Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995
I>V
Ekkert smurt
brauö?
Sæmundur hringdi:
Ég vil byija á aö þakka og taka
undir lesendabréf í DV 6. des. sl.
um jólahlaðborðin. Þau eru
sannarlega mörg og misjöfn.
Annað er sem ég sakna t.d. á öll-
um þessum mörgu ölkrám sem
hafa opið til kl. 3 að nóttu - og
reyndar á fleiri stöðura sem
kalla sig veitingastaði - að geta
ekki fengið smurt brauð svo
lengi sem opið er. Ég veit ekki
betur en vínveitingaleyfin til-
skilji að staðirnir bjóði mat jafn-
framt. Þetta er engin veitinga-
mennska að mínu mati. Ekki
heldur krármenning.
Mega þær
ekki spila?
Guðný S. hringdi:
Ég er yfír mig hneyksluð á
fréttaflutningi, sem áreiðanlega
er líka blásinn upp, um að asísk-
ar konur stundi hér fjárhættu-
spil, veðmál og þaðan af verra,
nefnilega vændi. Mega konumar
ekki spila í sínum hópi. Þetta er
lenska víða um heim og er það
glæpur þótt lagt sé undir eitt-
hvert smáræði, jafnvel gull? Um
vændið legg ég nú ekki hlustir
við, svo ómerkilegt er þar rugl
allt.
Dagsbrún og
desemberupp-
bótin
Sigurður skrifar:
Ég er afar sár yfir því hvernig
málin hafa æxlast á vinnumark-
aðinum. Ég er verkamaður og
verð að sjá á eftir desemberupp-
bótinni sem þó var boðin til við-
bótar hefði verið sæst á að láta
kjarasamninga liggja milli hluta
þar til í lok næsta árs. Ég er auð-
vitað viss um að þessi málalok
eru gagnstæð vilja þorra verka-
fólks. Raunhæfast væri nú af
vinnuveitenda hálfu að greiða
öllu sínu fólki hina boðnu des-
emberuppbót hvemig sem fer.
Þá yrði farsæl lausn fyrir alla.
En verkalýðshreyfingin stæði að
vonum sneypuleg eftir.
Samanburður
borgar sig
Margrét Davíðsdóttir skrifar:
Nú sem endranær borgar sig
að bera sjálfur saman verð á
milli verslana á þeim hlutum
sem kaupa skal en fara ekki
blindandi eftir auglýsingum. Um
síðustu helgi var borinn inn á
mitt heimili myndalisti sem
greinilega átti að ná til bam-
anna. í listanum er ftdlyrt að
þetta eða hitt leikfangið sé á sér-
lega hagstæðu verði og m.a.s. til-
boði. Á mánudag átti ég leið í
ýmsar leikfangaverslanir og
varð mjög undrandi að sjá marga
af sömu hlutunum og voru í list-
anum og áttu að vera á svo hag-
stæðu verði á mun hagstæðara
verði, án þess að vera á neinu
sérstöku tilboði. Því borgar sam-
anburður sig.
Verslum í
heimabyggð
S.A. skrifar:
Um sl. helgi fór ég í miðbæ
Hafnarfjarðar og fannst heldur
fátt um manninn. Grátlegt aö
vera búinn að byggja þennan
glæsilega miðbæ ef fáir versla
svo þar. Svo fórum viö í Pjarðar-
kaup til að versla til helgarinnar
og þar var heldur meira um fólk.
Við gátum nýtt ferðina og keypt
í jólamatinn því úrvaliö var gott
og má t.d. nefna að kjúklingar
voru á tiboði, undir 400 kr. kg.
Okkur en nauðsynlegt að tryggja
að öll verslun hverfi ekki til ein-
hverra risafyrirtækja i öðrum
bæjarfélögum. Ég hvet því alla
Hafnfirðinga til að versla í sinni
heimabygð fyrir jólin, og það hjá
hafnfirskum fyrirtækjum.
