Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Side 4
20 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 T Ó N L I S I A R GiRYNJ Páll Óskar - Palll Einlægt og persónulegt verk Páll Óskar hefur sýnt þaö á undanfömum árum að hann er ákaflega flölhæfur listamaður og tvímælalaust einn besti söngvari landsins. Þessi nýja plata hans styrkir þá stöðu hans enn frekar og spumingin er hvort sá Páil Öskar sem viö kynnumst hér sé ekki hinn eini sanni Páll Óskar? Það fer ekkert á milli mála að á þessari plötu er Páll Óskar að syngja þau lög og þá tónlist sem hann hefur alltaf langað að synpja og því má kannski líta á plötuna öðrum þræði sem virðingarvott Páls Óskars við þessi lög sem fylgt hafa honum gegnum árin. Ailt em þetta ballöð- ur, mismunandi angurværar, og meðal þeirra má nefiia Anyone Who Had a Heart og The Look of Love eftir Burt Bacharach, Loose Again eftir Körlu Bonhoff og Feel It eftir Kate Bush. Lögin era semsagt úr ýmsum áttum og frá ýmsum tfmum og það gerir plötuna vissulega nokkuð sundurleita. Þar við bætist að Páll Óskar syng- ur á þremur tungumálum, íslensku, ensku og spænsku. Þessir annmarkar verða hins vegar ósköp lítilfjörlegir viö hliðina á þeimi einlægni og ástúð sem Páll Ósk- ar leggiu- í túlkun sína og söng. Hann nýtim þess auðheyrilega út í ystu æsar að syngja og snýatta á þessum lögum. Og þegar frábærir tónlistarmenn á borð við Szymon Kuran, Jón Ólafsson, Birgi Bragason, Sigurð Flosason, Matthías Hem- stock og Guðmund Pétursson, svo einhverjir séu nefndir, leggja Páli Óskari lið verður útkoman ein besta fslenska plata ársins. Sigurður Þór Salvarsson Cigarette - Double Talk ★★ Vantar herslumuninn Double Talk er fýrsta plata hljómsveitarinnar Cig- arette sem kom fram á sjónarsviðið hérlendis í sum- ar sem leið. Hljómsveitina skipa þau Einar Töns- berg, bassaleikari, Sigtryggur Ari, hljómborösleikari, Heiðrún Anna, söngkona, Haraldur J., gítarleikari, og Rafn Marteins, trommuleikari. Tónlistin sem Cigar- ette leikur er melódískt rokk og er öll ffumsamin. Leggja þar allir liðsmenn sveit- arinnar sitt af mörkum nema trommuleikarinn. Þegar hlustað er á Cigarette er ekki laust við að hljómsveitin minni á Spoon sálugu sem sló í gegn í fyrra, sér- staklega þar sem Heiðrún Anna reynir meðvitað eða ómeðvitað að líkja eftir söng Emelíönu Torrini. Það tekst þó ekki sem skyldi því Heiörún Anna hefur tiltölu- lega lítið og einlitt raddsvið og þarf því að láta „dubba“ sönginn talsvert til að ná hæstu tónunum. Og þar sem hún sér nánast um allan söng á plötunni verður plat- an fyrir vikið mun tflþrifaminni en hún gæti verið. Lögin era nefnUega sum nokk- uð góð og má þar nefna lögin Strange, My Creation og Three sem er tvímælalaust besta lag plötunnar. HljóðfæraleUcur er eins og best verður á kosið og sýnir okkur enn og aftur hvUíkan aragrúa af ffambærilegum tónlistarmönnum við eigum. Textar era á ensku og afskaplega innUiaidsiýrir. Sömuleiðis er framburður í slak- ari kantinum. Cigarette er að mörgu leyti efnUeg hljómsveit og gæti komist í ffemstu röð hér á landi þegar byijendabragurinn, sem sumpart einkennir þessa fýrstu plötu sveitarinnar, er farinn af. Sigurður Þór Salvarsson Fjallkonan - Partý Góð tónlist - skelfilegir textar Fjalikonan er ný hljómsveit sem samanstendur af „gömlum“ reyndum poppurum í bland viö unga og efnUega menn. Prlmusmótoramir era þeir gamal- kunnu PossibiUiesbræður, Jón