Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1996, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1996, Side 17
16 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 25 íþróttir íþróttir Tiu ára bið eftir bikarnum Haukar hafa beöiö bik- arsins í tíu ár, en þeir unnu hann árin 1985 og 1986. Einn leikmaöur er enn I liöinu frá þeim tíma, ívar Ásgrímsson, og þá lék þjálfarinn, Reynir Krist- jánsson, úrslitaleikinn 1985. Pétur í fjölmiðlabanni Pétur Ingvarsson, hinn snjalli leikmaöur Hauka, er í banni. Ekki þó í leikbanni, heldur hafa Haukamir sett hann í fjölmiðlabann eftir glannalegar yfirlýsingar um úrslitaleikinn eftir undanúrslitin gegn Þór! í tveiníur Bæjarstjóri afhendir DV-bikarinn Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Akrariess, Ingvar Viktorsson og Gísli Gíslason, eru heiðursgestir á leikrmm og sá sem „á“ sigurliðið afhendir bikarinn. Eins og sjá má hér að ofan er bikarinn sem um verður keppt engin smásmíði og var hann gefinn af DV á sínum tíma. Tvöfaldir í roðinu Báðir bæjarstjórarnir eru þó tvöfaldir í roðinu. Gísli er fyrrum KR- ingur og landsliðsmaöur í körfubolta en Ingvar annálaöur FH-ingur. Höllin á sunnudag Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudegi að þessu sinni, klukkan 16, og nú er hann ekki í samfloti með bikarúr- slitaleik kvenna sem verður í Garðinum á morgun. greinum Bjami Magnússon er eini leik- maður ÍAsem hefur spilað bik- arúrslitaleik. Það var þó ekki í körfu- bolta því hann var með Selfyssingum þegar þeir léku til úrslita gegn Val í bikamum í handbolta árið 1993. Bikarúrslitaleikur Hauka og ÍA í körfuknattleik á sunnudag: „Þeir fara beint í miðasöluna" .Bikarúrslitaleikur Hauka og ÍA í Laugardalshölliúni á sunnudaginn er sögulegur fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skipti síðan 1986 sem hvorugt úrslitaliðið kemur af Suðurnesjum. Reiknað er með hátt í 2.000 áhorf- endum. Haukar búast við um þús- und manns úr Hafnarfirðinum og Skagamenn geta átt von á næstum því öðm eins, ekki síst vegna þess að „Gulir og glaðir", hinir frægu stuðningsmenn knattspyrnuliðs ÍA, ætla að fjölmenna á leikinn. Dagsformið ræður „Samkvæmt tölfræðinni eigum við að hafa betur. Við erum með reynslumikið lið og fjóra leik- menn með töluverða lands- leikjareynslu. En það má ekki vanmeta Skagamenn á neinn hátt, það getur allt gerst í svona leik og það er dagsformið sem ræður,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka. Ákveðnir í að standa okkur „Miðað við stöðu lið- anna í deildinni eigum við ekki möguleika, nema við eig- um toppleik og Haukar mæti ekki!“ sagði Hreinn Þorkelsson, þjálfari ÍA. „En við emm ákveðnir í að standa okkur vel og veita þeim harða keppni, og svo verður bara að koma í ljós hvort okkar besta dugar gegn þeim,“ sagði Hreinn. Langt síðan við höfum feng- ið bikar „Báðir leikir okkar við ÍA í vetur hafa verið áfallalausir, en í svona leik getur ýmislegt gerst. Það er langt síðan við höfum fengið bikar og það er mikill spenningur í Firð- inum. Við erum vel undirbúnir, en þetta verður erfitt," sagði Jón Arn- ar Ingvarsson, fyrirliði Hauka. Höfum engu að tapa „Það er auðveldara fyrir okkur að koma í þennan leik en fyrir Hauk- ana, því við höfum engu að tapa. Við ætlum að hafa gaman af leikn- um, hvernig sem fer. Reynslan er ekki mikil hjá okkur og sennilega fara flestir strákanna beint í miða- söluna til að borga sig inn, þeir era vanastir því í svona stórleikjum!