Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1995, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1995, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 11 Fréttir Umræður um viðskiptabann á Nígeríu: Bann hefði áhrif á störf hundruð íslendinga Það sem af er þessu ári hafa Is- lendingar flutt út til Nígeríu þurrk- aða þorskhausa, skreið og saltfisk fyrir 414 milljónir, samkvæmt upp- lýsingum Hagstofu íslands. í fyrra nam útflutningurinn 687 milljónum króna til Nígeriu en 853 milljónum árið 1993. Útflytjendur hafa áhyggj- ur af hugsanlegu viðskiptabanni á Nígeríu eftir að mannréttindafröm- uðir voru teknir af lífi þar á föstu- daginn. „Ég held að hátt í 400 manns komi nálægt þessari framleiðslu hér á landi,“ segir Ásgeir Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands. „Sum fyrirtæki hafa byggt sig eingöngu upp á þessum út- flutningi. Önnur hafa þetta sem hliðarverkun. Ég held að það sé ekki fjarri lagi að þeir sem eru ein- göngu í þessu séu alls 150 til 200.“ Að sögn Ásgeirs er til annar markaður fyrir skreiðina en ekki fyrir hausana sem eru um 90 pró- sent af heildarútflutningnum. „Við höfum flutt skreiðina til Bandaríkj- anna, Bretlands og víðar tfl þeirra þjóðarbrota frá Nígeríu sem vilja kaupa þetta. Júgóslavia hefur verið skreiðarland líka. Eins og staðan hefur verið hefur Nígería eiginlega verið eina landið í heiminum sem hefur keypt hausa en við erum nú að skoða markaðinn í löndum í kringum Nígeríu." Það er mat Ásgeirs að viðskipta- bann myndi fyrst og fremst bitna á óbreyttum borgurum. „Eftir því sem maður hefur heyrt eru þeir aðilar sem þarna hafa verið við völd búnir að viða að sér miklum auði. Þeir eru ekki á flæðiskeri staddir þó sett verði á viðskiptabann." -IBS í gígnum á Öræfajökli, Hvannadalshnúkur til vinstri. DV-mynd ERIS Gömul hugmynd vakin upp aö nýju: Öræfajökull friðlýstur? Einar R. Sigurðsson, DV, Öræfum: Þau Aðalheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Náttúruvernd- arráðs, og Stefán Benediktsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, kynntu hugmyndir um að friðlýsa Öræfajökul á fundi sem haldinn var í Hofgarði í Öræfum nýlega. Friðlýsing fer þannig fram að nefnd, sem skipuð er annars vegar heimamönnum og hagsmunaaðilum og hins vegar hlutlausum aðilum, ákveður umgengnisreglur og skipu- lag friðlandsins. Hugmyndir um friðlýsingu Ör- æfajökuls eru gamlar en þær hafa fengið aukinn byr í sumar úr tveim- ur áttum. Annars vegar er það fólk innan Náttúruverndarráðs, sem hef- ur áhuga á að friðlýsa jökulinn vegna sérstöðu hans í náttúru lands- ins, og hins vegar hafa aðilar, sem vinna að markaðssetningu íslands í ferðaþjónustu, lýst áhuga sínum á að þetta hæsta fjall íslands og annað stærsta eldfjall Evrópu verði frið- lýst. Það væri jákvætt fyrir ímynd landsins og auglýsingagildi. Það er nokkuð víst að útivistar- fólk mundi fagna friðlýsingunni. Það er óspennandi tflhugsun að hafa lagt á sig margra tíma göngu á Hvannadalshnúk, hæsta tind ís- lands, og rekast þá á flugskýli með flugvallarstarfsfólki uppi á Ör- æfajökli eða stóran hóp manna að hífa jeppa upp á tindinn sjálfan. Þetta eru hlutir sem þegar hafa gerst en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. •AMHUGUR ÍVERKI Allir tjölmiðlar landsins. I’óstur og sími, lljálparstofmm kirkjunnar og Rauði kross íslands. LANDSSÖFNUN VEGNA NATTÚRUHAMFARA Á FLATEYRI Lcggöu þitt al' niörkuin inn á bankareikning nr. 1183-26-800 í Sparisjóði Önundarfjarðar á Flateyri. Hægt er ad leggja inn á rcikiiingimi í ölluin bönkuin, sparisjóömn oi> pósthiísuin á landinu. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Rannsóknarstofa Evrópu í sameinda- líffræði - styrkir til doktorsnáms Á hverju ári eru veittir um 20 styrkir til doktorsnáms á ýmsum sviðum sameindalíffræði við EMBL (European Molecular Biology Laboratory) í Heidelberg. Styrkirnir eru veittir til 3 1/2 árs. Nánari upplýsingar, umsóknareyðublöð og kynningarbæklingar fást hjá Dean of Graduate Studi- es, EMBL, Postfach 10.2209, D-69012 Heidelberg, Þýska- landi, bréfasími: 00 49 6221 387555, töivupóstfang: ClayXembl-heidelberg.de, veffang: http://www.embl- heidelberg.de/Externallnfo/PhdProgramme/- PhD1 aacontents.html. Umsóknarfrestur rennur út 15. janúar ár hvert og er styrkj- um úthlutað þremur mánuðum síðar. Miðað er við að styrk- þegar hefji nám eigi síðar en 1. október. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRABA VALDA ÞÉR SKAÐA! Lágheiði: Heitt vatn í sum- arbústaði Helgi Jónsson, DV| Ólalsfirði: Unnið var að því nýlega að leggja plaströr úr gamalli borholu á Reykj- um á Lágheiði, milli Fljóta og Ólafs- fjarðar, niður að sumarbústöðum sem þar eru. Þessar framkvæmdir voru á vegum hitaveitunnar en það kemur í hlut hvers eiganda að tengja úr leiðslunum inn í bústað. Að sögn Einars Þórarinssonar hitaveitustjóra er vatnið misheitt, frá 37 gráðum upp í 50 gráöur. Hann segir að uppi í fjallinu fyrir ofan Reyki sé heit æð en sá galli sé á gjöf Njarðar aö jarövegur virðist vera ótraustur. Þrjátiu metra þykkur jök- ulruðningur er þar sem vatnið renn- ur lárétt. Selfossblað //////////////«//////////// Aukablað um SelfoSS Miðvikudaginn 22. nóvember mun sérstakt Selfossblað fylgja DV. í þessu blaði verður sérstaklega fjallað um Selfoss sem verslunar-, þjónustu- og ferðabæ. Þeir sem hafa hug á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlegast hafi samband við Arnar Hauk Ottesen, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550 5723. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga í Selfossblaðið er föstudagurinn 17. nóvember. ATH. Bréfasími okkar er 550 5727

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.