Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Page 1
MANUDAGUR 8. júlí 1996
IÞROTTIR
Getraunir:
Sænski
boltinn
21 x 111 211 222x
Lottó 5/38:
5 20 21 23 26 (7)
////////////////////////////////////
Margar Blika-
stúlkur
á förum?
Svo kann að fara að stór skörö
verði höggvin í kvennalið
Breiðabliks í knattspymu eftir
þetta tímabil þvi nokkrir lykil-
manna liðsins hugsa sér til
hreyfings 1 haust.
Landsliðskonumar Ásthildur
Helgadóttir, Margrét Ólafsdóttir
og Helga Ósk Hannesdóttir luku
aUar stúdentsprófum í vor og
hyggja á nám erlendis. Helga
Ósk fer nær örugglega til Banda-
ríkjanna og Ásthildur hefur ver-
ið að leita fyrir sér á sömu slóð-
um og hefur þegar tekið þátt í
úrtökumóti fyrir háskóla vestan-
hafs. Þá em líkur á að Margrét
haldi til Danmerkur og gangi til
liðs við þarlendu meistarana,
Fortuna Hjörring.
-ih/VS
Enn meiðsli hjá
Keflvíkingum
Knattspyrnulið Keflvíkinga
varð enn fyrir barðinu á meiðsl-
um á laugardaginn en þá fóra
tveir lykilmanna þess meiddir af
velli i leik gegn Austria Wien í
Intertoto-keppninni, þeir Ragnar
Margeirsson og Ragnar Steinars-
son.
Ragnar Steinarsson tognaði á
ökkla og Ragnar Margeirsson á
læri og óliklegt er að þeir geti
leikið með liðinu gegn Grinda-
vík í 1. deildinni á miðvikudag.
„Ég geri mér litlar vonir um
að spila og vona bara að þetta sé
tognun, ekki rifíð út úr vöðva.
Ég stefni frekar á aö geta verið
með í bikarleiknum við ÍBV um
næstu helgi,“ sagði Ragnar Mar-
geirsson við DV í gær.
-ÆMK/VS
Stúlkurnar koma
stigalausar heim
Stúlknalandsliðið í knatt-
spyrnu tapaði þremur síðustu
leikjum sínum á Norðurlanda-
mótinu sem lauk í Finnlandi í
gær, fyrst fyrir Finnum, 1-0, þá
fyrir Norömönnum, 5-0, og loks
fyrir HoUendingum í lokaleikn-
um í gær, 1-0. ísland fékk því
ekki stig á mótinu.
-vs
ACMilanvill
ná í Shearer
ítalska blaðið Gazzetta della
Sport skýrði frá því að AC Milan
ætlaði sér að vera með í barátt-
unni um enska knattspyrnu-
manninn Alan Shearer hjá
Blackbum. Forráðamenn Black-
burn hafa neitað að selja Shear-
er þrátt fyrir pressu frá
Manchester United, Newcastle,
Juventus og Arsenal en sam-
kvæmt ítalska blaöinu ætlar AC
Milan að bjóða 2,3 miUjarða
króna í Shearer.
Kluivert kyrr
hjá Ajax
Patrik Kluivert, sóknarmaður-
inn efnUegi hjá Ajax, framlengdi
samning sinn við hoUensku
meistarana um helgina til
tveggja ára. Manchester United
og ACMUan vora að undirbúa
tilboð í hann og Middlesbrough
vUdi borga 610 miUjónir fyrir
þennan 19 ára gamla markaskor-
ara.
Wimbledon-mótið í tennis
vann ai
örvggi
Richard Krajicek frá HoUandi sigraði í gær MaliVai Washington frá Bandaríkj-
unum með nokkrum yflrburðum í úrslitaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis.
Leikurinn endaði 6-3, 6-4 og 6-3 en tók óvenjulangan tíma þar sem þrivegis þurfti
aö gera hlé á honum vegna rigningar i London.
Þetta var fyrsti sigur HoUendingsins hávaxna á einu af stóra mótunum í tenn-
is og hann náði 14 ásum í leiknum. Úrslitaleikurinn var á margan hátt sögulegur.
Þetta er í fyrsta skipti sem tveir „óraðaðir" keppendur komast í úrslit og Was-
hington varð fyrsti blökkumaðurinn tU að komast í úrslit á Wimbledon í 21 ár, eða
síðan Arthur Ashe bar þar sigur úr býtum árið 1975.
Úrslitin í kvennaflokki komu hins vegar ekki sérlega á óvart. Steffi Graf frá
Þýskalandi varð Wimbledonmeistari í sjöunda skipti með því að sigra Aröntxu
Sanchez Vicario frá Spáni, 6-3, 7-5, í úrslitaleiknum á laugardaginn. -VS
Richard Krajicek fagnar
glæsilegum sigri sínum á
Wimbledon-mótinu í gær.
Símamynd Reuter