Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996 23 DV Þjóðverjar verðaí allra fremstu röð - Þýskaland vann Tékkland. Jafnt hjá Spáni og Búlgaríu og Danmörk vann Portúgal Þjóöverjar sýndu mjög góðan leik er þeir sigruðu Tékklendinga í úr- slitakeppni Evrópukeppninnar, 2-0. Það er greinilegt að Þjóðverjar verða í allra fremstu röð á mótinu þegar upp verður staðið í lok júní. Bakvörðurinn Christian Ziege skoraði fyrra markið og Andy Möll- er það síðara og var það ekki síður glæsilegt. Þjóðverjar urðu hins vegar fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik er Júrgen Kohler var borinn meiddur af leikvelli og leikur hann líklega ekki meira með þýska liðinu í keppninni. „Ég vona svo sannarlega að þetta hafi ekki verið síðasti leikur hans. Ég vonast eftir að hann geti leikið meira með okkur en það er óvíst. Jákvæðu fréttirnar eru þær að hann þarf ekki að gangast undir uppskurð,“ sagði Berti Vogts, þjálf- ari þjóðverja. „Þetta er auðvitað mikið áfall því Kohler er líklega besti vamarmaðurinn í allri keppn- inni,“ sagði Vogts enn fremur. Óheppnir Búlgarar Lið Búlgaríu var mjög óheppið að sigra ekki slakt lið Spánverja en leik liðanna lauk með jafntefli, 1-1. Þrátt fyrir mjög fjörugan fyrri hálfleik var ekkert mark skorað en í þeim síöari fóru hlutirnir að ger- ast. Hristo Stoichkov skoraði fyrir Búlgaríu á 65. mínútu úr vítaspymu og síðan var dæmt af mark sem hann skoraði. Línuvörður áleit hann rangstæðan. Svo var alls ekki og um mikil mistök að ræða hjá línuverðinum. Smátt og smátt fóm Spánverjar að láta til sín taka og þeir jöfhuðu metin með miklu heppnismarki. Sergi Barjuan skaut þá föstu skoti í félaga sinn á markteignum og knött- urinn þaut af honum í netið. Þá hafði einum leikmanni Búlgaríu verið vikið af leikvelli og síðar fór einn Spánverjinn sömu leið. Lið Búlgaríu kom nokkuð á óvart í þessum leik og getur náð mjög langt í keppninni. Stoichkov var stórhættulegur allan leikinn, en endaiaust rövl í dómara leiksins setti slæman blett á annars góðan leik hans. Lið Spánar olli vonbrigð- um og liðið verður að leika mun betur en í þessum leik ef Spánn á að ná langt 1 þessu móti. Evrópumeistarar Dana náðu öðru stiginu Evrópumeistarar Dana eiga erfitt mót fyrir höndum og koma líklega ekki til með að verja titilinn. Allt getur þó gerst. Brian Laudrup kom Dönum yfir á 21. mínútu gegn Portúgal með glæsilegu marki eftir flottan einleik. Laudrup var sá leikmaður á EM í gær sem sýndi skemmtilegust tilþrif. Skemmtilegt lið Portúgals fór að sýna klæmar eftir mark Dana og lengi áttu meistaramir í vök að verjaát. Peter Schmeichel varði hvað eftir annað meistaralega og bjargaði því sem bjargað varð. Sýndi hann og sannaði enn einu sinni að hann er besti markvörður heims í dag. Schmeichel kom þó ekki í veg fyrir jöfnunarmark Portúgala á 53. mínútu er Sa Pinto skallaði knöttinn í mark Dana á glæsifegan hátt. -SK Bíira 96ó% Erz&IauruI Einkunnagjöfm Þýskaland Andreas Köpke 7 Stefan Reuter 6 ' Thomas Helmer 6 Matthias Sammer 7 Jiirgen Kohler 6 Andreas Möller 8 Thomas Hessler 7 Christian Ziege 8 Dieter Eilts 7 Fredi Bobic 7 Stefan Kuntz 6 Samtals 75 Tékkland Petr Kouba 6 Jan Suchoparek 8 Miroslav Kadlec 6 Michal Hornak 6 Radek Latal 5 Pavel Nedved 6 Jiri Nemec 6 Karel Poborsky 6 Martin Frvdek 5 Radek Bejbl 7 Pavel Kuka 6 Samtals 67 Einkunnagjöfín Danmörk Peter Schmeichel 10 Thomas Helveg 7 Marc Rieper 7 Jes Hogh 7 Jens Risager 6 Brian Steen-Nielsen . ... 