Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 27 íþróttir flötum á Venna (Fáknr) 6. Rakel Róbertsdóttir 8,42 á Neríu (Gustur) 7. Bylgja Gauksdóttir 8,39 á Goða (Andvari) 8. Þórunn Kristjánsdóttir 8,37 á Rökkva (Fákur) 150 metra skeið 1. Snarfari 14,35 sek. Eig./kn.: Sigurbjörn Bárðarson 2. Lúta 14,42 sek. Eig.: Hugi Kristinsson Knapi: Þórður Þorgeirsson 3. Hólmi 14,98 sek. Eig.: Svanur Guðmundsson og Vilberg Skúlason Knapi: Svanur Guðmundsson 4. Prinsessa 15,08 sek. Eig./kn.: Logi Laxdal 5. Askur 15,19 sek. Eig.: Björn Ólafsson Knapi: Orri Snorrason 250 metra skeið 1. Sprengihvellur 22,20 sek. Eig./kn.: Logi Laxdal 2. Ósk 22,21 sek. Eig.: Sigurbjöm Bárðarson 3. Funi 22,54 sek. Eig.: Margeir Þorgeii-sson Knapi: Erling Sigurðsson 4. Svala 22,81 sek. Eig./kn.: Hörður Hákonarson 5. Diljá 23,20 sek. Eig.: Páll Eggertsson Knapi: Sigurður Marinusson 300 Brokk 1. Nari 35,76 sek. Eig.: Margrét Hafliðadóttir Knapi: Þorkell Bjarnason Aðrir lágu ekki Tölt 1. Hafliði Halldórsson á Nælú (Fákur) 2. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi (Fákur) 3. Vignir Siggeirsson á Þyrli (Geysir) 4. Höskuldur Jónsson á Þyt (Létti) 5. Adolf Snæbjörnsson á Mekki (Sörli) 6. Guðmimdur Guðmundsson á Blesa (Geysir) Glíma frá Laugarvatni fékk hæstu kynbótagildisspá fyrir afkvæmi í heiðursverölaunaflokki hryssna. Glæsilegu fjórðungsmóti lauk á Gaddstaðaflötum við Hellu í gær. Mótið var landsmótsígildi hvað varðar hestakost og knapa. Vissulega var mótið fjórðungs- mót sunnlenskra hestamanna en sem fyrr voru mörg afrekshross- anna fædd í öðrum landshlutum og hafa gert garðinn frægan á fjórðungsmótum þar. Má þar nefna Þyril frá Vatns- leysu sem sigraði í B-flokki en það gerði hann einnig á fjórðungsmót- inu á Vindheimamelum 1993. Kórína frá Tjamarlandi stóð efst hryssna í sex vetra flokknum á Hellu og var þá að endurtaka af- rek frá í fyrra á Fomustekkum á Austurlandi. Hjörvar frá Ketilsstöðum stóð efstur í flokki sex vetra stóðhesta á Fornustekkum í fyrra en nú sigraði hann í A-flokki á Hellu. Þannig mætti lengi telja upp gæðingana og kynbótahrossin. Framkvæmd mótsins var með ágætum og veðurblíðan varð til þess aö mótsgestir undu sér hið besta. Tvö ár eru liðin frá því að síð- asta landsmót var haldið er hægt að fullyrða að framfarir hafa orðið á þeim stutta tíma sem er liðinn, ef marka má allan þann fjölda toppkynbótahrossa sem voru leidd fram í sýningu. Þetta er síðasta fjórðungsmótiö sem í augsýn á Hellu. Á næsta ári verður fjóröungsmót á Vestur- landi en svo landsmót annað hvert ár upp frá því. E.J. Dramatísk úrslitakeppni á fjórðungsmótinu - tveimur hestum vísaö úr keppni á Gaddstaða- Endalok fjórðungsmótsins á Hellu minntu um margt á landsmótslok á sama stað 1994. Nú sem fyrr lenti Hinrik Braga- son í ógæfu, missti hest sinn Gými á landsmótinu en nú var stóðhestur- inn Óður frá Brún, sem hann var með í úrslitum A-flokks, dæmdur úr leik vegna kergju en hafði staðið efstur í tveimur sýningum sem voru að baki. „Það þýðir ekki að vera með þessa kalla í merum og sýningum á sama tíma,“ segir Hinrik. „Við tók- um Óð úr merum skömmu fyrir mót og settum hann inn en vorum fljót að setja hann aftur í merarnar og náðum í hann í haga þegar A-flokks keppnin stóð yfir. Óður er hjá 36 merum á Stóra- Hofi og verður hjá þeim í ailt sum- ar, bæði gangmálin. Við gerðum þetta ekki nema af því að hann er svo spakur að hægt er að ganga að honum í haganum og ná honum því hann er á 130 hektara hólfí. Hann veut einbeitingarlaus í úr- slitunum og vildi