Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 25 Fréttir Fyrsta sælunusið a íslandi endurbyggt - var byggt vegna átakanlegra atburða í nánd við Ingólfshöfða Einar R. Sigurðsson, DV, Öræfum: Á liðnum vetri var ákveðið að endurbyggja sæluhúsið í Ingólfs- höfða í Öræfum. Sæluhús þetta er reyndar fyrsta sæluhúsið á íslandi, byggt 1912. í sumar var svo unnið að endurbyggingunni og í nóvember var haldin vígsluathöfn í húsinu. Tildrög byggingar upphaflega sæluhússins árið 1912 voru átakan- legir atburðir sem urðu í nánd við Ingólfshöfða einum áratug áður. í janúar 1903 strandaði þýskur togari skammt vestan við höfðann, í af- takaveðri. Skipverjarnir, 12 að tölu, komust allir í land en hröktust síð- an í 11 daga vestur fjöruna. Fundust þeir loks vestur á Brunasandi, 60 km vestar. Þá voru 3 dánir af vos- búð en hinir meira og minna kalnir svo að þurfti að aflima þá flesta. í framhaldi af þessum hörmulegu atburðum ákvað þýskur konsúll í Reykjavík að gefa fé til að byggja tvö sæluhús á þessu svæði. Reis annað þeirra á Kálfa- fellsmelum en hitt í Ing- ólfshöfða. Með nútíma fjarskipta- tækni eru sem betur fer orðin lítil líkindi á að sæluhús þetta reynist nauðsynlegt. Ástæðan fyr- ir endurbyggingunni var að hluta til að varðveita þetta gamla hús sem lík- ast sinni upprunalegu mynd. Til vígslunnar mættu á fjórða tug fólks, flest Ör- æfingar, en einnig fólk frá Höfn og Slysavarnafélagi íslands svo og Egill Jóns- son alþingismaður. Séra Einar Jónsson, prestur á Kálfafellsstað, vígði húsið. Eftir vígslu var aftur hald- ið til byggða og kvenfélag- ið bauð gestum upp á kaffi- veitingar i samkomuhús- inu Hofgarði. Þau áttu hlut að endurbyggingunni. Frá vinstri: Benedikt Steinþórsson yfirsmiður, Guðmundur Ingimundarson, formaður SVDÖ, Ólafur Sigurðsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kára, Einar Sigurjónsson, forseti SVFÍ, og Ester Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SVFÍ. DV-mynd ERIS Sameiginleg vatns- veita er hagkvæm - segir Gunnar I. Birgisson Bæjaryfirvöld í Garðabæ, Hafnar- firði og Kópavogi hafa látið fara fram forathugun á því hvort hag- kvæmt sé fyrir sveitarfélögin að standa að sameiginlegri vatnsveitu úr Kaldárbotnum í Hafnarfirði. Gunnar I. Birgisson, formaður bæj- arráðs í Kópavogi, segir að niður- stöðurnar bendi til þess að það sé hagkvæmt fyrir þau öll enda sé ljóst að Hafnfirðingar og Garðbæingar þurfi að fara að skoða sín vatns- veitumál mjög fljótlega og Reykja- víkurborg þrýsti á að fá hærra verð fyrir vatnið frá Kópavogsbúum. „Þetta er hagkvæmur kostur fyrir öll sveitarfélögin og þýðir um 7 krónur á rúmmetra af vatni. Við kaupum vatnið frá Reykjavík í dag á 6,10 til 6,20 krónur og þeir voru með hugmyndir um hækkun allt upp í 8 krónur. Við erum að leita að ódýrasta kostinum fyrir okkur og bæjarbúa,“ segir Gunnar I. Birgis- son, formaður bæjarráðs í Kópa- vogi. Búist er við að sveitarstjórnirnar í sveitarfélögunum þremur taki ákvörðun um það á næsta ári hvort borað verður eftir vatni, aðveituæð lögð og farið í aðrar framkvæmdir við sameiginlega vatnsveitu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti samtals 500 milljónir króna. -GHS Klæðning bauö lægst Kópavogsbær lét nýlega gera verðkönnun vegna uppfyllingar í grjótgarð í Kópavogshöfn. Tilboð bárust frá Klæðningu hf„ Suður- verki, Tómasi Grétari Ólafssyni og Loftorku. Tilboð Klæðningar var lægst, 10-15 prósentum undir næst- lægsta tilboði, og var því tilboði Klæðningar tekið. -GHS m? Fyrir síðustu jól hefur skótahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hœsta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að fuglar gœtu ótt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén fró skótunum eru grœn og falleg jól eftir jól. • Skátahúsið, Snorrabraut VíulA Sýningarsalur Heklu, Laugavegi 10 ára ábyrgö 8 stœrðir, 90 - 305 cm Stálfótur fylgir Eldtraust íslenskar leiðbeiningar Jólatré með skrauti - 3 gerðir 1 GJAFAHANDBÓK JÓLAGJAFAHANDBÓK 1995 Á morgun mun 52 síðna JÓLAGJAFAHANDBÓK fylgja DV. Hún er hugsuð sem handbók fyrir lesendur sem eru í leit að jólagjöfum. Þetta finnst mörgum þægilegt nú, á dögum tíma- leysis, og af reynslu þekkjum við að handbækur DV hafa verið afar vinsælar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.