Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 5
24 MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996 MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996 íþróttir Deildabikarinn: ívar með þrjú fyrir Blikana Úrslit á föstudag Valur-FH..................0-2 Lúövík Amarson og Davíð Ólafsson. Haukar-ÍBV................0-5 Ingi Sigurðsson 2, Steingrtmur Jó- hannesson, Bjamólfur Lámsson og Leifur Geir Hafsteinsson. Selfoss-Akranes...........0-4 Alexander Högnason, Stefán Þórðar- son 2, sjálfsmark. Víkingur-Víðtr............1-0 Sjálfsmark Bjöms Vilhelmssonar. KS-Keflavlk...............1-0 - Jón Stefánsson 1, Hlynur Jóhanns- son 2, Róbert Sigurösson 2, Guð- mundur Steinarsson 1. Leiftur-Þróttur, Nes......5-2 Úrslit á laugardag KA-HK.....................0-1 Þorvaldur Sigurbjömsson. ÍBV-Tindastóll............4-0 Friðrik Sæbjömsson, Rútur Snorra- son, Leifur Geir Hafsteinsson, Stein- grímur Jóhannesson. Skallagnmur-Bl............5-0 Sveinbjörn Ásgeirsson, Valdimar K. Sigurðsson, Sindri Grétarsson, Hiln.- ar Hákonarson, Þórhallur Jónsson. Breiðablik-KS ............6-0 ívar Sigurjónsson 3, Amar Grétars- son, Sævar Pétursson, Þórhallur Hin- riksson. Leiknir R.-Reynir S.......3-2 Steindór Elísson, Róbert Amþórsson, Heiðar Ómarsson - Grétar Hjartar- son, Jónas Jónasson. Úrslit á sunnudag Víkingur R.-Grindavik.....1-2 Ingvi Borgþórsson - Zoran Ljubicic, Milan Jankovic. Haukar-KA .................1-0 Robert Stefánsson. Selfoss-Stjarnan..........8-0 IR-TindastóU............. 2-2 Pálmi Guðmundsson, Viktor Eð- varðsson - Daviö Harðarsson, Ingvar Magnússon. Leiftur-Léttir............8-0 Matthías Sigvaldason 3, Daði Dervic 2, Sverrir Sverrisson, Baldur Bragason, Lasorik. Akranes-BÍ...............14-0 Mihajlo Bibercic 3, Bjami Guðjóns- son 2, Stefán Þóröarson 2, Ólafur Þórðarson 2, Sigursteinn Gislason, Gunnlaugur Jónsson, Jóhannes Harð- arsson, Kári Steinn Reynisson, Alex- ander Högnason. 0-7, 8-18, 16-20, 16-25, 18-30, 25-34 (27-38), 35-41, 37-72, 38-79, 54-86. Keflavík-Grindavík (27-38) 54-86 Stig Keflavíkur: Albert Óskarsson 13, Davíð Grissom 12, Elentínus Mar- geirsson 7, Dwight Stewart 6, Guðjón Skúlason 5, Jón Kr. Gíslason 3, Gunn- ar Einarsson 3, Falur Harðarson 3, Guðjón Gylfason. Stig Grindavíkur: Helgi Guðfmns- son 25, Hjörtur Harðarson 17, Rodney Dobard 12, Unndór Sigurðsson 11, Guömundur Bragason 10, Páll Vil- bergsson 4, Ámi Bjömsson 3, Brynjar Harðarson 2, Marel Guölaugsson 2, 3ja stiga körfur: Keflavík 6/21, Grindavík 8/23. Fráköst: Keftavík 35, Grindavík 40. Flest fráköst Keflavíkur: Grissom 7, Stewart 7. Flest fráköst Grindavíkur: Hjörtur 8, Dobard 7. Flestar stoðsendingar Keflavíkur: Jón Kr. 7, Guðjón 2. Flestar stoðsendingar Grindavík- ur: Hjörtur 5, Helgi 3. Varin skot: Grissom 2, Stewart 1, Sigurður 1 - Dobard 4, Marel 1. Vítanýting: Keilavík 0/0, Grindvík 34/22. Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason. Sæmilegir. Áhorfendur: Um 300. Maður leiksins: Helgi Jónas Guð- finnsson, Grindavík. Grindvíkingar jöfnuðu metin við Keflvíkinga í úrslitakeppni úrvalsdeildar: Grindvíkingar gerðu grín að Keflvíkingum - Grindavík burstaði Keflavík í Keflavík og allt getur nú gerst í einvígi liðanna DV, Suðurnesjum: Grindvíkingar sýndu styrk sinn þegar þeir gjörsigruðu slakt lið Keflavíkur, 54-86, í öðrum leik liðanna í úrslitum mótsins. Aldrei hefur lið Keflvíkinga fengið annan eins skell á heimavelli. Sigur Grindvíkinga var sanngjam og miklu meira en það. Þeir voru betri á öllum sviðum körfuboltans. Niðurlæging Keflvíkinga er mikil eftir þennan skell á sínum eigin heimavelli og pressan er á þeim fyrir næsta leik. Þeir verða að vinna aftur hug stuðningsmanna sinna og annarra landsmanna sem hafa haft mikla trú á liðinu. Það sem helst bar til tíðinda í leiknum var að Keflvíkingar fengu ekki eitt einasta vítaskot í leiknum og þarf að leita langt aftur til að finna lið sem spilað hefur í úrslitum án þess að fá eitt einasta vítaskot í leiknum. Á meðan fengu Grindvíkingar 34 vítaskot og skoruðu 22 stig úr þeim. Það sást greinilega hvert stefndi í upphafi leiksins. Grindvíkingar voru grimmari í öllum sínum aðgerðum og voru Keflvíkingar sem áhorfendur langtímum saman. Grindvíkingar spiluðu stórkostlega í vörn og sókn og voru minnstu leikmenn liðsins að hirða fráköstin hvað eftir annað á meðan leikmenn Keflvikinga voru á hælunum. Var eins og skórnir þeirra væru límdir við gólfið. Grindvíkingar náðu að stöðva skyttur Keflvíkinga með vel útfærðum varnarleik eins og hann gerist bestur. Sóknarnýting Keflvíkinga var aðeins 32%. Grindvíkingar náðu eimfaldlega að loka öllum leiðum að körfunni með öflugum vamarleik. Grindvíkingar voru óhræddir við að keyra inn í varnarvegg Keflvíkinga og upp að körfunni og langtímum saman var eina úrræði Keflvíkinga að brjóta á þeim. í upphafi seinni hálfleiks átti Keflavík smávon en það stóð ekki lengi þvi Grindvíkingar fór á kostum og skoruðu 31 stig á móti 2. Á lokamínútunni voru stuðningsmenn Keflvíkinga famir að naga á sér neglurnar því liðið náði rétt að skríða yfir 50 stiga múrinn. Einu leikmennirnir í liði Keflvíkinga sem eiga hrós skilið em ungu strákarnir, þeir Elentínus Margeirsson, Guðjón Gylfason og Gimnar Einarsson. Hjá Grindavík var liðsheildin stórkostleg. Helgi Guðfinnsson var stórkostlegur og Hjörtur Harðarson, Guðmundur Bragason og Dobard voru frábærir. Unndór Sigurðsson og Marel Guðlaugsson komust vel frá sínu. Það setti svip sinn á þennan leik hve fáir áhorfendur mættu á leikinn. Aðeins 300 manns komu en forráðamenn liðanna telja að tímasetning hafi ekki hentað vegna fermingaveislna. Þeir hefðu viljað hafa leikinn klukkan 20. Talið er að tekjumissirinn hafi numið 300 þúsund krónum. -ÆMK Vorum ekki tilbúnir - sagði Sigurður Ingimundarson „Við vorum tæpast tilbúnir í leikinn, hvemig sem á því stendur. Þetta var hvorki vanmat eðné að við höfum verið sigurvissir. það gekk hvoiki né rak. Sóknin og vörnin var afleit og þeir voru að finna alltof mörg sóknarfráköst. Því er ekki að neita að þetta er