Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1995, Blaðsíða 2
20
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995
IBrúðkaup Muriel
Toni Colette og Rachel Griífiths
Muriel er frekar óframfærin og ólöguleg
stúlka sem býr í áströlskum smábæ og á sér
þann háleita draum að einhver karlmaður vilji
einhvem tíma fá hana sem eiginkonu. Muriel
gerir lítið annað en að dreyma og hlusta á
Abba. Þegar „vinkonur“ hennar tilkynna
henni kvöld eitt að nærvera hennar sé óæski-
leg hrynur veröld Muriel. Hún fær „lánað“
blað úr tékkhefti foður síns og skellir sér til
pálmavaxinnar Kyrrahafseyju. Þar skemmtir
hún sér með hinni lífsglöðu Rhondu og svo fer
að hún flyst með henni til Sydney. Þar hefst
nýr kafli í lífi hennar.
2Tommy Boy
Chris Farley, David Spade, Brian Dennehy,
Rob Lowe og Bo Derek
Það er ekki hægt að segja að Tommy stigi í vitið.
Eftir sex ára nám hefur honum loks tekist að
ljúka einu prófi og það er notað til að losa skól-
ann við hann. Tommy finnst hann hafa himin
höndum tekið þegar hann fær þægilegt starf í
varahlutaverksmiðju fóður sins.-Og ekki minnkar
gleðin þegar faðir hans giftist sannkallaðri
draumadís og hann fær í leiðinni stjúpbróöur. En
mikill vandi steðjar að, fjölskyldufyrirtækiö er á
niðurleið og Tommy verður að fara i söluferð
með helsta aðstoðarmanni föður síns. En kunn-
átta þeirra í sölumennsku er engin og væri efni í
heila bók um það hvernig ekki á að selja.
3Legends of the Fall
Anthony Hopkins, Brad Pitt, Aidan Quinn
og Julia Ormond
Þegar dregur að lokum 19. aldar hefur Willi-
am Ludlow ofursti fengið sig fullsaddan af
herþjónustu og stefnu ríkisstjórnarinnar í
málefnum indíána. Hann reisir sér búgarð í
Montana við rætur Klettafjallanna og þar elur
hann upp syni sina þrjá, fjarri erjum og átök-
um. Alfred er elstur, hlédrægur og skylduræk-
inn, miðbróðirinn Tristan er aftur á móti villt-
ur og hömlulaus, sannur stríðsmaður. Þegar
yngsti bróðirinn kemur heim með hina fallegu
Susannah vakna með hinum bræðrunum
ástríður og afbrýðisemi.
40nce Were Warriors
Rena Owen og Temuera Morrison
Myndin segir frá örlögum fjölskyldu af
kynstofni Maóría en svo kallast frumbyggjar
Nýja- Sjálands. Hjónin Beth og Jake hafa verið
gift í átján ár og búa með fimm börnum sín-
um í félagslegri blokkaríbúð. Jake er skap-
styggt vöðvafjall sem tollir illa í vinnu og kýs
helst að eyða tíma sínum í drykkju á meðan
Beth reynir að hugsa um heimilið og börnin.
Skapofsi Jakes og drykkja leiða hann sífellt
nær glötun og að endingu verður Beth ljóst að
hún hefur um það að velja að stökkva með
manni sínum eða berjast á móti með þeim
ráðum sem duga.
5Don Juan De Marco
Johnny Depp, Marlon Brando og Faye
Dunaway
Ungur maður hefur komið sér fyrir á auglýsinga-
skilti í 15 metra hæð. Hann er sveipaður skikkju,
veifar sverði og andlitið er hulið grímu. Hann seg-
ist vera Don Juan, heimsins mesti elskhugi. Nú er
hann bugaður af ástarsorg og lifslöngunin er horf-
in. Lögreglan fær aðstoð sálfræðings við að ná
honum niður. Dr. Jack er virtur en útbrunninn
sáli sem er um það bil að fara á eftirlaun. Á tíu
dögum á hann að meta ástand sjúklingsins og á
þeim tima rekur Don Juan ævi sína sem einkenn-
ist af rómantískum ævintýrum og tekst honum að
sannfæra lækninn um að hann sé heill heilsu.
Myndbandalisti vikunnar
12. des. til 18. des. '95
SÆTI |
- m
FYRRI j VIKfl t »» j VIKUR P ífl LISTflj TITILL ) j ÚTGEF.
J ' " 1 1 i ! i j Brúðkaup Muriei 1 Háskólabíó
É Ní (pTí J j 1 )■ i Tommy Boy : BHHhBwShhHUI ClC-myndir MmStlSi
i 1 ! 5 j Legend of the Fall Skífan
„ ,.... 1 -. • | j ) 3 j 3 j j -j J 3 te J . - - , J i j.. -- ... - - Once were Warriors j Skífan
) 2 3 ! Don Juan Demarco j Myndform
j - J J J J J
6 !
