Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1996, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 1996 Fréttir Skoðanakönnun DV um hvort aðskilja eigi ríki og kirkju: Meirihluti þjóðar- innar vill aðskilnað - rúmur fimmtungur kjósenda óákveðinn í afstöðu sinni Meirihluti þjóöarinnar er fylgj- andi aðskilnaði ríkis og kirkju. Rúmur fimmtungur kjósenda er þó óákveðinn í afstöðu sinni. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnun- ar DV um hvort aðskilja eigi ríki og kirkju. Könnunin fór fram síðastlið- ið fimmtudagskvöld. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar. Fylgjandi Á að aðskilja ríki og kirkju? Niöurstööur skoðanakönn- unarinnar uröu þessar: Svara ekkl Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Óákv. Andvíglr Friörik Þór Guðmundsson, samtökum um aðskilnað ríkis og kirkju: Fólk fariö að vorkenna kirkjunni „Þetta eru svipaðar tölur og komu fram í könnun árið 1994 en lægra hlutfall þeirra sem vilja að- skilnað. Ég hefði skotið á, sam- kvæmt lauslegum könnunum, að það væru fleiri sem vildu aðskilnað. Meirihlutinn er samt greinilegur. Að hann er ekki enn greinilegri gæti bent til að fólk sé farið að vorkenna kirkjunni og vilji sýna henni- meiri stuðning," sagði Friðrik Þór Guð- mundsson, stjórnarmaður í samtök- um um aðskilnað ríkis og kirkju, um niðurstöður könnunar DV um aðskilnað ríkis og kirkju. -ÞK Spurt var: „Ertu fylgjandi eða and- vígur aðskilnaði ríkis og kirkju?“ Skekkjumörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentustig. Sé tekið mið af svörum aflra í úr- takinu sögðust 44,3 prósent fylgj-' andi aðskilnaði en 31,7 prósent voru honum andvíg. Óákveðin reyndust 21,8 prósent og 2,2 prósent neituðu að svara spumingunni. Ef aðeins eru teknir þeir sem af- stöðu tóku eru 58,3 prósent kjósenda fylgjandi aðskflnaði og 41,7 prósent andvíg. Karlar frekar fylgjandi Afstaða kjósenda til aðskilnaðar eður ei er svipuð eftir kynjum. And- stæðingar skiptast nær jafnt milli kynja en ívið fleiri karlar eru fylgj- andi aðskilnaði. -bjb Ólafur Skúlason, biskup íslands: Prestlausar byggöir úti um allt land „Þetta kemur ekki á óvart og mið- að við ákveðnar forsendur myndi ég líka svara já, það sem máli skiptir er hvað fylgir. í hverju ætti sá að- skilnaður að vera fólginn? Það hljóta einhverjir af þeim sem eru að svara þarna að vera utan þjóð- kirkju. Um þetta leyti hafa verið mjög neikvæðar umræður og nei- kvæðar myndir gefnar af kirkj- unni,“ sagði herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, þegar hann var spurður álits á niðurstöðum könn- unar um aðskilnað ríkis og kirkju. „Einhvern tímann í fyrra var gerð svona könnun og þá held ég að það hafi verið enn þá fleiri sem vildu aðskilnað. Ef nokkuð þá er ég hissa á að ekki skyldu vera fleiri fylgjandi aðskflnaði nú þegar þessi ósköp eru að ganga yfír. Ef þær for- sendur eru gefnar að hver söfnuður yrði aö standa á eigin fótum sé ég prestlausar byggðir úti um allt land,“ sagði biskup. -ÞK Dagfari Þú tryggir ekki eftir á Nú fyrir helgina voru fjórir menn hnepptir í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelld tyrgginga- svik. Þeir eru sakaðir um að hafa sviðsett umferðarslys og haft út úr því tugmilljóna króna skaðabætur frá tryggingafélögum. Eitt gott tryggingafélag hefur auglýst um margra ára skeið að maður tryggi ekki eftir á. Sem er auðvitað laukrétt, enda til lítils að fá borgaðar skaðabæur eftir að maður er dauður og enginn fær einu sinni bætur sem ekki hefur tryggt sig fyrir fram. Þetta hafa mennirnir fjórir sjálf- sagt haft í huga þegar þeir tryggðu sig fyrir skakkaföllum sem þeir vissu að þeir yrðu fyrir, þegar þeir voru sjálfir búnir að sviðsetja skakkafollin. Maður verður að tryggja