Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Qupperneq 6
22 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 Sýningar Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Ax- elsdóttur, Helgu Armannsdóttur, Elínborg- ar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnars- dóttur og Margrétar Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Birgir Andrésson Vesturgötu 20 Gunnar M. Andrésson sýnir ný verk, nokk- urs konar lýriska hljóðskúlptúra, þar sem unnið er með upprunatengsl og vitnað er í þjóðleg minni. Galleríið er opið kl. 14-18 á fimmtudögum en aðra daga eftir sam- komulagi. Gallerí Greip Hverflsgötu 82 (Vltastígsmegln). Laugard. 13. jan. kl. 20.00 verður opnuð samsýning 20 myndlistarmanna, hönnuða, arkitekta og Ijósmyndara. Sýningin ber yf- irskriftina GREIPAR SÓPA og eiga verkin á sýningunni það sameiginlegt að vera unnin úr hlutum eða hugmyndum (fundn- um og „stolnum“) sem hafa nú þegar gegnt hlutverki sinu en öðlast hér nýjan tilgang. Hún stendur til 28. janúar og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Félag eldri borgara Lislakona á tíraeðisaldri. Næstkomandi laugard., 13. jan. kl. 15.00, verður opnuð sýning á verkum Maríu M. Ásmundsdóttur myndlistarkonu frá Krossum í Staðarsveit. Sýningin verður í húsakynnum Félags eldri borgara i Reykjavík og nágrenni að Hverfisgölu 105, 4. hæð. Gallerí Fold Laugavegl 118d Laugard. 13. jan. kl. 15.00 verður opnuð sýning á akrylverkum Ólafs Más Guð- mundssonar í Gallerí Fold við Rauðarár- stíg. Sýninguna nefnir Ólafur Már HVÖRF. í kynningarhorni gallerísins sýnir Sigrún Eldjárn grafíkmyndir. Sýningin stendur til 28. janúar. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10.00 til 18.00 nema sunnud. frá kl. 14 til 17. Gallerí Geysir Aðalstrætl 2 Galleríið er opið alla virka daga kl. 9-23 og um helgar kl. 12-18. Gallerí Guðmundar Ánanaustum 15. Galleriið er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju kvöldi. Gallerí Ríkey Hverfisgötu 59 Sýning á verkum Ríkeyjar. Opið kl. 13-18 virka daga en laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Nína Gautadóttir. Málverk til 21. janúar. Opið frá kl. 14-18 daglega. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 „Straumar", sýning Þórs Elís Pálssonar, stendur yfir í Galleríi Sævars Karls. Opið á verslunartíma frá kl. 10-18 virka daga. Hafnarborg I Hafnarborg var opnuð laugardaginn 6. janúar kl. 12.00 umfangsmikil sýningu á verkum Kaffe Fassett en hann er einn þekktasti textílhönnuður heims um þessar mundir. Kaffi Mílanó Faxafeni 11 Hildur Waltersdóttir sýnir olíumálverk, unn- in á striga og krossvið og einnig nokkrar kolateikningar. Sýningin stendur til 26. jan- úar. Opið mánud. kl. 9-19. þriðjud., mið- vikud. og fimmtud. kl. 9-23.30, föstud. kl. 9-1 og laugard. kl. 9-18. Kjarvalsstaðir v/Mlklatún Laugard. 13. jan. kl. 16.00 verða opnaðar 4 sýningar. í vestursal yfirlitssýning á verk- um eftir franska abstraktmálarann Olivler Debré. Komar og Melamid eru rússneskir myndlistarmenn, sem störfuðu um árabil að list sinni undir oki Sovétstjómarinnar þar sem þeir skipulögðu m.a. hina þekktu jarðýtusyningu árið 1974. Ingólfur Arnars- son kom fram á sjónarsviðið í lok 8. ára- tugarins eftir að hafa verið við nám í Holl- andi. Sýningum Olivier Debré, Komars og Melamid og Ingólfs Arnarssonar lýkur 18. febrúar, en Kjarvalssýningin stendur fram á vor. Listasafn Reykjavíkur á Kjarvals- staða og safnverslun eru opnar á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar Njaröargötu. Safnið er lokað í desember og janúar. