Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 20
20
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995
íþróttir
Sacchivildifá
íslandsriðilinn
„Ég hefði viljað lenda í 8. riðli,“
sagöi Arrigo Sacchi, landsliös-
þjálfari ítala í knattspyrnu, að
loknum HM-drættinum í París í
gær. ísland er einmitt í 8. ríðlin-
um og greinilegt er aö Sacchi tel-
ur hann í léttara lagi. „Þaö er frá-
bært að tvær af mestu knatt-
spyrnuþjóðum heims, Ítalía og
England, skuli mætast tvívegis í
undankeppni HM. Það eru ein-
mitt svona leikir sem áhorfendur
vilja sjá,“ sagði Sacchi um Eng-
lendinga sem mótheija.
Barátta tveggja liða
segir þjálfari Rúmena
Angel Iordanescu útilokaöi
möguleika Litháens, íslands,
Makedóníu og Liechtensteins í 8.
riOli í gær og sagöi eftir dráttinn:
„Þetta er bara tveggja liða
keppni, það verður einvígi milli
okkar og íra um sigur í riðlinum.
Jack Charlton, þjálfari íra, sagðí:
„Rúmenía er eina frábæra liðið í
riðlinum, en samt eru margir
leikmanna þess komnir á efri ár.“
Bosnía i Bologna
Þrjú fyrrum lýðveldi Júgóslav-
íu, Slóvenía, Króatía og Bosnía,
lentu saman í riðli og olli það
nokkrum titringi í París í gær.
Bosnia getur ekki leikið á heima-
velli vegna stríðsástandsins und-
anfarin ár og spilar heimaleikina
i Bologna á Italíu.
RögnvaldogStefán
Handknattleiksdómararnir
Rögnvald Erlingsson og Stefán
Amaldsson munu dæma leik
svissneska liðsins Winterthur og
Barcelona í Evrópukeppni meist-
aralíða i handknattleik sem fram
fer í Sviss helgina 16.-18. janúar.
Þá hefur veriö ákveðiö að Guðjón
L. Sigurðsson og Hákon Sigur-
jónsson muni dæma leik þýska
liösins Flensburg og ASKI Ank-
ara frá Tyrklandi 1 EHF-keppn-
inni en leikurinn fer fram í
Þýskalandi um sömu helgi.
GunnarogKjartan
Gunnar Gunnarsson hefur ver-
ið skipaður eftirlitsmaður á leik
Bidasoa og ABC Braga í Evrópu-
keppni meistaraliöa sem fram fer
á Spáni 23.-25. janúar. Þá verður
Kjartan Steinbach eftirlitsmaður
á leik Bækkelagets og Valencia i
Evrópukeppni meistaraliða í
kvennaflokki en leikurinn fer
fram i Noregi 13. janúar.
Jafntefli á Wembley
Englendingar og Portúgalar
gerðu jafntefli, l-l, í vináttu-
landsleik í knattspyrnu á Wem-
bley-leikvangnum í London i
gærkvöldi. Steve Stone úr Nott-
ingham Forest kom Englending-
um yfir á 44. minútu. Paulo Al-
ves, sem kom inn á sem varamað-
ur, jafnaði fyrir gestina á 58. mín-
útu og þar við sat.
Guðjón áfram hjá ÍR
Guöjón Þorvarðarson, marka-
hæsti leíkmaður ÍR í 2. deildinni
i knattspymu í sumar, sem ætlaði
aö ganga til liðs við Val og var
búinn að handsala samning þess
efnis, er hættur við og mun leika
áfram með ÍR-ingum i 2. deildinni
á næsta keppnistímabili.
Ágætthjá Sigwjóni
Sigurjón Amarson, kylfingur
úr GR, keppti nýlega á tveimur
mótum á Tommy Armour móta-
röðinni i Flórída. Á þriggja daga
móti á Ridgewood Lakes golfvell-
inum ’.ék hann tvo fyrstu dagana
á 76 höggum en síðasta daginn á
pari vallarins, eða 72 höggum. Þá
keppti hann á eins dags móti á
Mission Inn golfvellinum og lék
á parinu, eöa 72 höggum, og hafn-
aði hann í 22. sæti af 74 keppend-
um.
Danmörk
Króatía
Slóvenía
Bosnía
b. ridiII
Rússland
Búlgaría
ísrael
Kýpur
Lúxemborg
Albanía
Armenía
DV
„Undir okkur komið((
- eigum ákveðna möguleika, sagði Logi Olafsson eftir HM-dráttinn 1 París
íslendingar fengu ekki eins litríka
andstæðinga í undankeppni HM í knatt-
spymu og margir vonuðust eftir. Rúm-
enía, írland, Litháen, Makedónía og
Liechtenstein vom sennilega ekki á
óskalistanum hjá mörgum. Það er hins
vegar greinilegt að ísland á möguleika
á aö ná ágætum árangri og ekki óraun-
hæft að stefna á þriðja til fjórða sæti í
riðlinum.
Ljóst er að tvær þjóðanna eru mjög
öflugar, Rúmenía og írland. Rúmenar
léku mjög vel í HM í Bandaríkjunum í
fyrra og unnu sinn riðil í undankeppni
EM sem lauk á dögunum. írar hafa
verið fastagestir á stórmótunum und-
anfarin ár og oft staðið sig vel og þeir
leika einmitt til úrslita við Hollendinga
í kvöld um síðasta sætið í lokakeppni
Evrópumótsins.
