Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1996, Page 10
10 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 1996 V.í. íþróttahús Nokkrir tímar hafa losnað í íþróttahúsi V.í. Kjörið tækifæri fyrir starfsmannahópa. í salnum má m.a. stunda innanhússknattspyrnu, körfubolta, blak og badminton (3 vellir). Upplýsingar í síma 568-8400 Verzlunarskóli íslands HEILBRIGT HAR MEÐ NATTURULEGUM HÆTTI RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 551 2725 Stofnuð 1918 Simpsons kl. 19:30 virka daga Fréttir DV íþróttahúsið í Vogum: Kröfum Bruna- varna ekki sinnt Nýtt íþróttahús í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur verið starfrækt af fullum krafti í tæp þrjú ár án þess að kröfum Bruna- varna Suðurnesja um reykhreinsi- búnað hafi verið fullnægt. Jón Guðlaugsson varaslökkviliðssijóri segir að þessi vöntun sé bagaleg en ekki lífshættuleg. „Ef eldur kemur upp þarna get- ur þetta valdiö erfiðleikum við slökkvistörf en ég myndi ekki telja þetta lífshættulegt þvi að það eru góðar útgönguleiðir og flóttaleiðir og allt annað er í góðu lagi þama. Þeir klikkuðu bara á þessu, því miður,“ segir Jón. „Við erum að skoöa hvaða möguleikar eru í stöðunni. Endan- leg ákvörðun hefur ekki verið tek- in um hvers konar búnaður verður keyptur," segir Jóhanna Reynis- dóttir, sveitarstjóri í Vogum, og segist ekki geta svarað því hvort búnaðinum verði komiö upp á ár- inu. -GHS Tölvuvogin afhent. Á henni er Vikar Vagnsson og frá vinstri Sigríður Ragnarsdóttir ritari, Sigríður Ingólfsdóttir gjald- keri, Hermína Gunnarsdóttir, formaður Bjarkar, Helga Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri, Guðrún Benónýsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Gísli Þórörn Júiíusson, yfirlæknir heilslugæslunnar. DV-mynd ST Met í fæðingum á Hvammstanga DV, Hvammstanga: Það var metár í fæðingum á Heilsugæslunni á Hvammstanga á síðasta ári. Þar fæddist 21 barn i 19 fæðingum, tvennir tvíburar. Heilsu- gæslan þjónar 1500 manns í Vestur- Húnavatnssýslu og Bæjarhreppi 1 Strandasýslu. Kvenfélagið Björk færði Heilsu- gæslunni á Hvammstanga tölvuvog á dögunum að gjöf fyrir ungbama- eftirlit heilsugæslunnar í tilefni af 10 ára afmæli hennar. í Björk starfa 43 konur og ýmsir fastir liðir eru í starfseminni til heilla fyrir kaup- staðinn og sýsluna. Stærsti bílasamningur á íslandi: PÓSTVERSLUNIN SVANNI Stangarhyl 5 Pósthólf 10210,130 Reykjavík Kennitala: 620388-1069 Sími 567-3718 Fax 567-3732 20-60% afsláttur af öllum vörum úr haust- og vetrarlista. 20% afsláttur af undirfötum og náttfötum. Opið virka daga frá kl. 10-18, á laugardögum frá kl. 10-14. PÖNTUNARSÍMI 567-3718 Flugleiðir kaupa 114 nýja bíla Bílaleiga Flugleiða undirritaði í gær samning um kaup á 114 bifreið- um af Toyota gerð og er það stærsti bílakaupasamningur sem gerður hefur verið á íslandi, að jafnvirði um 150 milljónir króna. Bílarnir, sem eru 105 af gerðinni Toyota Corolla og 9 af gerðunum Hilux og RAV4, verða efhentir á vormánuð- um. „Flugleiðir hafa verið með samn- inga við okkur frá árinu 1988 og hafa frá því ári keypt 570 bíla frá okkur fyrir bUaleigu sína. Við erum afskaplega ánægðir með samninga okkar við þá sem gengið hafa snurðulaust á þessum árum,“ sagði Bogi Pálsson, forstjóri Toyota um- boðsins við DV. -ÍS Frá undirritun samnings Flugleiöa við Toyota umboðið sem kveður á um sölu 114 nýrra bifreiða frá umboðinu tii Flugleiða sem afhentir verða á vormánuðum. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.