Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 Iþróttir Rússneska parið Yevgenina Shiskova og Vadim Naumov í úrslitakeppninni um helgina. Símamynd Reuter Listhlaup: Shiskova og Naumov voru best Rússneska parið Yevgenina Shiskova og Vadim Naumov urðu sigurvegarar á stórmóti i listhlaupi á skautum í Rússlandi um helgina. Rússneska parið þótti sýna snilldartilþrif og sigurinn var ör- uggur. í karlaflokki sigraði Ilya Kulik frá Rússlandi og annar varð Al- exei Yagudin, landi hans. Banda- ríkjamaðurinn Steve Scott varð fjórði. -SK Skíði: Þjálfari í áflogum við lögreglu Þjálfari heimsbikarliðs Fi-akka á skíðum var ekki kátur með framgang mála á blaða- mannafundi eftir keppni á Spáni um helgina. Þjálfarinn hugðist mæta á blaðamannafundinn með skíði eins franska keppandans en lög- reglan bannaði honum það. Þjálfarinn brást ókvæða við og lenti í áflogum við lögregluna. Hann hótaði því að þetta yrði í síðasta skipti sem hann mætti á blaðamannafund eftir keppni. -SK Golf: Þriðji sigur hjá Parry í Ástralíu Craig Parry, frá Ástralíu, sigr- aði um helgina á opna ástralska masters-mótinu í golfi. Þetta var í þriðja skipti sem hann sigraði á þessu stórmóti en Greg Norman hefur oftast sigrað á mótinu eða sex sinnum. Parry lék holumar 72 á 279 höggum, 13 höggum undir pari. í öðru sæti varð Bradley Hughes frá Ástralíu á 278 höggum. -SK Vala Flosadóttir sló eigið Norðurlandamet Vala Flosadóttir bætti Norðurlandamet sitt í stangarstökki á sænska meistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Bor- lange sl. föstudagskvöld. Flosa stökk 4,11 metra og sigraði með yfirburðum í keppninni. Vala hefur sýnt stórstíg- ar framfarir í stangar- stökkinu á undanfórnum mánuðum og hefur komið sér í hóp bestu stangar- stökkvara í heiminum í dag. Næsta stórmótið hjá Völu verður þátttaka í Evr- ópumeistaramótinu innan- húss í Stokkhólmi sem hefst 8. mars. Þar mun hún etja kappi við Danielu Bar- tovu frá Tékklandi og Andreu Möller frá Þýska- landi. -JKS Gary Mabutt vill enn einu sinni semja við Tottenham Gamli jaxlinn i ensku knattspymunni, Gary Mabutt, er að framlengja samning sinn við Tottenham, enn einn ganginn. Þessi gamalreyndi leikmaður hefur um langt árabil verið einn harðasti og besti vamarmaðurinn í enska boltanum og nú er líklegt að hann framlengi samning sinn við Tottenham til ársins 1998. „Mabutt vill fá samning viö Tottenham til tveggja ára og það er einmitt það sem við munum bjóða honum. Hann hefur átt magnað tímabil með okkur,” sagði Garry Francis, stjóri Tottenham, í gær. Talið er að Mabutt muni fá nokkra kauphækkun vegna frammistöðunnar í vetur. -SK Picabo Street. Naumt hjá Street - í bruni kvenna á Spáni Bandaríska stúlkan Katja Seizinger frá Picabo Street vann Þýskalandi varð önn- mjög nauman sigur í ur á 1:54,63 mín. og bmnkeppni kvenna á Hilary Lindh, Banda- heimsmeistaramótinu ríkjunum, þriðja á um helgina. Keppt 1:54,70 mín. var á Spáni og fékk Patrick Ortlieb, Street timann 1:54,06 Austurríki, • sigraði í mín. bmni karla um helg- Orri Björnsson, KR, sigraði í Bikarglímu Islands og varð þar með einnig stigahæstur í landsglímunni. DV-mynd GVA Bikarglíma Islands 1996: Orri bestur að Laugum Orri Björnsson, KR, vann sigur í Bikarglimu íslands sem fram fór að Laugum í S-Þingeyjarsýslu um helgina. Orri tryggði sér með sigrinum titilinn landsglímumeistari en mótið að Laugum var þriðja landsglímumótið af fjórum á keppnistímabilinu og enginn getur náð Orra að stigum á fjórða og síðasta mótinu. Annar í karlaflokki í bikarglímunni varð Arngeir Friðriksson, HSÞ, Jón Birgir Valsson, KR, hafnaði í þriðja sæti og Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK, varð fjórði. Sigurvegarinn frá í fyrra, Ingi- bergur Sigurðsson, Ármanni, hafnaði í sjötta sæti á Laugum. Karólína Ólafsdóttir, HSK, sigraði í flokki kvenna 16 ára og eldri, Brynja Gunnarsdóttir, HSK, sigraði í flokki 13-15 ára og Hildigunnur Káradóttir, HSÞ, í flokki 0-12 ára. Lárus Kjartans- son í flokki 16-19 ára, Stefán Geirsson, HSK, í flokki 13-15 ára og Júlíus Jakobsson í flokki 10-12 ára. í stigakeppni landsglímumót- anna er Orri efstur með 16 stig, Jón Birgir Valsson, KR, er í öðru sæti með 12 stig og Amgeir Friðriksson, HSÞ, þriðji með 10,5 stig. -SK 