Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Page 2
22
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996
Iþróttir
utra
BWU96lI±
Einkunnagjöfm
Reuter fréttastofan gefur öUum
leikmönnum í Evrópukeppninni
einkunn fyrir frammistööuna og
einkunnir leikmanna í opnunar-
leiknum voru þanníg hjá Reuter
(mest hægt að fá 10 og minnst 1):
England
David Seaman ................7
Gary NewiUe .................5
Tony Adams...................6
Gareth Southgate ............6
Stuart Pearce ...............5
Paul Ince ...................6
Darren Anderton .............4
Paul Gascoigne...............7
Steve McManaman..............7
Alan Shearer ................7
Teddy Sheringham.............6
Samtals.....................66
Sviss
Marco Pascolo ...............7
Sebastian Jeanneret..........6
Alain Geiger.................6
Ramon Vega...................5
Stephane Henchoz.............7
Yvan Quentin.................7
Christophe Bonvin............7
Ciriaco Sforza...............7
Johann Vogel.................8
Kubilay Turkilmaz............8
Marco Grassi ................7
Samtals.....................75
Baulað á
enska liðið
Áhorfendur á Wembley voru
76.567 á opnunarleik Englend-
inga og þeir fóru ekki kátir af
leikveUi.
Lengst af bauluðu stuðnings-
menn enska liðsins á sína menn
og voru allt annað en ánægðir
meö gang mála.
-SK
Bullurnar
voru rólegar
Lögreglan í London var í sjö-
unda himni á laugardagskvöldið.
Ástæðan var sú, að enskar fót-
boltabullur höfðu afar hægt um
sig og gríöarlegt öryggiskerfi lög-
regiunnar virkaði eins og tU var
ætlast. Aðeins 23 voru handtekn-
ir, 15 Englendingar og afgangur-
inn Þjóðverjar og Svisslendingar.
Ástæður fyrir handtökunum
voru drykkjulæti og verslun með
falsaða og ólöglega miða.
-SK
Skotar fá ekki
að mæta með
sekkjapípur
Þótt ótrúlegt megi viröast
verður áhangendum skoska
landsliðsins ekki leyft aö mæta
með sekkjapípur sinar á leikina
á EM.
Það er enn ótrúlegra að sekkja-
pípurnar hafa verið settar á lista
með hættulegum vopnum.
Alþjóöa knattspymusamband-
iö hefur ákveðið að sekkjapípur
séu á meðal þeirra hluta sem
ekkert hafi með knattspyrnu að
gera og því eru þær ekki leyfðar
á knattspyrnuvöllum. Eftir þess-
um stórbrotnu reglum FIFA
verða enskir mótshaldarar að
fara.
Þeir áhorfendur sem gerast
svo djarfir að mæta meö sekkja-
pípurnar á leikina verða aö setja
þær í geymslu við innganginn.
Að öðrum kosti verða Skotamir
að greiða háa sekt og þá væntan-
lega fyrir ólöglegan vopnaburð.
-SK
Englendingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Svisslendingum í opnunarleik Evrópukeppninnar á laugardag. Hér sést Svisslendingurinn
Kubilay Turkilmaz skora jöfnunarmark Svisslendinga úr vítaspyrnu á 83. mínútu. David Seaman, markvörður Englands, fer í öfugt horn. Símamynd Reuter
„Var ekki óstyrkur“
- sagöi Kubilay Turkilmaz
„Ég var alls ekki taugaóstyrkur
þegar ég tók vítaspyrnuna. Markið
virtist stærra en ég hélt. Það var
afrek að ná jafntefli gegn Englandi
á þeirra heimavelli en sanit ekki
nægilega gott af okkar hálfu,“
sagði Kubilay Turkilmaz, sem
jafnaði metin fyrir Sviss gegn
Englandi.
„Ég er það heiðarlegur að ég
viðurkenni að boltinn fór í hönd-
ina á mér en ég sló hann ekki með
hendinni. Boltinn fór í höndina á
mér,“ sagði Stuart Pearce eftir
leikinn en vítaspyrnan var dæmd
á hann. -SK
„Þurfti óþreytta mennM
- sagöi Terry Venables
Innáskiptingar Terrys Venables, landsliðsþjálfara Englendinga, gegn
Sviss komu mörgum mjög á óvart og virtust vanhugsaðar í meira lagi.
Var greinilegt að Venables var ekki í meira jafnvægi en leikmenn hans.
