Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið J hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 Vatnsagi á Vestfjörðum „Astandið hefur verið slæmt i gær og nótt en er nú orðið skárra. Hópur fólks á vesturleið bíður við — Botnsá í Mjóafirði þar sem vegur- inn fór í sundur í gærkvöldi og víða hefur runnið úr vegum. Ég geri ráð fyrir að vegirnir verði orðnir færir þegar líður á daginn,“ segir Kristján Jón Jónsson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á Ísafírði. Astandið er einna verst í innan- verðu ísafjarðardjúpi og þar er Vatnsfjarðarvegur m.a. ófær. Á Ós- hlíð og Súðavíkurhlíð féllu minni skriður en vegurinn hélst opinn. Stórar skriður féllu á veginn um Skápadalshlíð innst í Patreksflrði og þar lokaðist mjólkurbíll milli tveggja skriða. Hann verður losaður í dag. Þar fór og vegurinn inn á Barðaströnd í sundur. Allt innanlandsflug lá niðri í gær Vegna ókyrrðar og ísingar í lofti. Nú hefur stillt til og fært er til flestra staða. -GK Kópavogur: Flæddi inn í skjalasafnið Vatn rann inn í skjalasafn Kópa- vogsbæjar í Hamraborg í nótt. Nið- urfall stíflaðist fyrir utan húsið og varð að kalla á slökkviliðið til að dæla vatninu út. Skemmdir urðu óverulegar í safn- inu og sömu sögu er að segja af öðr- um stöðum þar sem aðstoðar slökkviliðsins var leitað. Var vatni m.a. dælt úr kjöllurum við Þórsgötu og í Heiðargerði. -GK Bannbeiðni bóksala: Bóka- útgefendur hittast í dag „Við munum koma saman í dag ‘og ræða þessa beiðni," sagði Ólafur Ragnarsson, formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda, við DV í morgun en félag bóksala hefur farið fram á afgreiðslubann útgefenda til þeirra verslana sem selt hafa bækúr á meira en 15% afslætti. -bjb - sjá nánar bls. 26 Uthafsveiðisamn- ingur undirritaður Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra undirritaði í gær úthafs- veiðisamning Sameinuðu þjóðanna. Auk íslands staðfestu samninginn á þriðja tug ríkja. Þeirra á meðal eru Rússland og Noregur sem íslending- • deila við um veiðirétt. Samning- 'urinn öðlast gildi þegar 30 ríki hafa staðfest hann. -rt Er þetta ekki að bera' í Bakkafullan laskinn? Ungt fólk á Eyrarbakka fékk rúmar 13 milljónir í lottóinu: Hét Bahamaferð á af greiðslustúlkuna ef hann fengi hæsta vinninginn Kristján Einarsson, DV, Selfossi: „Mér reiknast tii að lottómið- inn, sem var 10 raða sjálfs- valsmiði, hafi 27 þúsundfaldast," sagði Eyrbekkingurinn Þórir Er- lingsson þegar fréttamaður DV ræddi við hann í gærkvöldi en Þórir og kona hans, Katrín Ósk Þráinsdóttir íþróttanemi, ungt fólk á Eyrarbakka, duttu heldur betur í lukkupottinn í útdrætti lottósins á laugardag. Lottóvinn- ingurinn var fjórfaldur og vinn- ingur þeirra 13.396.220 krónur. Eini miðinn með allar tölumar réttar. „Ég fór i gærmorgun í Lands- bankann hér á staðnum og frétti að lottóið hefði lent á Eyrarbakka. Ég fór að grínast við þá sem komu í bankann að þeir væru sennilega að leggja inn vinningsupphæðina, datt ekki í hug að ég ætti miðann. Það var svo þegar ég kom aftur í Kaffi Lefolii, sem við rekum, að konan mín og móðir vom að leita að miðanum um allt hús. Þær höíðu heyrt að miðinn hefði verið keyptur á Bakkanum og eigandinn ófundinn. Miðinn fannst svo í miðahrúgu á afgreiðsluborðinu. Katrín hringdi þá í Jón Bjarna, verslunarstjóra í Ásnum á Eyrar- bakka, og las fyrir hann tölurnar. Jón sagði þá að fjórar tölur væra réttar en ein röng. Aðeins síðar hringdi Jón og sagði að allar töl- urnar væru réttar og þau skyldu koma með miðann I verslunina. „Við trúðum þessu ekki fyrr en vélin sagði vinningur þegar mið- anum var rennt gegnum hana,“ sagði Katrín og Þórir bætti við. „Það er alveg einstakt