nýlegar myndir sem vakið hafa athygli og sígildar perlur í bland. Að sögn um- sjónarmanna hátíðarinnar var kapp- kostað að velja myndir sem sameina vönduð og athyglisverð vinnubrögð, skemmtun og afþreyingu og áleitin viðfangsefni og efnistök. Af nýjum myndum má nefna Kids, mjög svo umdeilda bandaríska kvikmynd, sem fjallar um tilveru táninga í New York. Hún virðist snúast um kynlíf, alnæmi, dag- drykkju, eiturlyf og pillur, partí, túrtappa og nauðganir og eitt morð til eða frá virðist ekki skipta sköp- um. Leikstjóri er Larry Clark. Aðr- ar bandarískar myndir eru Clerks, verðlaunuð frumraun leikstjórans Kevins Smiths, sem segir frá hans eigin reynslu af afgreiðslustörfum. Mrs. Parker & the Vicious Circle er nýjasta kvikmynd Alans Rudolphs og er um ljúft líf rithöfunda og blaðamanna í New York á þriðja áratugnum, en drottning hópsins var ljóðskáldið Dorothy Parker og Hugh Grant leikur taugaveiklaðan leikstjóra í An Awfully Big Adven- ture. er það Jennifer Jason Leigh sem leikur hana. Younger and Younger er athyglisverð kvikmynd, uppfull af skrýtnum persónum, sem meðal annars Donald Sutherland, Lolita Davidovich, Julie Delphy og Sally Kellerman túlka. Leikstjóri er Þjóð- verjinn Perci Adlon. And the Band Played on er um upphaf sjúkdóms- ins alnæmis á Vesturlöndum. Það er Roger Spottiswood, sem leikstýrir þessari mynd, sem er í raun leikin heimildarmynd. Meðal leikara eru Matthew Modine, Phil Collins, Alan Alda, Richard Gere, Steve Martin og Anjelica Huston. Somebody to Love er leikstýrt af Alexandre Rockwell, en í henni leikur Rosie Perez sýn- ingarstúlku á næturklúbb sem rétt hefur í sig og á. Aðrir leikarar eru Harvey Keitel og Anthony Quinn. Af öðrum nýjum myndum má nefna frönsku myndina Un Cæur En Hiver, sem er ein athyglisverð- asta kvikmynd Frakka á seinni árum. Leikstjóri er Claude Sautet. Rickshaw Boy er sigurvegari kvik- myndahátíðarinnar í Feneyjum sem er nýafstaðin. Leikstjóri: Tran Anh Hung og fjallar myndin um ungan, munaðarlausan leigukerrustjóra í Saigon. Breska myndin Awfully Big Adventure státar af því að hafa Hugh Grant í einu hlutverkanna, en leikstjóri er Mike Newell sem leik- stýrði Fjögur brúðkaup og ein jarð- arför. Þá má nefna frönsku kvik- myndina Les Patriotes sem vakti mikla athygli í Cannes 1994. Af eldri myndum má nefna hina umtöluðu bandarísku kvikmynd Henry og ekki síður umtalaða franska kvikmynd, Delicatessen, kvikmynd Bemtrands Blier, Un De- ux Trois Soleil, og kvikmynd ítalska leikstjórans Rickys Tognazzi, The Escort. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.