Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Page 2
22 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 íþróttir Þór mætir KA Á föstudaginn var dregið í 8 liða úrslit bikarkeppni karla í knattspymu. Skaginn fær Fylki í heimsókn, KR spilar gegn Val á Hlíðarenda og Keflavík spilar á móti Eyjamönnum í Keflavík. Það skemmtilega við þessi 8 liöa úrslit er að 2. deildar liðin tvö, Þór og KA, mætast á Akureyri í algjörum „derby-leik“ og verður gaman að fylgjast með því. Leikirnir í Keflavík og á Akranesi fara fram 14. júlí, Valur og KR leika 16. júlí og Þór og KA 18. júlí. Guðni heiðursfélagi Sá siður hefur tíðkast hjá stuðningsmannaklúbbum ensku félagsliðanna að einn leikmaður er kosinn heiðursfélagi hjá klúbbnum. Fyrir nokkru fór stuðningsmannaklúbbur Bolton Wanderes á Norðurlöndum fram á það við Guðna Bergsson að hann yrði heiðursfélagi í klúbbnum og varð hann við þeirri áskorun. Seaman til Inter? Umboðsmaður David Seam- ans, landsliðsmarkvarðar Eng- lands og Arsenal, greindi frá þvi um helgina að forráöamenn Int- er Milan á Ítalíu hefðu haft sam- band viö sig til að spyrjast fyrir um það hvort hann vildi ganga til liðs við Inter. Ekki var um formlegt tilboð að ræða heldur fyrirspum en hvort Inter býður í kappann er ósvarað. Þá hafa bresk blöð verið með getgátur um það að undanförnu að Bruce Rioch, framkvæmdastjóri Arse- nal, ætli á næstunni að bjóða i Paul Ince hjá Inter Milan. Inter hefur styrkt sig mikið upp á síðkastið og munu frönsku landsliösmennirnir Youri Djork- aeff og Joseph Angloma spila þar í vetur sem og Aaron Winter, hollenski landsliðsmaðurinn. Venables meö Tyrki? Bresk blöð greina frá því í dag að Terry Venables, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, sé að íhuga tilboð sem honum hefur borist um að taka við tyrkneska landsliðinu. Fatin Tarin, fyrr- verandi landsliðsþjálfari Tyrk- lands, hefur tekið við Galatasary og þess vegna leita Tyrkir nú að nýjum þjálfara. íslendingurinn knái Þjálfari Waldorf Mannheim, Klaus Schlapper, sagði þýsku sjónvarpsstöðinni Pro 7 að hann væri mjög bjartsýnn á að lið hans færi beint upp i Bundeslig- una eftir næsta tímabil. „Okkur gekk ekki vel fyrir áramót og lentum í meiðslum en þegar ís- lendingurinn knái, Bjarki Gunn- laugsson, kom til okkar þá gekk liðinu allt í haginn og hann sýndi að hann er leikmaður sem við vildum ekki missa af enda geröum við þriggja ára samning. Hann á eftir að láta mikið að sér kveða næsta vetur og auk þess höfum við styrkt liðiö með nokkrum nýjum leikmönnum og ég held að við eigum góða mögu- leika á að fara upp,“ sagöi þjálfarinn. SPILADU MED ÞINU LIDI DV Meistaramót golfklúbbanna um helgina: Karen sigraði átt- unda árið í röð -Tryggvi og Ragnheiður urðu hlutskörpust hjá GR Meistaramót klúbbanna í golfi fóru fram um allt land í síðustu viku og lauk um helgina. Karen Sævarsdóttir varð meistari í kvennaflokki hjá Golfklúbbi Suð- umesja áttunda árið i röð en hún lék á 317 höggum. Magdalena Sirrý Þórisdóttir varð önnur á 342 og Rut Þorsteinsdóttir þriðja á 362 höggum. Örn Ævar Hjartarson unglinga- landsliðsmaður sigraði hins vegar í fyrsta skipti í meistaraflokki karla á 293 höggum. Helgi Birkir Þórisson kom næstur á 297 og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson varð þriðji á 300 höggum. Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sigr- aði Tryggvi Pétursson 1 meistara- flokki karla á 305 höggum, Hjalti Pálmason lék á 312 og Hjalti Atlason á 315. Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á 318 höggum, Herborg Arnardóttir lék á 328 og Sigríður Th. Mathiesen á 361 höggi. Hjá Golfklúbbi Borgarness sigr- aði Haraldur Már Stefánsson í mfl. karla en í 1. flokki kvenna sigraði Þuríður Jóhannsdóttir. Hjá Golfklúbbi Djúpavogs sigraði Ágúst Bogason í mfl. karla með og án forgjafar, Kristín Björnsdóttir sigraði í mfl. kvenna. Hjá Golfklúbbnum á Flúðum sigr- aði Reynir Guðmundsson í mfl. karla en Halldóra Halldórsdóttir hjá konunum. Hjá Golfklúbbi Grindavíkur sigr- aði Gunnlaugur Sævarsson í mfl. karla en Bylgja Guðmundsdóttir í mfl. kvenna. Hjá Golfklúbbi Húsavíkur sigraði Guðni Rúnar Helgason í mfl. karla en Sólveig Skúladóttir sigraði hjá konunum. Á ísafirði sigraði Sigurður Daní- elsson í mfl. karla. Hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfells- bæ sigraði Kári Jóhannsson en í mfl. kvenna sigraði Jónína Pálsdótt- ir. Hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ sigraði ívar Hauksson í mfl. karla en Sigrún Ragnarsdóttir í mfl. kvenna. Hjá Golfklúbbnum Leyni á Akra- nesi sigraði Birgir Leifur Hafþórs- son í mfl. karla. Hjá Nesklúbbnum sigraði Rúnar G. Gunnarsson hjá körlunum en Sigrún Edda Jónsdóttir hjá konun- um. Á Akureyri sigraði Sigurpáll Geir Sveinsson í mfl. karla en Erla Ad- olfsdóttir hjá konunum. Hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnar- firði sigraði Friðbjöm Oddsson í mfl. karla en hjá konunum sigraði Þórdis Geirsdóttir. Gunnlaugur Sævarsson sigraði í karlaflokki hjá Golfklúbbi Grinda- víkur en Bylgja Guðmundsdóttir f mfl. kvenna. Hjá Golfklúbbi Bakkakots sigraði Jóhann Friðbjömsson í karlaflokki og Anna Medde Kokholm í kvenna- flokki. Hjá GHR á Rangárvöllum sigraði Óskar Pálsson í karlaflokki og Sig- ríður Hannesdóttir í kvennaflokki. Hjá Golfklúbbi Sandgerðis sigraði Hlynur Jóhannsson í karlaflokki og Alma Jónsdóttir i kvennaflokki. -ÆMK/VS/JGG Orn Ævar Hjartarson meö sigurlaun sín á laugardagskvöldiö eftir aö hafa sigraö í meistaraflokki karla á meistaramóti Golfklúbbs Suöurnesja. DV-mynd ÆMK Draumaliðið í vandræðum Draumalið III, eins og ólymp- iulið Bandaríkjamanna í körfuknattleik er kallað, lenti í óvæntum vandræðum með úr- valslið úr bandarísku háskólun- um í upphitunarleik sem fram fór í Michigan í fyrrinótt. Há- skólastrákarnir náðu 17 stiga forystu í fyrri hálfleiknum en stjörnurnar björguðu andlitinu á lokakaflanum og sigruðu, 96-90. Scottie Pippen skoraði 17 stig fyrir draumaliðið og Hakeem Olajuwon 16 en Shea Seals gerði 20 stig fyrir háskólaliðið. Uppselt var á leikinn og áhorfendur vom um 22 þúsund. Draumaliðið lék við Brasilíu í nótt en mætir siðan Kfnverjum, Áströlum og Grikkjum í upphit- unarleikjum næstu vikuna. Fredericks stöðvaði Johnson Frankie Fredericks, Namibíu- maðurinn sprettharði, varð fyrstur til að sigra Bandaríkja- manninn Michael Johnson í tvö ár þegar hann kom á undan hon- um í mark í 200 metra hlaupi á Bislett leikunum í Osló á föstu- dagskvöldið. Fredericks hljóp vegalengdina á 19,82 sekúndum en Johnson, sem setti heimsmet, 19,66 sek- úndur, hálfum mánuði áður, hljóp á 19,85. Johnson hafði unn- ið 21 hlaup í röð og flestir hafa spáð honum sigri bæði í 200 og 400 m hlaupi á Ólympíuleikun- um í Atlanta. FC Köbenhavn vann Maribor FC Köbenhavn vann Maribor