Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Page 4
20 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 TÓNLISIAR Tears for Fears - Raoul and the Kings of Spain ★i Dapurleg ■ ■ ■ ■■ orlog Sú var tíðin að þeir félagar Rol- and Orzabal og Curt Smith gerðu víðreist um heimsbyggðina með hljómsveit sína Tears for Fears og seldu milljónir á milljónir ofan af plötum. Nú er öldin heldur betur önnur, Smith flúinn og Orzabal einn eftir á skútunni sem farin er að láta illilega á sjá. Orzabal heldur þó greinilega dauðahaldi í það sem eftir er og reyn- ir að láta eins og ekkert sé og jafnvel eins og tíminn hafi staðið kyrr. í það minnsta hafa tónsmíðar hans ekki breyst neitt frá því sem var og þess vegna gæti þessi plata hafa komið út fyrir sjö, átta árum. Stíllinn er alveg sá sami, útsetningamar þær sömu, hljóðið það sama, allt eins og það var nema hvað lögin eru útþynntar eftirlíking- ar þeirra laga sem skópu vinsældir Tears for Fears á sínum tíma. Ula er nú komið fyrir góðum dreng þar sem Roland Orzabal er og augljóst að hann þarf á verulegri hjálp að halda til að komast upp úr þessu gamla fari sem hann er því miður pikkfastur í. Sigurður Þór Salvarsson Meat Loaf - Welcome to the Neigh- bourhood Metsölu- plötu fylgt eftir Dæmin sanna að Meat Loaf tekst aldrei eins vel á tónlistarsviðinu og þegar hann er í samstarfi við lagahöfundinn Jim Steinman. Þeir eru eiginlega í huga manns álíka óaðskiljanlegir og Laurel og Hardy voru í kvikmyndunum eða Silli og Valdi i kaupmennskunni. Steinman er ekki með öllu fjarri góðu gamni á Welcome to the Neighbourhood. Hann leggur til lögin Left in the Dark og Original Sin (The Natives Are Restless Tonight). Bæði eru í góðu lagi. Og það eru einnig nokkrir ópusar sem lagahöfundurinn Diane Warren hef- ur lagt til. Einn þeirra, I’d Lie for You (And That’s the Truth), hefur slegið í gegn. Ef maður vissi ekki betur mætti alveg halda að Stein- man hefði samið lagiö. Þungar áherslumar og kaflaskiptin minna óneitanlega á tónsmíðar hans. Meat Loaf var svo sannarlega heppinn að fá Diane til að leggja til músík fyrst Steinman var upptekinn við önnur störf. Þá er ekki leiðinlegt að heyra Meat Loaf belja gamla Ea- sybeats-slagarann Good Times sem núna heitir reyndar Runnin’ for the Red Loght (I Gotta Life). Tvö lög á plötunni Welcome to the Neighbourhood setur maöur spurningamerki við: Seconds of Ecstacy og ósungna lagsstúfmn Fiesta De Las Almas Perdidas. Bæði eru þau út úr kú miðað við ann- að efni plötunnar þótt áheyrileg séu út af fyrir sig. Þrátt fyrir þetta ættu Meat Loaf aðdáendur að geta vel unað við plötuna Welcome to the Neighbourhood. Meat Loaf hefur tekist bærilega að fylgja met- sölugripnum Bat Out of Hell II eftir. Ásgeir Tómasson Tracy Chapman - New Beginning irick Sígandi lukka er best IV iC'HAPMAN JN E W íIeuINN | N Ferill Tracy Chapman hefur verið ákaflega skrykkjóttur, svo að ekki sé meira sagt. Hún sló í gegn með braki og brestum 1988 og var árið eftir valin bjartasta vonin, besti nýliðinn, besta söngkonan og guð má vita hvað. Síðan hnmdi allt meira og minna og lítið hefur heyrst til hennar undanfarin misseri. Nú er komin ný plata og gefur nafn hennar til kynna að Chapman ætli sér nú að byrja upp á nýtt. Hvemig til tekst verður tíminn að leiða í ljós en eitt er víst að hún byrjar ekki með sömu látunum nú og þegar hún byrjaði fyrst. íVrir það fyrsta er tónlist hennar mun hægari en ’88; allt að því þunglamaleg og krafturinn sem einkenndi hana á sínum tíma er horfinn. Lögin era tilþrifalítil en ákaflega vönduð og inni á milli hér era.nokkrar gullfallegar melódíur. Heildaráhrifin eru nokkuð trega- blandin og kannski koma þar til áhrif frá textunum en þeir era á svartsýnum nótum og þunglyndislegir. Chapman var þekkt á sínum tíma fyrir beitta og gagnrýna texta og hér era vissulega nokkrir slík- ir sem fjalla allir um illa meðferð mannskepnunnar á Móður Jörð. Tracy Chapman hefur enn sem fyrr allt sem til þarf að bera til að ná langt og án efa er það rétt stefna hjá henni að reyna ekki að end- urtaka það sem fleytti henni á toppinn á sínum tíma. Sigurður Þór Salvarsson ________________PV Tina Turner í Evr- ópuferð í sumar Óðum er að skýrast hvaða stórsveitir fara í hljómleikaferðir um Evr- ópu í sumar. Og þá er nátt- úrlega einnig að skýrast hverjir verða ekki á ferð í sumar! Skoska rokksveitin AC/DC ætlar til dæmis að fylgja eftir plötunni kraft- miklu, Ballbreaker. AC/DC verður á Bretlandseyjum i júní - spilar til dæmis í Lundúnum 21. og 22. júní og í Dyflinni 26. Sjálfsagt eiga enn fleiri eftir að flykkjast á tónleika Tinu Turner enda hefur hún ekki farið í