“ sagði Elvar Þórólfsson, fyrirliði ÍA. -VS Skólafélagar frá Richmond mætast í úrslitaleiknum: „Ég ætla að sýna að Milton sé næstbestur" í bikarúrslitaleikn- um á sunnudaginn takast á tveir af sterk- ustu útlendingunum í íslenskum körfubolta, Skagamaðurinn Milton Bell og Hauka- maðurinn Jason WiUiford. Það er hálfótrúleg tilviljun, en þeir felag- amir vom saman í menntaskóla í Richmond í Bandaríkj- unum á sínum tíma. Tók við af Bell í skólaliðinu „Við spiluðum þó ekki saman með skólaliðinu, Milton er þremur árum eldri en ég og það má segja að ég hafi tekið við af honum þegar hann hætti. Ég leit upp til hans í skóla, en nú er kominn tími til að snúa því við. Það er hálffyndið að við skulum mætast í bik- arúrslitaleik á ís- landi, slíkt datt okkur ekki í hug á skólaár- unum,“ segir Willi- ford. „Ég mun reyna að halda Milton frá bolt- anum í leiknum og þröngva honum til að taka erfið skot. Síðan er þetta spuming um hvor hefur betur I frá- köstunum. Ég ætla að sýna fram á að Milton sé næstbesti útlend- ingurinn hér á landi - á eftir mér!“ sagði Williford og glotti. Frábært að kom- ast í úrslitaleik Bell er stigahæsti leikmaður úrvals- deildarinnar, hefur varið flest skot og tek- ið næstflest fráköst, þannig að Williford má hafa sig allan við til að halda honum niðri. „Það er frábært fyr- ir Akranes að komast í þennan úrslitaleik í körfubolta, eftir alla velgengnina í fótbolt- anum. En úrslitin munu fyrst og fremst ráðast af frammi- stöðu íslensku leik- mannanna í leiknum því við Jason munum halda hvor öðrum í skefjum. Við bíð- um bara og sjáum hvor hefur bet- ur,“ sagði Bell og hafði greinilega gaman af yfir- lýsingum fé- laga síns. Um baráttu skólafélag- anna frá Richmond segir Kol- beinn Páls- son, formað- ur KKÍ: „Þetta eru verulega góð- ir leikmenn, baráttuglaðir, greindir og sterkir. Frammistaða þeirra mun spila stóran þátt í þessum úrslitaleik.“ -VS Þessir tveir kappar munu berjasf hart um bikarmeistaratitilinn á sunnudag- inn ásamt félögum sinum. Til vinstri er Jason Williford, leikmaður Hauka, og til hægri er Milton Beli, leikmaður Akraness. Þeir léku saman í mennta- skóla i Richmond í Bandaríkjunum á sínum tíma og þekkjast vel. __________________________DV-mynd GS NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Houston fékk skell Meistarar Houston fengu hrika- legan skell í Washington í nótt. Heimamenn vom 71^8 yfir í hálf- leik og bættu enn við og sigruðu með 35 stiga mun. Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Washington-Houston ......120-85 Price 25, Cheaney 20, Muresan 17 - Ola- juwon 22, Cassell 13. Toronto-Vancouver . .(frl.) 101-106 Stoudamire 22, Miller 21 - Reeves 25, Anthony 22, Edwards 17, Scott 16. Dallas-Detroit............92-93 McCloud 23, Jackson 18 - Mills 24, Hou- ston 20, Thorpe 20. LA Clippers-Denver.......• 94-93 Vaught 26, Dehere 18 - McDyess 23, Ell- is 19. Byrjunarliðin tilbúin í nótt voru byrjunarliðin í Stjörnuleiknum 11. febrúar til- kynnt, í svigum er hve marga Stjömuleiki viðkomandi hefur spilað: Austurdeild: Grant Hill (1), Michael Jordan (9), Scottie Pippen (5), Shaquille O’Neal (3) og Anfer- nee Hardaway (1). Vesturdeild: Hakeem Olajuwon (10), Clyde Drexler (8), Charles Barkley (9), Shawn Kemp (3) og Jason Kidd (0). Jason Kidd er fyrsti leikmaður Dallas sem valinn er í byrjunarlið í Stjömuleiknum. Það em áhorfendur sem velja liðin og annað árið í röð fékk Gr- ant Hill, miðheiji Detroit, flest at- kvæði, 1.358.004. Jordan kom næst- ur með 1.341.422 atkvæði. Ljóst er að þjálfarar Seattle og Chicago, efstu liða deildanna tveggja, stjórna stjörnuliðunum og þeir velja þá