ILIliiKA þjónusta
allan
Spurningin
Lesendur
i sima
5000
i kl. 14 og 16
Hve miklu eyðir þú í jóla-
gjafir?
Elísabet Ármannsdóttir íþrótta-
kennari: Svona tuttugu þúsundum.
Davíð dáleiðir ráðherrana
Regína Thorarensen skrifar:
Enginn skyldi þingmaður verða
nema hafa þekkingu á atvinnuveg-
um þjóðarinnar og raunar gjör-
þekkja þá. - Ég er sáróánægð með
Davíð Oddsson sem hefur verið for-
sætisráðherra síðustu árin því alltaf
hefur atvinnuleysið aukist með
hverju árinu.
Davíð varð borgarstjóri Reykja-
víkur og byggði stór og mikil hús.
Skyndilega rakst hann á þann vegg
að Reykjavíkurborg var orðin stór-
skuldug. Slóttugur er Davíð því þá
fékk hann Markús Örn útvarps-
stjóra, þáverandi, sem ávallt hefur
verið hrekklaus maður, til að taka
við borgarstjórastarfinu. Markús
beit á agnið, enda einn þeirra
mörgu, bæði ég og fleiri, sem trúðu
á Davíð. En eftir stuttan stans sá
Markús hve skuldir borgarinnar
voru miklar og gekk á fund Davíðs
og sagði upp starfinu og vísaði í
leiðinni á ágætan og saklausan
mann, 75 daga borgarstjórann sem
ég kalla svo.
Davíð „dáleiðir" hins vegar fólk
(nema Jón Baldvin, sem sá við hon-
um). Davíð hefur sterkar taugar og
ótakmarkað sjálfsálit, sér stutt fram
í tímann, en notfærir sér forsætis-
ráðherraembættið i ríkum mæli og
dáleiðir samráðherra sína.
Lögfræðingaklíka Sjálfstæðis-
flokksins minnir mig á páfagauks-
samkomu. Flestir þeirra hafa ekkert
unnið við atvinnuvegina, utan
Halldór Blöndal sem hefur stóran
sjóndeildarhring. Hann vann líka
með námi sínu frá því hann var
barn og í hans ráðherratíð hafa
verkin talað. Davíð hefur hins vegar
ekki valið sér menn í rikisstjórn úr
hinum vinnandi stéttum. I stjórn
Gunnars Thoroddsens voru slíkir
menn og mikilhæfir. Hann myndaði-
líka ríkisstjóm þegar ráðandi menn
í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn
þorðu ekki að mynda stjóm. - Ég vil
að lokum láta Davíð vita það að mér
líst vel á Björn Bjarnason, einnig
Ólaf G. Einarsson. Þorstein Pálsson
myndi ég hins vegar kjósa forseta.
Hann er einlægur og sakleysislegur
en kann hins vegar lítið í siðaregl-
um, en þær gæti hann lært.
Gísli Hafliðason vélstjóri: Ég er
ekkert farinn að taka það saman.
Þrjú þúsund krónum.
Hanna Edda Halldórsdóttir
kortateiknari: Ég veit það ekki,
kannski svona þrjátíu þúsundum.
Gróa Helgadóttir, vinnur á dag-
vistarstofnun: Ég get ekki gefið
það upp.
Sigurður Lárusson framreiðslum-
aður: Allt of miklu.
Sameinuðu þjóðirnar
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Eftir að síðari heimsstyrjöldinni
lauk, 1945, töldu menn hyggilegt að
koma á fót stofnun er hefði það
markmið að einbeita sér að friði í
heiminum og viðhalda honum. Þetta
er grunnurinn að stofnun Samein-
uðu þjóðanna.
