Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1996, Blaðsíða 5
24 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1996 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1996 25 íþróttir Bandaríska meistaramótið í golfi: - og vann ótrúlegan sigur á Norman Nick Faldo frá Bretlandi vann glæsilegan sigur á bandaríska meist- aramótinu í golfi en mótinu iauk í þann mund er DV fór í prentun í nótt. Greg Norman frá Ástraliu haföi sex högga forskot á Faldo fyrir síð- asta keppnisdaginn i gær en þá fór allt úrskeiðis hjá Norman og Faldo svaraði með stórkostlegu golfi. Faldo lék lokahringinn á 67 höggum en Greg Norman á 78 höggum. Faldo vann því með fimm högga mun og sveiflan var ótrúleg frá þriðja degi. Lokahringinn í einvígi Faldos og Normans vann Faldo þvi með 11 högga mun sem eru hreint ótrúlegar tölur. Eftir fyrri níu holurnar í gær hafði Faldo unnuð upp fjögur högg á Norman sem haföi þá aðeins tveggja högga forystu. Þegar seinni holurnar níu voru hálfnaðar hafði Faldo nða tveggja högga forskoti og eftir það var ekki aftur snúið. Faldo sigraði á bandariska meist- aramótinu 1989 og 1991 en Greg Norman hefur aldrei sigrað á mótinu og aldrei á stórmóti í Bandaríkjun- um. Oft hefur hann verið ótrúlega nálægt því að sigra og oft hefur hann tapað í bráðabana en líklega hefur hann aldrei glutrað niður jafn gullnu tækifæri á sigri og í gær. Norman hafði nokkra yfirburði á mótinu til að byrja með og eini kylfingurinn sem veitti Norman ein- hverja keppni að ráði var Bretinn Nick Faldo. Norman gaf tóninn strax á fyrsta degi er hann jafhaði vallarmetið á Augusta vellinum og lék á 63 högg- um. Hreint stórkostleg frammistaða og ljóst að „Hvíti hákarlinn" var staðráðinn í að láta aö sér kveða á mótinu. Eftir tvo daga var enn frek- ar ljóst hvert stefndi. Norman lék annan hringinn á 69 höggum og enn var Faldo ekki langt undan, lék á 67 höggum og nú munaði fjórum högg- um á Norman og Faldo. Gott forskot fyrir síðasta daginn Greg Norman átti í töluverðum vandræðum á þriðja keppnisdegi og lék þá ekki nægilega vel. Það sem bjargaði honum var að Nick Faldo var að leika mjög illa og þegar upp var staðið munaði sex höggum á Norman og Faldo, Norman í vfi. Strax í upphafi lokahringsins í gær átti Norman í mestu erfiðleik- um. Hann byrjaði á fyrstu holu á að senda teighögg sitt út i skóg og það voru sérstaklega löngu höggin sem fóru úrskeiðis hjá Ástralíumannin- um í gær. Á fyrri níu holunum á lokahringnum missti Norman af sex Nick Faldo var á hælunum á Greg Norman, sem hér sést, svo að segja allt bandaríska meistaramótið. A lokakaflanum gaf Norman eftir og varð að játa sig sigraðan. Símamynd Reuter r'l'Víf' " Nick Faldo lék stórkostlegt golf í gær og náði að vinna ótrúlegan sigur á Greg Norman og vinna upp sex högga forskot hans og raunar gott betur. Simamynd Reuter flötum og átti í miklu basli. Á meðan lék Nick Faldo mjög gott golf og á fyrri níu holunum náði Faldo að klípa fjögur högg af forskoti Normans. Faldo á 12 höggum undir pari og 5 á undan Norman Nick Faldo lék á 276 höggum, 12 höggum undir parinu á holunum 72. Greg Norman varð annar á 281 höggi, 7 höggum undir pari. Hinn bráðefnilegi Bandaríkjamaður, Phil Mickelson varð þriðji á 282 höggum, 6 undir pari og í fjórða sæti hafnaði Duffy Waldorf frá Bandaríkjunum sem lék á 284 höggum. Árangur Phils Mickelsons á mót- inu er athyglisverður en hann er af mörgum talinn efnilegasti kylfingur- inn i dag og búast margir við að þar sé Nicklaus framtíðarinnar á ferð- inni. -SK Það gekk ekkert upp hjá Greg Norman í gær og hann var allt annað en ánægður með gang mála. Símamynd Reuter Margir góðir féllu úr keppninni Margir heimsþekktir kylfingar í fremstu röð máttu taka saman sett sín og hætta keppni eftir 36 holur á US Masters þegar kepp- endum var fækkað um helming. 