6 Henrik Larsen 7 Claus Thomsen 7 Michael Laudrup 8 Brian Laudrup 9 Mikkel Beck 7 Samtals 81 Portúgal Vitor Baia 7 Paulinlio Santos 7 Femando Couto 8 Helder 7 Dimas 7 Oceano 6 Figo 7 Paulo Sousa 7 Rui Costa 9 Joao Pinto 8 Sa Pinto 9 Samtals 82 Peter Schmeichel er fyrsti leik- maðurinn til aö fá 10 á EM. Andy Mölier lék mjög vel með Þjóðverjum gegn Tékklendingum í gær og skoraði annað mark þýska liðsins. Hér fagnar hann markinu sem var mjög glæsilegt. Símamynd Reuter „Ég sá engan ffisk" Menn gera ýmislegt til að drepa tímann í tauga- spennu fyrir leikina á EM. Fyrirliði franska landsliðs- ins, Didier Deschamps, lét til leiðast í gær og fór tii laxveiða í ánni North Tyne River, sem er skammt frá hóteli því sem Frakkar búa á. Fyrirliðanum var boðiö i veiðitúrinn og þar sem hann er mikill áhugamaður um fluguveiði þáði hann boðið. „Þetta var erfiður dagur til að veiða fisk. Ég held að það hafi veriö meiningin að veiða lax en við sáum engan fisk,“ sagði fyrirliðinn eftir að hafa kom- ið á hótelið með öngulinn í rassinum. Vonandi gengur fyrirliðanum betur í knattspyi-n- unni en veiðinni en margir eru þeirrar skoðunar að franska landsliðið sé það sterkasta um þessar mundir i Evrópu. Frakkar hafa þó örugglega efast um það eft- ir að hafa séð Þjóðverja í gær. -SK Frakkar ósigraðir í 23 viðureignum . Frakkar mæta Rúmeníu í B- riðli Evrópumótsins í dag í Newcastle. Lið Frakka er undir álagi því heima fyrir krefjast allir að liðið standi sig í Englandi. Undir stjórn Aime Jacquet hefur liðið leikið 23 leiki í röð án þess að tapa. Jacquet er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sina stráka staðráðna í að halda áfram á sigurbraut. „Við munum leika sóknar- leik og ég er bjartsýnn á gott gengi hér,“ sagði Aime. -JKS Hagi bjartsýnn á gott gengi Rúmeninn Gheorghe Hagi nær merkum áfanga þann 18. júní en þá leikur hann 100. landsleik sinn þegar Rúmenar mæta Spánverjum. Hagi verður annar Rúmeninn sem brýtur þennan leikjamúr. „Við eigum að mínu mati yfir að ráða sterkari mannskap en á HM í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Margir segja að liðið okkar sé komið til ára sinna. Við erum sterk liðsheild og á það eftir að skila sér, sagði Hagi. -JKS Hollendingar í vandræðum Hollendingar, sem margir spá góðu gengi á Englandi, hafa svolitlar áhyggjur af meiðslum sterkra leikmanna fyrir leikinn gegn Skotum í dag á Villa Park í Birmingham Vafi er með Frank de Boer, Peter Hoestra og Patrick Kluivert. De Boer er alveg úti en Kluivert og Hoestra eru meiddir á hné. Nokkrir leikmenn skoska liðsins sögðu í gær að á brattann væri að sækja. -JKS íþróttir Bíiro 96 En^&EiMÍ Einkunnagjöfm Spánn Andoni Zubizarreta............6 Alberto Belsue ...............6 Rafael Alkorta ...............6 Abeiardo Femandez.............5 Sergi Barjuan.................6 Jose Luis Caminero ............5 Guillermo Amor................6 Fernando Hierro...............8 Luis Enrique Martinez..........6 Julen Guerrero................4 Juan Pizzi.....................5 Samtals......................63 Búlgaría Borislav Mihailov.............7 Petar Hubchev .................5 Emil Kremenliev ...............5 Trifon Ivanov..................6 Ilian Kiriakov................6 Yordan Lechkov................7 Zlatko Yankov ................6 Krasimir Balakov..............6 Hristo Stoichkov..............8 Emil Kostadinov...............6 Lyuboslav Penev...............5 Samtals......................67 Stoichkov æfur út í dómarann Búlgarinn Hristo Stoichkov var ekki par ánægður meö frammistöðu italska dómarans í leik Búlgariu og Spánar. „Sá maður sem gerði flest mis- tökin á vellinum var dómari leiksins. Þannig á það auðvitað ekki að vera. Það er ekki hægt að senda tvo leikmenn út af með rautt spjald si svona, tvo mjög mikilvæga leikmenn," sagði Stoichkov. Hann var einnig mjög óánægð- ur með að löglegt mark hans í upphafi siðari hálfleiks var dæmt af vegna rangstöðu sem Stoichkov, fyrirliði búlgarska liðsins, sagði að hefði ekki verið til staðar. -SK Spjaldagleði Dómararnir á EM hafa gert mikiö af'því að veifa spjöldunum á EM. í leik Búlgaríu og Spánar voru 7 gul á lofti og 2 rauð. í leik Þýskalands og Tékklands voru gulu spjöldin 10. t leik Dana og Portúgala í gær sýndi dómarinn 6 leikmönnum gult spjald og í opnunarleik keppninnar voru þau jafnmörg. Samtals 29 gul spjöld og 2 rauð í fyrstu fjórum leikjunum. -SK Afiizwa íslandsmótið Mizuno-deildin Mánudagur 10. júní kl. 20.00 KR-völlur KR - ÍBV Mosfellsbær Afturelding - Valur Akureyrarvöllur ÍBA - Stjarnan Kópavogsvöllur Breiðablik - ÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.