í stofnsáttmálanum er kveðið svo
á að þær gæti hlutleysis f allri
ákvarðanatöku og kappkosti að vera
óbundnar af stjórnmálum -þátttöku-
landanna. Af þessu má ráða að
frumkvöðlarnir hafi raunverulega
viljað búa til ríki í ríkinu með stofn-
un SÞ. sem löndin halda uppi með
árlegum framlögum sínum. Öll
framkvæmdin væri síðan í höndum
mannanna sem með völdin færu á
hverjum tíma. Skoði maður þessi
mál yfirvegað er ekki annað að sjá
en að bollaleggingarnar sem að baki
búa hafi ekki verið byggðar á traust-
um grunni. Það eitt, að ætlast til
þess af þjóðunum sem standa að
baki þessu samstarfi að reiða ein-
vörðungu fram fé en hafa næsta lít-
ið til málanna að leggja, er auðvitað
nokkuð sem hlýtur að falla um sjálft
sig.
Þetta kom beríega fram er aðild-
arríkin reyndu að ota sínu fólki
fram í helstu valdastöður stofnunar-
innar. Hlutleysisstefnan er þannig
að S.Þ. áttu ekki að hlutast til um
Gagnslítil friðargæsla SÞ?
stjórnmál í hinu eða þessu landinu.
Sannleikurinn er sá að hlutleysis-
stefnan er gagnslaus þegar á reynir,
vilji þjóðir á annað borð koma því
til leiðar sem til er ætlast af þeim.
Því var það þegar SÞ sendu her-
flokka og vopnabúnað til Sómalíu til
að stilla til friðar að þeir komu að
harla litlu gagni. Þessi mannafli
mátti ekkert aðhafast og varð því að
horfa upp á óöldina án þess að haf-
ast að. Sama skeði í fyrrum
Júgóslavíu. Ég tel að betur sé heima
setið en að aðhafast lítið sem ekkert
og bíða fyrirskipana sem aldrei
koma.
„Fyrir jólin ber mest á léttvínsauglýsingum sem höfða til þeirra sem ætla að
kaupa gæðavín með jólasteikinni“, segir m.a. í bréfinu um vínauglýsingar á
erlendu sjónvarpsstöðvunum.
um, svo sem „Kronenbourg 1664“
o.fl. o.fl.
Það er auðvitað ekki hægt annað
en að hlæja sig máttlausan að sýnd-
armennskunni, hræsninni og hé-
giljuhættinum sem felst í þessu aug-
lýsingabanni á víni í íslenskum fjöl-
miðlum, vitandi það að í landinu
eru vínauglýsingar á hverju strái í
öllum erlendum miðlum sem lands-
menn skoða. Viturlegt væri af
stjórnvöldum að ganga hreint tO
verks og afnema auglýsingabann á
áfengi hér og leyfa útgefendum
blaða og tímarita, svo og sjónvarps-
stöðvunum að njóta ómældra tekna
af þessum fjáröflunarlið. - Skyldi
t.d. Sjónvarpinu veita af?
Vínauglýsingar á erlendu stöðvunum
Helgi Gunnarsson skrifar:
Talvert hefur verið rætt og deilt
um hin „uppgerðu" áfengislög hér á
landi. Frelsi til innflutnings áfengis
er þar talið helst nýmælið. Viðhorf-
ið til auglýsinga á vínum er enn
samt við sig hjá löggjafanum, frekar
þrengst ef eitthvað er. Það eru að-
eins erlendir aðilar sem mega aug-
lýsa hér áfengi í blöðum og tímarit-
um. Og nú hefur fjöldi erlendra
sjónvarpsrása bæst i hópinn. Ekki
getur íslenska ríkisvaldið bannað
þær auglýsingar frekar en í tímarit-
unum.
Það má svo sem flokka það undir
illa innrætingu mína að ég brosi í
kampinn þegar ég horfi á hinn
mikla fjölda prýðilega gerðra vín-
auglýsinga á hinum. erlendu sjón-
varpsrásum; Sky News, TNT og öll-
um þýsku stöðvunum. Núna fyrir
jólin ber þar mest á léttvínsauglýs-
ingum sem höfða til þeirra sem ætla
að kaupa gæðavín með jólasteik-
inni. Einnig auglýsingar á t.d.
Campari, Cinzano (en það fæst nú
ekki lengur á íslandi) og bjórtegund-