Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
23
DV
Messur
Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsjjjónusta kl. 14. Organleikari
Sigrún Steingrímsdóttir. Prestarnir.
Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu.
Árni Bergur Sigurbjömsson.
Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 11. Samkoma ungs
fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börn-
unum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías-
son.
Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Organisti Smári Ólason. Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Gunnar Sigurjónsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestur sr.
Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur.
Organleikari Marteinn H. Friðriksson.
Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama
tíma og í Vesturbæjarskóla kl. 13. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr.
Jakob A. Hjálmarsson. Fundurfermingar-
barna og foreldra þeirra að messu lok-
inni.
Eyrabakkakirkja: Bamaguðsþjónusta kl.
11.
Fella- og Hólakirkja: Messa kl. 11.
Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti
Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á
sama tíma í umsjón Ragnars Schram.
Prestarnir.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík: í dag,
laugardag, kl. 11 flautuskólinn í Safnaðar-
heimilinu. Sunnudag barnaguðsþjónusta
kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Órganisti
Pavel Smid. Cecil Haraldsson.
Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna.
Barnaguðsþjónusta í Rimaskóla kl. 12.30
í umsjón Jóhönnu og, Ólafs. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Ágúst Ármann Þor-
láksson. Prestarnir.
Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11.
Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Grön-
dal. Organisti Árni Arinbjarnarson.
Hallgrimskirkja: Barnasamkoma og
messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl,
11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa
kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson.
Hjallakirkja: Messa kl. 11. Altarisganga.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar.
Fermingarbörn aðstoða. Barnaguðsþjón-
usta kl. 13 í umsjá sr. Bryndísar Möllu og
Dóru Guðrúnar. Foreldrar eru hvattir til
þátttöku með börnum sínum. Organisti
Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þor-
varðarson.
Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11
árd. í umsjá Málfríðar og Ragnars, Lauf-
eyjar og sr. Sigfúsar. Verið með á nýju ári.
Munið skójabílinn. Guðsþjónusta kl. 14.
Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór
Keflavíkurkirkju syngur. Organisti: Einar
Örn Einarsson. Prestarnir.
Kópavogskirkja: Barnastarf í safnaðar-
heimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11. Dr. Sigurjón Ámi
'Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og
þjónar fyrir altari. Órganisti Öm Falkner.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Kvennakirkjan: Janúarmessa Kvenna-
kirkjunnar verður í Laugarneskirkju
sunnudaginn ,14. janúar kl. 20.30. Séra
Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Kór
Kvennakirkjunnar leiðir almennan söng
undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunn-
laugsdóttur við undirleik Aðalheiðar Þor-
steinsdóttur. Kaffi á eftir í safnaðarheimil-
inu.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón
Bjarman.
Langholtskirkja, Kirkja Guðbrans bisk-
ups: Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Krist-
insson. Almennur safnaðarsöngur.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá
Báru Friðriksdóttur og Sóleyjar Stefáns-
dóttur. Kaffisopi eftir messu.
Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Hólm-
fríður Friðjónsdóttir syngur einsöng. Fé-
lagar úr kór Laugarneskirkju syngjá. Org-
anisti Gunnar Gunnarsson. Barnastarf á
sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfs-
bjargarhúsinu, Hátúni 12. Ólafur Jó-
hannsson.
Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 14.
Barnastarf í safnaðarheimili kl. 11. Jón
Þorsteinsson.
Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Opið
hús frá kl. 10. Munið kirkjubílinn. Messa
kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson.
Innri-Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli
sunnudaginn 14. jan. kl. 13.
Ytri-Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli
sunnudaginn 14. jan. kl. 11. Baldur Rafn
Sigurðsson.
Óháði söfnuðurinn: Messa kl. 14.
Barnastarf á sama tíma. Lofgerðarsveit
Fíladelfíukirkjunnar syngur. Kaffi og maul
eftir messu.
Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl.,11.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir prédikar. Organisti Kjartan Sig-
urjónsson. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Org-
anisti Vera Gulasciova. Barnastarf á
sama tíma.
Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 14.
Villingaholtskirkja í Flóa: Messa nk.
sunnudag kl. • 13.30. Vænst er þátttöku
fermingarbarna. Kristinn Á. Friðfinnsson.
Hörkuleikir í körfuboltanum:
Undanúrslit í
bikarkeppninni
„Leikurinn leggst vel í mig og við eigum góða mögu-
leika. Að sjáifsögðu kemur ekkert annað en sigur til
greina. Það eru orðin allt of mörg ár síðan við lékum til
úrslita í bikarkeppninni. Þá töpuðum við stórt en ég
gleymi því ekki í bráð. Núna á auðvitað að gera betur
en til þess þurfum við að sigra Þór. Þetta verður spurn-
ing um dagsformið en pressan er meiri á okkur því það
ætlast allir til þess að við vinnum leikinn," segir Reyn-
ir Kristjánsson,
þjálfari Hauka,
um viðureign
sinna manna
gegn Þór i undan-
úrslitum bikar-
keppni KKÍ sem
fram fara á
sunnudaginn kl.
16.
„Undirbúningur
fyrir þennan leik
er óvenjulegur að
því leyti að við
höfum haft viku
til umráða en
yfirleitt er spilað
mjög þétt i deild-
inni. Núna hefur
verið tími til að
skerpa á ýmsum
hlutum,“ segir
Reynir sem spáir
sínum mönnum
sigri en vill þó
ekki nefna nein-
ar tölur og telur
það óraunhæft. Þjálfarinn segir samt að leikurinn verði
erfíður, ekki síst vegna þess að Fred Williams komi nú
aftur í lið Þórs eftir tveggja leikja bann.
En hvað segir Reynir um hinn leikinn í undanúrslit-
unum, leik ÍA og KR? „Ég held aö það skipti mjög miklu
máli hvort Bow verður með KR-ingum eða ekki en hann
hefur átt við meiðsli að stríða. Annars er voðalega erfítt
að spá fyrir um úrslitin," segir þjálfarinn sem viður-
kennir þó að gaman væri að mæta ÍA í úrslitunum en
Reynir var um tíma liðsstjóri Akurnesinga og segist
hafa nokkuð sterkar taugar til þeirra.
Undanúrslit í bikarkeppni KKÍ fara fram á sunnudaginn
og þá mætast Haukar og Þór í Hafnarfirði og ÍA og KR á
Akranesi. í þessum tveimur leikjum verður örugglega
hart barist enda mikið í húfi. Á myndinni er Skagamað-
urinn Milton Beil í baráttu við nokkra KR-inga í leik iið-
anna fyrr í vetur. DV-myndir Brynjar Gauti
Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka,
er staðráðinn í að leiða sína menn tii
sigurs í leiknum gegn Þór.
Fjórar sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum á morgun en á myndinni er eitt þeirra verka sem sýnd eru þar
austursalnum. DV-mynd G!
Fjórar sýningar á
Kj arvalsstöðum
Fjórar sýningar verða opnaðar á
Kjarvalsstöðum á morgun. í vestur-
sal er yfirlitssýning á verkum eftir
franska abstraktmálarann Olivler
Debré, sýning Komar og Melamid
(Val fólksins) er í vesturforsal, í
austursal eru sýnd verk Kjarvals og
ný verk Ingólfs Amarssonar eru í
miðsal en um síðasttalda listamann-
inn er fjallað sérstaklega annars
staðar i blaðinu.
Olivler Debré er einn af merkari
abstraktmálurum Frakka sem
komu fram og endurnýjuðu mál-
verkið eftir seinna strið. Hann
sýndi fyrst árið 1940 expressionísk-
ar abstraktmyndir en eftir Í960
verður afgerandi endurnýjun í
verkum listamannsins þegar hann
stækkar myndirnar og einfaldar
formin.
