Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1995, Page 12
yndir FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 María Ellingsen er til vinstri á myndinni í hlutverki Agnesar, lengst til hægri er Egill Ólafsson í hlutverki sýslumannsins. Agnes sýnd í Laugarásbíói og Stjörnubíói Ástríður, svik og blóðug hefnd Bíóborgin - sími 5511384 Assasslns ★ Sylvester Stallone er góði launmorðinginn, Banderas er vondi launmorðinginn og Julianne Moore er góði þjófurinn í kvikmynd Richard Donners sem kann ýmislegt fyrir sér í gerð spennumynda en getur ekki bætt leiðinlega sögu. -HK Hættuleglr hugir irki< Michelle Pfeiffer stendur sig með ágætum sem ung og áhugasöm kennslukona. Þokkaleg mynd um sigur hins já- kvæða yfir hinu neikvæða, stundum þó of sykursæt. -GB Bíóhöllin - sími 587 8900 Gullauga ★★★ James Bond er loksins mættur aftur til leiks í hraðri og skemmtilegri mynd sem svíkur engan aðdáanda þessa mesta njósnara og kvennagulls allra tíma. Pierce Brosnan er góður og á eftir að verða betri. E'nnig sýnd í Háskólabíói. -GB Showgirls ★ Konungar kynþokkamyndanna i Hollywood, Verhoeven og Eszterhas, falla með glæsibrag á þessari innantómu og leiðin- legu mynd um sýningar- og dansstúlkurnar í Las Vegas. -GB Mad Love ★★ Vegamynd um tvö ástfangin ungmenni sem yfirgefa heima- hús og aka út í óvissuna. Myndin er rótlaus eins og ung- mennin og leikur Drew Barrymore og Chris O’Donnell jafn ósannfærandi og myndin í heild. -HK Saga-bíó - sími 587 8900 Algjör jólasvelnn ★★ Ósköp sæt og ljúf mynd um fráskilinn heimilisföður sem iendir í því að taka að sér hlutverk jólasveinsins. Ungur sonur hans er stórhrifinn en ekki hinir fullorðnu. -GB Háskóiabíó - sími 552 2140 Saklausar lygar ki. Óspennandi og ósannfærandi mynd um breskan rannsókn- arlögreglumann og kolgeggjaða franska fjölskyldu og nokk- ur dularfull dauðsfóll. -GB Jade ★★ Sálfræðiþriller sem fer vel af stað en brotalamir koma í ljós þegar líður á myndina. Joe Eszterhaz er greinilega að reyna að ná upp þeirri erótísku og grípandi stemningu sem einkenndi Basic Instinct en mistekst. -HK Fyrir regnið' • Stríðið í fyrrum lýðveldum Júgóslaviu er baksvið þessarar óvenjuglæsilegu kvikmyndar frá Makedóníu um lífshásk- ann sem fylgir því að taka afstöðu í lífinu. -GB Glórulaus ★★★ Einstaklega lífleg táningamynd um ríka krakka í Beverly Hills. Sagan er ekki merkileg en fyndin tilsvör söguhetjunn- ar Cher, sem er á skjön við allt, eru sérlega vel samin. -HK Apollo 13 ★★★ Vel heppnað drama um eitt alvarlegasta slys í himin- geimnum. Á köflum nokkuð langdregin en góður leikur og vel skrifað handrit gerir það að verkum að heildin er mjög sterk. -HK Laugarásbíó - sími 553 2075 Mortal Kombat ick Slagsmál og aftur slagsmál er það sem einkennir þessa hröðu mynd, sem gerð er eftir vinsælum tölvuleik. Sviðs- hönnun, búningar og áhættuatriði góð en þá er líka upp- talið það sem vit er í. -HK Felgöarboð ick Það er margt ágætlega gert í Feigðarboðum og á Peter Hall stundum auðvelt með að ná upp á yfirborðið innri spennu persónanna en handritið er brothætt og helstu persónur ekki nógu áhugaverðar. -HK Tegundlr'A^ Gamla góða sagan um vísindamennina sem missa tökin á tilraunum sínum og búa til ófreskju sem þeir ráða ekki við. Að mörgu leyti hin ágætasta skemmtun. -GB Regnboginn - sími 551 9000 Nlne Months icki, Vel heppnuð gamanmynd um verðandi