áfall, sérstaklega vegna þess að við vorum að leika á heimavelli. það má segja að við höfum verið heppnir að fara yfir 50 stiga múrinn. Það sjá allir að það er svakalega lélegt. Við verðum snöggir að jafna okkur og mætum tilbúnir í næsta leik, sagði Sigurður Ingimundarson, fyrirliði Keflvíkinga, eftir leikinn. Jón Kr. Gíslason sagði eftir leikinn að þetta hefði verið það lélegasta sem hann hefði lent í á ferlinum. A byrjunarreit „Við voram staðráönir í að vera ekki 2-0 undir. Við mættum tilbúnir i þennan leik og vorum staðráðnir í að gera okkar besta. Vömin var frábær.við fengum góð skot í sóknunum og voram þolinmóöir. Mig grunaði alltaf að þeir væra hálf sigurvissir. Nú er bara að gera okkur klára fyrir næsta leik. Við eram komnir á byrj- unarreit aftur og kemur ekki annað til mála en að vinna næsta leik á heimavelli," sagði Guðmimdur Bragason. Hann sagði við félaga sína fyrir leikinn að hann myndi vinnast. Þeir spurðu af hverju hann væri svona sigurviss. „Minn maður er mættur á leikinn," sagði hann og átti þar við Ólaf Ragnar Grimsson. Einbeittari til leiks „Það hefur sýnt sig í gegnum árin í úrslitakeppninni að liðin eru að vinna ýmsa stórsigra á víxl. Málið er að maður fær bara einn vinning hvað sem sigurinn er stór. Við ætlum að halda okkur á jörðinni eftir þennan sigur. Við komum einbeittari til leiks. Við lékum góða vöm og það gerðum við einnig í fyrsta leiknum en þá fylgdi sóknin ekki með. Það gerði hún í þessum leik og árangurinn lét ekki á sér standa. Menn eiga hrós skilið. fyrir góða frammistöðu. Við lögðum það upp fyrir leikinn að vera meira í skotmönnunum. Þannig að þeir fengu ekki frí skot. Þá lagði ég upp úr því að vera með sjálfum okkur í sókninni en það atriði klikkaði heima í fyrsta leiknum." Davíð Grissom komst lítið áleiðis gegn Grindvíik í gær. Helgi Jónas Guðfinnsson, til hægri á myndinni, skoraði 25 stig fyrir Grindavík og átti stórleik. + 25 Iþróttir - Þrefaldir meistarar í vetur Uumínwbitír- V j SgftnrÍíUMf&A ' v'" 1 í;: Wm ,i i f| fjlf W áW*1 fl| m m Lf , Lið Keflavíkur sem tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna í Hagaskóla í gærkvöldi. Liðið var vel að sigrinum komið og sýndi það og sannaði gegn KR í gærkvöldi að þar fer besta kvennalið landsins í dag. - DV-mynd JAK Keflavík þrefaldur meistari í körfuknattleik kvenna: Keflavíkurstúlkur ennþá langbestar - Keflavík íslandsmeistari í kvennakörfuknattleik eftir stórsigur gegn KR Keflavíkurstúlkur sýndu það og sönnuðu í Hagaskóla í gærkvöldi að þær eru með langbesta kvennalið landsins í körfuknattleik. Þá sóttu þær KR-inga heim í Hagaskóla í íjórða leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og sigruðu með 33 stiga mun, 37-70. Keflavíkurstúlkur, höfðu augljós- lega ekki fengið sér sama morgun- matinn og félagar þeirra í karlalið- inu því þær gerðu út um leikinn strax á fyrstu 10 mínútunum. Þá skoraðu þær 19 stig án þess að KR- stúlkum tækist að svara fyrir sig. Keflvíkingar léku mjög grimman varnarleik, skiptu ört úr svæðis- vöm í