Ólafsson og Stefón Hjörleifsson, sem síðast gerðu garðinn frægan með hljómsveitinni Ný dönsk, en auk þeirra skipa FjaUkonuna þeir Jóhann Hjörleifsson trommuleUiari, Róbert ÞórhaUsson bassaleikari og Pétur Öm „Jesús“ Guðmundsson söngvari. Lögin era öU eftir liðsmenn sveitarinnar; Jón er þar afkastamestur en Stefan og Pétur öm koma þar líka við sögu. Þetta er sérlega melódisk tónlist og aðgengUeg; smekklega útsett og það á ekki hvað síst við um raddútsetningar sem sumpart minna mjög á SpUverk þjóðanna. í raun má segja að tónlistarlega séð ætti plata þessi að hafa alla burði tU að verða þriggja stjömu plata ef ekki kæmu tU afspymuslakir textar nánast gegnum- gangandi. Reyndar fylgir ekkert textablað plötunni og er það að sumu leyti skUjan- legt þegar tekið er mið af innihaldi flestra textanna. BuUið og bamaskapurinn er svo yflrgengUegur á köflum að ágætislög verða hreint óþolandi. Svo rammt kveður að þessu að nauðaeinfaldur enskur texti sem dúkkar upp eins og skrattinn úr sauðarleggnum við eitt lagið, hljómar eins og gjæstasti skáldskapur samanborið við aUt buUið. Reyndar er ein undantekning ffá buUinu en það er einfaldur tU- gerðarlaus ástaróður eftir Þorstein Eggertsson við gullfaUegt lag Jóns Ólafssonar. Ef FjáUkonan hyggur á frekari frama ætti hún að reyna að sýna nafiii sínu þá virðingu að bjóða ekki upp á þvætting af því tagi sem hér er á borð borinn. Sigurður Þór Salvarsson Ýmsir flytjendur - Sundin blá ★★★ Létt lög við Ijóð Tómasar Þormar Ingimarsson er ekki sá fyrsti og áreiðan- lega ekki sá síðasti sem gllmir við, að sefja saman lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Engin furða því að ljóðín eru lýrísk, auðlærð og mörg hver fallin tU söngs. Mann grunar við lestur þeirra að Tómas hafi sjálfur verið vel músUcalskur. Þormari tekst yfirleitt vel tU um lagasmíðamar. Lögin faUa vel að ljóðtmum, hæfilega einfóld og hefðbundin rétt eins og formin sem skáldið beitir. Þá hefur yf- irleitt tekist vel tU með flutning. Óþarflega hvíslandi söngur Pálma Gunnarssonar og Ríómanna hér og þar er þó lýti. Þijú umkvörtunarefhi hef ég einnig varðandi meðferð ljóöanna. Hið fyrsta er að niðurlag Ljóðs um unga konu frá Súdan vantar. Því kemur „plottið“ ekki fram, tU- efni þess að ljóðið var ort. NefhUega það hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Annaö er sennUega slys: Eitt erindið í ljóðinu Við höfnina er gert að viðlagi og er skotið mUli górða og fimmta erindis sem tengjast óijúfan- lega að efhi tU. Fyrir bragðið verður fimmta erindi nánast merkingarlaust. Hver er þessi hann sem læðist gegnum umferðarysinn? Loks er það Japanskt ljóð sem var höfundi svo erfitt að hann orti það fimm sinnum með jafn mörgum mismunandi bragarháttum. Á endanum hafði sonnettu- formið vinninginn. Á plötunni er því slátrað með því að taka tvær síðustu línurn- ar og gera þær að viðlagi. Með því móti er búið að skemma uppbyggingu þess ljóðs eftir Tómas Guðmundsson sem margir telja hans fegursta og dýrast orta, þrátt fyrir opnu sérhljóðana tvo í tíundu línu og tálknin alræmdu! Þrátt fyrir þessa galla má vel sætta sig við plötuna Sundin blá í heild. Þormar ingimarsson er að koma fram á sjónarsviðið með henni sem lagasmiður og vægt til orða tekið þá lofar hann góöu. Það sanna lög eins og Stúdgntasöngur, Haustnótt, Ljóð um unga konu frá Súdan og ekki síst valsinn blái I nótt kom vorið. Ásgeir Tómasson DV Bogomil Font túlkar