Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 11 Fréttir Sigríður Pálsdóttir, starfsmaður í Vesturbyggð, neitar að taka launalækkun bæjaryfirvalda upp á 22-23 prósent þegj- andi og hljóðalaust og ætlar að leita réttar síns. Sigríður segir að sér hafi ekki verið sagt upp bréflega og því sé ekki hægt að lækka við sig launin. DV-mynd Sigurbjörn Launalækkun bæjarstarfsmanna í Vesturbyggð tekur gildi 1. febrúar: Launin alltaf lækkuð við okk- ur aumingjana - ætla að leita réttar míns, segir Sigríður Pálsdóttir Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð hafa sagt upp sérkjarasamningum við bæjarstarfsmenn frá 1. febrúar og boðið stórum hluta þeirra endur- ráðningu á lægri launum. I þessum hópi eru níu starfsmenn í heimilis- hjálp en þrir þeirra hafa ekki fengið uppsögnina skriflega. Sigríður Páls- dóttir, ein þessara þriggja, mótmæl- ir uppsögninni og segir að launa- lækkunin nemi 22-23 prósentum í sínu tilviki. Hún segist ekki ætla að láta hlunnfara sig og ætlar að leita réttar síns með aðstoð Alþýðusam- bands Vestfjarða. „Við vorum tvær sem byrjuðum í september og ein sem byrjaði í nóv- ember. Bæjarstjórinn sagðist ekki þurfa að senda okkur uppsagnar- bréf. Við áttum bara að taka því þegjandi að lækka í launum. Ég ætla að leita réttar míns. Ef manni er ekki sagt upp er ekki hægt að lækka laun hjá manni og maður lætur ekki bjóða sér svoleiðis," seg- ir Sigríður og bendir á að bærinn hafi hvorki greitt í lífeyrissjóð né verkalýðsfélag. Hún viti tvö dæmi þess. Starfsmenn í heimilishjálp ósk- uðu eftir fundi með bæjarstjóra í gærmorgun en fengu synjun, að sögn Sigríðar. Hún segir að bæjar- stjóri hafi gefið þá skýringu að mál- ið væri afgreitt og þyrfti ekki að að ræðast frekar. Þrír starfsmanna í heimilishjálp hætta um mánaðamót auk fjögurra starfsmanna i 2,5 stöðugildi. Þeir verða ekki ráðnir aftur. „Ég veit ekki hvaða hagnað þess- ir menn fá út úr þessu. Þeir eiga bara að hætta þessum endalausu Hótel Sögu-ferðum í stað þess að lækka alltaf launin við okkur aum- ingjana," segir Sigríður. Gísli Ólafsson, bæjarstjóri í Vest- urbyggð, segir að 80 milljónir fari á ári i laun starfsmanna í sveitarfé- laginu, þar af 30 milljónir í yfir- vinnu. Með uppsögnum sérkjara sé verið að lækka laun starfsfólksins til samræmis við það sem greitt sé fyrir sömu vinnu í sambærilegum sveitarfélögum. Það gildi jafnt um yfirmenn og undirmenn þar sem það eigi við. Sín laun hafi verið lægri en bæjarstjóra í sambærileg- um bæjarfélögum og hann taki á sig verulega skerðingu á þessu ári. „Hún er um það bil 50-70 þúsund á mánuði en ég segi ekki hvað það er stór prósenta því að þá er ég að gefa upp launin mín,“ segir Gísli. Hann segir rangt að hann hafi hafn- að fundi með starfsmönnum í heim- ilishjálp. Hann hafi einfaldlega ekki getað hitt þær á umbeðnum tíma. -GHS Sækir um leyfi til að flytja farþega til og frá íslandi DV, Suðurnesjum: „Ég hef fengið vilyrði sam- gönguráðuneytisins um að leyfi til kanadíska flugfélags- ins verði afhent á mánudag og að það fái að taka farþega hér á landi á leið sinni til Kanada frá Evrópu,‘N sagði Steinþór Jónsson, hótejstjóri á Hótel Keflavík, í samtali við DV. Hann er orðinn umboðsmað- ur leiguflugfélagsins Canada 3000 hér á landi. Þeir á Hótel Keflavík áttu frumkvæðið að málinu og hafa verið í samningaviðræð- 'um við forráðamenn kanadíska félagsins í tæpt ár við að undirbúa leyfisveitingu og að fá að selja farseðla frá tslandi til Kanada með Canada 3000. Samvinnuferð- ir/Landsýn munu annast sölu farseðlanna hér. Canada 3000 hefur viðkomu á Keflavíkurflugvelli 16 sinn- um í viku á leið sinni til og frá Kanada til sjö áfangastaða í Evrópu. Að sögn Steinþórs er næsta skrefið að fá leyfi samgönguráðuneytisins og flugmálayfirvalda til að selja ferðir til þeirra áfangastaða i Evrópu sem flugvélar félags- ins fljúga til. Áhafnir flugfé- lagsins - níu manns í hverri ferð - gista á Hótel Keflavík. „Aðalmálið í mínum huga með þessum leyfisveitingum er að efla íslenska ferðaþjón- ustu og á því hef ég mikinn áhuga,“ sagði Steinþór. Steinþór Jónsson hótelstjóri. DV-mynd ÆMK -ÆMK # eldhúsið örbylgjuofnar Panasonic örbylgjuofnamir eru allir tölvustýrðir og fáanlegir í miklu úrvali með fjölmörgum möguleikum s.s. grilli og blæstri sem gerir eldamennskuna léttari og auðveldari. isladiskar i krónum 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.