Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1995, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1995, Side 7
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 23 Messur Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson héraðsprestur annast guðsþjónust- una. Prédikunarefni: Heimsendir og himna- ríki. Organleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Aðventusamkoma kl. 20.30 með fjölbreyttri dagskrá. Kórar safnaðarins syngja. Veiting- ar í safnaðarheimilinu eftir aðventusamko- muna. Prestarnir. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. ,11. Börn úr 10-12 ára starfi sýna helgileik. Árni Berg- ur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Gerðuberg- skórinn syngur. Gídeonfélagar kynna starf sitt. Guðjón St. Garðarsson prédikar. Kaffi- sala til styrktar orgelsjóði eftir messu. Sam- koma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthiasson. Digraneskirkja: lyiessa kl. 11. Altarisganga. Organisti Smári Ólason. Sunnudagaskóli á sama tíma. Gunnar Sigurjónsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Kór Tónlistarskólans í Reykjavik syngur í messunni og nokkra stund á undan. Barnastarf í safnaðarheimil- inu á sama tima og i Vesturbæjarskóla kl. 13. Fundur Safnaðarfélagsins eftir messu í safnaðarheimilinu. Þar mun Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segja frá jólasiðum áður fyrr. Kl. 14. Aðventusamkoma femiingar- barna. Prestarnir. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Magnús Guðjónsson, fyrrv. bisk- upsritari. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón- usta á sama tima i umsjá Ragnars Schram. Tónleikar kirkjukórs og barnakórs Fella- og Hólakirkju kl. 15. Prestarnir. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík: I dag, laugardag, Flautuskólinn kl. 11. Sunnudag guðsþjónusta kl. 14. Samverustund í safn- aðarheimilinu á eftir. Þriðjudag Kátir krakkar kl. 16. Organisti Pavel Smid. Cecil Haralds- son. Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Unglingahljóm- sveitin Kósý flytur jólalög. Aðventuhátíð á Elli- og hjúkrunarheimilinu Eir kl. 16. Prest- arnir. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Prestursr. Kjart- an Örn Sigurbjömsson. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Börn úr 10-12 ára starfi sýna helgileik undir stjórn Eirnýjar Ásgeirsdóttur. Grindavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Ljósin tendruð á jólatré bæjarins við Lands- bankann kl. 17. Aðventuhátíð kirkjunnar kl. 20. Blönduð dagskrá í tali og tónum. Bama- kórinn flytur söngleik um fæðingu frelsarans og fermingarbörn leika helgileik. Nemendur tónlistarskólans spila á hljóðfæri. Kórar kirkjunnar syngja og leiða almennan söng. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarnefndin. Hallgrímskirkja: Barnasamkoma og messa kl. 11. Karlakór Reykjavíkur syngur. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju kl. 17. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek, Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Messa kl. 11. Altarisganga. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar ásamt sóknarpresti. Barnaguðsþjón- usta kl. 13 i umsjá sr. Bryndísar Möllu og Dóru Guðrúnar. Aðventukvöld í umsjá kirkjukórsins kl. 20.30. Fjölbreytt efnisskrá í tali og tónum. Organisti og kórstjóri Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðar- son. Kópavogskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Litli kór Kárnesskóla syngur ásamt börnum úr barnastarfi. Organisti Örn Falkn- er. Jólasöngvar og helgistund með eldri borgumm kl. 14. Nemendur söngdeildar Tónlistarskóla Kópavogs syngja jólasöngva. Að söng þeirra loknum verður helgistund. Boðið upp á veitingar i safnaðarheimilinu Borgum á eftir. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands bisk- ups: Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristins- son. Organisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju (hópur V) syngur. Barnastarf á sama tíma i safnaðarheimilinu. Kaffisopi eft- ir messu. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, prédikar. Væntanleg fermingarbörn aðstoða. Barnastarf á sama tíma. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Ólafur Jóhannsson. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Messa kl. 14. Sr. Halldór Reyn- isson. Innri-Njarðvíkurkirkja: Aðventukvöld sunnudaginn 10. des. kl. 17. Barn borið til skírnar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar. Einsöngur Ingólf- ur Ólafsson og nemendur úr Tónlistarskóla Njarðvíkur koma fram. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Guðsþjónusta sunnudaginn 10. des. kl. 11. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinars Guðmundsson- ar. Sunnudagaskóli kl. 11. Baldur Rafn Sig- urðsson. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Barnakórar Seljakirkju syngja undir stjórn Elisabetar Harðardóttur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Þorsteinsson dómpró- fastur setur sr. Ágúst Einarsson f embætti aðstoðarprests við Seljakirkju. Altarisganga. Sóknarprestur, Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Vera Gulasciova. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elinborgar Sturludótfur. Nú er tími jólainnkaupa og sjálfsagt munu margir leggja leið sína í verslanir um þessa helgi. Kringlan er einn þeirra staða þar sem hægt er að kaupa jólagjafir og þar verður opið á morgun og sunnudaginn. DV-mynd JAK Víða opið á laugardag og sunnudag: Jólainnkaupin Óðum styttist til jóla og því bráð- nauðsynlegt að fara að huga að því sem þarf að kaupa inn fyrir hátíð- irnar. Hjá mörgum er innkaupalist- inn langur enda að mörgu að hyggja. Það þarf að kaupa gjafir, fá sér ný fót, útvega sér hráefni í baksturinn og ótal margt fleira. Af þessu tilefni gerði DV lauslega athugun á afgreiðslutíma á nokkrum stöðum. Svo virðist sem opið sé í langflestum verslunum á bæði laugardag og sunnudag. Þetta á t.d. við um Kringluna, verslanir á Laugaveginum og Austurstræti og næsta nágrenni, Miðbæ í Hafnar- firði, Garðatorgi í Garðabæ, versl- anir í Hamraborg i Kópavogi, Aust- urveri, Miðbæ, Háaleitisbraut, Mjóddinni, Grímsbæ og Eiðistorgi. Frá þessu kunna að vera smá- vægileg frávik og eru lesendur beðn- ir að hafa það í huga. Afgreiðslutím- inn á morgun er yfirleitt frá kl. 10-18 og 12-18 á sunnudaginn. Síðar- talda daginn verða þó sumar versl- anir opnaðar kl. 13 og lokað kl. 17. Jólasveinar verða víða á ferðinni og DV er t.d. kunnugt um að þeir rauðklæddu verða í Kringlunni á sunnudaginn kl. 15.30 og 16.30. Jóla- sveinninn heimsækir líka Hafnfirð- inga um helgina og ætlar að kíkja inn í Miðbæ og m.a. snúa þar svokölluðu þyngdarleysistæki. Til frekari aðstoðar þeim sem eru að huga að jólagjöfum er svo sjálf- sagt að minna á jólagjafahandbók DV sem kom út sl. miðvikudag. í henni eru upplýsingar sem nýtast öllum. Sigrún Hjálmtýsdóttir er einn þeirra listamanna sem koma fram í Mos- fellsbænum um helgina. Desemberdagar í Mosfellsbæ Á vegum menningarmálanefndar Mosfellsbæjar fer fram viðamikil dagskrá um helgina. Á morgun verður opnuð sýning á ljósmyndum í eip Frank Ponzi listfræðings en sýningin er í svokölluðum Kjama sem liggur miðsvæðis í Mosfellsbæ og hýsir einnig Héraðsbókasafn Kjósarsýslu. Þá verður menningar- dagskrá í Gallerí Álafossi kl. 14 bæði laugardag og sunnudag. Meðal þeirra sem fram koma eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Friðrik Erlingsson og Einar Már Guðmundsson. Enn fremur verður starfræktur um helgina listmuna- og handverks- markaður í gömlu sundlauginni að Álafossi. Þá verður kveikt á bæjar- jólatrénu en frá því er sagt annars staðar í DV í dag. Ekki má heldur gleyma dagskrá Leikfélags Mosfells- sveitar í Bæjarleikhúsinu á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Jólasýning Þjóð- minjasafnsins Jólasýning Þjóðminjasafnsins er í Bogasalnum og er hún að þessu sinni helguð jólaljósum. Sýndar eru lýsiskolur og kerti af ýmsum gerð- um, olíulampar, gaslukt og tírur. Einnig sjást ýmsar gerðir af raf- ljósaseríum fyrir jólatré, glugga og kaffiborð og eru hinar elstu frá því um 1930. Þá eru til sýnis nokkrar gerðir af jólatrjám, aðventukrans og aðventuljós. Loks sést inn í vel búna jólastofu frá því um 1930. Innan um eru ljósmyndir úr húsum inni og götum úti