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Inngangur er frá Freyjugötu. Listasafn íslands Frfkirkjuvegl 7 Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Ingólfur Arnarsson opnar tvær sýningar: form og ■ Stór hluti af listsköpun Ingólfs felst í því hvernig hann stillir saman myndirn- ar innbyrðis og vinnur með rýmið í heild sinni. DV-mynd GS liti „Verkin á þessum tveimur sýn- ingum eru svolítið tengd. Það getur aukið á skilning þess hvað ég er að fara að sjá báöar sýningamar en það er ekki nauðsynlegt. Það er hins vegar ekki verra,“ segir listamaður- inn Ingólfur Arnarsson sem í gær opnaði sýningu á verkum sínum í Ingólfsstræti 8 og ætlar enn fremur að opna aðra sýningu á verkum sín- um á Kjarvalsstöðum á morgun. Ingólfur segist ekki áður hafa ver- ið með tvær sýningar í einu og seg- ir það vera tilviljun eina. En hvem- ig verk sýnir hann nú? „Þetta er sambland af lágmynd og málverki. Þetta em steinsteypuplötur sem em síðan grunnaðcu- og málaðar með hvítum gmnni og vatnslitamálaðar. Svoleiðis verk er ég með á báðum stöðum en á Kjarvalsstöðum er ég einnig með teikningar sem ég hef unnið að á síðustu árum.“ Ingólfur kom fram á sjónarsviðið í lok 8. áratugarins eftir að hafa ver- ið við nám í Hollandi. Hann vann fyrst með hugmyndafræðileg verk en tileinkaði sér síðan óhlutlægt myndmál, sem hann hefur þróað á einkar persónulega hátt. í verkum sínum einfaldar Ingólfúr til hins ítrasta bæði form og liti og skapar hljóðlát verk sem krefjast íhygli áhorfandans. Stór hluti af listsköp- im hans felst einnig í því hvemig hann stiUir saman myndimar inn- • byrðis og vinnur með rýmið í heild sinni. Sýningu Ingólfs i Ingólfsstræti 8 lýkur 4. febrúar en hálfúm mánuði síðar á Kjarvalsstöðum. Einfaldar bæði Samsýning í Gallerí Greip: Greipar sópa Samsýning myndlistarmanna, hönnuða, arkitekta og ljósmyndara verður opnuð í Gallerí Greip annað kvöld. Sýningin ber yfirskriftina „Greipar sópa“ og eiga verkin á sýn- ingunni það sameiginlegt að vera unnin úr hlutum eða hugmyndum (fúndnum og „stolnum") sem hafa nú þegar gegnt hlutverki sínu en öðlast hér nýjan tilgang. Þátttakendur í sýningunni em Ámundi Sigurðsson, Ásmundur Sturluson, Birgir Snæbjöm Birgis- son, Börkur Amarson, Daníel Magnússon, Gulleik, Halldór Bald- ursson, Helga Kristrún Hjálmars- dóttir, Húbert Nói Jóhannesson, Ilmur Stefánsdóttir, Inga Lísa Midd- leton, Magnús Arason, Nína Magn- Þorvaldur Þorsteinsson, Inga Lísa Middleton og Þorri Hringsson eru í hópi þeirra sem eiga verk á sýningunni. úsdóttir, Sara Bjömsdóttir, Sigríður Heimisdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sigurður Ámi Sigurðsson, Stefán Geir Karls- son, Svanur Kristbergsson, Tinna Gunnarsdóttir, Þorri Hringsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Sýningin stendur til 28. janúar. Ólafur Már Guðmundsson við eitt verka sinna. Gallerí Fold: Hvörf Olafs Más Á morgim verður opnuð sýning á akrýlverkum Ólafs Más Guðmunds- sonar í Gallerí Fold við Rauðarár- stíg. Sýninguna nefnir hann Hvörf. Ólafur Már, sem er fæddur á ísa- firði, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og lauk það- an prófi 1980. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Verkin sem Ólafur sýnir nú em öll unnin með akrýllit- um. Grafíkmyndir Sigrúnar í kynningarhomi gallerísins sýn- ir Sigrún Eldjám grafíkmyndir. Hún stundaði m.a. nám í MHÍ og við listaakademíur í Póllandi. Sigrún hefúr haldið fjölmargar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. Nýlistasafnið: Þrívíö verk og málverk Ásta Ólafsdóttir, Guðmundur Thoroddsen og Jón Sigurpálsson opna sýningar í Nýlistasafninu, Vatnsstig 3b, á morgun kl. 16. Jón Sigurpálsson og Guömundur Thoroddsen sýna veggmyndir í neðri sölum safnsins og Ásta Ólafs- dóttir sýnir þrívíð verk og málverk í efri sölunum. Gestur í setustofu Safnsins er Nina Ivanova frá Rússlandi. Hún dvelur hér sem gestanemandi í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Tómas R. Einarsson kontrabassa- leikari og Óskar Guðjónsson saxó- fónleikari verða með tónlistarflutn- ing við opnunina. Sýningamar verða opnar daglega frá kl. 14-18 en þeim lýkur sunnu- daginn 28.janúar. Nína í Stöölakoti Sýning á verkum Nínu Gautadóttur stendur nú yfir í Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg. Nína, sem býr og starfar í París, hefur haldið margar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. í Stöðlakoti sýnir Nína málverk. Myndin er úr fhyndasafni DV. Sýningar Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Laugard. 