tónlist Kurts Weills á sinn hátt: Kunn lög í sirkus- hlj óms veitar stíl Ertt af hlutverkum Sigtryggs Baldurssonar er að velja söng varanum Bogomil Font verkefni við haefi, til dæmis að túlka tónlist Kurts Weills. DV-mynd BG Eitt af grundvallaratriðunum sem Sigtryggur Baldursson verður að hafa í huga I samskiptum sínum við Bogomil Font er að velja honum verk- efiii við hæfi. Og þar af leiðandi getur Sigtryggur notað „croonerinn" sem ventil fyrir eitt og annað sem hann hef- ur langað til að gera en trauðla haft tækifæri til. „Ég hef lengi haft gaman af tónlist- inni eftir Kurt Weill og fannst því til- valið að fá Bogomil það verkefni að túlka hana,“ segir Sigtryggur. „Ég not- aði hins vegar tækifærið til að breyta því yfirbragði sem þessi tónlist er svo oft vafin, flottum sinfónískum og stór- brotnum útgáfum. Þess í stað lagði ég upp með að gera tónlistina hráa og stillti dæminu upp eins og sirkus- hljómsveit spilaði hana, misölvuð, eitthvað sem minnti kannski í aðra röndina á New Orleans lúðrasveit." Sigtryggur segist hafa fengið ýmiss konar gagnrýni fyrir þetta tiltæki sitt. Sumir hafi greinilega átt von á mam- bómúsík en ekki leikhústónlist. „Reyndar útsetti ég tvö lög í mam- bóstíinum til að ögra forminu. Við tók- um okkur ýmiss konar bessaleyfi hér og þar en héldum þó hljómagöngum og melódíu til streitu. Það var bráð- gaman að móta þessa tónlist eftir sínu höfði.“ Plata Bogomils heitir Út og suður og var hljóðrituð í Chicago. Ætlunin er að gefa hana út í Bandaríkjunum eftir áramót með enskum og þýskum textum og sömuleiðis vonast Sigtrygg- ur til að geta fengið útgefanda í Þýska- landi til að taka hana upp á arma sina. „Nú, og síðan er ég staddur hér á landi í nokkra daga til að kynna plöt- una hér á landi,” bætir hann við. „Út- gáfutónleikamir verða afstaðnir þeg- ar þetta birtist á prenti en núna um helgina kem ég fram á Ömmu Lú og síðan liggur leiðin til Akureyrar á laugardag. Það er úrvalshópur sem spilar með mér. Dave Adler, sem leik- ur á fjölda hljóðfæra á plötunni, kom hingað til að taka þátt í flutningnum og sömuleiðis bandarískur fiðluleik- ari. Allt í allt er þetta tíu manna hljóm- sveit, sannkallað big band.“ Sigtryggui*er búsettur í Bandaríkj- unum um þessar mundir. Þar fæst hann jöfnum höndum við tónlist og út- gáfumál, rekur við annan mann útgáf- una Bad Taste. Hún sendi í haust frá sér tvær plötur, með Unun og Bellat- rix, og Sigtryggur segir að markaðs- starfið við þær sé að byija að skila ár- angri. „Ég lagði hins vegar ekki í að koma með Bogomil á jólamarkaðinn þar vestra," bætir hann við. „Mönn- um finnst nóg um djöfulganginn á plötumarkaðinum hér heima síðustu vikurnar fyrir jól en hann er smámun- ir miðað við það sem gengur á vestur í Bandaríkjunum." -ÁT- Mjöll Hólm með sína fyrstu stóru plötu: Eins konar fjölskylduframtak V íð ætluðum reyndar að gefa þessa plötu út fyrir síðustu jól en lentum i tímahraki og ákváðum að fr esta henni um eitt ár. Það eru svo margir búnir að reyna að gefa út plötu á Þorláks- messu að við vildum ekki brenna okk- ur á því líka,“ segir Mjöll Hólm söng- kona. Hún sendi fyrir nokkrum dög- um frá sér plötu sem nefnist stutt og laggott Mjöll. Hún er það fyrsta sem út kemur með Mjöll síðan hún sendi frá sér tvær litlar plötur í upphafi átt- unda áratugarins. En þótt langt hafi liðið á milli platna hefúr Mjöll eigi að síður stundað tón- listina afkrafti. „Ferillinn er reyndar ekki alveg samfelldur," segir hún. „Ég hef stundum tekið mér góð hlé en alltaf byrjað aftur. Núna er ég í dúetti með Gunnari Tryggvasyni og við höfúm komið talsvert mikið fram að undan- förnu, farið til Akureyrar, suður með sjó og víðar auk þess að spila á höfúð- borgarsvæðinú.