sem sýna ýmsar jóla- skreytingar frá árabilinu 1915-63. Sýningin stendur til 6. janúar 1996. Ferðafélagið: Gullkistugjá Ferðafélag íslands gengst fyrir ferð á sunnudaginn kl. 13 sem hefur yfirskriftina Gullkistugjá - Helgafell - Kaldársel. Fataúthlutun mormóna Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (mormónar) verður með fataúthlutun að Skólavörðustíg 46 á morgun kl. 14-18. Allt ókeypis. Tónleikar í Húsinu Haukur Guðlaugsson orgelleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari, í samvinnu við Byggðasafn Árnes- inga, halda tónleika í Húsinu á Eyr- arbakka kl. 14 á morgun. Jólatónleikar Söngsmiðjunnar Jólatónleikar Söngsmiðjunnar verða haldnir í Perlunni kl. 15 á sunnudaginn. Fram koma um 200 nemendur Söngsmiðjunnar. Jólatónleikar Mótettukórsins Mótettukór Hallgrímskirkju held- ur jólatónleika í Hallgrímskirkju á morgun og á sunnudaginn. Dagskrá- in hefst kl. 17 báða dagana. Svanur Valgeirsson er annar ein- söngvaranna á tónleikunum. Kór Átthagafélags Strandamanna: Aðventu- tónleikar í Bústaðakirkju Aðventutónleikar Kórs Átthagafé- lags Strandamanna verða í Bústaða- kirkju á sunnudaginn kl. 16.30. Þar mun kórinn ásamt barnakór flytja jólalög undir stjórn Erlu Þórólfs- dóttur. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hrafnhildur Björnsdóttir og Svanur Valgeirsson. Pianóleikari er Laufey Kristinsdóttir. Einnig verður leikið á þverflaut- ur, kontrabassa og trommur. Þá mun séra Jón Þorsteinsson flytja jólahugleiðingu. Að loknum tónleik- um verður kaffihlaðborð í safnaðar- heimilinu. Háteigskirkja og Seltjarnar- neskirkja Kórar Háteigskirkju og Sel- tjarneskirkju koma fram í Háteigs- kirkju kl. 17 á morgun og á sama tíma í Seltjarnameskirkju á sunnu- daginn. ými íþróttir Körfubolti Heil umferð er á dagskrá í úrvals- deildinni í körfuknattleik um helgina. Leikirnir eru þessir: Akranes - KR Sd. 20.00 Skallagr. - Grindavík Sd. 20.00 Þór - Valur Sd. 20.00 Njarðvík - Tindastóll Sd. 20.00 ÍR - Keflavík Sd. 20.00 Breiðablik - Haukar Sd. 20.00 1. deild kvenna Akranes - Valur Ld. 15.30 Grindavfk - Tindastóll Ld. 16.00 KR - Breiðablik Ld. 14.00 Keflavfk - ÍR Ld. 16.00 Njarðvík - ÍS Ld. 16.00 1. deild karla ÍH - Stjarnan Fd. 20.00 KFÍ - ÍS Ld. 13.30 Snæfell - Selfoss Ld. 16.00 Þór Þorlh. - Leiknir, R. Ld. 16.00 Handbolti Fimm leikir fara fram í Nissan- deildinni í handknattleik um helgina og eru þeir þessir: ÍBV-KR Fd. 20.00 Stjarnan - ÍR Sd. 20.00 Grótta - FH Sd. 20.00 Haukar - Selfoss Sd. 20.00 Afturelding - Valur Sd. 20.00 Vfkingur-KA Sd. 20.00 1. deild kvenna Fram - ÍBV Ld. 16.00 Fylkir - Valur Ld. 15.00 ÍBA-KR Ld. 15.30 Víkingur- FH Ld. 16.00 Haukar - Stjarnan Sd. 18.15 2. deild karla Breiðablik - Fylkir Fd. 20.00 Fjölnir - BÍ Fd. 20.00 Þór, Ak. - ÍH Ld. 13.30 Fram - BÍ Ld. 14.00 Aðventuhátíð Árbæjarsafnaðar Aðventusamkoma verður í Ár- bæjarkirkju kl. 20.30 á sunnudags- kvöldið. Fundur um atvinnumál Atvinnufulltrúi og atvinnumála- nefnd Akraness boða til fundar um atvinnumál á morgun kl. 13 í Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Aðgangur er öllum opinn. Uppákomur í Norræna húsinu í fyrramálið verður í Norræna húsinu starfrækt listasmiðja fyrir börn, 7-10 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og er áhugasömum bent á að ská sig á skrifstofu húss- ins fyrir kl. 15 í dag. Afmælisveisla Línu langsokks verður haldin í húsinu kl. 16.30 á morgun en meðal þeirra sem mæta í gleðskapinn eru leikarar úr Borg- arleikhúsinu en þar hefur leikritið um Línu verið sýnt að undanfornu. Á sunnudaginn kl. 14 verða svo að vanda kvikmyndasýningar fyrir böm. Ljóð og djass í Hafnarborg Á sunnudaginn kl. 20.30 verður flutt dagskrá í kaffistofu Hafnar- borgar þar sem fléttað er saman flutningi Ijóða og djasstónlist. Þar munu skáldin Ari Gísli Bragason, Didda, Jóhann Hjálmarsson, Jón Óskar, Matthías Johannessen, Nína Björk Árnadóttir og Þorri lesa úr verkum sínum við undirleik tónlist- armannanna Carls Möllers píanó- leikara, Guðmundar Steingrímsson- ar trommuleikara og Róberts Þór- hallssonar bassaleikara. Höfundur tónlistárínnar er Carl Möller.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.