Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1996, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1996, Blaðsíða 1
MANUDAGUR 4. MARS 1996 IÞROTTIR Getraunir: Enski boltinn x1,2-2xx-2x1-112x Italski boltinn 2x1-1xx-x12-xx12 Lottó 5/38: 6 11 12 31 33 (13) I/iIiIi/iIiiiiiifliII/II/iIIIIiiIHi Héðinn fór í aðgerö - er bjartsýnn á skjótan bata Héöinn Gilsson, I handknattleiksmaöur úr FH, lék ekki með liði sínu gegn Gróttu í gærkvöldi en á föstudaginn var gekkst hann undir aðgerð á liðþófa. „Það getur vel ver- ið að maður verði frá í 1-3 vikur. Ég er bjartsýnn á að verða kominn á ferðina aft- ur eftir rúma viku. Mér líður strax betur í liðþófanum sem var skrapaður fyrir helg- ina. þetta var farið að ágerast og því ekki sloppið frá aðgerð," sagði Héðinn. -JKS •• Ollum skónum stoliö - sjá bls. 27 Norðurlandamót unglinga í badminton: ísland vann bronsið Islenska unglinglandsliðið í badminton vann bronsverðlaun á Norðurlandsmóti unglinga í Svíþjóð um helgina. Islenska liðið vann Finna og Norðmenn og beið lægri hlut fyrir Dönum og Svíum. I einstaklingskeppninni gekk upp ; ofan. Sveinn Sölvason stóð sig vel í einliðaleiknum, tapaði fyrir Dana í undanúrsliúmum eftir að hafa á undan lagt tvo Finna og Svía. Brynja Pétursdóttir og Erla Hafsteinsdóttir unnu i undanrás- um í tvíliðaleik sænska og finnska andstæðinga og töpuðu síðan fyrir dönsku pari. -JKS Stigakóngurinn hrósar íslenskum körfubolta - sjá viðtal við Skagamanninn Milton Bell á bls. 31 Guðni Bergsson var í sviðsljósinu í ensku knattspyrn- unni á laugardaginn var þegar lið hans, Bolton, sótti Léeds heim á Elland Road og gerði sér lítið fyrir og sigraði. Það var is- lenski landsliðsfyrir- liðinn sem skoraði eina mark leiksins með skalla á 15. mín- útu. Þetta var 4. deild- armark Guðna í vet- ur og verður það að teljast harla gott af vamarmanni að vera. „Staðráðnir í að rífa okkur upp“ „Þetta var Ijúfur sigur en við vorum staðráðnir í að rífa okkim upp eftir skell- inn gegn Manchester United. Markið, sem ég skoraði, kom eftir aukaspyrnu, góður bolti kóm inn á mark- teiginn og ég náði að skalla knöttinn í net- ið. Þegar mörkin telja, sem maður er að skora, þá er gam- an. Leeds sótti nokkuð í síðari hálfleik en við áttum inni á milli nokkrar skyndisókn- ir. Það var samt fyrir öllu að halda fengn- um hlut,“ sagði Guðni Bergsson í samtali við DV í gær. Guðni sagði að þessi sigur gæfi vissa Stór hópur í knatt- spyrnu- veislu Guðni Bergs- son var ekki eini íslendingur- inn á Elland Road á laugardaginn. Hátt í 100 knatt- spymuáhuga- menn héðan Guðni Bergsson skoraði fylgdust með giæsimark á Elland Road. leiknum. Þessi hópur fór út á vegum Plús- ferða og fylgdist einnig í gær með leik Liverpool og Aston Villa á Anfield Road. í kvöld fer hópur- inn á risaslag tveggja efstu liðanna, New- castle og Manchester United. Það má því segja að þessi hópur sé í sannkallaðri knattspyrnuveislu. Sjá nánar um enska boltann á bls. 26. -JKS von en staða liðsins í dag gæfi síður en svo rétta mynd af getu liðsins. Það hafði mikið að segja í þess- um leik að leikskipu- lagið var í lagi. Guðni gamall stuðningsmaður Leeds „Það var mikil- vægt að vinna þenn- an leik eftir sjokkið gegn Manchester United á dögunum. Sigurinn gefur okkur vonandi aukið sjálfs- traust í þeirri bar- áttu sem framund- an er í fallbarátt- unni. Ég sem gam- all stuðnings- maðUr Leeds fékk engan sérstakan móral yfir því að hafa skörað sigur- markið gegn þeim,“ sagði Guðni Bergs- son. Guðni skellti Leeds - hans 4. mark fyrir Bolton í vetur i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.