leikmenn sem bætast við hópana. -VS Þorrablót Valsmanna Hið árlega þorrablót Vals- manna verður haldið að Hlíðar- enda annað kvöld, laugardags- kvöld. Húsið er opnað klukkan 19. Ræðumaður kvöldsins er Ell- ert B. Schram. Taekwondo: Tiu íslendingar keppa á NM Tíu íslendingar taka þátt í Norðurlandamótinu í taekwondo sem fram fer í Laugardalshöllinni á morgun. Mótið hefst klukkan 9.30 í fyrramál- ið en úrslit standa yfir frá kl. 13 til 17. íslensku keppendurnir em Reynir Sveinsson, Bjöm Þ. Þórleifsson, Hlynur Gissurarson, Öra Kári Amarsson, Styrmir Sævarsson, Ólafur B. Björnsson, Magnús Öm Úlfarsson, Kjartan Dagbjartsson, Erlingur Örn Jónsson og Sverrir Tryggvason. Handbolti: Kretschmar með ellefu tilboð Stelán Kretschmar, hinn snjalli þýski handknattleiksmaður hjá Gummersbach, heftir þegar fengið 11 tilboð fyrir næsta keppnistímabil, bæði frá þýskum og erlendum fé- lögum. Kretschmar lék mjög vel með Þjóðverjum í vinstra horninu á HM á íslandi í fyrra, en hann vill frekar spila sem leikstjómandi, og þá stöðu fær hann hjá Gum- mersbach ef hann verður kyrr. Kretschmar er launahæsti handknattleiksmaður Þýska- lands. Hann var með um 25 milljónir króna í laun á síðasta ári. Knattspyrna: Skipti hjá United og Milan? Haft var eftir Martin Edwards, stjómarformanni Manchester United, í breskum blöðum í gær að viðræður hefðu farið fram við AC Milan um skipti á leikmönnum sem eru með lausa samninga. Edwards sagði aö ef af þessu yrði færu Peter Schmeichel og Ryan Giggs til Milan, en United fengi 1 staðinn Paulo Maldini, Marcel Desailly og Stefanio Eranio og þyrfti að borga eitthvað á milli. Aftureld.-Drammen (11-10) 25-20 2-0, 2-5, 5-5, 6-8, 9-9 (11-10), 12-10, 12-14, 13-17, 16-18, 22-18, 25-20. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 11/4, Páll Þórólfsson 6, Ró- bert Sighvatsson 5, Þorkell Guð- brandsson 1, Jóhann Samúelsson 1, Ingimundur Helgason 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 7, Sebastian Alexandersson 3. Mörk Drammen: Glenn Solberg 5, Sveine Bjerr 5, Frode Hagen 4, Otto Pallesen 2, Knut Jakobsen 2, Geir Ou- storb 1, Marius Rise 1. Varin skot: Frode Scheie 15/1. Brottvisanir: Afturelding 8 mín., Drammen 6 mín. Dömarar: Rothkranz og Ross- kamp frá Belgíu, lélegir. Áhorfendur: 800. Maður leiksins: Bjarki Sigurðs- son, Aftureldingu. íþróttanefnd ríkisins afhenti í gær íþróttadeiid RÚV fjölmiðla- bikarinn fyrir árið 1995.íþrótta- nefndin telur að styrkur íþrótta- deildar RÚV felist fyrst og fremst f samtengdum rásum útvarps og sjónvarps, langri reynslu og fjöl- breyttu innlendu efni. Á mynd- inni er Ingólfur Hannesson, deildarstjóri fþróttadeildar RÚV, með fjölmiðlabikarinn. DV-mynd Brynjar Gauti ÞJALFARi ÓSKAST Umf. Hvöt, Blönduósi, óskar eftir að ráða spilandi þjálfara fyrir karla árið 1996. Nánari upplýsingar gefur Jóhann Örn í síma 452 4614 buið - Afturelding tapaði með fimm mörkum fyrir Drammen og er úr leik í Evrópukeppninni „Við vissum að það yrði á brattann að sækja í þessum leik. Við urðum að taka ákveðnar áhættur en því miður gengu þær ekki allar upp. Við fórum með of mörg hraðaupphlaup og vorum ekki nógu iðnir við að skjóta á markið. Það kom berlega í Ijós að við vomm að falla úr keppninni með þesssum hræðilega fyrri hálfleik í Noregi," sagði Bjarki Sigurðsson við DV eftir sigur Afturelding- ar á Drammen, 25-20, í síðari leik liðanna i horgakeppni Evrópu. Þessi sigur dugði skammt því Drammen vann fyrri leikinn með átta marka mun og er komið í undanúrslit en ballið er búið að þessu sinni fyrir Mosfellinga. Það