Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1996, Side 9
.U"W FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996
•» helgina 23
Það er að byrja hátíðarhelgi hjá
sönghópnum Hljómeyki. Tilefnið er
10 ára samstarf hópsins við Sumar-
tónleika í Skálholtskirkju.
Á morgun kl. 15.00 byrja tónleik-
ar í Skálholtskirkju og verða þá
flutt ýmis verk og má þá sérstaklega
nefna frumflutning á kórverki
Hildigunnar Rúnarsdóttur sem heit-
ir Þrír Davíðssálmar. Á sunnudag-
inn kl. 17.00 heldur dagskráin áfram
og messað verður við sálmaútsetn-
ingar Hildigunnar.
Sönghópurinn Hljómeyki var
stofnaður árið 1974 og hefur síðan
þá komið víða við. Síðastliðin ár
hefur þungamiðja starfseminnar
verið að flytja ný tónverk á Sumar-
tónleikum í Skáíholtskirkju.
Boðið verður upp á barnagæslu í
Skálholtsskóla meðan á tónleikum
stendur og er aðgangur ókeypis.
-ilk
Vinabæjamót um helgina
Á morgun verða tónleikarnir í
Reykjahlíöarkirkju viö Mývatn.
Sumar-
tónleikar á
Norður-
landi
í sumar er tíu ára afmæli Sumar-
tónleika á Norðurlandi en það er
tónleikaröð sem vakið hefur mikla
og verðskuldaða athygli. Fyrsta tón-
leikaröðin hófst nú í vikunni í Dal-
víkurkirkju. í dag verða tónleikar í
Þóroddsstaðarkirkju í Köldukinn og
hcfjast þeir kl. 21.00. Það eru hjónin
Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari
og Hörður Áskelsson, organisti í
Hallgrímskirkju, sem flytja ýmis
tónverk. Á morgun, laugardag,
verða þau í Reykjahlíðarkirkju við
Mývatn kl. 21.00 og á sunnudag í
Akureyrarkirkju og byrja tónleik-
arnir þar kl. 17.00.
Tónleikar þeirra hjóna standa í
eina klukkustund og aðgangur er
ókeypis. -ilk
DV, Óiafsfirði_______________________
@megin:Það verður mikið um að
vera í Ólafsfirði um helgina því þá
fer fram vinabæjamót. Gestir frá
Karlskrona, Hillerod, Lovisa og
Horten/Borre dvelja í firðinum í
þrjá daga. Alls er búist við á þriðja
hundrað gesta sem flestir gista í
heimahúsum á víð og dreif um bæ-
inn.
Mótið hefst á föstudag þegar geng-
ið verður fylktu liði með 70 manna
norska skóla-lúðrahljómsveit í
broddi fylkingar gegnum bæinn að
hátíðarsvæðinu þar sem hátíðin
verður formlega sett. Jafnframt
hefst sýning á verkum Svavars
Guðnasonar listmálara. Sögusýn-
ingin, Horfðu glaður um öxl, eftir
Guðmund Ólafsson verður á dag-
skrá fostudagsins svo og tónleikar
Lovisakórsins. Kvöldhóf allra félaga
í bænum verður um kvöldið og
sundlaugarparti fyrir unglinga.
Laugardagurinn hefst á
Tröllaskagatvíþrautinni og síðan
fundi bæjarstjórna vinabæjanna.
Hægt verður að fara í siglingu eða
veiðiferð út á fjörð, stunda hesta-
mennsku, fara í golf o.fl. um daginn
en lokahóf fer fram í iþróttamið-
stöðinni á laugardagskvöld. Ef veð-
ur leyfir verður útiguðsþjónusta við
Tjarnarborg á sunnudagsmorgun-
inn en gestirnir halda heim á leið
eftir hádegi. -HJ
Ferðafélag Skagfirðinga:
Trölli og Mælifellshnjúkur
Ferðafélag Skagfirðinga stendur fyrir gönguferðum um helgina. Á morg-
un, laugardag, verður gengið um eyðibýlin Kálfárdal, Selhóla og Trölleyri.
Kálfárdys verður skoðuð og gengið á bak við Tröllafoss. Lagt verður af stað
kl. 10.00.
Á sunnudag verður gengið á Mælifellshnjúk úr Mælifellsdal og lagt af
stað kl. 14.00. Göngferðirnar eru báðar fremur auðveldar og lagt verður af
stað í þær frá Verknámshúsi FNV og geta allir farið með sem vilja. Það eru
þeir Magnús Ingvarsson og Böðvar Finnbogason sem verða leiðsögumenn.
-ilk
Viöurkenningarskjöl Trölla verða afhent.
Fjölbreytileiki
í Flóa
Húsdýragarðurinn að Þingborg í
Flóa hefur nú hafið starfsemi sína
og er hann opinn alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.00 til 17.00. í
garðinum má sjá fjölbreytt úrval
húsdýra og lögð er áhersla á að
börnin geti fengið að snerta þau og
gefa þeim. Einnig er teymt undir
börnum á þægum hestum.
Um helgar eru nú sýningar á
ýmsum gömlum vinnubrögðum. Nú
um helgina verða ullarvinnslukon-
urnar á Þingborg að störfum. Þær
munu rýja sauðfé og vinna úr ull-
inni á staðnum en þær hafa stund-
um keppt í þessari sérstöku hand-
list.
Ekki er vafi á að bæði er fróðlegt
og skemmtilegt fyrir alla fjölskyld-
una að koma við á Þingborg, ekki
sist yngri kynslóðina, sem sífellt á
minni kost á að kynnast húsdýrun-
um og lífinu til sveita. -ilk