að ég skyldi muna eftir að kaupa lottómiða. Konan gerir það venjulega og þá helst ef hann er margfaldur. Ég var að fara með þvott til mömmu, því við eigum ekki þvottavél, og renndi við í Ásnum og keypti miða. Dóttir Jóns var að afgreiða og ég hét á hana Bahamaferð ef ég fengi hæsta vinninginn einn. Nú fer hún í sumarfrí á okkar kostn- að. Ég stend við það,“ sagði Þórir. Unga fólkið er nýbúið að festa kaup á gömlu húsi á Bakkanum sem byggt var 1888. Nú á að taka til hendinni og endurbæta og breyta því. Þetta er í fyrsta sinn sem hæsti vinningurinn kemur á lottómiða á Eyrarbakka. Jón versl- unarstjóri hafði þó hugboð um að hann væri á næstu grösum. Hann hafði reiknað út fyrir tveimur vik- um að miðað við fjölda lands- manna og hvar vinningarnir hafa lent væri nú komið að Eyrar- bakka. Verkalýðsfélög með lausa samninga: Gagntilboð? - sumir vilja láta sverfa til stáls „Eg á von á því að þau félög sem sagt hafa upp kjarasamningum standi við það og taki slaginn. Ég held að menn séu tilbúnir til að fá á sig dóm og fari svo í baráttuna eftir áramót. Ég veit að nokkrir ætla að vera með félagsfundi í vikunni en aðrir með trúnaðarráðsfundi og þar ræðst það hvað félögin gera. Það er hins vegar svo mikil harka í fólki al- mennt að mér þykir ótrúlegt að gef- ið verði eftir. Menn eru reiðir vegna þess smánartilboðs sem kom frá vinnuveitendum. Margir telja að til- boð VSÍ hafi bara verið byrjunarboð og ASÍ-forystan of fljót að taka þvi og leggja niður vopnin. Menn hafa því rætt þann möguleika að gera gagntilboð," sagði Kristján Gunn- arsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, í samtali við DV í morgun. Formenn þeirra verkalýðsfélaga sem sagt hafa upp kjarasamningum héldu með sér fund í gær og ræddu stöðuna. Það var samdóma álit allra að tilboð VSÍ væri óviðunandi og að gera ætti tilraun til að ná meiru fram en fara i slag að öðrum kosti. „Menn voru mjög grimmir á þess- um fundi okkar í gær og mér fannst það niðurstaða fundarins að halda uppsögnunum til streitu. Það kom líka fram sú hugmynd að gera vinnuveitendum gagntilboð, vegna þess að það var tilboð frá þeim sem ASl- forystan fékk og tók en ekki úr- slitakostir. Annars verða flest félög- in með fundi í vikunni þar sem ákveðið verður um framhaldið," sagði Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísa- firði, í samtali við DV í morgun. -S.dór Laufabrauð er ómissandi með hátíðamatnum um jólin og margir eyða að- ventunni í þennan hefðbundna og skemmtilega jólaundirbúning að skera út og steikja laufabrauð. Þegar Ijósmyndari DV kom við í félags- og þjónustu- miðstöð aldraðra við Vesturgötu í gær var einmitt fólk að skera út laufa- brauð. Meðal þeirra var Haukur Guðmundsson, 74 ára, en hann var að skera út laufabrauð í fyrsta skipti á ævinni. Ekki er annað að sjá en að honum farist það prýðisvel úr hendi. DV-mynd GVA Kíló af amfetamíni tekið á Keflavíkurflugvelli Tollgæsla á Keflavíkurflugvelli lagði á sunnudaginn hald á eitt kíló af amfetamíni sem sent var til landsins með flugi. Rannsókn málsins stendur yfir og verst fíkiefnalögreglan allra frétta af framvindu málsins. Þetta mun með stærri sendingum sem borist hafa til landsins. -GK L O K I Veörið á morgun: Kaldi víð- ast hvar Á morgun verður sunnan stinningskaldi, einhver rign- ing um austanvert landið en annars suðlæg átt, kaldi víð- ast hvar, skúrir sunnan og vestan til en skýjað með köfl- um norðanlands. Hiti 2 til 7 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 AMSUN Grensásvegi 11 Sfmi: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886 j K I N G LOTTO alltaf á Miðvikudögum 4 4 4 4 5 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.