Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Side 8
28
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996
Iþróttir_________________________________________ dv
Englendingar
vilja HM 2006
Englendingar eru fullir áhuga
á að halda heimsmeistarakeppn-
ina í knattspyrnu árið 2006 og
ólympíuleikana tveimur árum
slðar, eða 2008. Breska ríkis-
stjórnin er þessu máli fylgjandi.
Árið 2006 veröa 40 ár síðan Eng-
lendingar héldu keppnina síðast
en þá urðu þeir heimsmeistarar.
Ef Englendingar komast með
sóma frá Evrópukeppninni, sem
nú stendur sem hæst, er talið að
þeir eigi góða möguleika.
Metþátttaka á
ÓL í Atlanta
Þátttökuþjóðir á ólympíuleik-
unum í Atlanta í sumar verða
aldrei fleiri. Aðildarþjóðir Al-
þjóða ólympíunefndarinnar eru
197 og verða þær í fyrsta sinn
allar með í Atlanta í sumar. Það
þótti tíðindum sæta að um helg-
ina var tilkynnt að þrír íþrótta-
menn frá Palestínu kepptu á
ólympíuleikunum í sumar.
Samningi viö
Amunike rift
Spænska liðiö Barcelona rifti
um helgina samningi við níger-
íska knattspyrnumanninn
Emmanuel Amunike. í síðustu
viku var gengið frá samningi við
,hann og félag hans Sporting
Lissabon. Amunike kom um
helgina til Barcelona í læknis-
skoðun og féll á henni. Hnén eru
farin að gefa sig og fór því flög-
urra ára samningur út í loftið.
Marseille vil fá
David Ginola
Franska liðið Marseille, sem
vann sér sæti í 1. deild í vor, hef-
ur að undanförnu verið að bera
víurnar í David Ginola hjá
Newcastle ef marka má fréttir
franskra blaða um helgina.
Vegna mútumála var Marseille
dæmt niður í 2. deild fyrir
nokkrum árum en ætlar sér
stóra hluti á næsta tímabili.
Hertha bjargaöi
sér frá falli
Hertha Berlin, sem Eyjólfur
Sverrisson leikur meö, bjargaði
sér um helgina frá falli þegar lið-
ið gerði markalaust jafntefli við
Wattenscheid í lokaumferð 2.
deildar. Mannheim tapaði á
heimavelli fyrir Duisburg, 3-1,
og Bochum, sem komið er í úr-
valsdeildina, tapaði fyrir Mainz.
Kouba á leiö
til Leeds?
Forráðamenn Leeds leita nú
að markverði til að leysa John
Lukic af hólmi. Leeds ætlar
skoða markmenn í Evrópu-
keppninni. Félagið hefur mikinn
áhuga á Petr Kouba hjá Sparta
Prag og kæmi ekki á óvart þótt
Leeds byði honum samning.
Arnór og Hlynur
stóöu sig vel
Arnór Guðjohnsen og Hlynur
Birgisson komust vel frá sínu
þegar Örebro vann Oddevold,
2-0. Amór fékk gult spjalt í
leiknum og veröur í leikbanni í
næsta leik.
Siguröur Jónsson lék ekki
með Örebro í gær, var í
leikbanni vegna tveggja gulra
spjalda.
-JKS/EH
Dennis Rodman, frákastakóngurinn í NBA, átti frábæran leik með Chicago í öðrum leiknum gegn Seattle. Hann lagði
þar grunninn að sigrinum. Rodmann tók 20 fráköst og skoraði 10 stig og tvö þeirra með þessari troðslu. Reuter
NBA-úrslitin:
Öruggt hjá
Chicago
Lið Chicago Bulls náði tveggja
vinninga forskoti í úrslitum
NBA-deildarinnar i körfuknatt-
leik með sigri gegn Seattle
Supersonics aðfaranótt laugar-
dags, 92-88. Fyrstu tveir leikirn-
ir voru í Chicago en 3. leikurinn
og sá 4. verða í Seattle. Þriðja
viðureignin var í nótt sem leið
en úrslit voru ekki kunn áður en
DV fór í prentun.
Eftir leikinn í Chicago er ljóst
að Michael Jordan og félagar
eiga erfitt verkefni fyrir höndum
í Seattle. Chicago þurfti að hafa
mikið fyrir sigrinum í öðrum
leiknum og þáð var ekki fyrr en
undir lok hans sem Chicago
tryggði sér sigurinn.
Michael Jordan var ánægður
með sigurinn en ekki með
hvernig liðið lék í leiknum.
Hann sagði það ljóst að liðið
gæti ekki leyft sér svona leik í
Seattle.
Dennis Rodman var hrósað í
hástert íyrir frammistöðu sína,
tók 20 fráköst og var sá sem kom
sigrinum í örugga höfn.
George Karl, þjálfari Seattle,
var vonsvikinn eftir leikinn.
„Chicago var ekki sannfær-
andi en við nýttum okkur það
ekki. Dennis Rodman lagði
grunninn að sigri Chicago. Við
verðum að bretta upp á ermarn-
ar og svara fyrir okkur á heima-
velli,“ sagði Karl.
Michael Jordan var sem oftast
stigahæstur hjá Chicago með 29
stig. Scottie Pippen skoraði 21
stig og Rón Harper 12 stig.
Shawn Kemp skoraði 29 stig
fyrir Seattle, Hersey Hwkins
gerði 16 stig og Detlef Schrempf
15 stig.
-JKS
Körfuknattleiksdeild KR ætlar sér langt
- Jónatan Bow er orðinn íslenskur ríkisborgari
Körfuknattleiksdeild KR
stefnir að því að verða eitt
eif fjórum efstu liðunum á
komandi leiktíð og vænta
þeir mikils af komandi
vetrum og árum.