146 högg gáfu rétt til að halda áfram. Þeir sem „slefuðu“ inn voru meðal annarra Spánverjinn Severiano Ballesteros, Nick Price frá Zimbabwe og Bretinn Colin Montgomerie. Á meðal þeirra þekktustu sem duttu út eftir 36 holur voru Tom Watson, Bandarikjunum, sem lék á 147 höggum og landi hans, Fuzzy Zöller, sem einnig var á 147 höggum. Hal Sutton og Gurtis Strange komust ekki áfram á 148 höggum og heldur ekki þeir Sandy Lyle á 149, Gary Player 149, Payne Stewart 150, Arnold Palmer 150, Sam Torrance 151, Ben Crens- haw, sigurvegarinn frá í fyrra, á 151, Tom Kite 152, Costantino Rocca 153, Ian Baker-Finch 157 og Mark McCumber á 160 höggum. Tveir öldungar á sextugsaldri, Jack Nicklaus og Raymond Floyd, léku mjög gott golf fyrri hluta keppninnar en gáfu eftir í lokin. Þrátt fyrir það geta þeir vel við sína frammistöðu unað. 44 kylfingar af 88 komust áfram. Nicklaus lék samtals á 297 höggum, 9 höggum yfir pari vall- arins og Raymond Floyd var á 292 höggum, 4 yfir parinu. -SK íþróttir Frábær sigur á Japansmótinu - íslendingar unnu alla leikina og Norðmenn í úrslitum, 29-24 íslenska landsliðið í handknatt- leik bar sigur úr býtum á Japans- mótinu sem lauk í borginni Kumamoto í gær. íslendingar mættu Norðmönnum í úrslitaleik mótsins og sigruðu nokkuð örugg- lega, 29-24, og unnu þar með alla leiki sína i mótinu.* Mjög góð stígandi var í leikjum liðsins og lék það sérstaklega vel í þeim síðustu tveimur. Þetta er í annað skiptið sem Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari stýrir liðinu til sig- urs á alþjóðlegu móti en það fyrra var i Austurríki í fyrra. Frábær síðari hálfleikur gegn Norðmönnum Úrslitaleikurinn gegn Norðmönn- um í gær var lengstum jafn í fyrri hálfleik en upp úr miðjum síðari hálfleik skildi leiðir og íslenska lið- ið tók leikinn í sínar hendur. Stað- an breyttist úr 20-18 í 25-18 og þá gáfust Norðmenn upp og aðeins var spurning hversu stór sigur íslend- inga yrði. Patrekur Jóhannesson átti skín- andi leik gegn Norðmönnum og áttu þeir í miklum erfiðleikum með hann. Islenska liðið lék mjög agað- an leik og kom það mörgúm á óvart hve Norðmenn voru auðveld bráð. Leikir þjóðanna hafa verið mjög jafnir hin síðari ár en í þetta skipt- ið sýndu íslendingar klærnar og unnu sannfærandi sigur. Það var öðru fremur mjög beittur sóknar- leikur sem lagði grunninn að sigri- unum. Góður sigur á Kóreumönn- um íslendingar unnu Suður-Kóreu á laugardag, 27-24, en í hálfleik hafði íslenska liðið fjögurra marka for- ystu, 15-11. S-Kóreumenn náðu um tíma fimm marka forystu í fyrri hálfleik en tókst með mikilli baráttu að vinna þann mun upp. „Lékum betur þegar á mótið leið“ „Við sögðum það fyrir mótið að við færum þangað til að vinna leik- ina. Það gekk eftir og ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Við lékum betur þegar á mótið leið en í fyrstu leikjunum sýndi liðið þreytu- merki eftir erfitt ferðalag hingað. Ég notaði meirihluta leikmanna í mótinu, þá léttari gegn Kóreu og hvíldi ég til að mynda Patrek í þeim leik. Patrekur kom síðan mjög beittur inn í leikinn gegn Noreg. Sóknin var mjög beitt í leiknum gegn Norð- mönnum en sóknarnýtingin var 68% sem gerist