pressuvöm, unnu boltann mikið í vörninni og skorðuðu úr hraðaupphlaupum. KR-ingar töpuðu boltanum alls 21 sinni í fyrri hátfleik og hittu aðeins úr fimm skotum. En þegar þær loksins skoruðu á 11! mínútu hálf- leiksins náðu þær að halda í við Keflvíkingana án þess þó að ná yfir- höndinni nokkurn tíma. Síðari hálfleikur var, líkt og sá fyrri, alfarið i eigu Keflvikinga. Varnarleikur þeirra var frábær, sóknarlotumar hnitmiðaðar og snarpar og yfirburðir þeirra á vell- inum algjörir. Allir 10 leikmenn liðsins voru rétt stemmdir, gáfu ekki fet eftir og uppskáru eins og til var sáð. Þre- faldir meistarar í vetur, bikarmeist- arar, deildarbikarmeistarar og nú íslandsmeistarar. Að öðrum leikmönnum Keflavík- urliðsins ólöstuðum er Anna María Sveinsdóttir fyrirliði besti leikmað- ur þeirra. Hún er agaður leikmað- ur með mikla reynslu og hvetur liðsmenn sína áfram öllum stund- um. Varnarleikur hennar er frábær og fáir leikmenn era eins hittnir og hún. Þá hefur Veronica Cook, sem kom til Keflavíkur um mitt mót, fallið mjög vel inn í frábæra liðs- heild Keflavíkurliðsins. Veronica og Erla Reynisdóttir voru stigahæstar Keflvíkinga i gær, skoruðu sín 18 stigin hvor og Anna María skoraði 11 stig. KR-ingar vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst og dap- urlegt er fyrir þær að ljúka íslands- mótinu með þessum leik. Lykilleik- menn eins og Guðbjörg Norðfjörð, María Guðmundsdóttir og Helga Þorvaldsdóttir fundu sig engan veg- inn og skoruðu þessar þrjár samtals 9 stig. Majenica Rupe varð lang- stigahæst með 14 stig og Georgia Kristiansen skoraði 8 stig. -ih „Átti von á sigri“ „Við erum lang- bestar. Þetta var brösugt í upphafi móts en eftir að Ver- onica kom til okkar fór þetta að smella. Við mættum tilbún- ar í þennan leik, sýndum það að við værum bestar og þetta var aldrei spurning,” sagði Anna María Sveins- dóttir, fyrirliði Kefla- víkur „Ég átti von á því að við myndum vinna þetta allt í vet- ur. Við lékum mjög illa í síðasta leik- hluta í Keflavík og vorum staðráðin í að laga það. Þessi leik- ur var einn okkar besti leikur í vetur og það má segja að hann hafi verið mjög keflvískur,” sagði Sigurður Ingimund- arson, þjálfari Kefla- víkur, kampakátur í leikslok. „Mjög fúlt að tapa“ „Það vai- mjög fúlt að tapa þessu svona en við fundum okkur ekki í byrjun leiksins og það er eins og okkur hafi fundist við hafa gert nóg með því að vinna þær í Keflavík á fostudaginn,“ sagði Guðbjörg Norð- fjörð, leikmaður KR, í leikslok. „Maður hefði haldið að við kæmum brjálaðar í þennan leik en okkur skorti sigurviljann sem þær virtust hafa. Þær hafa reynsluna í því að vinna i svona úrslitaleikjum og það kom þeim til góða í þessum leik. Þær léku mjög góða vörn, sérstaklega í svæðisvöminni sem við höfum átt í erfiðleikum með. En það er engin afsökun fyrir okkur. Þetta er spuming um það hvort liðið vill sigra og þær höfðu greinilega meiri sig- urvilja heldur en við í dag,” sagði Guðbjörg Noröfjörð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.