Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 Iþróttir DV, Svíþjóð: Lið Kristjáns Jónssonar, Elfsborg, er áfram í efsta sætinu í 1. deild suður í sænsku knattspyrnunni þrátt fyrir jafntefli gegn Falkenberg, 1-1, í gær. Rúnar Kristinsson og félagar hans í Örgi’yte unnu svissneska liðið Luzern í Totokeppninni, 3-0. Rúnar var ekki á meðal markaskorara síns liðsins. -EH Carl Lewis. Verður hann í boð- hlaupssveit Bandaríkjamanna á ÓL i Atlanta? Frjálsar íþróttir: Lewis með í boðhlaupinu? Nokkrar líkur eru á þvi aö Carl Lewis muni verða valinn í boðhlaupssveit Bandaríkja- manna í 4x100 metra boðhlaupi ólympíuleikanna. „Við höfum ekki enn valið hlauparana i boðhlaupið og það yrði mjög skemmtilegt að sjá Lewis i sveitinni," sagði Erv Hunt, þjálfari karlaliðs Banda- ríkjamanna, og bætti við: „Von- andi verður Lewis í sveitinni." Verði Lewis í sveit Banda- ríkjamanna keppir hann í tveimur greinum á leikunum og á því möguleika á að vinna 10 gullverðlaun á 5 leikum á ferlin- um. -SK Henkel ver ekki titilinn Nú er ljóst að þýska stúlkan Heike Henkel mun ekki verja ólympíumeistaratitil sinn í há- stökki kvenna í Atlanta. Þaö hefur verið á brattann að sækja fyrir Henkel frá ÓL í Barcelona 1992. Hún ól barn skömmu eftir leikana og hefur ekki tekist að stökkva yfir tvo metra síðan. Um helgina stökk hún „aðeins" 1,90 metra á þýska meistaramótinu og náði ekki þýska lágmarkinu sem er 1,94 metrar. -SK Elfsborg efst úndu. Jeff Williams varð annar í úrslitahlaupinu á 20,03 sekúndum, Michael Marsh þriðji á 20,04 sekúndum og Ramon Clay fjórði á 20,08 sekúndum. Carl Lewis varð fimmti á 20,20 sekúndum. Þrír fyrstu keppa á leikunum í Atlanta og Lewis verður því ekki á meðal keppenda í 200 metra hlaupinu Dan O’Brien var góður í tugþrautinni Dan O’Brien fer fyrir bandarískum tugþrautarmönn- um í Atlanta. Hann sigraði í tugþrautinni og hlaut 8.726 stig. í öðru sæti varð Steve Fritz með 8.636 stig og Chris Huffins þriðji með 8.546 stig. -SK Hér má sjá gullpeníng eins og þann sem mestu afreksmenn ólympíuleikanna fá um hálsinn. Símamynd Reuter Þetta vilja allir fá um hálsinn Fyrr en varir skella á Ólympíú- leikarnir í Atlanta í Bandaríkjun- um og er undirbúningur fyrir leikana á lokastigi. Eitt af því síðasta sem kemúr fram á sjónarsviðið fyrir hverja leika eru verðlaunapeningamir sem mestu afreksmenn leikanna fá um hálsinn og allir íþrótta- mennimir sem taka þátt í hinum ýmsu greinum þrá að fá um háls- inn. Það kemur síðan í ljós upp úr verslunarmannahelginni hvaða íþróttamenn hafa verið sigursæl- astir á leikunum. Hönnuður Michael Johnson náði frábærum tíma í 200 metra hlaupinu. Hann fékk verðlaunapeninganna er fyrir- tímann 19,66 sekúndur sem er nýtt glæsilegt heimsmet. Símamynd Reuter tækið Reed and Barton. -SK Dan O’Brien náði mjög góðum árangri í tugþrautinni um helgina og fer fyrir bandarískum tugþrautarmönnum í Atlanta. Símamynd Reuter Frábær árangur náðist um helgina á bandaríska úr- tökumótinu í frjálsum íþróttum fyrir Ólympíuleikana i Atlanta í næsta mánuði. Michael Johnson hljóp 200 metrana á 19,66 sekúnd- um og bætti elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum. Eldra metið átti ítalinn Pietro Mennea, 19,72 sekúndur, en það setti Mennea þann 12. september árið 1979 í Mexíkó. Johnson hljóp undir heimsmetinu í undanrásunum á úrtökumótinu og fékk þá tímann 19,70 sekúndur en meðvindur var örlítið of mikill eða 2,7 metrar á sek- Totokeppnin: Keflavík tapaði í Örebro DV, Svíþjóð: Keflvíkingar mættu sænska liðinu Örebro í fyrsta leik