faðir sem á erfitt með að sætta sig við orðinn hlut. Verður stundum þreyt- andi en nær sér á strik jafnóðum aftur. Lokaatriðið á fæð- ingardeildinni er mjög fyndið. -HK Beyond Rangoon ★★★ Oft á tíðum áhrifamikil ádeila á landsfeðurna í Burma en nokkuð brokkgeng þar sem myndmálið er sterkara en hið talaða mál. John Boorman hefur gert betri myndir en einnig verri. -HK Krakkar kick Opinská, bersögul og krassandi mynd um unglinga í New York á hraðri leið til andskotans vegna fikniefnaneyslu og almenns ólifnaðar. -GB Aö yfirlögöu ráöi kkk Réttarhöld yfir morðingja beinast að hinu illræmda Alcatr- az-fangelsi. Sönn saga sem fær góða meðhöndlun í áhrifa- mikilli mynd. Kevin Bacon sýnir stórleik í hlutverki fang- ans Henri Young. -HK Braveheart ★★★ Mel Gibson hefur svo sannarlega gert stórmynd að öllu umfangi með frásögn af skosku frelsishetjunni William Wallace sem lifði eitthvað fram á 14. öldina en sverðaglam- ur ber mannlega þáttinn ofurliði. -GB Stjörnubíó - sími 551 6500 Indíáninn í skápnum ★★ Flatneskjuieg og óspennandi ævintýramynd um ungan dreng og töfraskápinn hans. Hins vegar vantar allan töfra- ljóma yfir frásögnina og myndin fellur kylliílöt. -GB Desperado kkk Kraftmikil og stórskemmtileg mynd um nafnlausan farand- söngvara, með byssur í gítartöskunni, sem leitar hefnda fyr- ir morðið á kærustunni. Banderas í banastuði. -GB Benjamín dúfa ★★★★ Virkilega vel heppnuð kvikmynd. Gott handrit og sérlega góður leikur hjá ungu leikurunum ásamt góðri vinnu tæknimanna. Fer í hóp bestu íslenskra kvikmynda. Einnig sýnd í Bíóhöllinni. -HK Tár úr stelnl ★★★★ Sérlega vönduð og vel heppnuð kvikmynd og ein allra besta íslenska kvikmyndin. Mannlýsingar eru sterkar og kvikmyndataka frábær. Mynd sem snertir mann og gefur mikið frá sér. -HK Magnús Olafsson og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum sínum í Agnesi. Annað kvöld verður frumsýning í Laugar- ásbíói á íslensku kvikmyndinni Agnesi en hún verður síðan sýnd bæði í Laugarásbíói og Stjörnubíói. Með frumsýningu á Agnesi lýkur mesta kvikmyndaári íslendinga frá upphafi þegar sýningar eru hafðar í huga en alls hafa verið frumsýndar sjö leiknar kvik- myndir í fullri lengd. Mismikið hefur verið kostaö til þessara mynda en Agnes, sem gerð er af kvikmyndafyrirtækinu Pegasusi, er einhver allra dýrasta íslenska kvikmyndin og var ekkert til sparað til að gera hana sem best úr garði. Ástríður, svik og blóðug hefnd eru við- fangsefni Agnesar og fjallar um þá dramat- ísku atburðarás sem leiddi til síðustu aftök- unnar á íslandi árið 1830 þegar Agnes Magn- úsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi fyrir morð á Natani KetOssyni. Þessir at- burðir eru kveikjan að handriti myndarinn- ar sem skrifað er af Jóni Ásgeiri Hreinssyni og framleiðandanum og kvikmyndatöku- manninum Snorra Þórissyni en myndin lýt- ur lögmálum skáldskapar fremur en sagn- fræði. Agnes er ung og aðlaðandi einstæð móðir sem starfar sem vinnukona hjá sýslumanni í Húnavatnssýslu og eiginkonu hans. Hún fell- ur fyrir Natani Ketilssyni, dularfullum og djarftækum kvennamanni og sjálfmenntuð- um lyflækni sem dæmdur hefur verið fyrir ólöglega lækningastarfsemi. Dramatísk sam- skipt} aðalpersónanna þriggja, Agnesar, Nat- ans og sýslumanns, hrinda af stað örlaga- þrunginni atburðarás þar sem ástarsamband breytist í martröð ofbeldis og tortímingar. í