Hvað hinar þjóðimar varðar er rennt
blint í sjóinn því ísland hefur aldrei
leikið gegn þeim frekar en gegn Rúme-
níu.
Litháen er án efa með sterkasta liðiö
af hinum en Litháar urðu í þriðja sæti
í sínum EM-riðli, á eftir Króötum og
ítölum, og unnu 5 leiki af 10 í keppninni.
Makedónia, sem áður tilheyrði Júgó-
slavíu, vann hins vegar aðeins einn leik
af 10 í EM, lagði Kýpur, 3-0, á heima-
velli. Hins vegar náðu Makedóníumenn
óvænt jafntefli í Belgiu, 1-1, og einnig
gerðu þeir 1-1 jafntefli við Dani á
heimavelli.
Fmmraun Liechtenstein á alþjóða-
vettvangi var í undankeppni EM og þar
var útkoman ekki glæsileg. Níu leikir
af 10 töpuðust og markatalan var 1-40,
en liðið náði þó afar óvæntu stigi af
írum þegar þjóðimar gerðu 0-0 jafn-
tefli í Vaduz. Það verður slys ef ísland
fær ekki 6 stig gegn Liechtenstein.
Erfitt að komast
í lokakeppni HM
Það hefur aldrei verið eins erfitt fyrir
Evrópuþjóðir að komast í lokakeppni
HM og nú. í riölakeppninni berjast 49
þjóðir um 14 sæti og aðeins sigurliðin
í riölunum 9 eru örugg áfram og auk
þess það lið sem nær bestum árangri í
öðm sæti. Um hin fjögur sætin leika
hin átta liðin sem verða númer tvö í
riðlunum - í útsláttarkeppni, heima og
heiman.
Fjórða sætið raunhæft
við fyrstu sýn, segir Logi
„Mér sýnist við vera tiltölulega heppnir
með neðri hlutann, Makedónia og Liec-
htenstein hafa ekki verið að gera stóra
hluti. Það gat varla verið mikiö verra
en að fá Rúmena úr fyrsta styrkleika-
flokki, þeir em mjög sterkir, og írarnir
eru seigir. Litháen hefur verið að gera
góða hluti þannig að við fyrstu sýn
væri 4. sætið raunhæft," sagði Logi 01-
afsson landsliðsþjálfari þegar DV náði
sambandi við hann í París eftir dráttinn
í gærkvöldi.
„Við eigum hins vegar ákveðna
möguleika og ég hef fullan metnað fyrir
því að ná eins góðum árangri og hægt
er í þessari keppni. Það er undir okkur
sjálfum komið, hvemig við spilum og
stöndum okkur. Það er fyrst og fremst
árangurinn sem skilar okkur tekjum
þegar til lengri tíma er litið, ekki hvort
við mætum „peningaþjóðum" eins og
Ítalíu eða Þýskalandi sem við eigum
enga möguleika á að vinna,“ sagði Logi.
Ánægðir þartil
Rúmenía birtist
„Við vorum mjög ánægðir með dráttinn
þar til síðasta þjóðin, Rúmenía, birtist.
Peningalega er þetta ekki gott en það
eru kannski meiri möguleikar á að ná
árangri en oft áður,“ sagði Eggert
Magnússon, formaöur KSÍ, sem einn
var í Perís.
Fulltrúar þjóðanna sex hittust str;
eftir dráttinn og ákveðið var aö fum
um leikdagana í keppninni í Liechte
stein þann 23. janúar. „Ég lagði fra
hugmynd um að spila tvöfalt, á lauga
degi og miðvikudegi, og það var vel te
ið í það. Þá gætum við til dæmis leik
í Makedóníu og Rúmeníu í sömu fer
inni og síðan fengið tvo heimaleiki
flmm dögum, sem væri spennandi kos
ur,“ sagði Eggert.
Tugmilljónir í höfn þó
mótherjarnir gefi lítið
KSÍ hefur þegar selt sjónvarpsréttir
fyrir næstu tvö árin. Samið var til íjö
urra ára fyrir tveimur árum, og fyr
þann samning tryggði KSÍ sér um li
milljónir króna, sama hverjir móthe
jamir yrðu. Þaö skaðar því samband
lítið þó mótherjamir séu ekki „pening;
þjóðir“. Þó hefði fengist einhver bóni
ef ísland hefði dregist gegn Ítalíu, Spár
Englandi eða Hollandi og einnig mei
tekjumöguleikar hvað aðgangsey
varðar. -V
Kópavogsbúar
Bikarkeppni í handknattleik
Breiðablik - Þór
í Smáranum í kvöld kl. 20.00
Mætum öll Breiðablik
Koma Frakkar og Norðmenn?
Þó ísland hafi ekki fengið mjög aðlaðandi mótheija þegar dregið var í rlðla i HM
í gær er ljóst að. öflugar knattspyrnuþjóðir munu sækja okkur islendinga heim
næstu tvö árin.
Þegar hefur verið gengið frá því að Þjóðverjar leiki hér á landi þann 20. ágúst 1997
í tengslum við 50 ára afmæli KSÍ þaö ár.
Góðar líkur eru á að íslendingar leiki tvívegis við Frakka, gestgjafana S HM1998.
Leikið yrðí heima og heiman, fyrri leikurinn á næsta ári en sá síðari 1997.
Þá standa yfir viðræður við Norðmenn um tvo leíki. Ekki er ólíklegt að sá fyrri
verði í Ósló í ágústbyrjun næsta sumar en sá síöari hér á landi sumarið 1997. -VS