Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1996, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 4. MARS 1996
27
DV íþróttir
Landsflokkaglíman fór fram í Grafarvogi um helgina:
Harðasta rimma í mörg ár
Landsflokkaglíma
íslands var háö rnn
helgina í íþróttahús-
inu í Grafarvogi.
Menn voru á einu
máli um aö sjaldan
hefði glíman verið
jafn hörð í meistara-
flokki. í 90 kg var
keppni engu lík.
Þurftu þrír glímu-
menn að heyja keppni
um sigurinn og gekk
það ekki þrautalaust
fyrir sig.
Orri vann eftir
langan bardaga
Að lokinni venju-
legulegri keppni stóðu
Orrri Bjömsson, KR,
Sigurður Kjartansson,
HSÞ, og Helgi Bjama-
son, KR, jafnir að vígi
og þurfti því að blása
til úrslitaglímu. Eftir
hana stóðu leikar enn
jafnir og þurfti enn
aðra umferð til að
knýja fram úrslit. Að
henni lokinni var
loksins ljóst hver
hafði hreppt gullið að
þessu sinni. Það var
Orri Bjömsson sem
stóð uppi sem sigur-
vegari, Helgi varð
annar og Sigurður
þriðji.
f yfír 90 kg þyngdar-
flokki sigraði Jóhann-
es Sveinbjörnsson,
Hvöt, Jón Birgir Vals-
son, KR, varð annar
og í þriðja sæti kom
Pétur Yngvason, HSÞ.
Undir 81 kg flokki
bai- Amgeir Friðriks-
son, HSÞ, sigur úr být-
um, Helgi Kjartans-
son, HSK, varð annar
og Fjölnir Elvarsson,
KR, í þriðja sæti.
í undir 74 kg flokki
varð Róbert Sigurðs-
son, UÍA, sigurvegari,
Sigurður Nikulásson,
Ármanni, varð annar
og Oddbjöm Magnús-
son, Þrym, þriðji.
Keppendur voru 150
í öllum flokkum og
var eftir því tekið
hvað gott unglinga-
starf á Austfjörðum,
sérstaklega á Reyðar-
firði, er farið að skila
sér en þangað fóru
þrír titlar.
Glíman í sókn um
allt land
Glímt var af hörku
á mótinu og shmdum
á kostnað gæðanna.
Glíman er sókn og
margir ungir og efni-
legir glímumenn að
koma fram í sviðsljós-
ið.
-JKS
í 90 kg flokki sigraði Jóhannes Sveinbjörnsson, Hvöt, en hann er lengst til vinstri á myndinni. í miðið er Jón Birgir
Valsson, KR, sem varð annar og Pétur Yngvason sem lenti í þriðja sætinu. DV- mynd Sveinn
Grettisbeltið metið
á um sjö milljónir
Grettisbeltið.
DV-mynd Sveinn
Grettisbeltið, verðlauna-
gripur sem keppt er um ár
hvert á Íslandsglímunni,
er án efa merkilegast og
verðmætast allra verð-
launagripa sem um er
keppt í íþróttum hérlendis
og þótt víðar væri leitað.
Samkvæmt heimildum
DV er Grettisbeltið, sem
keppt verður um í 90.
skipti í vor, metið á um sjö
milljónir króna.
Mikill fjöldi lítilla silfur-
skjalda er á beltinu og á
þá eru grafm nöfn sigur-
vegara hverju sinni. Vitan-
lega rúmar beltið ekki 90
skildi en Glímusambandið
hefur jafnan þann háttinn
á að í hvert sinn sem nýr
skjöldur er settur á beltið
þá er einn tekinn af.
Nýr geymslustaður?
Oft hefur verið rætt um
að koma beltinu fyrir í ör-
uggri geymslu, bankahólfi
eða einhverju álíka. Beltið
er jafnan í vörslu sigurveg-
ara en það kann að verða
breyting á því fljótlega.
Grettisbeltið er þaö dýr-
mætt orðið að þeim sem
vilja varðveita það á örugg-
um stað fer mjög fjölgandi.
Samkvæmt heimildum DV
hafa menn innan Glímu-
sambandsins rætt það sín í
miili að breyta geymslu-
stað beltsins. Myndi þá
beltishafi varðveita beltið í
tvo mánuði en síðan yrði
því komið fyrir á öruggum
stað. Óvíst er hvort af
þessu verður en mikill yrði
skaðinn ef beltið hyrfi einn
góðan veðurdag.
