Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Page 1
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996
IÞROTTIR
Getraunir:
Enski boltinn
2tx 111 222 1211
Italski boltinn
2x1 121 121 1x11
Lottó 5/38:
1 1320 23 30 (17)
i/i/iíiiitiifiiiiiíiiiiiiiiiiiii/iii
kemur á vegum knattspyrnuskóla Bobbys Charltons og heldur tvö námskeiö með þjálfurum
Einn besti knattspymumaður
heims í dag, Frakkinn Eric Cant-
ona sem leikur með Manchester
United, kemur í óvænta heimsókn
til íslands í dag.
Hann kemur til landsins á vegum
knattspymuskóla Bobbys
Charltons sem orðinn er heims-
frægur en Bobby Charlton er einn
besti leikmaður sem Man. Utd hef-
ur eignast.
„Ég heyrði fyrst af þessu á
fimmtudag og fór þá að kanna mál-
ið. Ég fékk það síðan staðfest hjá
Cantona að hann væri á leiðinni til
landsins í dag og mundi dvelja hér
tvo daga. Cantona mun halda nám-
skeið með þjálfumm og kynna nýtt
námskeið hjá skóla Charltons með
ungum knattspymumönnum hér á
landi. Knattspymusamband íslands
mun aðstoða við þetta mál eftir því
sem þörf krefur," sagði Eggert
Magnússon, formaður Knatt-
spymusambands íslands, í samtali
við DV í gærkvöldi.
Og Eggert bætti við: „Þetta er
hvalreki fyrir íslenska knatt-
spymuáhugamenn enda á ferð einn
besti og vinsælasti knattspyrnu-
maður heims í dag. Manchester
United á fjölmarga stuðningsmenn
hér á landi og Cantona er einn vin-
sælasti leikmaður liðsins.
Milli kl. 15 og 16 mun Cantona
árita sérstaka fótbolta fyrir aðdá-
endur sina í Kringlunni, efri hæð,
við verslun Hagkaups, sem knatt-
spyrnuskóli Bobbys Charltons gef-
ur og einnig era áritaðir af Bobby
Charlton.
í kvöld verður opinn fundur með
Cantona í samkomusal ÍSÍ í Laug-
ardal. Þangað er von á mörgum
þjálfurum og Cantona mun þar
svara spumingum frá íslenskum
þjálfuram og öðram sem áhuga
hafa á unglingamálum varðandi ís-
lenska knattspymu.
Knattspymuskóli Bobbys
Charltons er mjög þekktur í Bret-
landi og ungir íslenskir knatt-
spyrnumenn hafa verið í skólanum.
Cantona er snemma á ferðinni en
vegna annríkis með Manchester
United á næstu dögum í ensku úr-
valsdeildinni og bikarúrslitaleiks-
ins þann 11. maí var ákveðið að
Cantona drifi sig til landsins í dag.
„Við hefðum viljað hafa meiri að-
draganda að þessari heimsókn en
því varð ekki við komið,“sagði Egg-
ert Magnússon, formaður KSÍ. -SK
Eric Cantona kemur til íslands í dag á vegum knattspyrnuskóla Bobbys
Charltons. Hann dvelur hér á landi fram á miðvikudag. Reuter
NM í fimleikum:
Rúnar varð
meistari á
bogahesti
- sjá bls. 26
til íslands í dag
Eric Cantona kemur
Manchester United og Liverpool leika til
úrslita í ensku bikarkeppninni - sjá bls. 22