Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1996, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1996, Síða 26
34 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 Andlát Asgeir Jakobsson Ásgeir Jakobsson rithöfundur, Skeiöarvogi 89, Reykjavík, lést að heimili sínu 16.1. sl. Útför hans fór fram frá Hallgrímskirkju í gær. Starfsferill Ásgeir fæddist í Bolungarvík 4.7. 1919. Hann var fjögurra ára er hann missti föður sinn en móðir hans lést er hann var tólf ára. Ásgeir stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni einn vetur, stundaði nám við KÍ annan vetur og lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum i Reykjavík 1945. Ásgeir fór fimmtán ára til sjós og stundaði sjómennsku á ýmsum bátum og togurum á árunum 1934-47 en hann sigldi m.a. öll stríðsárin. Hann var bóksali í Bókabúð Rikku á Akureyri 1947-64 en flutti þá til Reykjavík- ur og stundaði síðan ritstörf. Auk þess var hann bókavörður á Hrafnistu, starfsmaður Fiskifélags íslands í hálfu starfi, ritstýrði Sjó- mannadagsblaðinu og skrifaði fasta dálka í Morgunblaðið um árabO. Meðal bóka Ásgeirs eru Sigling fyrir Núma, ásamt Torfa Halldórs- syni, 1965; Kastað í Flóanum, 1966; Hart í stjór, ævisaga Júlíusar T. Júliníussonar skipstjóra, 1968; Fiskimaðurinn, kennslubók fyrir sjómannsefni, 1971; Um borð í Sig- urði, 1972; Byrjendabók í siglinga- fræði, ásamt Jónasi Sigurðssyni, 1977; Einars saga Guðfinnssonar, ævisaga, 1978; Tryggva saga Ófeigssonar, ævisaga, 1979; Gríms saga trollaraskálds, 1980; Hinn sæli morgunn, 1981; Lífið er lott- erí, saga af Aðalsteini Jónssyni og Alla ríka, 1984; Hafnarfjarðarjarl- inn, Einars saga Þorgilssonar, 1987; Bildudalskóngurinn, athafna- saga Péturs J. Thorsteinssonar, 1990; Sögur úr týndu landi, smá- sagnasafn, 1991; Óskars saga Hall- dórssonar, 1994; Pétur sjómaður, 1995. Fjölskylda Fyrri kona Ásgeirs var Friðrika Friðriksdóttir, f. 29.1. 1904, d. 14.1. 1951, bóksali á Akureyri. Sonur þeirra er Ásgeir Ásgeirs- son þýðandi, kvæntur Guðrúnu Irisi Þórsdóttur sálfræðingi. Eftirlifandi kona Ásgeirs er Bergrós S. Jóhannesdóttir, f. 21.6. 1927, verslunarstjóri og húsmóðir. Börn Ásgeirs og Bergrósar eru Elsa Karólína, meinatæknir og húsmóðir, gift Jóni Ólafssyni lyfjafræðingi og deildarstjóra hjá Pharmaco; Jóhannes, lögfræðing- ur í Reykjavík, kvæntur Kol- brúnu K. Karlsdóttur húsmóður; Bergrós, háskólanemi og húsmóð- ir; Jakob Friðrik, stjórnmálafræð- ingur og rithöfundur. Bræður Ásgeirs sem komust á legg voru Guðmundur Jakobsson, f. 1912, d. 1985, bókaútgefandi; Bárður Jakobsson, f. 1913, d. 1984, hrl. Foreldrar Ásgeirs voru Jakob Elías Bárðarson, f. 22.8. 1889, d. Ásgeir Jakobsson 11.9. 1923, formaður og útvegsb. í Bolungarvík, og k.h., Dóróthea Helga Jónasdóttir, f. 2.7. 1877, d. 14.1. 1932, húsmóðir. Afmæli Sveinn Erling Sigurðsson Sveinn Erling Sigurðsson. Sveinn Erling Sigurðsson, framkvæmdastjóri tölfræðisviðs Seðlabanka íslands, til heimilis aö Gerði, Mosfellsbæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sveinn fæddist í Reykjavik en ólst upp i Reykhólasveit í Austur- Barðastrandarsýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1966 og við- skiptafræðiprófi frá HÍ1971. Sveinn hefur verið starfsmaður við Seðlabankann frá 1971 og er nú framkvæmdastjóri tölfræðis- viðs bankans. Fjölskylda Sveinn kvæntist 14.6. 