-SK
Ollum skóm stolið
frá leikmönnum Lincoln
Erfiðleikar enska 3.
deildarliðsins Lincoln
í knattspymu ríða
ekki við einteyming.
Ekki er nóg með að
liðinu gangi illa í
leikjum sínum. Liðið
er nú í neðsta sæti 3.
deildar og allt útlit
fyrir að liðið verði
utan deilda á næsta
tímabili.
Fjárhagsstaða liðs-
ins er afar slæm og
því má félagið ekki
við miklum skakka-
föllum.
Um helgina átti
Lincoln að leika gegn
Fulham í botnbar-
áttuslag 3. deildar.
Skömmu fyrir leikinn
kom í ljós að öllum
skóm leikmanna
Lincoln hafði verið
stolið, samtals 24 pör-
um. Þetta var annað
innbrotið í höfuð-
stöðvar liðsins á
þremur dögum.
„Þrátt fyrir þjófn-
aðinn erum við
lukkulegir yfir því að
þjófúrinn eða þjófam-
ir létu búningana í
friði,” sagði stjórnar-
formaður Lincoln í
gær.
-SK
Loftur í Fjölni
- ásamt sex öðrum leikmönnum
Loftiu- Ólafsson, sem lengst af lék með
Fylki í knattspyrnunni, hefur ákveðið að
ganga til liðs við 3. deildar lið Fjölnis í
Grafarvogi og mim styrkja liðið mikið.
Loftur er ekki eini nýi leikmaðurinn sem
gengið hefur til liðs við Fjölni. Þrír aðrir
Fylkismenn, Jón Þór Grímsson, Júlíus
Atlason og Runólfúr Sveinbjömsson hafa
gengið í Fjölni.
Þá hefur Bjami Gunnarsson markvörður
komið í Fjölni úr ÍR og þeir Magnús Gísla-
son og Kristinn Sæmundsson úr Fram.
Loftur Ólafsson. -SK
Kjaftshögg
kostaði 6
milljónir
J.R. Reed, leikmaður New
York Knicks í NBA-deildinni í
körfuknattleik, mun væntanlega
hugsa sig um tvisvar áður en
hann slær andstæðing sinn aft-
ur.
Reed gaf A.C. Green, leik-
manni Phoenix Suns, myndar-
legt kjaftshögg á dögunum og
fuku við það tvær tennur úr
munni Green.
Reed var dæmdur til að
greiða rúmai- 6 milljónir í sekt
og má því segja að kjaftshöggið
hafi verið dýrt. -SK
Drexler og
Kemp meiddir
Clyde Drexler í Houston og
Shawn Kemp í Seattle eru báðir
meiddir og geta ekki leikið með
liðum sínum í NBA-deildinni á
næstimni.
Ástandið er þó verra hjá
Drexler sem verður frá vegna
meiðslanna í 5-6 vikur en hann
er meiddur á hné og þarf að fara
í aðgerð. Kemp er tognaður á
ökkla. -SK
Skoska knattspyrnan um hel
Einvígi Rangers
Celtic heldur áf
Glasgow Rangers og Celtic unnu
bæði leiki sína um helgina í skosku
knattspymunni og einvígi liðanna
um meistaratitilinn verður æsilegra
með hverri umferð.
Celtic lék stórkostlega knatt-
spymu gegn Hearts sem átti aldrei
möguleika. Celtic virðist ekkert gefa
eftir í baráttunni við Rangers um
meistaratitilinn.
Úrslit um helgina:
Aberdeen-Kilmamock ..............3-0
Celtic-Hearts ...................4-0
Motherwell-Falkirk ..............1-0
Partick-Raith....................0-3
Hibemian-Rangers.................0-2
Partick-Raith...................0-3
Hibemian-Rangers................0-2
Staðan í deildinni er þessi:
Rangers 27 20 5 2 61-16 65
Celtic 28 19 8 1 53-19 65
Aberdeen 28 13 4 11 41-30 43
Hearts 28 12 4 12 42-44 40
Hibemian 27 10 6 11 36-44 36
Raith 28 10 5 13 29-39 35
Kilmamock 28 8 6 14 32-46 30
Motherwell 28 6 10 12 19-31 28
Falkirk 28 6 5 17 2442 23
Partick 28 6 5 17 18-44 23
-SK
Paul Gascoigne og félagar í Glasgow Rangers unnu Hibernian í gær og hald enn naumri forystu í skosku
úrvalsdeildinni. Gassi var kosinn leikmaður febrúarmánaðar í skoska boltanum. Símamynd Reuter