Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995
Fréttir
23 ára maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í stórfelldu flkniefnamáli:
Flutti inn fíkniefni
fyrir rúman milljónatug
- tveir vitorðsmenn, sem tóku við efnunum, fengu skilorðsbundnar refsingar
23 ára Garðbæingur, Július Egg-
ertsson, hefur verið dæmdur í
tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að
hafa flutt inn rúm 4 kíló af hassi,
tæpt eitt kíló af amfetamíni og 43
grömm af kókaíni. Söluverðmæti
efnanna, ef ekki hefði verið lagt
hald á þau, nemur á annan tug
milljóna króna. Tveir jafnaldrar
Júlíusar, Hörður Lýðsson og Guðni
Magnússon, voru dæmdir í 10 mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að
Stangaveiöifélagið:
Rangt aö
Þórólfur
hafí verið
sakaður um
lögbrot
Friörik Þ. Stefánsson, formaður
Stangaveiðifélags Reykjavíkur sendi
DV eftirfarandi yfirlýsingu í gær:
„Vegna fréttar í DV þann 4.12. sl.
um aöalfund Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, þar sem Þórólfur Hall-
dórsson stjómarmaður í SVFR og
jafnframt sýslumaður á Patreksfirði
er á mjög ósmekklegan hátt ásakað-
ur um lögbrot vill undirritaöur taka
eftirfarandi fram:
Það er alrangt sem fram kemur í
fyrirsögn DV að Þórólfur Halldórs-
son hafi verið sakaður um lögbrot á
aðalfundi SVFR, þann 26.11. sl.
Samkvæmt samtali við blaða-
mann DV era ásakanirnar settar
frcun í nafnlausu bréfi til DV og
virðast engum öörum tilgangi þjóna
en á annarlegan hátt koma höggi á
persónu Þórólfs og skaða starsheið-
ur hans. Þau lög sem þama era
ranglega talin hafa verið brotin era
félagslög SVFR og snerta á engan
hátt starf Þórólfs sem sýslumaður.
Það sem höfuðmáli skiptir er að
Þórólfur Halldórsson var að flytja
fyrir hönd stjómar SVFR lagabreyt-
ingartillögur sem stjómin hafði
áður samþykkt, en ekki í eigin
nafni. Vegna mannlegra mistaka á
skrifstofu SVFR var það ekki endan-
legbreytingartillagnanna sem var
afhent þeim tveimur félagsmönnum
sem óskuðu fyrir aðalfund. Var gerð
fullnægjandi grein fyrir þessu á
aðalfundi, sem samþykkti málsmeö-
ferðina og afgreiddi síðan lagabreyt-
ingartiilögumar.
Hér stendur því öll stjóm SVFR
ábyrg gerða sinna með samþykki
aðalfundar SVFR og fulltingi á bak
við sig og telur undirritaður að slík-
ar ávirðingar, sem settar era fram í
nafniausu bréfi, dæmi sig sjálfar.
200 lítrar
af landa
teknir
Lögreglan á Neskaupstað hefur
gert upptæk um 200 lítra af landa
hjá manni nokkram þar í bæ.
Einnig fundust hjá manninum skot-
vopn sem hald var lagt á.
Lögreglan vill ekki tjá sig um
málið enda er það enn i rannsókn.
Grunur leikur á um að framleiðslan
hafi verið seld og er verið að ganga
úr skugga um hvort svo hafi verið..
-GK
hafa tekið við efnunum fyrir Júlíus
eftir að þau komu til landsins.
Júlíus keypti efnin í Amsterdam
í nóvember 1994. Hann faldi þá 340
grömm af amfetamíni í tveimur
fataskápum sem síðan voru sendir
til íslands með skipi ffá Kaup-
mannahöfn. Júlíus hafði haft sam-
band við Hörð sem síðan fékk
Guöna til að taka við efhunum.
Sendingin var því stíluð á Guðna
sem fór og sótti sendinguna er hún
kom til landsins og fór með hana
heim til sín en þangað komu Júlíus
og Hörður síðan til að vitja þeirra.
Guðna var ekki kunnugt um hve
mikið væri af efnum í sendingunni.
Hörður og Guöni fengu síðan greitt
fyrir aðstoðina.
í febrúar síðastliðnum var stóra
sendingin síöan send heim til ís-
lands. Þá hafði maður að nafni
Flemming verið fenginn til að búa
um efnin í Kaupmannahöfn og
koma þeim fyrir í tveimur hátölur-
um og senda þau til íslands. Sama
sagan endm-tók sig í seinna skiptið
nema þá sóttu Hörður og Guðni
sendinguna og fóru með hana heim
til Harðar áður en Júlíus fengi þau.
Hvoragur þeirra vissi um hve mik-
ið magn var að ræða. í seinni send-
ingunni fann fikniefnalögreglan
rúm 4 kfló af hassi, 535 grömm af
amfetamíni og 43 grömm af kókaíni.