.Venables tók Paul Gascoigne, Darren Anderton og Steve McManaman
af leikvelli og það var sérstaklega sú ákvörðun Venables að taka
McManaman út af sem var gagnrýnd enda haföi hann verið með bestu
mönnum enska liðsins í leiknum. „Mínir menn voru þreyttir og við þurft-
um að fá óþreytta leikmenn inn í leikinn," var það eina sem Venables
vildi segja um innáskiptingarnar. -SK
Hroðaleg byrjun Englendinga í úrslitakeppni Evrópukeppninnar:
Enska liðið hefur ekki
unnið leik síðan 1980
- enska liðið á hælunum og marði jafnteíli gegn Sviss, 1-1
Eini ljósi punkturinn í
leik Englendinga og Sviss-
lendinga í opnunarleik Evr-
ópukeppninnar var að Alan
Shearer skoraði loksins
mark fyrir enska landsliðið.
Þetta var fyrsta landsliðs-
mark hans í 12 leikjum en
hann skoraði síðast í leik
gegn Bandaríkjunum í sept-
ember árið 1994. Tur-
kyilmaz skoraði jöfnunar-
mark Sviss úr vítaspyrnu.
Leikurinn var afar slakur
og 1-1 jafnteíli sanngjörn
úrslit. Alla vega átti enska
liðið alls ekki skilið að
sigra. Leikmenn liðsins
náðu sér engan veginn á
strik og vinna ekki leik í
keppninni leiki þeir ekki
betur en gegn Sviss..
Og guð hjálpi Terry
Venables. Hann valdi Tony
Adams í vörnina og í ljós
kom að gagnrýnendur
þeirrar ákvörðunar höfðu
rétt fyrir sér. Adams gat
varla hreyft sig og lék illa.
„Við áttum að vinna“
„Við áttum að vinna
þennan leik. Við áttum að
skora tvívegis í síðari hálf-
leik,“ sagði Artur Jorge,
þjálfari Sviss, eftir leikinn.
„Jafntefli er ekki mjög
góð úrslit en þó nægUega
góð fyrir okkur.“
Um vítaspyrnuna sem
dæmd var og Svisslending-
ar jöfnuðu úr sagði Jorge:
„Mér sýndist ensku leik-
mennirnir ekki mótmæla
henni kröftuglega."
„Mjög þreyttir“
Terry Venables, þjálfari
enska liðsins, var ekki kát-
ur 1 leikslok enda lítið til að
gleðjast yfir:
„Mínir menn virtust vera
mjög þreyttir. Við gáfum
þeim alltof mikið svæði eft-
ir á miðjunni og því fór sem
fór,“ sagði Venables.
Enska landsliðið hefur
ekki enn unnið leik í úr-
slitakeppni Evrópukeppn-
innar síðan 1980 en þá sigr-
aði England lið Spánar, 2-1,
í Napólí.
Og Svisslendingar hafa
aldrei unnið enska liðið á
heimaveUi Englendinga.
Ótrúleg
Þrátt fyrir slæma frammistöðu
enska liðsins gegn því svissneska
í opnunarleik Evrópukeppninnar
voru ensku blöðin furðulega róleg
í umsögnum sínum um leikinn. .
Bæði Sunday Times og Sunday
Telegraph sögðu að laugardagur-
inn hefði byrjað vel en endað Ula.
í Sunday Telegraph birtist opnu-
mynd af Alan Shearer að fagna
marki sínu enda hafa blöðin ekki
fengið tækifæri til að birta slíkar
myndir síðan í september 1994.
News of the World tekur enska
varkárni
liðið í-bakariið og blaðið taldi leik
enska liðsins algjört hneyksli.
ÖU ensku blöðin eru sammála
um að opnunarhátíðin hafi verið
stórglæsUeg en það sama verði
ekki sagt um frammistöðu enska
liðsins.
ÖU segja blöðin að möguleikinn
á að enska liðið vinni keppnina sé
þó enn fyrir hendi.
í HM 1966 þegar England varð
heimsmeistari hafi jafntefli orðið í
fyrsta leik.
-SK
Sauðir á Wembley
ítölsku blöðin vanda Englend-
ingum ekki kveðjurnar eftir leik
Englands og Sviss.
ítalskir blaðamenn kaUa ekki
allt ömmu sína og í sumum
ítölsku blöðunum var sagt að leik-
menn enska liðsins hefðu verið
eins og sauðir inni á vellinum
gegn Sviss.
Eitt blaðið sagði: „Enska liðið
er gamalt og leikur sömu gömlu
knattspyrnuna. Það er ekkert var-
ið í þetta lið þrátt fyrir skrautleg-
ar yfirlýsingar í Englandi.
í La Stampa stóð eftirfarandi:
„Þegar Englendingar gátu eitt-
hvað í knattspyrnu tók það heila
klukkustund fyrir syngjandi og
ánægða áhorfendur á Wembley að
tæma vöUinn. Eftir leik Englend-
inga gegn Sviss á laugardag var
völlurinn tómur eftir aðeins fimm
mínútur."
La Repubblica sagði: „Þetta var
ljótur leikur. Enska liðið er mjög
slæmt og getur tapað fyrir hvaða
liði sem er í keppninni.“
-SK