Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 íþróttir____ NBA-deildin um helgina: Magic sýndi glæsileg tilþrif Orlando Magic vann sinn 27. sigur í röð á heimavelli aðfaranótt laugardagsins gegn Milwaukee. Gamla metið átti Washington Capitols frá keppnis- tímabilinu 1946-47. Það sem stóð upp úr í þessum leik og verður kannski mörgum áhorfendum eftir- minnilegur var stór- leikur Shaquille O’Neal sem lagöi öðr- um fremur grunninn að sigri Orlando með stórleik í fyrsta leik- hluta. Shaq skoraði þá 19 stig af 31 stigum sem hann gerði í leiknum. Indiana náði að rétta úr kútnum gegn Washington eftir þrjá tapleiki þar á undan. Reggie Miller skoraði sigurkörfuna úr víta- skoti skömmu fyrir leikslok. Miller var jafn- framt stigahæstur hjá Indiana með 29 stig og Rik Smith gerði 28 stig. Juwan Howard skoraði 32 stig fyrir Washington. Charlotte vann Den- ver sem lék án síns sterkasta manns, Dikembe Mutombo. Hann hafði leiki 295 leiki í röð en ökkla- meiðsli komu í veg fyrir þátttöku hans gegn Charlotte. Matt Geiger lék einn sinn besta leik fyrir Charlotte og skoraði 28 stig og Glenn Rice 26 stig. Chicago Bulls þurfti að hafa fyrir sigrinum í Minnesota. Þökk sé þeim Jordan og Pippen að sigur vannst því að þeir voru langbestu menn liðsins eins og oftast áður. Jordan skoraði 31 stig og Pippen 29 stig. Isaiah Rider skor- aði 29 stig fyrir Minnesota. New York lék Phila- delphia sundur og saman í Madison Squ- are Garden. Derek Harper skoraði 21 stig fyrir New York og Pat- rick Ewing 18 stig. David Robinson lék í 26 mínútur með San Antonio og tók á þeim tíma 18 fráköst. Vinny Del Negro var stiga- hæsti maður liðsins með 20 stig. Tim Hardaway og Chris Gatling skoruðu 18 stig hvor fyrir Golden State. Magic Johnson átti frábæran leik þegar Lakers sigraði Dallas í Forum. Magic gerði 18 stig í síðasta leikhluta og var þá engum líkur. Alls skoraði hann 30 stig í leiknum og minntu tilþrif hans og gömlu góðu dagana þegar hann lék sem best. Hann tók auk þess átta fráköst og var með 11 stoðsendingar. Jim Jackson skoraði 31 stig fyrir Dallas. Phoenix átti aldrei möguleika í Seattle. Þjóðverjinn Detlef Schrempf skoraði 19 stig fyrir Seattle. Charles Barkley stóð upp úr hjá Phoenix og skoraði 27 stig. Aðfaranótt sunnu- dagsins voru fimm leikir á dagskrá og bar hæst viðureign Miami og Orlando. Því er skemmst frá að segja að Orlando sigraði í leiknum eftir jafna og skemmtilega viðureign. Saquille O'Neal skoraði 31 stig fyrir Orlando og hjá Miami var Alonzo Mourning stigahæstur með 27 stig. New York lék langt undir getu gegn New Jersey og tapaði. Pat- rick Ewing skoraði 19 stig og var ekki líkur sjálfum sér en Amond Gilliam skoraði 28 stig fyrir New Jersey. Cleveland vann ör- uggan sigur á Phila- delphia og átti Terrell Brandon skínandi leik fyrir Cleveland og skoraði 25 stig. Vernon Maxwell skor- aði 26 stig fyrir Phila- delphiu. Alan Houston var í góðu stuði fyrir Detroit gegn Toronto og skoraði alls 29 stig í leiknum. LA Clippers náði sér vel á strik gegn Portland en sigurinn var þó naumur. Loy Vayght og Rod- ney Rogers skoruðu 22 stig hvor fyrir Clipp- ers. Sabonis skoraði 22 stig fyrir Portland. -JKS/SV Staðan í NBA-deildinni Atlantshafsdeild Miðvesturdeild Orlando 36 14 72,0% Utah Jazz 34 16 68,0% NYKnicks 31 17 64,5% SA Spurs 32 16 67,0% Miami 23 27 46,0% Houston 33 18 39,2% Washington 22 27 44,8% Denver 20 30 40,0% NJNets 20 29 40,8% Dallas 16 33 32,6% Boston 19 31 38,0% Minnesota 14 34 29,1% 76ers 10 38 20,8% Vancouver 11 38 22,4% Miðdeild Kyrrahafsdeild Chicago 45 5 90,0% Seattle 37 12 75,5% Indiana 32 18 64,0% LA Lakers 30 19 61,2% Cleveland 28 20 58,3% Sacramento 24 23 51,0% Atlanta 27 22 57,4% Portland 24 26 48,0% Detroit 24 23 51,0% Phoenix 23 26 46,9% Charlotte 24 25 48,9% Golden St. 23 27 46,0% Milwaukee 19 29 39,5% LA Clippers 16 33 32,6% Toronto 14 35 28,5% NBA um helgina Úrslitin í leikjum helgarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik urðu sem hér segir: Aðfaranótt laugardags: NY Knicks - 76ers........116-84 Washington - Indiana......94-95 Orlando - Milwaukee......121-91 Charlotte - Denver.......107-100 Minnesota - Chicago ....100-103 San Antonio - Golden State . 113-95 LA Lakers - Dallas......119-114 Sacramento - Boston ....102-130 Seattle - Phoenix........117-99 Vancouver - Atlanta ....100-110 Aðfaranótt sunnudags NJ Nets - NY Knicks.......82-77 Miami - Orlando...........93-95 Cleveland - 76ers.........97-82 Detroit - Toronto........108-95 LA Clippers - Portland .... 100-96 Phoenix sá aldrei til sólar í leiknum gegn Seattle. Phoenix lék illa í leiknum en það var enginn annar en Charles Barkley sem stóð upp úr hjá Phoenix og skoraði 27 stig. Á myndinni er hann á flugi í leik fyrir skömmu. HM í badminton: Góður sigur á Tékkum Heimsmeistaramót karla- og kvennalandsliða i badminton hófst í Prag um helgina. Kvennalandsliðið hóf keppni á móti Skotum og tapaði, 5-0. í gær unnu svo stúlkumar Tékk- lendingum, 4-1. Elsa Nielsen tapaði einliðaleiknum en Vígdís Ásgeirs- dóttir og Brynja Pétursdóttir unnu sína. Báðir tvíliðaleiksleikirnir unnust. í dag leikru kvennaliðið gegn Litháum. Karlaliðið átti að leika gegn liði Nepals en það mætti ekki til leiks. í dag leikur karlaliðið gegn Mauriti- us. -JKS Barkley sterkur en Phoenix tapaði Elsa Nielsen tapaði í einliðaleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.