Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 IÞROTTIR Getraunir: Enski boltinn 2?x-x11-2x1-111x Italski boltinn 221 -2xx-111-11x1 Lottó 5/38: 71419 30 36 (10) ///////////////////////////////A//// Heimsmet hjá Namibíu- manninum Namibíumaðurinn Frankie Fredericks virðist ætla að verða sterkur í spretthlaupunum í sumar. Um helgina setti hann nýtt heimsmet í 200 meti’a hlaupi inn- anhúss á sterku móti í Frakk- landi. Fredericks hljóp á 19,92 sek- úndum. Eldra metið átti Bretinn Linford Christie og var það 20,25 sekúndur. Bætingin á metinu er ótrúlega mikil en eldra metið setti Christie á sömu hlaupabraut fyr- ir um ári síðan. -SK Knattspyrna: Jafntefli og ósigur í Portúgal íslenska unglingalandsliðiö í knattspyrnu, skipað leikmönn- um 16 ára og yngri, tekur þessa dagana þátt í móti fjögurra landsliða í Portúgal. Liðið lék tvo leiki um helgina. Markalaust jafntefli varð niður- staðan í leik íslands og Austur- ríkis og í gær tapaði íslenska lið- ið fyrir Portúgal, 1-4. Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálf- leik. Strákarnir eiga frí í dag en leikið verður gegn Norðmönnum á morgun. -SK Tennis: Ivanisevic í miklu stuði Króatinn Goran Ivanisevic var 1 miklu stuði á stórmóti at- vinnumanna sem lauk í Dubai um helgina. Ivanisevic lék til úrslita gegn Spánverjanum Alberto Costa og sigraði, 6-4 og 6-3. Ivanisevic átti 13 ása i leiknum sem stóð að- eins yfir í 58 mínútur. Ivanisevic, sem er í 9. sæti á heimslistanum sem stendur, fékk tæpar 10 milljónir króna fyrir sigurinn en Spánverjinn, sem er í 23. sæti á heimslistan- um, fékk um 5,5 milljónir króna. -SK Knattspyrna: Platts setti nýtt met í Englandi Mark Platts, knattspyrnumað- ur hjá Sheffield Wednesday, varð um helgina yngsti leikmaðurinn til að leika í ensku úrvalsdeild- inni er hann komst í byrjunarlið Wednesday. Platts lék sem varamaður um síðustu helgi með Wednesday er liðið sigraði Wimbledon. Platts, sem er aðeins 16 ára gamall, er í miklum metum hjá David Pleat, stjóra Wednesday, sem segir hann eiga bjarta framtíð fyrir sér sem atvinnumaður í knatt- spyrnu: „Dymar hafa opnast fyr- ir Platts hjá okkur þvi hann er eini kantmaðurinn hjá liðinu eft- ir að Andy Sinton fór til Totten- ham,” segir Pleat. -SK Fyrrum leikmaður KA ber Islendingum vel söguna: Þakkar KA-mönnum velgengni sína - Dean Martin slær í gegn hjá Brentford Dean Martin, sem lék með liði KA í 2. deild karla í knatt- spymu í fyrra, hefur verið að gera mjög góða hluti með 2. deildar liði Brentford í ensku knattspymunni í vetur. Frammistaða Martins hefur vakið mikla athygli og fjöl- miðlar í Bretlandi hafa tekið við hann viðtöl. Hann þakkar velgengnina í vetur vem sinni hjá KA í fyrra og fer mjög lof- samlegum orðum um vera sína hjá KA. Martin segir ísland kannski ekki líklegasta staðinn til að breyta knattspymuferli sínum eins og hann hafi gert. „Ég var mjög ánægður með dvöl mína á Akureyri. Þetta var 2. deildar lið og ég kunni mjög vel við mig hjá KA. Það var þýskur þjálfari hjá félag- inu. Hann sá um að við værum í mjög góðu ástandi líkamlega. Það sem ég átti hins vegar erf- iðast með að venjast var að það var bjart allan sólarhringinn. Það var líka einkennilegt og stundum erfitt fyrir mig, að við gátum aldrei æft nema á kvöldin. Allir leikmenn liðs- ins, að mér undanskildum, voru áhugamenn og voru í vinnu yfir daginn. Þetta skipti þó ekki öllu máli þar sem það var hægt að æfa allan sólar- hringinn í birtunni á Akur- eyri. Þegar keppnistímabilinu lauk á Islandi i fyrra mælti ís- lenskur blaðamaður með mér hjá Brentford og eftir það hef- ur leiðin legið upp á við hjá mér,” sagði Martin i viðtali við enskt tímarit. -DÓ/-SK leika með Þórsurum Kristinn Friðriksson er hættur að leika með úrvalsdeildarliði Þórs í körfuknattleik. „Það varð að samkomulagi á milli Þórs og Kristins að hann hætti að leika með liðinu. Það kom upp ósætti en meira vil ég ekki segja um málið,” sagði Jón Guðmundsson, þjálfari Þórs, í samtali við DV um helgina. Kristinn lék ekki um tima með Þór í vetur. Þá var hann settur í agabann eftir mjög alvarlegt agabrot. Þórsarar mega illa við því að missa sterka leikmenn í úrvalsdeildinni enda er staða liðsins að verða slæm. Þórsarar hafa nú 14 stig í B-riðli úrvalsdeildar eins og Skagamenn en Valsmenn em komnir með 12 stig eftir sigur gegn Þór um helgina. Það er því útlit fyrir harða baráttu á botni B-riðiIs á næstimni. Sjá bls. 22. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.