1969 Kol- brúnu Björk Hafliðadóttur, f. 6.4. Hl hamingju með afmælið 26. janúar 90 ára Aðalheiður Jóhannesdóttir, Hraunási, Hálsahreppi. 75 ára Anna María Guðmundsdóttir, Urðarstíg 7 A, Reykjavík. Jóhann St. Guðmundsson, Hæðargarði 38, Reykjavík. 70 ára________________ Sólveig Ásbjarnardóttir, Dalseli 33, Reykjavík. 60 ára Valborg Jónsdóttir, Túngötu 14, Sandgerði, varð sextug í gær. Valborg tekur á móti gestum i húsi aldraðra, Miðhúsum, Suðurgötu 17, á morgun, laugar- daginn 27.1. kl. 15.00-19.00. Kolbrún Sigurðardóttir, Álftamýri 2, Reykjavík. Ingibjörg Halldórsdóttir, Breiðabólstað, Fljótshlíðarhreppi. Hafsteinn Þór Stefánsson, Ásvallagötu 67, Reykjavík. Soffia Bjömsdóttir, Skerjabraut 9, Seltjamarnesi. Bergþóra Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 66, Reykjavík. Jón Bjarnason, Goðabyggð 16, Akureyri. 50 ára Hjálmar Hjálmarsson, Skagabraut 1, Garði. Freyja Matthíasdóttir, Birkigrund 25, Kópavogi. Jóhannes Snæland Jónsson, Hraunbæ 32, Reykjavík. Páll Vatnsdal Axelsson kjötiðnaðar- maður, Skarðshlíö 33 F, Akureyri. Eiginkona hans er Jóna Sveins- dóttir, starfs- maður við Lundaskóla. Þau taka á móti gestum i starfs- mannasal KEA í Sunnuhlíð eftir kl. 20.00 í kvöld og vonast til að sjá sem flesta vini og vandamenn. 40 ára Guðni Halldórsson, Hamrabergi 4, Reykjavík. Reynir Einarsson, Hrísmóum 6, Garðabæ. Robyn Elizabeth Vilhjálmsson, Hlíðargötu 26, Neskaupstað. Edda Úlfljótsdóttir, Foldahrauni 41 F, Vestmannaeyj- um. 1950, bankaritara. Kolbrún er dótt- ir Hafliða Stefánssonar vélstjóra og Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Synir Sveins og Kolbrúnar Bjarkar eru Runólfur Bjarki, f. 5.11. 1966, nemi í Danmörku, kvæntur Guðrúnu Brynjólfsdóttur, og er sonur þeirra Amar Már; Víðir Már, f. 1.3. 1974, starfsmaður hjá Iðjubergi í Reykjavík; Steinn Einir, f. 9.11. 1976, nemi. Hálfsystkini Sveins, samfeðra, eru Sigurður Þórir Sigurðsson, myndlistarmaður í Reykjavík; Helgi Bergmann, arkitekt á Sel- fossi; Þómnn Álfrós, kaupmaður á Húsavík; Ágúst Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík; Hilmar, múrari í Reykjavík; Sveinbjörn, veitingamaður í Reykjavík; Anna Þórunn húsmóðir. Foreldrar Sveins: Sigurður Sveinn Karlsson, f. 12.2. 1927, fyrrv. verkamaður, og Steinunn Júlíusdóttir, f. 31.1.1920, fyrrv. skrifstofumaður. Ætt Sigurður er sonur Karls, brúar- verkstjóra á Akureyri, Friðriks- sonar. Móðir Sigurðar er Þórunn, saumakona á Akureyri, Svein- björnsdóttir, b. á Hámundarstöð- um, Sveinssonar, og Guðbjargar Gísladóttur. Sveinbjörn var sonur Sveins, ráðsmanns í Selási í Víði- dal, og Maríu, húsmóður þar og ekkju Jónasar, b. þar, Guðmunds- sonar. Bróðir Maríu var Sveinn á Sveinsstöðum í Kaplaskjóli við Reykjavík. Foreldrar Maríu voru Guðmundur, b. á Þverá í Vestur- hópi, Skúlason, og k.h., Júlíana Steinsdóttir. Guðbjörg var dóttir Gísla, b. á Hafursá, Jónssonar, b. á Brekku í Fljótsdal, Jónssonar, b. á Karls- stöðum í Reyðarfirði, Jónssonar, b. á Helluvaði, Kolbeinssonar. Móðir Jóns á Karlsstöðum var Guðlaug Jónsdóttir. Móðir Jóns á Brekku var Guðlaug Styrbjöms- dóttir, vinnumanns í Höfn í Borg- arfirði eystra, f. 1737. Móðir Gísla var Margrét Hjálmarsdóttir, prests