“ Á plötunni Mjöll eru tíu lög, fjögur erlend og sex innlend, öll eftir Agnar Steinarsson og Júlíus Jónasson. Agn- ar á einnig flesta texta plötunnar. En hverjir skyldu þeir kumpánar vera? „Því er fljótsvarað," segir Mjöll og hlær. „Agnar er sonur minn og Júlíus maðurinn minn. Það má því segja aðplatansénokk- urs konar fjöl- skylduframtak. Júlíus leikur einnig á bassa á plötunni, sér um tölvuforritun ásamt Þóri Úlf- arssyni, leikur á hljómborð og syngur bakrödd í einu lagi ásamt Agnari og Guðrúnu Lóu Jónsdóttur. Nokkrir aðrir koma við sögu á plötunni, Sig- urgeir Sigmundsson, Einar Einars- son, Ari Daníel og Amar Freyr Gunn- arsson sem syngur bakraddir í einu lagi með Þóri.“ Lífsseigur Jón Mjöll Hólm vakti fyrst athygli þeg- ar hún söng lagið Jón er kominn heim fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hún seg- ir að lagið hafi fylgt sér alla tíð sína. „Ég hef stundum íhugað landflótta," segir hún alvarleg í bragði. „Mér leist reyndar ágætlega á lagið þegar ég var beðin um að syngja það á sínum tíma. En þegar ég sá textann ætlaði ég að hætta við. Allt snerist um blóm og frið, hippa og róttækar skoðanir um þær mundir. Svo hugsaði ég með mér að það gerði svo sem ekkert að slá til. Lag- ið yrði hvort sem er aldrei leikið. Ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér í það skiptið! Þama sannaðist að mað- ur veit aldrei fyrirfram hvað slær í gegn og hvað ekki.“ Platan Mjöll hefur yfir sér þægilegt yfírbragð, dálítið af rólegum lögum og hress inn á milli. „Ég verð að játa að ég hef meira gaman af að syngja ró- legu lögin en þau hröðu,“ segir Mjöfl Hólm. „Ég þarf samt að fást við alla stíla jöfúum höndum. Þegar maður er að skemmta fólki þarf að hafa allt á takteinum sem það vill heyra. En ég er ánægð með tónlistina á plötunni og mér heyrist að okkur hafi tekist að ná þeim blæ sem við vildum ná.“ -ÁT- MA-kvartettlnn - MA-kvartettinn; ★★★•^ Það ber að fagna því að þau allt of fáu lög MA-kvartettsins, sem varð- veist hafa, skuli komin á geisladisk. Fjórmenningarnir sem skipuðu kvartettinn vora sannarlega „popp- stjömur" síns tíma. -ÁT Islandica - Römm er sú taug: i i i XXX Þetta er áheyrileg plata, svolítið skrýtin og skondin á köflum en grip- ur sem maður væri alveg til í að mæla með við erlenda kunningja. -ÁT Halli Reynis - Hring eftir hring: ★★★ Textar plötunnar era í óvenjuhá- um gæðaflokki miðað við það sem gengur og gerist á íslenskum mark- aði og laglínur era léttar og liprar sem auðvelt er að grípa og ósköp þægilegar á að hlýða. -SÞS Blome - The Third Twin: ★★★ Platan kemur rækilega á óvart. Þetta er dapurleg og stundum þung- lyndisleg tónlist sem er vönduð og úthugsuð og maður þarf að hafa fyr- ir því að hlusta á hana. -ÁT Litir - Kristín Eysteinsdóttir: ★★★ Tónlistin á plötunni er vissulega hrá á köflum. Það er bara af hinu góða því að nóg kemur út af fúllslíp- uðum og jafnvel ofslipuðum afurð- um á landi hér. -ÁT Morrissey - Southpaw Grammar: ★★★ Morrissey-töfrarnir koma í ljós hver af öðrum og maður hrífst með af kraftinum og keyrslunni. -SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.