Branik, 0-1, í Slóveníu í 3. riðli Intertoto-keppninnar á laugar- daginn en þetta er riðill Keflvfk- inga. Staðan þar er þá þannig: Örebro 2 110 5-3 4 Maribor 3 111 3-14 Köbenhavn 2 110 3-2 4 Austria 2 10 1,6-3 3 Keflavík 3 0 12 1-9 1 Berzin heldur forystunni Evgeni Berzin frá Rússlandi er áfram fyrstur I Tour de France hjólreiðakeppninni eftir sigur í áttunda áfanga hennar í gær. Bjarne Riis frá Danmörku varð annar í gær og Abraham Olano frá Spáni þriðji. Þeir þrír eru einnig í sömu sætum í heild- arkeppninni. Hinn frægi Miguel Indurain frá Spáni er í ellefta sæti en hann varð í 4.-5. sæti í gær ásamt Tony Rominger frá Sviss. ^ Meistaramót íslands í sundi: Tvö Islandsmet í boðsundum Tvö íslandsmet, bæði í boðsund- um, féllu á sundmeistaramóti Is- lands sem lauk í Laugardalslaug- inni í gærkvöldi. A-sveit SH synti 4x100 metra fjórsund karla á 4:09,99 mínútum og A-sveit Ægis synti 4x200 metra skriðsund karla á 8:21,99 mínútum. Magnús Konráðsson, Keflavík, fékk Pálsbikarinn fyrir besta afrek mótsins en hann synti 100 m bringu- sund á 1:05,88 mín. og fékk fyrir það 805 stig. Elín Sigurðardóttir, SH, fékk Kol- brúnarbikarinn fyrir besta afrek kvenna. Hún synti 50 m skriðsund á 27,01 sekúndum og fékk fyrir það 773 stig. Kristín Guðmundsdóttir, Ægi, fékk stigabikar SSÍ fyrir að bæta sig mest á milli móta. Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, sigraði f 400 m skriðsundi á 4:35,59 min., í 100 m baksundi á 1:06,56 mín., 100 m flugsundi á 1:05,43 mín. og 200 m skriðsundi á 2:11,30 mín. Magnús Konráðsson, Keflavík, sigraði auk 100 m bringusundsins í 200 m bringusundi á 2:24,37 mín. og 200 m skriðsundi á 2:01,39 min. og 200 m fjórsundi á 2:10,56 min. Elín Sigurðardóttir, SH, sigraði í 100 m skriðsundi á 1:00,21 mín., og í 50 m skriðsundinu. Örn Arnarson, SH, sigraði í 400 m skriðsundi á 4:15,79 mín., 100 m baksundi á 1:04,53 min., 400 m fjór- sundi á 4:49,64 mín. og 200 m baksundi á 2:17,79 mín. Halldóra Þorgeirsdóttir, Ægi, sigraði í 200 m bringusundi á 2:52,32 mín. og 100 m bringusundi á 1:19,49 mfn. Lára Hrund Bjargardóttir, Þór Þ., sigraði í 200 m flugsundi á 2:36,30 mín., 400 m fjórsundi á 5:21,97 mín. og 200 m fjórsundi á 2:31,66 min. Davíð Freyr Þórunnarson, SH, sigraði í 200 m flugsundi á 2:15,26 mín„ 100 m flugsundi á 59,34 sek. og 50 m skriðsundi á 25,84 sek. Richard Kristinsson, Ægi, sigraði í 100 m skriðsundi á 56,63 sek. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, sigraði í 200 m baksundi á 2:32,93 mín. Ingibjörg Ólöf ísaksen, Ægi, sigr- aði í 800 m skriðsundi á 9:55,85 mín. Ómar Snævar Friðriksson, SH, sigraði í 1.500 m skriðsundi á 17:17,10 min. A-kvennasveit Ægis sigraði í 4x200 m skriðsundi á 9:26,58 mtn. og A-kvennasveit Keflavíkur í 4x100 m fjórsundi á 4:50,55 mín. A-kvenna- sveit Ægis sigraði í 4x100 m skrið- sundi 4:18,00 og A-karlasveit SH sigraði í 4x100 m skriðsundi á 3:49,77 mín, Hópur til Þýskalands Eftir mótið var valinn 10 manna hópur til keppni á alþjóðlegu móti í Darmstadt í Þýskalandi um næstu helgi. Fyrir valinu urðu Hörður Guðmundsson, Richard Kristinsson, Kári Sturlaugsson, Hildur Einars- dóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ólöf ísaksen úr Ægi, Hjalti Guðmundsson og Davíð Freyr Þórunnarson úr SH, Magnús Kon- ráðsson úr Keflavík og Sigurlín Garðarsdóttir frá Selfossi. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.