13. jan. kl. 15.00 verður opnuð sýning í Gerðarsafni sem ber heitið UM- HVERFIS JÖRÐINA Á ÁTTATIU DÖGUM. Þetta er myndaröð sem Nína Gautadóttir hefur unnið eftir hinni alþekktu skáldsögu franska rithöfundarins Jules Verne. Myndaröðin er á einum samfelldum stranga sem er 80 metra langur og um 50 cm á breidd. Eins og komið hefur fram í fréttum týndust málverk sem Nína ætlaði að sýna í Gerðarsafni og átti að opna þá sýningu síðastliðinn laugardag. Myndaröð Umhverfis jörðina á 80 dögum kemur í stað þeirrar sýningar en málverk Nínu sem töpuðust eru enn ófundin. Ingibergur Magnússon myndlistarmaður opnaði sýningu laugardaginn 6. janúar. Á sýningunni eru 28 verk, tréristur og verk unnin með blandaðri tækni. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, kl. 12-18. Henni lýkur 21. janúar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sig- urjón Ólafsson, Þessir kollóttu steinar, mun standa í allan vetur. Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Listhúsið í Laugardal Engjateigi 17 Þar stendur yfir myndlistarsýning á verk- um eftir Sjöfn Har. Sýningin ber yfirskriftina „íslensk náttúra, íslenskt landslag". Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. Listhús 39 Strandgötu, Hafnarfirði Þar stendur yfir sýning Fríðu S. Kristins- dóttur sem er fyrsta sýning hennar. Á sýn- ingunni eru myndverk og þrívíð verk ofin með tvöföldum vefnaði, úr hör, vír, tágum og myndvefnaður úr ull. Sýningin er opin frá 6. til 22. janúar. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnu- dagakl. 14-18. Listhús Ófeigs Skólavörðustíg 5 Þar stendur yfir sýningin Skíma. Eftirtaldir listamenn sýna: Hringur Jóhannesson, Magnús Tómasson, Ofeigur Bjömsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður Þórir, Þor- björg Höskuldsdóttir og Öm Þorsteinsson. Sýningin stendur til 14. janúar. Mokka kaffi Skólavörðustíg Komar og Melanid sýna í Mokka frá 8. jan- úar til 11. febrúar. Sýning á eftirsóttasta málverki bandarísku þjóðarinnar. Myndás Laugarásvegi1 Sýning á 18 bestu myndum úr ísland- skeppni Agfa og Myndáss. Sýningin er úl janúar og er opin virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17. Norræna húsið Rebekka Rut sýnir 30 olíumálverk. Sýn- ingin er opin daglega kl. 14-19. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b, 101 Reykjavík. Ásta Ólafsdóttir, Guðmundur Thoroddsen og Jón Sigurpálsson opna sýningar í Ný- listasafninu laugard. 13. janúar kl. 16.00. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14.00-18.00 og þeim lýkur sunnud. 28. jan. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirði Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18. Sparisjóðurinn í Garðabæ Garðatorgi [ tilefni 20 ára kaupslaðarréttinda Garða- bæjar 1. janúar 1996 stendur yfir yfirlits- sýning á myndlistarverkum I eigu bæjar- ins. Um er að ræða myndir sem Garðabær hefur eignast í gegnum tíðina. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Sparisjóðsins frá kl. 8.30 til 16 alla virka daga til 19. janúar. Þjóðminjasafnið Opið sunnud, þriðjud. fimmlud. og laug- ard. kl. 12-17. Ráðhús Reykjavíkur Sýning á höggmyndum Arnar Þorsteins- sonar var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 6. janúar kl. 15 og stendur til 21. janúar. Sýn- ingin, sem nefnist „Orka + Steinn = Mynd“, er opin kl. 8-19 virka daga og kl. 12-18 'um helgar. Ingólfsstræti 8 Ingólfur Amatsson heldur sýningu í Ing- ólfsstræti 8 til 4. febrúar. Opið frá 14-18, alla daga nema mánudaga. Sýning í Borgarnesi í Safnhúsi Borgarfjarðar, Borgarnesi, stendur yfir sýning á 24 olíumyndum eftir Einar Ingimundarson. Um er að ræða myndir sem listamaðurinn hefur málað af landslagi og byggingum vítt og breitt um héraðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.