Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1996, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1996, Side 24
32 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 Sviðsljós Díana prinsessa leggur Hggy Legge-Bourke í einelti: Foreldrar Hggyar íhuga málsókn á hendur Díönu - prinsessan sögð dreifa lygasögum um barnfóstru prinsanna Michelle Pfeif- fer endurvekur áhuga Kana á Dylan Thomas Michelle Pfeiffer, sú dásam- lega sæta Hollywoodleikkona, kenndi vandræðagemlingunum í kvikmyndinni Dangerous Minds að meta ljóð eftir velska ljóðskáldið og fyllibyttuna Dyl- an Thomas. Það hefur svo orðið til þess að Bandaríkjamenn sýna skáldinu nú mikinn áhuga. Hið sama var upp á teningn- um með W.H. Auden í kjölfar sýninga á Fjórum brúðkaupum og jarðarfor en lítt þekkt verk þess skálds var flutt í myndinni. Eitt hundrað þúsund eintök af bókum skáldsins seldust vegna þessarar óvæntu kynningar. Þegar Tiggy Legge-Bourke kom heim til sín kvöld nokkurt ekki alls fyrir löngu eftir að hafa passað litlu prinsana tvo, syni þeirra Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, biðu hennar skiiaboð á símsvaranum, stutt og laggóð: „Haltu þig fjarri sonum mínum.“ Skilaboðin voru frá Díönu. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tiggy barnfóstru og Díönu lenti saman. í veislu skömmu fyrir jól kom Díana svífandi yfir salinn til barnfóstrunnar, kleip hana í hand- legginn og hvíslaði móðgunum í eyra hennar. Símtalið var þó það sem gerði út- slagið. Vinir Tiggyar og foreldrar hvöttu hana til að leita til lögfræð- ings og það var loks með samþykki vinnuveitanda síns, sjálfs Karls prins, að hún gerði það. Lögfræðingurinn var ekki seinn á sér að senda frá sér yfirlýsingu um ósannar fullyrðingar um skjólstæð- ing sinn sem gengju manna á meðal og varaði fjölmiðla við að birta þær opinberlega. Tiggy hefur sjálf útilokað að fara í mál við Díönu vegna lyganna sem hún á að hafa borið út. Foreldrar barnfóstrunnar eru á öðru máli og íhuga nú hvað þeir geta gert til að stöðva söguburðinn. Foreldrarnir hafa meira að segja skrifað til Díönu sjálfrar og beðið hana um að draga orð sín til baka en prinsessan mun hafa hafnað því á þeirri for- sendu að hún hefði sannanir fyrir orðum sínum. „Díana er tilbúin til að lúta mjög lágt í þeirri von að hún geti lagt líf Tiggyar í rúst,“ segir heimildarmað- ur sem þekkir fjölskylduna. „Hún heldur að hún sé svo vinsæl að hún sé yfir lögin hafin. Hún gerir ekki annað en brugga launráð á skrif- stofu sinni en í þetta sinn hefur hún gengið einum of langt.“ Átökin milli þeirra Díönu og Tiggyar hafa kraumað undir niðri svo mánuðum skiptir og þeir sem til þekkja segja að þau hafi verið óhjá- kvæmileg. Allt frá því Tiggy kom í þjónustu konungsfjölskyldunnar og gerðist barnfóstra þeirra Harrys og Vilhjálms hefur hún mátt þola andúð Díönu. Fjandskapur hefur þó ekki alltaf verið með þessum tveimur konum því það var Díana sjálf sem sam- þykkti árið 1993 að Tiggy yrði barn- fóstra litlu prinsanna. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og sér ekki fyrir endann á deil- unum. Tiggy Legge-Bourke og litlu prinsarnir tveir, þeir Viihjálmur og Harry, í búð- arferð. ___________________________________LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR A BYGLJUNNI FRÁ KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVÖLDUM MILLI KL. 20 OG 22. Kynnir: jón AxeI Olafsson I BOÐI COCA-COLA EOTT ÚTVARPI ÍSLENSKILISTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA Á ÍSLANDI. USTINN ER NIÐURSTADA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DV íHVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER Á BILINU 300-400, Á ALDRINUM14-35 ÁRAAF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- ------- —-------------- --------------------- ------------------egi Idv MIÐ AF SPILUN Á ÍSLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. ÍSLENSKI USTINN BIRTIST Á I DGARDÓGUM KL. 16-18. USTINN ER BIRTUR AO HLUTAI TEXTAVARPIMTV SJÓNVARI Á HVERJUM LAUGARDEGII DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI Á ' " ..........KURÞÁTT 0 EXPRESSILOS INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKK) AF BANDARÍSKA TÓNUSTARBLAÐINU BILLBOARD. CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO E 08 ANGELES. EINNIQ HEFUR HANN ÁHRIF ____I. ÍSLENSKILISTINN TEKUR... EVRÓPUUSTANN SEM BIRTUR ERI ÍTTÍVAU „WORLD TÓNUSTAF Þessi skringilegi kjóll er hugarfóstur spænska tískuhönnuðarins Pacos Rabannes og var til sýnis í París í vikunni. Kjóllinn er úr vinýl, bráðfallegur en varla þægilegur að sama skapi. Símamynd Reuter Dæturnar reiðar Frank Dæturnar hans Franks Sinatra eru öskuillar út í pabba sinn vegna þess að þær óttast mjög um föður- arfinn sinn, sem verður sennilega talinn í milljónum dollara. Stelp- urnar eiga höfundarrétt að mörgum upprunalegum upptökum gamla mannsins en hann tók upp á því um daginn að gefa út plötu með konsert- upptökum af mörgum þessum gömlu lögum. Stelpurnar telja að það muni skerða arfinn verulega. Þær hafa hótað að fara í mál við gamla manninn vegna þessa, hann sem er nýorðinn áttræður. Þær hafa skrifað pabba bréf um málið, svo og plötufyrirtæki hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.