7 J
/ J
1
NY
8 i 6
7
NÝ
§§g:
5
9
LO
11
12 } 8
I
e®*W&**
13 ! 11
i
14 ] 10
! TEG.
J Gaman
.) . .
J
j
J
J
j Drama
J
Spenna
Gaman
'11.
m
j
j
u
j
j
Outbreak
Streetfighter
j t
j Gaman
km
| Warner-myndir Spenna
Skífan
Spenna
Low Down Dirty Shame Sam-myndbönd Gaman
15 vv.;- j-v;vró/.v.ý; 12 3
16 j '; ; •;,■, ! 16 i 12
ipH! SJHÍ k
17 j 15 ! 2
18 j j 14 ■ J .H| )" 6
19 J NÝ jl 1
20 J 13 J i j 9
1 J
8 L
j.
2 L
i
5 j
! !
. J
Boiling Point
Exit to Eden
Dumb and Dumber
Boys on the Side
Mixed Nuts
Jack and Sarah
Against the Wall
I.Q.
Miracle on 34th Street
Guarding Tess
j
Bergvík
Spenna
J J
j ■"j ■
Sam-myndbönd j Gaman
Myndform j Gaman
J ' J -
j J
Warner-myndir j Drama
j
T
Skífan
Háskólabíó
Bergvík
1 Gaman
.
í
Gaman
Spenna
ClC-myndir Gaman
f
J Sam-myndbönd j Gaman
;1 , . . ...- -> .
J J
Skífan Gaman
1 ■ J
Six Degrees of Seperation Warner-myndir Senna
Natural Born Killers
Warner-myndir ] Spenna
Myndbandalistinn:
Tvö í þyngri
kantinum
Eftir að tíðindalítið hefur verið
á toppi myndbandalistans að und-
anförnu eru stórar breytingar á
listanum nú en tvær nýjar myndir
skipa tvö efstu sætin, ástralska
myndin Brúðkaup Muriel og
Tommy Boy. Þessar myndir eiga
það sameiginlegt að vera báðar
gamanmyndir og að aðalpersón-
urnar eru vel í holdum. Muriel er
í hjónabandshugleiðingum en
Tommy er að koma sér fyrir i við-
skiptalífinu. Á ýmsu gengur hjá
þeim báðum og árangurinn ekki
jafn mikill og erfiðið.
Þetta eru ekki einu nýju mynd-
irnar á listanum, nýjasta kvik-
mynd belgíska slagsmálasérfræð-
ingsins Jean- Claude Van Damme
fer beint í sjöunda sætið, þar leik-
ur hann ofurhuga sem er falið að
frelsa gísla, er myndin byggð á
vinsælum tölvuleik, og gaman-
myndin Exit to Eden, sem gerist á
kynlíffseyjunni Eden og fjallar um
tvo rannsóknarlögreglumenn sem
eru á hælunum á frægum dem-
antasmyglara.
í vikunni fyrir jól eru að koma
á markaðinn margar vinsælar
myndir sem eiga eftir að gleðja
marga um jólin. Þeir hjá Sam-
myndböndum eru stórtækir og
gefa út nokkrar úrvalsmyndir,
fyrst ber að telja Die Hard 3, þar
sem spennumyndaaðdáendur geta
endurnýjað kynni sín við töffa-
rann John McClane. I myndinni
þarf hann að fara í þrautakóng við
ósvífinn glæpamann. Ed Wood
fjallar um þá persónu í Hollywood
sem hefur fengið þann vafasama
titil: „Versti leikstjóri allra tíma“.
Það er Johnny Depp sem leikur
titilhlutverkið. Sam-myndbönd
gefa einnig út í þessari viku ís-
lensku kvikmyndina Bíódaga, sem
þessa dagana er að gera það gott á
Toni Colette leikur Muriel sem byrjar að vinna á myndbandaleigu þegar hún kemur til Sydney.
meginlandi Evrópu, hina ágætu
kvikmynd um skosku þjóðhetjuna
Rob Roy með Liam Neeson og
Jessicu Lange í aðalhlutverkum og
nýjustu kvikmynd Macauley Culk-
in, Richie Rich.
Myndform gefur út framtíðar-
myndina Judge Dredd með Sylvester
Stallone í aðalhlutverki, Skffan gef-
ur út frönsku sakamálamyndina A
las Folie með Beatrice Dalle og
Anne Parilaud í aðalhlutverkum og
Bergvík gefur út gamanmyndina
Rent a Kid með Leslie Nielsen og
Christopher Lloyd í aðalhlutverkum.