ekki gera það sem ég ætlaðist til af honum. Ég er ekki ósattur við dóminn en hef þá tilfinn- ingu að hann hefði haft þetta,“ seg- ir Hinrik Bragason. Það hafa heyrst sögur um að ver- ið sé að gera hlutafélag um Óð og verði seldir tuttugu hlutir sem hver verður fyrir þrjár merar. Áætlað verð hestsins verður þá rúmlega tíu milljónir króna. Annar stóðhestur, Hjörvar frá Ketilsstöðum, skaust upp í efsta sætið í úrslitum í A-flokki. Fjórir af átta gæðingum í úrslita- keppninni í A-flokki voru stóðhest- ar. I B-flokki sigraði Þyrill frá Vatns- leysu en hann stóð efstur á fjórð- ungsmóti hestamanna á Norður- landi sumarið 1993. I úrslitakeppni B-flokksins var öðrum hesti vísað frá keppni. Far- sæll frá Amarhóli var talinn vera haltur og fékk ekki einkunn. Nýjungin bauö upp á spennu Hið nýja fyrirkomulag gæðinga- keppninnar bauð upp á mikla spennu. Fyrst voru allir gæðingarnir dæmdir og voru fjórir keppendur inni á hringvellinum í elnu. Tutt- ugu hæst dæmdu keppendurnir héldu áfram í milliriðil og eftir keppni hvers hests fyrir sig komust átta keppendur í úrslit. Einungis tveir hestar náðu að Vignir Siggeirsson knapi á Þyrli frá Vatnsleysu, sem sigraöi í B-flokki gæöinga, Hafliöi Halldórsson á Nælu sem varð í ööru sæti en jafnframt sigraði Hafliöi i töltkeppninni á Nælu og lengst til hægri er Erling Sigurösson á Feldi. DV-mynd E.J. halda efsta sætinu í öllum þremur sýningunum. Þyrill frá Vatnsleysu, sem var stýrt af Vigni Siggeirssyni, og Hrafn frá Hrafnagili, sem stóð efstur í ungmennaflokki, en knapi hans var Ragnar É. Ágústsson í Sörla. Óður frá Brún stóð efstur í A- flokki í tveimur fyrstu sýningunum, í unglingaflokki var skipt þrisvar sinnum um keppanda á toppnum og í barnaflokki sigraði Silvia Sigur- bjömsdóttir eftir að hafa náð topp- sætinu í milliriðli. Það er athyglisvert að einungis helmingur þeirra sextán hesta- mannafélaga sem stóðu að fjórð- ungsmótinu komu knöpum í úrslit í gæðingakeppninni. Fáksmenn voru sem fyrr dugleg- astir og komu sextán keppendum í úrslitasæti, af þeim fjörutíu sætum sem vora í boði. Heimamenn í Geysi voru með sjö úrslitasæti og fimm knapar í Sörla komust í úrslit en kepptu allir í unglinga- og ungmennaflokki. Þar er greinilega vel staðið að ung- knapastarfi. Unglingar í hestamannafélögun- um á höfuðborgarsvæðinu hafa safnað saman aur til að kaupa ásetuverðlaun sem vora veitt á fjórðungsmótinu. í bamaflokki hlaut Silvía Sigur- björnsdóttir (Fáki) verðlaunin, í unglingaflokki Hinrik Þ. Sigurðsson (Sörla) og í ungmennaflokki Ragnar E. Ágústsson (Sörla). Daníel Jónsson hlaut verðlaun Félags tamningamanna. Fór í veiði milli atriða I töltkeppninni sigraði hryssan Næla frá Bakkakoti en hún hefur verið nánast ósigrandi í tölti undan- farin ár. Knapinn Hafliði Halldórsson var mjög slakur á meðan á fjórðungs- mótinu stóð og sama dag og hann sigraði i töltkeppninni sleit hann upp sjö laxa úr Rangá sem rennur við Gaddstaðaflatir. Gaf verðlaun á afmælisdag- inn Guðni Kristinsson, bóndi á Skarði í Holta- og Landsveit, gaf öll verðlaunin í töltkeppnina. Guðni varð sjötugur á laugardeginum er úrslit töltkeppninnar voru háð. Guðni á einnig tvö sneggstu hlauparana í 350 metra stökkinu en þeirri grein hefur hann haldið uppi að mestu leyti undanfarin ár. Urslitasæti Félag Fákur Geysir Sörli Hörður Andvari Gustur Ljúfur Máni A—fl. 5 1 5 1 1 0 0 0 B-fl. 4 2 0 1 0 0 1 0 Böm 4 2 0 0 1 1 0 0 Ungl. 1 1 2 1 1 1 0 1 Ungm. 2 1 3 1 0 0 1 0 Landsmótsígildi DV-mynd E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.