aðalhlutverkum eru María Ellingsen, sem leikur Agnesi, Baltasar Kormákur leik- ur Natan og Egill Ólafsson leikur sýslu- mann. í öðrum helstu hlutverkum eru Hilm- ir Snær Guðnason, Magnús Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Guðný Guðlaugsdóttir, Gottskálk Dagur Sigurðarson og Ámi Pétur Guðjónsson. Leikstjóri er EgUl Eðvarðsson en þetta er fyrsta leikna kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir frá því hann gerði Húsið árið 1983. Snorri Þórisson er framleið- andi og kvikmyndatökumaður, leikmynd gerði Þór Vigfússon, Helga I. Stefánsdóttir hannaði búninga, Ragna Fossberg sá um fóröun, Siguröur Karlsson, klippingu og tón- list samdi Guimar Þórðarson. í Bandaríkjunum - dagana 15.-17. desember. Innkoma í millj- ónum dollura og heildarlnnkoma. Jumanji byggist mikið upp á tæknibrellum. Jumanji rétt náði á toppinn Þrátt fyrir aðhin dýra tækni- brellumynd Jumanji hafl náð efsta sætinu á bandaríska vin- sældalistanum eftir að aðsóknar- tölur helgarinnar voru birtar þá rikir engin gleði í herbúðum TriStar og Sony, þar sem myndin halaði aðeins inn rúmar ellefu milljónir doUara. Það er rúmlega helmingi minna en menn þar á bæ gerðu sér vonir um. Það ríkir heldur engin gleði hjá Para- mount, þar sem Sabrina halaði aðeins inn funrn og hálfa miUjón doUara, en þar var einnig búist við mun meiru. Ljóst er að erfitt verður fyrir Jumanji að ná upp í kostnað, en talið er að myndin hafi kostað vel yfir 100 milljónir doUara í framleiðslu. Þriðja stóra myndin sem frumsýnd var um helgina var Heat með þeim A1 Pacino, Robert De Niro og Val Kilmer í aðalhlutverkum. Hún gerði akkúrat það sem búist var við af henni og mun sjálfsagt sigla lygnan sjó í nokkrar vikur. Af ódýrari myndum sem frum- sýndar voru um síðustu helgi er vert að vekja athygli á Sense and SensibUity, sem leikstýrt er af Ang Lee, en flestir eru á að þessi mynd verði með margar óskarstU- nefhingar á bakinu þegar tilnefn- ingar verða birtar í febrúar. -HK 1 (-) Jumanji 11,1 11,1 2(1) Toy Story 11,0 97,5 3 (-) Heat 8,4 8,4 4 (3) Father of the Bride 7,3 21,2 5 (-) Sabrina 5,5 5,5 6 (3) Goldeneye 3,2 83,1 7 (7) The American President 2,1 41,1 8 (9) Casino 2,1 32,8 9 (5) Ace Ventura 1,8' 101,2 10(6) MoneyTrain 1,7 32,0 11 (-) Sense and Sensibility 0,7 0,9 12(8) Get Shorty 0,5 66,9 13 (9) It Takes Two 0,4 16,9 14 (12) Copycat 0,3 28,3 15 (16) Dangerous Minds 0,3 83,6 16 (17) Seven 0,2 86,8 17(12) Homefor the Holidays 0,2 17,0 18 (-) To Die for 0,2 20,5 19 (11) White Man’s Burden 0,2 3,6 20 (16) Powder 0,2 28,6 Sharon Stone í fótspor Simone Signoret Ein þekktasta franska saka- málmynd sem gerð hefur verið er Diabolique sem leikstýrð var af Henri Georges Clouzot. Á sínum tíma var myndin vinsæl í Banda- ríkjunum og vann verðlaun kvik- myndagagnrýnanda í New York sem besta erlenda kvikmyndin. Þá er sagt að Alfred Hitchcock hafi haft Diabolique tU hliðsjónar þegar hann gerði meistaraverk sitt, Vertigo. I þeirri öldu sem gengur í HoUywood að endurgera franskar kvikmyndir kemur ekki á óvart að Diabolique skuli nú vera endurgerð og heldur hún sama nafni. Það er Jeremy Chechik sem leikstýrir myndinni en aðalhlutverkið leikur Sharon Stone og leikur hún hlutverk sem Simone Signoret lék. Aðrir leikarar eru IsabeUe Adjani, Chazz Palminteri og Kathy Bates.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.