var ekki fyrr en í lokin sem Afturelding náði að hrista norska liðið af sér og eins og leikurinn þróaðist var möguleikinn að slá Drammen út aldrei fyrir hendi. Byrjunin lofaði svo sann- arlega góðu. Heimamenn skoruðu tvö fyrstu mörkin en I kjölfar- ið fylgdi slæmur kafli þar sem Drammen skoraði 5 mörk í röð og eftir það var ljóst að á brattann yrði að sækja. Eins og í fyrri leiknum var það sóknarleikurinn sem var veiki punkturinn hjá Mosfellingum en vömin var lengst cif í ágætu lagi. Sóknarfeilamir vora of margir og ekki fengust nægilega mörg mörk úr hraðaupphlaupum sem hefði reynst liðinu svo dýrmætt í þessum leik. Stórleikur Bjarka lagði grunninn að sigrinum Bjarki Sigurðsson var langbestur í liði Aftureldingar og var sá eini af útispilurunum sem virkilega þorði að taka af skarið. Ró- bert Sighvatsson og Páll Þórólfsson áttu ágætan síðari hálfleik en aðrir leikmenn liðsins náðu sér ekki á strik og voru alltof ragir miðað við þá stöðu sem liðið var í. „Lít ekki á þetta sem rassskellingu" „Ég lít ekki á þetta sem neina rassskellingu fyrir tslenskan handbolta þó svo að við höfum verið slegnir út af norsku liði. Það sýndi sig þegar Drammen sló Paris SG út að þarna er sterkt lið á ferðinni en ef hefði ekki komið til þessa slyss i fyrri hálfleiknum úti er aldrei að vita nema við værum í þeirra sporum. Nú er bara að einbeita sér að deildarkeppninni og ég held að þetta fari að smella saman, í það minnsta vorum við að spila ágætlega á köflum I þessum leik,“ sagði Bjarki Sigurðsson. -GH Monika er sigurstrangleg Monika Seles er talin mjög sig- urstrangleg á opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir að hafa unnið Chöndu Rubin, 6-7, 6-1 og 7-5, í undanúrslitunum í Melbourne í gær. Monika mætir Anke Huber frá Þýskalandi í úr- slitum en hún sigraði Amöndu Coetzer frá Suður-Afríku í und- anúrslitunum. Borðtennis: Guðmundur var ósigrandi Guðmundur E. Stephensen sigraði Kristján Jónasson, 2-1, í úrslitaleik á A. Karlsson-mótinu í borðtennis sem fram fór í TBR-húsinu síðasta sunnudag. Guðmundur hefur þar með unnið öll mót vetrarins. Víkingar sigruðu í sex flokkum af sjö. Framstúlkur í 2. sætið Framstúlkur komust í gærkvöldi í 2. sæti 1. deildar kvenna í hand- knattleik með því að sigra Hauka í hörkuleik, 16-15, í Framhúsinu. Mörk Fram: Guðríður 9, Berglind 3, Hafdís 2, Steinunn 1 og Þórunn 1. Mörk Hauka: Judith 5, Harpa 5, Heiðrún 3, Erna 1 og Thelma 1. -SK/-GH Ovænt tap IS gegn Leikni Leiknir vann óvæntan sigur gegn liði ÍS i 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi, 59-51. Þá vann Snæfell lið Stjörn- unnar í Stykkishólmi, 88-60. Snæfell er efst með 24 stig, ÍS og KFÍ 20 og KFÍ með leik minna en ÍS -SK NoelJohnson er látinn Maraþonhlauparinn banda- ríski, Noel Johnson, er látinn á 97. aldursári. Johnson varð heimsfrægur er hann 86 ára gamall hljóp New York-maraþon, elstur allra sem það hafa gert. Hann hóf æfingar 70 ára og hljóp eftir það tuttugu maraþonhlaup. -SK Bjarki Sigurðsson fór fyrir liði Aftureldingar gegn Drammen í gærkvöldi og skoraði ellefu mörk. DV-mynd Brynjar Gauti Þorrablót ÞRÓTTAR Hið árlega þorrablót Þróttar verður haldið í Veitingahúsinu Glæsibæ laugardaginn 27. janúar. Húsið opnar kl. 19. RÆÐUMAÐUR KVÖLDSINS VERÐUR: ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON VEISLUSTJÓRI: LEIFUR HARÐARSON Hjómsveit hússins sér um tónlistina. MIÐAVERÐ AÐEINS 2.200 KR. (miðar seldir í Ölveri Glæsibæ, og féiagsheimili Þróttar). Knattspyrnufélagið ÞRÓTTUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.