Komar og Melamid eru rússnesk-
ir myndlistarmenn sem störfuðu
um árabil að list sinni undir oki
Sovétstjómarinnar þar sem þeir
skipulögðu m.a. hina þekktu jarö-
ýtusýningu árið 1974. Fjómm árið
síðar fluttust þeir til Bandaríkjanna
þar sem þeir búa og vinna að list
sinni. List þeirra er framsækin hug-
myndalist þar sem meginviðfangs-
efnið er menningar-félagsleg um-
fjöllun um listina og samfélagið.
í Kjarvalssal hefur Helga Þorgils
Friðjónssyni verið boðið að setja
saman sýningu á verkum Kjarvals.
Helgi Þorgils hefur valið á þriðja
hundrað teikninga sem ekki hafa
verið sýndar áður opinberlega.
íþróttir
Landsliðsmarkvörðurinn Berg-
sveinn Bergsveinsson verður í
eldlínunni þegar félag hans, Aft-
urelding, fær KA í heimsókn í
Mosfellsbæinn á sunnudaginn.
Handbolti
Nissan - deildin:
Afturelding - KA Su kl. 16.30
FH - KR Su kl.20
Selfoss - Grótta Su kl.20
ÍR - ÍBV Su kl. 20
Víkingur-Haukar Su kl.20
1. deild kvenna:
Fylkir-FH Lau kl.16
ÍBA-Fram Lau kl.16
Haukar - ÍBV Lau kl.16.30
Valur - Stjarnan Su kl.18.15
Víkingur - KR Su kl.18.30
Körfuknattleikur
Undanúrslit í
bikarkeppni karla:
Haukar-Þór Sukl.16
Akranes-KR Sukl.16
1. deild kvenna:
Tindastóll - ÍA Lau kl.14
Breiðablik - ÍS Lau kl.16.30
Knattspyrna
íslandsmótið innanhúss
1. deild karla verður leikin á
laugardag frá klukkan 10 - 19.30
og úrslitakeppnin hefst klukkan
14 á sunnudag og lýkur með úr-
slitaleik klukkan 17.30. 1. deild
kvenna verður leikin á laugar-
dag og sunnudag og lýkur með
úrslitaleik klukkan 17. Leikið er
í Laugardalshöll. 2. deild karla
verður leikin í Austurbergi á
sunnudaginn og 3. deildin á
sama stað á laugardeginum.
Ferðafélag íslands:
Vetrarganga um
skógarstíga
Á sunriudaginn veröur Ferðafélag
íslands með vetrargöngu um skóg-
arstíga en farið verður í Vifllsstaða-
hlíð kl. 11. Þetta er létt og þægileg
gönguleið fyrir alla fjölskylduna.
Ekið er að Maríuvöllum og gengið
sem leið liggur með fram hlíðinni.
Komið er til baka um kl. 16.
Brottfór er frá Umferðarmiðstöð-
inni og Mörkinni 6.
Útivist:
Póstleiðin 1790
Á morgun eru fimm ár liðin síðan
farinn var fyrsti áfangi Póstgöng-
unnar, raðgöngu Útivistar 1991.
Áfangamir urðu þrjátíu og þeim
síðasta lauk 29. desember á sama
ári.
Til að rifja upp þessa lengstu rað-
göngu, sem Útivist hefur staðið fyr-
ir, verður farið með Akraborginni
kl. 9.30 í fyrramálið og ekið með
rútu frá Akranesi upp að Leirá. Það-
an verður gengin póstleiðin sem far-
in var 1790 á milli Leirár og Innra-
Hólms. Síðan verður ekið aftur að
Akraborg og komið til Reykjavíkur
um kl. 18.
Fararstjóri verður Einar Egils-
son.
Ferð um Búrfellsgjá
Á sunnudag er lagt af staö á veg-
um Útivistar kl. 10.30 í ferð um Búr-
fellsgjá og nágrenni. Ekiö veröur að
Veghjöllum í Vífilsstaðahlíð og það-
an gengið um gjána að Búrfelli.
Komið verður viö i Valabóli og
gengið um Kaldársel. Gera má ráð
fyrir um 3 klst. göngutíma.
Fararstjóri verður Helga Jörgen-
sen.