sínum í Totokeppninni í knattspyrnu í Svíþjóð í gær. Örebro sigraði í leiknum, 3-1, eftir að staðan i hálfleik var, 2-0. Arnór Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Örebro og Dan Salin bætti við öðru fyrir leikhlé. Johan Wallinder gerði þriðja mark Örebro áður en Gestur Gylfason skoraði eina mark Keflvíkinga á 51. mínútu. Örebro átti mun meira í leiknum og gat hæglega skorað mun fleiri mörk. Keflvíkingar áttu hins vegar sárafá tækifæri í leiknum. „Við lékum vel í fyrri hálfleik og ekki vantaði tækifærin til að skora fleiri mörk. Þegar Keflvíkingar skoruðu markið var vömin hjá okkur úti á þekju,“ sagði Amór Guðjohnsen eftir leikinn. Kjartan Másson, þjálfari Keflvíkinga, sagði við sænska blaðamenn eftir leikinn að Örebro hefði verið betra liðið og hefði yfir að ráða meiri tækni en Keflvíkingar. Bandaríska úrtökumótið fyrir ÓL í Atlanta: Ista metið féll - glæsilegt heimsmet Johnsons í 200 m hlaupi Bráðfjörug KRÍA í Frostaskjólinu - Akranes heldur 2. sæti eftir 2-2 jafntefli gegn KR í kvennaknattspyrnunni Hver var að segja að kvennaknattspyma væri leiðinleg? Leikmenn KR og ÍA sýndu það og sönnuðu að það getur verið stórskemmtilegt að fylgjast með 1. deild kvenna, Mizuno-deildinni, í sumar. Leikurinn fór strax fjörlega af stað enda voru liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar fyrir leikinn. KR- ingar komu sterkari inn og strax á 13. mínútu skoraði Sigurlin Jónsdóttir með laglegu skoti eft- ir aukaspyrnu frá Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur. Eftir markið færðist mikið fjör í leikinn og Skagamenn voru ekki ánægöir með dómara leiks- ins þegar hann sleppti tveimur „augljósum" víta- spymum að þeirra mati og dæmdi mark af sem ÍA skoraði. Dómarinn sá hins vegar ekkert at- hugavert við mark sem Laufey Sigurðardóttir skoraði með bakfallsspymu á 32. mínútu en við það mark voru KR-ingar ekki alveg sáttir. Markamaskínan Olga Færseth skoraði síðan ann- að mark fyrir KR á 38. mínútu og leiddi KR 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri.. Skagastelpur sóttu heldur meira en án þess þó að skapa sér verulega hættuleg færi. Jöfnunarmarkið lá hins vegar í loftinu og á 81. mínútu jafnaði Áslaug Ákadóttir metin fyrir ÍA með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu frá Magneu Guðlaugsdóttur. KR sótti stíft það sem eftir lifði leiksins en jafntefli varð ekki umflúið. Vorum ekki hræddar fyrir mótið „Við áttum að klára þetta i fyrri hálfleik. Við voram ekkert hræddar fyrir þetta mót þó að við værum búnar að missa Jónu (Jónínu Víglunds- dóttur) og við ætluðum að koma harðar í þetta. Við erum með mikið af ungum og efnilegum stelpum í liðinu sem eru að fá reynslu og þær hafa styrkst með hverjum leik,“ sagði Magnea Guðlaugsdóttir, leikmaður ÍA. Leikurinn var í heildina alveg bráðfjörugur enda leika bæði lið grimman sóknarbolta. Skaga- liðinu hafði ekki verið spáð sérlega góðu gengi í deildinni í sumar en leikmenn liðsins hafa gefið öllum slikum spádómum langt nef og leika finan fótbolta. Kristín Ósk Halldórsdóttir, Helga Lind Björgvinsdóttir, Magnea Guðlaugsdóttir og Lauf- ey Sigurðarsdóttir léku best í annars jöfnu liði. KR-ingar léku mjög vel allan leikinn. Þó má ljóst vera að Gísla Jóni Magnússyni er nokkur vandi á höndum að fylla skarð Guðlaugar Jóns- dóttur á miðjusvæðinu, en hún er með rifinn lið- þófa í hné. Guðrún Jóna átti mjög góðan leik og þær Sara Smart og Sigurlín Jónsdóttir sömuleið- is í samstilltu og sterku liði. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.