Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995
5
Fréttir
T ©pp tau
- skuldir sveitarfélaga 1995 í þúsundum króna -
415,8 410,8
mm mm 380,8
Heimild: Árbók sveitarfélaga '95 -3
Evl
Eining í Eyjafirði:
Atkvæði greidd um
ASÍ-samninginn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Félagar í Verkalýðsfélaginu Ein-
ingu í Eyjafirði munu í kvöld greiða
atkvæði um samkomulag það sem
launanefnd landssambanda ASÍ
gerði við vinnuveitendur og ríkis-
stjórnina i síðustu viku. Eining er
eitt þeirra félaga sem sagt hefur upp
gildandi kjarasamningi og kosning-
in í kvöld snýst um það hvort félags-
menn sætta sig við það sem samið
var um nú eða uppsögninni verði
haldið til streitu.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Einingar, segist allt annað en
ánægður með stöðu kjaramálanna í
dag. „Það er búið að stilla okkur
upp við vegg því að í samkomulag-
inu sagði að ef menn vildu ekki
samþykkja það yrði því að vera
formlega hafnað fyrir 8. desember,
annars væri litið svo á að það væri
samþykkt. í raun snýst þetta fyrst
og fremst um það hvort þeir sem
hefðu átt að fá 13 þúsund króna des-
emberuppbót fá 7 þúsund króna við-
bót. Þeir sem hafna samkomulaginu
verða af þessari uppbót og eiga svo
yfir höfði sér að kjaradómur dæmi
uppsagnir ólöglegar og þá fá menn
ekki neitt.
Þetta er því allt annað en
skemmtileg staða og menn eru allt
annað en ánægðir með að fulltrúar
okkar í launanefndinni skyldu taka
þessa afstöðu. Meira segi ég ekki um
það,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Hvítasunnusöfnuðurinn:
Sættir hafa tekist í
fimm ára deilumáli
- segir Hafliði Kristinsson forstöðumaður
,;Þetta var mjög góður fundur og
honum lauk í sátt og samlyndi,"
sagði Hafliði Kristinsson, forstöðu-
maður Hvítasunnukirkjunnar Fílad-
elflu, en þar hafa staðið harðar deil-
ur síðustu 5 árin eða allt frá því að
Hafðiði tók við starfi forstöðumanns
í byrjun árs 1990. Hafliði sendi út
bréf til safnaðarins í lok nóvember
og boðaði til fundar, sem fram fór á
sunnudaginn, þar sem sættir tókust,
að því er hann segir.'
Þessar deilur innan Hvítasunnu-
safnaðarins hófust þegar Einar J.
Gíslason lét af störfúm og studdi
Hafliða í starf forstöðumanns. Hafl-
iði keppti um embættið við Garðar
Ragnarsson og hafði sigur. í kjölfar
þess var allri stjórn safnaðarins vik-
ið frá og ný kosin. Síðan hefur ekki
gróið um heilt því það olli miklum
sársauka og reiði innan hluta safn-
aðarins þegar gömlu stjóminni var
vikið frá.
Hafliði Kristinsson sagði i samtali
við DV að þegar stjórnarskiptin fóru
fram hafi ekki verið til neinar regl-
ur um hvernig stjórn skyldi valin og
í hve langan tíma menn sætu í
stjórninni. Þetta hafi eiginlega verið
þannig að menn sátu í stjórn eins
lengi og þeir vildu eða þar til þeir
féllu frá. Ástæðan fyrir stjórnar-
skiptunum 1990 var ekki óánægja
með stjórnina heldur sú að menn
vildu taka upp þá vinnureglu að
þegar nýr forstöðumaður kæmi inn
kæmi hann að hreinu borði.
„Við höfum verið að vinna að
lausn málsins í 5 ár. Það má eigin-
lega segja að þessi fundur á sunnu-
daginn hafi verið svona lokaáfang-
inn í málinu. Við höfum verið að
semja reglur um stjórnarkjör og
stjórnarsetu manna og þessar nýju
reglur eru til reynslu hjá okkur í
eitt ár. Þeir sem sátu i stjórninni,
sem var vikið frá 1990, hafa tekið
þátt í því með okkur að semja nýju
reglurnar og leysa þetta mál. Þess
vegna tel ég að fullar sættir hafi tek-
ist í þessu viðkvæma máli,“ sagði
Hafliði Kristinsson.
-S.dór
Akureyn:
Minna atvinnuleysi en í fyrra
Gyl£i Kristjánsson, DV, Akureyri:
Atvinnulausir á Akureyri voru 80
færri nú um mánaðamótin en á
sama tíma á síðasta ári. Þeir voru
nú 402 en 480 hinn 1. desember 1984.