almenni- lega hljómleikaferð um Evr- ópu í mörg ár. Tina sendir i vor frá sér nýja plötu sem reyndar átti upphaflega að koma út síðastliðið haust en var frestað. Hljómleika- ferð söngkonunnar hefst í París fjórða maí og lýkur væntanlega á Ítalíu síðast í september. Þá verður hún búin að koma við í Hollandi, Þýskalandi, Sviss, á Spáni, í Svíþjóð, Dan- mörku og Noregi að ógleymdu Bretlandi og ír- landi. Svo að dæmi sé tekið verður Tina með tónleika á Wembley leikvanginum í Lundúnum 21. júlí. í Stokk- hólmi verður hún sjötta og sjöunda júní, níunda í Gautaborg, tólfta og þrett- ánda í Osló og 21. júní í Kaupmannahöfn. - Stones og Eagles afboða Richards um það í viðtölum að þeir væra farnir að hlakka til þess að komast til Suður-Ameríku. Það lítur því út fyrir að síðasti hluti Voodoo Lounge hljómleikaferðarinnar, sem var að breytast í Stripped-ferð, sé nánast úr sögunni. Tekjur Stones af hljómleikaferðinni árið 1994 námu jafnvirði tæplega 7,9 milljarða króna. Þess ber að geta að hljóm- leikaferðin þá hófst fyrsta ágúst. Eagles um kyrrt Önnur fornfræg hljómsveit hefur breytt fyrri áætlunum sínum. Hljómsveitin Eagles ætlaði að halda nokkra tónleika í Evrópu i sumar. Ætlunin var að hefja Bretlandsferð um miðjan júní og spila í flestum stórborgmn Bretlands áður en hald- ið yrði til meginlandsins og leikið á nokkram popphátíðum þar. Nú hafa liðsmenn Eagles ákveðið að spila Tina Turner er væntanleg til tónleikahalds í Evrópu í vor til að fylgja eftir nýrri plötu sinni. Stones aflýsa Rolling Stones héldu Evr- ópubúum sem kunnugt er við efnið í fyrrasumar þeg- ar fjórmenningarnir fóra vítt og breitt um álfuna og léku á fjölmörgum úti- og innitónleikum, fjölmennum og fámennum. Meðal annars voru hljóðrituð nokkur lög fýrir plötuna Stripped sem kom út síðastliðið haust. Ætlunin var að fylgja henni eftir með annarri tónleikaferð í vet- ur og vor. Ferð hljómsveitarinnar til Suður-Ameríku og Asíu í vetur hefur verið aflýst og áætlunum um Evrópuferð frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan fyrir þessum breyt- ingum er meðal annars sú að suður- ameríski tónleikahaldarinn sem ætlaði aö annast ferð hljómsveitar- innar þar treysti sér ekki til að upp- fylla kröfur hennar um ferðatilhög- unina en ætlunin var að nota hinn gifurlega umfangsmikla sviðsbúnað sem notaður var í Voodoo Lounge ferðinni í Evrópu í fyrra og Banda- ríkjunum 1994. Þessi ákvörðun Rolling Stones virðist hafa verið tekin í skyndingu því aðeins viku áður en hún var til- kynnt ræddu Mick Jagger og Keith ekkert utan Bandaríkjanna á sumri komanda án þess að hafa skýrt frá ástæðu þess að hætt var við Evrópu- ferðina. Hljómsveitin hélt fjölmarga tónleika í fyrra og var einnig á ferð 1994. Aðsókn að þeim var fádæma góð. Greindi bandaríska blaðið Variety frá því nýlega að tekjur hljómsveitarinnar síðustu tvö ár af hljómleikahaldinu einu saman hefðu numið um 9,8 milljörðum. Engin hljómsveit hagnaðist meira á tónleikum vestanhafs í fyrra en Eagles. Irving Azoff, sem fer með við- skiptamál liðsmanna Eagles, segir raunar að allt sé óljóst um áform hljómsveitarinnar á þessu ári. „Við erum aö skoða það sem okkur stendur til boða,“ segir hann. „Kannski tekur hljómsveitin sér frí þetta árið. Kannski ákveður hún að tími sé kominn til að fara í hljóðver og taka upp nýja plötu.“ The GhostofTom Joad - Bruce Springsteen: ★★★ Lögin eru á lágu nótunum, ein- föld í allri uppbyggingu og útsetn- ingum og þeir sem hafa þolinmæði uppgvötva hér margt af því besta sem Springsteen hefur gert. -SÞS Life - The Cardigans: ★★★ Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála hjá The Cardig- ans því hljómsveitin er allrar at- hygli verð og kemur að mörgu leyti með nýjan ferskan tón inn í poppflóruna. -SÞS Meat Loaf - Welcome to the Neighbourhood ★★★ Dæmin sanna að Meat Loaf tekst aldrei eins vel á tónlistar- sviðinu og þegar hann er í sam- starfi við lagahöfundinn Jim Steinman. -ÁT Út og suður - Bogomil Font ★★★■< Það er ekki spurning að herra Font syngur betur á þessari plötu en nokkru sinni fyrr. Röddin er ekki eins daufleg og hlutlaus og áður var, breidd hennar og tónsvið meira. -ÁT Alice in Chains - Alice in Chains: ★★★ Hljómsveitinni Alice in Chains bregst ekki bogalistin á þessari plötu en þeim fyrri, þó viðurkennt sé að önnur „Dirt“ verði ekki búin til. -GB Made in Heaven - Queen: ★★★ Made in Heaven er að sjálfsögðu skyldueign í safn allra aðdáenda hljómsveitarinnar Queen og að- gengilegri en margar fyrri plötur sveitarinnar. Kannski er hún up- plögð sem fyrsta plata fyrir þá sem vilja kynna sér feril hennar. -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.