1. deild kvenna í handknattleik um helgina: Stjörnustúlkur deildarmeistarar Stjömustúlkur náðu að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna er þær gerðu jafntefli, 24-24, í Ásgarði um helgina. „Þetta var mjög lélegur leikur hjá okkur. Við náðum aldrei að spila okkar sterku vöm og sóknarleikur- inn var afleitur. Við náðum okkur aldrei almennilega á strik,” sagði Herdís Sigurbergsdóttir í Stjöm- unni eftir leikinn. Leikurinn var mjög jafn en Stjaman hafði þó alltaf framkvæð- ið. Staðan í leikhléi var 14-11, Stjömunni í vil. Stjarnan var með forystu, 24-23 þegar nokkrar sek- úndur voru eftir. Herdísi Sigurbergsdóttur var þá vikið af leikvelli eftir gróft brot á homamanni ÍBV og fékk hún að líta rauða spjaldið fyrir brotið. Vítakast var dæmt og Andrea Atladóttir tryggði ÍBV jafnteflið með marki úr vítinu í lokin. Mörk Stjörnunnar: Herdís 7, Nína 4, Guðný 4, Ragnheiður 3, Mar- grét 2, Sigrún 2, Rut 1, Inga Fríða 1. Mörk ÍBV: Andrea 11, Ingibjörg 6, Malín 3, Helga 2, Sara 1, Dögg 1. Sigrar hjá Val og Fyiki Vikingur vann sex marka sigur gegn Haukum, 22-16, eftir að staðan hafði verið 14-6 í leikhléi, Víkingum í vil. Halla María Helgadóttir skor- aði 10 mörk fyrir Víking í leiknum. í Árbænum sigraði Fylkir KR með eins marks mun, 19-18. Valur-Þór (43-43) 76-70 11-5,16-12, 22-23, 28-33, 34-40 (4643), 50-50, 59-62, 69-65, 76-70. Stig Vals: Ronald Bayless 36, Ragnar Þór Jónsson 19, ívar Webster 8, Gunnar Zoega 7, Guðmundur Hafsteinsson 7, Bjarki Gústafsson 5. Stig Þórs: Fred Wiiliams 33, Kristján Guðlaugsson 19, Konráð Óskarsson 11, Birgir öm Birgisson 8, Böðvar Kristjánsson 6, Hafsteinn Lúðvíksson 2. Þriggja stiga körfur: Valur 7, Þór 4. Fráköst Valur 35, Þór 33. Dómarar: Kristján Möller og Kristinn Óskarsson. Þeir félagar voru þokkalegir. Áhorfendur: 130. Maöur leiksins: Ronald Bayless, Val. Enn þá möguleiki „Það er enn ,þá möguleiki að við höldum sæti okkar í úrvalsdeild- inni eftir þennan sigur. Við þurf- um að vinna tvo til þrjá sigra til viðbótar til að þessi möguleiki sé raunhæfur,” sagði Torfi Magnús- son, þjálfari úrvalsdeildarliðs Vals eftir sigur Vals gegn Þór á fostu- dagskvöldið. Þórsarar léku án Kristins Frið- rikssonar, eins og fram kemur á bls. 21 í blaðinu í dag, og hafði það eflaust sitt að segja. Valsmenn era nú i neðsta sæti B-riðils með 12 stig en Þór og Akranes era í næstu sætum fyrir ofan með aðeins 14 stig. Möguleiki Valsmanna er því enn fyrir hendi. -RR Itali til West Ham? Vamarmaðurinn Carrera hjá ítalska liðinu Juventus, gæti verið á leiðinni til West Ham. Carrera, sem er 32 ára, ætlar annaðhvort að framlengja samn- ing sinn við Juventus eða ganga til liðs viö Lundúnaliðið. Áfall hjá Liverpool Liverpool varð fyrir miklu áfalli um helgina í enska boltan- um þegar ljóst varð að Jamie Redknapp á enn eftir að ná sér fullkomlega af meiðslunum sem hrjáð hafa hann lengi. Redknapp gæti orðið frá keppni í 2-3 vikur til viðbótar. Johnsen til Blackburn? Samkvæmt fréttum breskra blaða um helgina gæti Norðmað- urinn Ronnie Johnsen verið á förum frá tyrkneska liðinu Besiktas til Blackburn. Kaupverðið, ef af verður, mun nema um 250 milljónum króna. Atkinson er tregur Miklar líkur era taldar á því að Paul Tait, miðvallarleikmaður hjá Birmingham, gangi á næstu dögum til liðs við Coventry fyrir 100 milljónir króna. Ron Atkinson er þó mjög tregur aö greiöa þessa upphæð fyrir Tait og er talið að Birmingham muni gefa eftir á næstu dögum. Á eftir snillingi Nágrannaliðin Everton og Liverpool berjast nú hart um snillinginn Ian Moore hjá Tran- mere Rovers. Moore hefur vakið mikla at- hygli margra úrvalsdeildarliða. Frank Clark, stjóri Forest, er á meðal þeirra sem hafa áhuga en hann segist blankur þessa dag- ana. Óhress Norömaður Líklegt er að Norðmaðurinn Erland Johnsen fari frá Chelsea fljótlega. Johnsen hefur átt við meiðsli að stríða og missti sæti sitt í að- alliðinu. Þegar hann hresstist var hann ekki valinn í liðið og Norðmaðurinn er afar óánægður með þá framvindu mála. Áfram hjá Blackburn? Nær öruggt er að David Batty verði áfram í herbúðum Black- bum Rovers. Necastle hafði áhuga á Batty en samningavið- ræður félaganna um kaupverð fóru út um þúfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.