Fram kom í málinu að Júlíus
Sannir karlmenn láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna þegar til mikils er að vinna eins og sannaðist í Austurveri í gær-
morgun. Þar stóðu um tuttugu strákar, ýmist allsnaktir eða með handklæði um sig miðja, þess albúnir að opinbera
dýrðina og vinna sér inn ókeypis GSM-síma. Ástæðan? Jú, verslunareigandi í Austurveri ákvað að slá á létta strengi
og auglýsa að þeir sem kæmu naktir i búðina fengju ókeypis. GSM-síma. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um 20
fákiæddir karlmenn mættu fyrir utan búðina þegar hún var opnuð í gærmorgun og að sjálfsögðu fengu tíu þeir fyrstu
með sér síma heim. DV-mynd BG
Ekkert að þakka efst á bóksölulista DV:
Fólk nennir enn
að lesa bækurnar mínar
- segir Guðrún Helgadóttir rithöfundur
„Hvað segirðu, er ég virkilega í dóttir rithöfundur en bók hennar,
fyrsta sæti,“ sagði Guðrún Helga- Ekkert að þakka, er í fyrsta sæti á
Listi Œd yfir söluhæstu bækur
1. Ekkert aft þakka - Guörún Helgadóttir
2. María, konan bak vlb goðsögnina - Ingólfur Margeirsson
3. Afrek Berts - Jakobsson & Olsson
4. Útkall, íslensk neyöarlína - Óttar Sveinsson
5. Sex augnablik - Þorgrímur Þráinsson
6. Áfram Latibær - Magnús Scheving
7. Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - Johr
8. Hraunfólkið - Björn Th. Björnsson
9. Þeir breyttu Islandssögunni - Vilhjálmur Hjálk.,v..c<,v,,
'■% . • íjf ;
10. Hin hljóðu tár - Sigurbjörg Arnadóttir
lista DV yfir söluhæstu bækur í síð-
ustu viku. „Það era auðvitað
ánægjulegar fréttir og er hvati tfl
þess að ég geri betur. Ég hef átt því
láni að fagna að fólk nennir að lesa
bækumar mínar,“ sagði Guðrún.
í öðru sæti er bók Ingólfs Mar-
geirssonar, María, konan bak við
goðsögnina, og í þriðja sæti bama-
bókin Afrek Berts eftir höfúndana
Jakobsson og Olsson. I fjórða sæti
listans er bók Óttars Sveinssonar,
Útkall, íslenska neyðarlínan, og í
fimmta sæti unglingabók Þorgríms
Þráinssonar, Sex augnablik.
Þær bækur sem komust næst því
að vera á listanum yfir 10 söluhæstu
bækurnar era bækur Steinunnar
Sigurðardóttur, Hjartastaður, Pála
eftir Isabel Allenda og Krókódflar
gráta ekki eftir Elías Snæland Jóns-
son.
Bókaverslanirnar sem taka þátt í
sölukönnun DV era: Hagkaupsversl-
anir í Skeifunni og Kringlunni, á
Akureyri og i Njarðvík, Penninn í
Haflarmúla, Bókaverslunin Sjávar-
borg á Stykkishólmi, Bókabúð
Brynjars á Sauðárkróki, Bókabúð
Sigurbjöms á Egilsstöðum, Kaupfé-
lag Árnesinga á Selfossi og Bókabúð
Keflavíkur í Reykjanesbæ. -ÍS
stóð einn að innflutningi og íjár-
mögnun efnanna en Hörður og
Guðni voru dæmdir fyrir vörslu og
meðferð þeirra. Júlíus viðurkenndi
að hafa ætlað að selja efnin í ágóða-
skyni hér á landi. Gunnar Aðal-
steinsson, héraðsdómari á Reykja-
nesi, kvað upp dóminn.
-Ótt
Stuttar fréttir
Aðgerðir erlendis
Alls 244 íslensk börn og ungl-
ingar hafa verið send í læknisað-
gerðir til annarra landa á síðastl-
iðnum 5 áram, þar af 51 í fyrra.
Meðalkostnaður ríkisins vegna
hjartaaðgerða var 2,4 mifljónir
og meðalkostnaöur vegna
nýmaígræðslna 4,5 milljónir.
Sjónvarpið greindi frá.
Sótt verður um leyfi
Sótt verður um starfsleyfi fyr-
ir nýtt álver Columbia Alumini-
um Corporation í þessari viku.
Skv. Stöð tvö mun það liggja fyr-
ir í næstu viku hvort af fram-
kvæmdum verður hér á landi.
Flýja verkfallsáhrif
íslensk fisksölufyrirtæki í
Frakklandi hafa ákveðið að láta
tollafgreiða fisk annars staðar í
ESB meðan á verkfoflum þar
stendur. RÚV greindi frá.
Eldvarnir kynntar
Eldvamir voru kynntar i flest-
um grunnskólum landsins í gær
í tilefhi eldvamardágs Lands-
sambands slökkviliðsmanna í
gær. Sjónvarpið greindi frá.
Sáttmáli undirritaður
Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra undirritaði úthafs-
veiðisáttmála S.Þ. í New York í
gær. Alls 25 ríki undirrituðu
samninginn. RÚV greindi frá.
Kippur í bílasölu
Sala nýrra bfla tók verulegan
kipp í síðasta mánuði. Miðað við
nóvember í fyrra var söluaukn-
ingin 38%. Mbl. skýrði ffá.
Nám án námslána
Þeim námsmönnum fjölgar
stöðugt sem fjármagna nám sitt
með öðrum þætti en lánum frá
LÍN. Sjónvarpið hafði þetta eftir
formanni sjóðsins.
Sameiginlegir fundir
Stjómarandstöðuflokkarnir á
þingi áforma að halda reglulega
sameiginlega fundi í vetiu-. Mbl.
greindi frá þessu.
Hart verði tekið á broti
Áfengisvarnarráð telur brýnt
að löggjafinn taki hart á því
brjóti menn gegn banni við
áfengisauglýsingum. RÚV
greindi frá þessu.
-kaa