Hins vegar jókst atvinnuleysið á
Akureyri talsvert frá mánaðamót-
unum október/nóvember en þá voru
345 á atvinnuleysisskrá. Karlar án
atvinnu voru nú um mánaðamótin
200 talsins en konur 202.
Sigríður Jóhannesdóttir á Vinnu-
miðlunarskrifstofunni á Akureyri
segir enga eina skýringu á þessari
aukningu og þeir sem hafi bæst við
komi ekki úr einni starfsgrein frek-
ar en öðrum. Örfáir atvinnulausir á
Akureyri eru þessa dagana í
svokölluðu átaksverkefni sem sett
eru upp af og til þar sem atvinnu-
lausir fá tímabundna vinnu.
Ársreikningar sveitarfélaganna varla samanburðarhæfir:
Sveitarfélögin
velja tölur
til að sýna
- segir Jón Pétur Líndal, sveitarstjóri á Kjalarnesi
„Eins og ársreikningarnir eru
settir upp í dag fá sveitarfélögin
nánast að velja úr þær tölur sem
þau vilja sýna. Það er kannski ekk-
ert voðalega sniðugt þegar verið er
að gera samanburð og leggja hann
síðan fyrir peningastofnanir og
íbúa,“ segir Jón Pétur Líndal, sveit-
arstjóri á Kjalarnesi, en þeirrar
gagnrýni hefur gætt meðal sveitar-
stjómarmanna að samanburður á
fjárhagsstöðu sveitarfélaga sé ekki
nægilega marktækur þar sem mis-
jafnt sé hvaða tölur sveitarfélögin
taki með í reikninginn.
í nýútkominni Árbók sveitarfé-
laga 1995 kemur fram að Kjalarnes-
hreppur er langskuldugasta sveitar-
félagið í landinu miðað við skuldir á
hvern ibúa. Samkvæmt bókinni
skulda Kjalnesingar 415.800 krónur
á hvern íbúa. Suðureyrarhreppur er
næstskuldugastur með 410.800 á
hvern íbúa og í þriðja sæti koma
Flateyringar með 380.800 krónur í
skuld á íbúa. í öllum þessum tilfell-
um eru sveitarfélögin með innan
við 1.000 íbúa.
Jón Pétur bendir á að í stærri
sveitarfélögum hafi gjarnan verið
stofnaðir sérsjóðir, til dæmis um
veitustofnanir, félagslegar íbúðir
eða jafnvel vegna byggingar íþrótta-
mannvirkja. Bæjarsjóður Akureyr-
ar sé til dæmis talinn standa ágæt-
lega en sem ábyrgðaraðili fyrir hita-
veituna sé sjóðurinn með miklar
skuldir á bakinu. í ársreikningum
minni sveitarfélaga sé algengara að
taka allar þessar tölur með í reikn-
inginn og sýna „rétta“ stöðu sveitar-
sjóðsins, eins og hann orðar það.
„Ofan á þetta koma alls konar
ábyrgðir sem sveitarfélögin hafa
verið að gangast i fyrir atvinnulifið,
einkafyrirtæki og almenning. Við
erum til dæmis ekki með neitt slíkt
í gangi. Ég veit ekki hvort ábyrgð-
irnar skekkja myndina í heildina en
þær skekkja stöðuna innbyrðis, sér-
staklega milli stóru sveitarfélag-
anna,“ segir Jón Pétur.
„Það má segja að reikningar
sveitarfélaga gefi rétta mynd en í
kynningarefni, til dæmis í Árbók-
inni, eru menn að einbeita sér að
bæjarsjóðunum og erfitt að lesa í
annað. Auðvitað eru allar þessar
upplýsingar til. Þeim er skilað inn
en það er ekki unnið úr öðru en
reikningum bæjarsjóða," segir Árni
Mathiesen, bæjarstjóri í Hveragerði,
en hann situr í bókhaldsnefnd sveit-
arfélaga.
-GHS
URR-5408
NYTSAMAR
UWP-5520
URR-4469
Utvarpsklukka
Svört/Hvít
KR. 2,990 stgr.
Vasadiskó
með útvarpi
KR. 2.990 stgr.
Vasaútvarp
KR. 1.990 stgr.
UCR-23IS/H
Utvarps-
klukka
með Ijósi
Svört/Hvít
Diktafónn
Tveggja hraða
KR. 4.900 stgr.
f
U\JlYS23
UOM-4570
Akai feróageislaspilari
KR. 13.900 stgr.
i tAaff SlMii etó e u,i
SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • OPIÐ LAUGARD. 10-16