Það eru einmitt þrjú ár
þangað til KR verður 100
ára og ætla liðið að halda
upp á það með góðum ár-
angri og í nýju húsi sem
verður vonandi tekið i
notkun á árunum
1998-1999.
Benedikt Guðmundsson
verður áfram þjálfari liðs-
ins og hefur hann gert
tvegggja ára samning við
KR og eru menn mjög sátt-
ir við starf hans þar.
Jónatan James Bow er
orðinn íslenskur ríkisborg-
ari og verður hann í her-
búðum KR næstu fjögur
árin og ætla KR-ingar að
nota krafta hans eins og
þeir geta og verður Bow að-
stoðarþjálfari Guðmundar.
Leita að leikmanni
KR-ingar eru því aö leita
sér að erlendum leikmanni
og eru þeir í viðræðum við
bandarískan bakvörð en
það skýrist allt á komandi
vikum.
KR hefur einnig borist
liðsstyrkur frá Tinaastóli
en Hinrik Gunnarsson
kemur til með aö spila með
KR á næstu leiktíð.
Vestiu’bæjarliðið ætlar
sér stóra hluti og fer það í
keppnisferðalag til Evrópu
í lok júlí og mætir þar
sterkum þýskum, frönsk-
um og belgískum liðum,
auk þess sem KR tekur þátt
í móti í Lúxemborg.
Nýkjörinn formaður
Körfuknattleiksdeildar KR,
Gísli Georgsson, skýrði frá
þessu á blaðamannafundi.
-JGG
Yfirlýsing frá Vernharði Þorleifssyni júdómanni:
„Minnsta hótun um að fara
ekki yrði minn banabiti"
DV hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá
Vernharði Þorleifsson, júdómanni í KA á Akur-
eyri:
„Vegna ummæla Jóns Óðins Óðinssonar, þjálf-
ara míns, í DV og í kjölfar yfirlýsingar frá Júd-
ósambandi íslands getur undirritaður ekki leng-
ur orða bundist. Sem miðdepill í þessu fjaðrafoki
finnst mér bæði óþægilegt og ósanngjamt að geta
ekki sagt skoðun mína opinberlega, þó svo að það
geti orðið mér að falli.
Rétt er að haldinn var fundur 3. júní sl. þar
sem rætt var æfingafyrirkomulag mitt fram að
Ólympíuleikunum nú i sumar. Þar sagði ég eins
og er að ég hef ekkért að athuga við störf Michals
Vachuns í vetur. Á þessum fundi var mér gert
fyllilega ljóst að JSÍ réði hvaða þjálfari yrði send-
ur og einnig hvaða keppandi. Með góðum árangri
mínum í vetur getur nefnilega verið að ég hafi
tryggt varaformanni JSÍ þátttökurétt á sínum
fimmtu Ólympíuleikum, haldi ég mig ekki á mott-
unni.
Jón Óðinn hefur þjálfað mig frá byrjun og því
finnst mér eðlilegt og það er einlæg ósk mín að
hann verði mér við hlið þegar ég enda minn júdó-
feril, ef ég yerð sendur til ÓL ‘96. Ég hef stefnt á
þátttöku á Ólympíuleikiun frá barnsaldri og sein-
ustu þrjú ár hef ég séð glitta í markmiðið bak við
skýin. Jón Óðinn hefur staðið á bak við mig all-
an þann tíma. Aftur á móti hefur Michal Vachun
óspart hvatt andstæðinga mína á móti mér, jafnt
á mótum innanlands sem alþjóðlegum mótum, þó
svo að ég hafi verið titlaður landsliðsmaður og
Michal Vachun titlaður landsliðsþjálfari. Sjálf-
sagt sjá stjórnarmenn JSÍ ekkert athugavert við
þetta, enda hafa þeir sumir verið andstæðingar
mínir í umræddum tilfellum. Svona atvik tekur
maður mjög nærri sér og fyrirgefúr seint. Stjórn
JSÍ hefur verið fullljóst frá því seinasta sumar að
ég hygðist fá Jón Óðin með mér á sem flest mót
og umfram allt á Ólympíuleikana í Atlanta ef það
takmark næðist. Það mál var hins vegar saltað í
allan vetur og þegar upp var staðið hafði hann að-
eins fylgt mér einu sinni til keppni. Mér þykir
leiðinlegt að þetta mál skuli ekki hafa verið leyst
innan sambandsins.
Ég hef fullan hug á að fara á ÓL ‘96 og veit að
minnsta hótim um að fara ekki yrði minn bana-
biti í þessu máli. En aðalmálið er það að Jón Óð-
inn er þjálfari minn og honum, og aðeins honum,
þakka ég árangur minn, og ekki hvað síst, með
honum líður mér vel. Ég óska eftir að Jón Óðinn
fái að fylgja mér á ÓL. Þetta finnst mér ekki órétt-
lát ósk heldur sjálfsögð. Þessa fáu mánuði í vet-
ur, sem ég hef verið í Reykjavík, hef ég verið í
stöðugu sambandi við Jón Óðin og rétt er að taka
fram að ástæðan fyrir því að ég hef dvalið í
Reykjavík er sú að mínir helstu æfingafélagar úr
KA hafa stundað nám í Háskólanum í Reykjavík
í vetur.
Spurningin er sem sagt núna sú hvor er mikil-
vægari fyrir JSÍ? Á að fara að óskum íslensks
keppnismanns, sem þykist vita hvað henti hon-
um og hverjir hafi reynst honum best, eða er-
lends þjálfara sem heldur til síns heimalands eft-
ir ÓL ‘96.
í raun skil ég ekki að nokkur annar en Jón Óð-
inn hafi áhuga á að fara með mér á ÓL '96, nema
þá til að uppskera það sem Jón Óðinn sáði.“