á Hallormsstað, Guðmundssonar. Móðir Guðbjargar var Sigríður Árnadóttir. Þórunn, móðir afmælisbamsins, er systir Játvarðar Jökuls Júlíus- sonar rithöfundar. Þórunn er dótt- ir Júlíusar Jóhanns, búfræðings og kennara í Miðjanesi, Ólafsson- ar, garðyrkjumanns á Þingvöllum í Helgafellssveit, Jónssonar, b. á Hvallátrum, Ólafssonar. Móðir Júlíusar Jóhanns var Þorbjörg Magnúsdóttir, b. í Skáleyjum, Ein- arssonar. Móðir Þórunnar var Helga Jóns- dóttir, járnsmiös i Miðjanesi, Guð- mundssonar, b. á Grund í Reyk- hólasveit, Grímssonar, b. í Flekku- dal í Kjós, Jónssonar, b. þar, Jóns- sonar. Móðir Jóns járnsmiðs var Þórunn Jónsdóttir, b. í Tungu í Tálknafirði, Arnórssonar. Móðir Helgu var Steinunn Guðbrands- dóttir, b. í Miðjanesi, Jónssonar, b. á Hvallátrum, Ólafssonar, b. í Svefneyjum, Sveinssonar. Móðir Steinunnar var Helga Brynjólfs- dóttir, b. á Bakka á Kjalarnesi, Þorlákssonar, hreppstjóra á Bakka, Brynjólfssonar, lrm. á Bakka, Einarssonar. Móðir Brynj- ólfs var Ragnheiður Beinteinsdótt- ir, formanns og lrm. í Þorláks- höfn, Ingimundarsonar, b. á Hól- um á Stokkseyri, Bergssonar, ætt- föður Bergsættarinnar, Sturlaugs- sonar. Sveinn er að heiman á afmælis- daginn. Bridae Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Undankeppni Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni lauk fimmtudaginn 11. janúar og lokastaða efstu sveita í A-riðli var þannig: 1. Búlki 321 2. VÍB 313 3. Tíminn 257 4. Sigmundur Stefánsson 249 5. Bangsímon 248 6. Vatnsveitan 237 6. Garðar Garðarsson (gestasveit) 237 8. ísak Öm Sigurðsson 230 9. Metró 225 10. Hvítir hrafnar 215 - og lokastaða efstu sveita í B-riðlinum: 1. Ólafur Lámsson 298 2. Landsbréf 291 3. Samvinnuferðir-Landsýn 278 4. Hjólbarðahöllin 270 5. Lyfjaverslun íslands 260 6. Hrói Höttur 246 7. Byggingavörur Steinars 238 8. Málning hf. 222 9. Héðinn Schindler hf. 219 Efstu 4 sveitir í hvomm riðli spila í 8 liða úrslit- um um Reykjavíkurmeistaratitilinn 1996 og þær sveitir sem enduðu í 7.-9. sæti af Reykjavíkursveit- unum í hvomm riðli spila um 3 síðustu sætin inn á íslandsmót í sveitakeppni. Liðin sem enduðu í 5.-6. sæti hafa unnið sér rétt á íslandsmót í sveita- keppni. Átta sveita úrslitin hefjast miðvikudaginn 17. janúar klukkan 19, undanúrslitin og úrslitin eru síðan spiluð helgina 20. og 21. janúar. Spila- mennska hefst kl. 19 á miðvikudeginum en kl. 11 um helgina. Sveitimar sem spOa um 3 síðustu sæt- in inn á íslandsmót spila um þau helgina 20.-21. janúar. Spilaðir verða 3 leikir á laugardeginum og hefst spilamennska kl. 11 þann daginn en á sunnu- deginum verða spilaðir 2 leikir og hefst spila- mennska kl. 13 þann daginn. Bridgefélag Breiðfirðinga Spilaður var eins kvölds tvímenningur, tölvu- reiknaður Howell, fimmtudaginn 4. janúar. Tíu pör spiluðu 27 spil, meðalskor var 108 og bestum ár- angri náðu: 1. Gunnar V. Gunnarsson-Gunnar Andrésson 123 1. Gróa Guðnadóttir-Margrét Margeirsdóttir 123 3. Magnús Halldórsson-Baldur Ásgeirsson 121 Spilaður verður eins kvölds tvímenningur fimmtudagana 18. og 25. janúar. Spilað er í húsi Bridgesambandsins að Þönglabakka 1 og hefst spilamennska kl. 19.30. Allir spilarar eru velkomn- ir. Keppnisstjóri er ísak Örn Sigurðsson. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.