sig fyrir því að fá eitthvað út úr því að lenda í umferðarslysi sem maður sjálfur skipuleggur til að fá eitthvaö út úr tryggingunum. Sannleikurinn er líka sá að það er fjöldinn allur af fólki sem trygg- ir sig án þess að verða nokkru sinni fyrir tjóni og fær aldrei neitt út úr þeirri tryggingu sem það hef- ur keypt sér. Þetta vildu mennirn- ir fjórir fyrirbyggja með því að standa sjálfír fyrir slysum á sjálf- um sér til að hafa eitthvað út úr tryggingunum. Er hægt að ásaka þá fyrir það? Er ekki tjón tjón, hver svo sem veldur því? Ef maður veldur sjálf- um sér tjóni og stórslasast af þeim sökum, er það þá ekki tryggingafé- laganna að greiða bætur, án tillits til þess hvernig tjónið verður? í þeim tilvikum sem hér um ræðir fer ekki á milli mála að mennirnir sem í hlut eiga lögðu mikið á sig til að gera tjónið verulegt þannig að tryggingafélögin geta alls ekki kvartað undan því að þolendur slysanna hafi ekki lagt sitt af mörkum til að tjónið stæði undir bótunum. Einn þeirra lagði það á sig að liggja úti á Hvalfjarðarströnd hjálparlaus og bjargarlaus í marga klukkutíma og var nærri orðinn dauður af því að bíða eftir því að einhver tæki eftir því að umferðar- slys hafði átt sér stað. Það getur enginn sakað þennan mann um að sækjast eftir tryggingabótum án þess að hafa fyrir því að fá bæturn- ar. í umferðarslysi við Grindavíkur- veg voru bótaþegar hart leiknir og illa farnir þegar þeir loksins fund- ust og einnig í þessu tilviki má tryggingafélagið þakka fyrir að ekki fór verr því þá hefðu bæturn- ar orðið enn þá hærri og enginn til frásagnar um það að hér hefðu tryggingasvik verið á ferðinni. Þeg- ar fólk leggur sig í lífshættu og jafnvel drepur sig af fúsum og frjálsum vilja til að svikja trygg- ingabætur úr úr tryggingafélögum verður að virða það til beti'i vegar og jafnvel hækka tryggingabæturn- ar út á það að fólkið lifi tjónið af til að það komist upp. Það tryggir enginn eftir á, segja tryggingafélögin, og þess vegna geta þau ekki dregið fólk fyrir dóm fyrir það eitt að fara eftir þessari ráðleggingu og vilja svo láta á það reyna hvort það borgi sig að tryggja sig áður en það er of seint. Eða vilja tryggingafélögin kannski að fólk hætti við að fíyggja sig þangað til eftir á og reyni svo að svíkja bætur út úr tryggingafélögum án þess að borga iðgjöldin? Án þess að leggja nokk- uð á sig til að valda tjónmu? Fjór- menningarnir voru þá nógu heið- arlegir til að borga iðgjöld og fórna bæði bílum og næstum því manns- lífum til að sanna tjónið. Það er varla hægt að fara fram á meira. Dagfara finnst meira að segja að í þessu felist ekki aðeins hug- myndaflug heldur líka hugrekki, þegar bílslys eru sviðsett og fólk leggur það á sig að beinbrjóta sig og meiða til að svíkja út bætur og það eina sem maður getur sagt er að kannski hefur það verið mis- skilningur að svíkja fé út úr sjóð- um tryggingafélaganna. Nær hefði verið að sækja um styrk úr Kvik- myndasjóði. Dagfari Kaupmannahöfn, Osló, Glasgow, Stokkhólmur, London, Luxemborg, Amsterdam, París, Baltimore, Hamborg, Boston, Halifax gsfipl i! Nprt rímabil 8. mars fmt FLUGLEIÐIR j SaHH/lninilePöir-Landsýn Reykjavik: Austurstræti 12 • S 5691010 • Simbrél 552 7796 og 569 1095 Taiex 2241 • Innanlandsterðir S. 569 1070 Hófel Sðgu vtð Hagatorg • S. 562 2277 • Slmbrél 562 2460 Hafpartjörður. Bæprhraunt 14 • S. 565 1155 • Slmbrél 565 5355 Kellavtk: Hafnargölu 35 • S. 421 3400 • Simbrél 421 3490 Akraiws: Breiðargólu 1 • S 431 3386 • Simbrél 431 1195 Akureyrt: Ráðhúslorgi 1 • S. 462 7200 • Simbrél 461 1035 VwtmaPMeyjar Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Simbrél 481 2792 fe íiíí Elnnig umboðsmenn um land alll qatlasas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.