varla betra,“ sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari í samtali við DV eftir verðlaunaaf- hendingu í gær. Með mjög góðan hóp í höndunum „Ég er með mjög góðan hóp í höndunum að mínu mati og það rík- ir þægilegur andi í honum. Liðið er að leika kannski bétur en ég átti von á enda var undirbúningur ekki mikill. Farið var beint út eftir að úr- slitakeppninni lauk og því gafst lít- ill tími til undirbúnings. Sóknin stóð upp úr og vörnin var alveg þokkalega á köflum. Við beittum mest 6-0 vörn en fórum út í 5-1 á móti Norðmönnum. Það sýndi sig glöggt að liðið get- ur leikið sterkan varnarleik ef svo ber undir. Þessi sigur gefur okkur örugglega byr í seglin og ég er bjart- sýnn á framhaldið. Ýmsir hlutir verða fínpússaðir með meiri æfing- um. það er skemmtilegt verkefni sem við eigum fyrir höndum,“ sagði Þorbjörn Jensson að lokum í sam- talinu við DV. Mörk íslands í leiknum gegn S- Kóreu: Valdimar Grímsson 7, Ólaf- ur Stefánsson 5, Róbert Sighvatsson 4, Davíð Ólafsson 3, Dagur Sigurðs- son 3, Júlíus Jónasson 3, Sigurður Bjarnason 2. Mörkin gegn Noreg: Patrekur Jó- hannesson 8, Ólafur Stefánsson 5, Dagur Sigurðsson 3, Björgvin Björg- vinsson 3, Sigurður Bjarnason 3, Júlíus Jónasson 2, Valdimar Gríms- son 1. Simen Muffentangen var marka- hæstur Norðmanna með 9 mörk. Suður-Kóreumenn lentu í þriðja sætinu Suður-Kóreumenn lentu í þriðja sæti eftir sigur á Bandaríkjamönn- um, 28-24. Hvíta-Rússland vann Jap- an um fimmta sætið, 24-23. Kínverj- ar höfnuðu í sjöunda sæti eftir sig- ur á Áströlum, 28-19. -JKS 620 þúsund í verðlaun Fyrstu verðlaun í Japansmótinu í Kumamoto námu alls 620 þúsundum íslenskra króna eða einni milljón jena. Þessir peningar koma sér örugg- lega vel fyrir HSÍ sem ekki stendur of vel fjárhagslega um þessar mund- ir. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari sagði í samtali við DV að þessi pen- ingaverðlaun kæmu sér vel og gerðu liðinu kleift að fara til Sviss í sum- ar til aö leika tvo leiki við heimamenn. Þorbjörn lítur á leikina við Sviss sem mikilvægan undirbúning fyrir verkefnið í haust. -JKS Sigurður kosinn bestur Sigurður Bjarnason, landsliðsmaður í handknattleik, var í lok Japans- mótsins kosinn besti leikmaður keppninnar. Ólafur Stefánsson var kos- inn besti maður íslenska liðsins og Þorbjörn Jensson besti þjálfari. Þorbjörn sagði að Sigurður og Ólafur hefðu verið vel að þessum til- nefningum komnir. Sigurður hefði leikið í nokkrum stöðum i mótinu og nefndinni því fundist*Sigurður íslenska liðinu mjög mikilvægur sem hann og var. -JKS Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er ánægður með árangur íslenska landsliðsins í Japan. Þorbjörn fékk nákvæmlega engan tíma til undirbúnings með liðið fyrir mótið og það gerir árangur íslenska liðsins enn glæsilegri. DV-mynd GS Knattspyrna: Pétur með mark fyrir Hammarby í bikarnum Pétur Marteinsson hefur verið að gera mjög góða hluti með sænska liðinu Hammarby í sænsku knattspyrnunni að und- anfórnu. Lið Hammarby er komið í undanúrslit sænsku bikarkeppn- innar og mætir þar AIK í 4- liða úrslitun- um. Pétur og férlgar léku fyrir helgina gegn Sylvia í 8-liöa úrslit- unum og unnu 0-3. Pétur skoraði þá eitt marka Hammarby. Pétur virðist búinn að tryggja sér fast sæti í liðið Hammarby og vera í mikilli framför sem knattspyrnumaður. Á næstu vik- um kemur í ljós hvort Hammar- by tekst að komast í úrslit sænsku bikarkeppninnar. -SK Pétur Marteinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.