Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1996, Blaðsíða 12
26 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 myndbönd MYNDBAHDA m i +** föríi PÓLITÍSKT DRAMA Oliver Stone er einn umdeildasti leikstjórinn í Hollywood og ekki vanur aö taka með silkihönskum á viðfangsefnum sínum. Því kemur hófsemi hans í Nixon nokkuð á óvart, þótt óneitanlega votti fyrir samsæriskenningum og allavega einu samkynhneigðu illmenni. Nixon sjálfur er hins vegar hvorki algóður né alvondur. Segja má að hann sé bæði hetja og skúrkur. Bæði er sagt frá pólitískum ferli hans, með áherslu á baráttu hans við Kennedy, forsetatið hans og sérstaklega aðdraganda afsagnar hans, og einnig persónulegu lífi hans, samskiptum við eiginkonu sína og uppvaxtarárum. Mikið einvalalið leikara fer með hlutverk í myndinni, eins og siður er í stórmyndum í Hollywood, en fremstur í flokki fer Anthony Hopkins, sem leikur Nixon sjálfan. Anthony Hopkins hefur áður sýnt að hann veldur hvaða hlutverki sem er og ekki gat ég heyrt annað en að hann væri með ameríska stórlaxahreiminn á hreinu. Mikið af ósönnuðum og vafasömum alhæfíngum rýra sögulegt gildi myndarmnar, en hún er fyrsta flokks pólitískt drama, enda leiddist mér aldrei þótt hún sé rúmlega þriggja tíma löng. -PJ NIXON. Útgefandl: Myndform. Lelkstjórl: Ollver Stone. Aðalhlutverk: Anthony Hopklns. Bandarisk, 1995. Sýnlngartími: 190 mín. Leyfð öllum aldurshópum. GEÐSJÚKUR SNILLINGUR vhw Mikið hefur verið látið af þessari mynd og ættu flestir að vita um hvað hún fjallar. Raðmorðingi, sem fremur sin illvirki með dauðasyndimar sjö að leiðarljósi, gengur laus og Pitt og Freeman sjá um rannsókn málsins. Áhorfendur eru síðan leiddir í gegnum þrauthugsaða og þaulskipulagða atburðarás, þar sem söguþráðurinn heldur ákaflega vel vatni, en verður ansi fyrirsjáanlegur í lokin. Mikið er lagt í umgjörð myndarinnar. Klipping og myndataka eru fyrsta flokks og meira er lagt í titlana en í flestum öðrum myndum. Myndin er því vel stílíseruð. Freeman er góður og Pitt enn betri, en gallinn við myndina er efnið og niðurstaðan. Myndin veltir sér á einkar ógeðfelldan hátt upp úr subbulegum kvalalosta og ómennsku og kemst síðan að þeirri niðurstöðu að gjörðir brjálæðingsins hafi átt nokkurn rétt á sér, jafnvel að hugsanlega séum viö skrýtnari en hann. Geðveikt illmenni er hafið til skýjanna sem misskilinn snillingur með sterka siðferðiskennd (!?!!), enda stendur þrjóturinn uppi sem sigurvegari á sinn hátt. Leikstjórinn David Fincher sýnir tilþrif og nýtir sér nýja MTV hasarmyndastílinn sem er kominn til að vera. -PJ SEVEN. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: David Fincher. Aðalhlutverk: Brad Pltt og Morgan Freeman. Bandarísk, 1995. Sýningartíml: 122 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. rJ ★★★'i SÍÐASTA MYND RIVER PHOENIX Þetta er síðasta myndin sem River Phoenix lék í og hefur það tekið myndina fjögur ár að komast í dreifingu hérlendis. Sennilega hefur hún ekki þótt nógu seljanleg fyrr en eftir að River Phoenix dópaði sig til dauða og vekur það upp spumingar um það hverju við erum að missa af, því Silent Tongue er stórgóö mynd. I henni segir frá ungum manni (Phoenix) sem er sturlaður af sorg yfir láti eiginkonu sinnar og vaktar lík hennar dag og nótt. Til að reyna að bjarga geðheilsu hans heldur faðir hans af stað til að finna systur látnu konunnar, sem hann trúir að geti læknað sálu hans, en á meðan magnast upp andi látnu konunnar, sem er full haturs á syrgjandi eiginmanni sínum og krefst þess að hann brenni lík hennar og sleppi henni þar með lausri inn í næsta heim. Myndin hefur seiðmagnað yfirbragð indíánatöfra og heldur manni vel við efniö, ásamt því að vekja til umhugsunar. Draugur eiginkonunnar er vel stílfærðuf og mjög óhugnanlegur. River Phoenix stendur sig vel í lokamynd sinni, en Richard Harris og Alan Bates stela þó senunni í þessari mögnuðu mynd. -PJ SILENT TONGUE. Útgefandl: Bergvík. Leikstjóri: Sam Shepard. Aðalhlutverk: Richard Harrls, Alan Bates og River Phoenlx. Bandarísk, 1992. Sýningartím! 97 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. ÞROSKASAGA **** @ Myndin gerist í litlu þorpi við landamæri írlands og Norður-írlands. Matt Keeslar leikur Danny, ungling sem missir móður sína og gefst fljótlega upp á að þjóna kröfuhörðum og íhaldssömum föður sinum. Hann heldur til hjá vini sínum og verður fljótlega ástfanginn. Fjölskylda ástkonu hans hatast við hann og faðir hans er stöðugt að reyna að hafa vit fyrir honum og vill að hann fari til New .York í háskóla. Þremenningamir reyna að leiða þetta hjá sér og njóta lífsins, en hver ógæfan rekur aðra og Danny neyðist til að horfast í augu við grimman veruleikann. Myndin blandar saman húmor og harmleik, en í heild er hún þroskasaga sem veltir upp ýmsum spurningum um mannlegar tilfmningar og breytni og lemur ekki boðskapinn í hausinn á manni með sleggju. Matt Keeslar leikur vel í aðalhlutverkinu en fellur þó í skuggann af meðleikurum sínum, Anthony Brophy, Victoria Smuifit og Albert Finney, sem öll eru frábær. Þessi mynd sýnir muninn á listaverki og afþreyingu. -PJ THE RUN OF THE COUNTRY. Útgefandi: Skífan. Lelkstjórl: Peter Yates. Aðalhlutverk: Matt Keeslar, Albert Flnney, Vlctoria Smurfit og Anthony Brophy. Bandarisk, 1995. Sýningartíml: 104 mín. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Myndbandalisti vikunnar 2. júlí til 8. júli ‘96 o jtt| FYRRI SÆTI VIKA 1 VIKUR Á LISTA ífwwltej 1 3 i TITILL WmSsUSHKStmSIX ÚTGEF. TEG. 1 i 1 Assassins Warner -myndir Spenna ■P Ný 1 1 Ace Ventura when Nature Calls j Warner -myndir i Gaman 3 j 2 ! 4 ! Dangerous Minds Sam-myndbönd . Spenna '1 m 4 3 i j 4 i '■ Goldeneye l Warner -myndir J Spenna 5 i 6 2 American President j ClC-myndir j Gaman 6 ■:!;;! 4 í • i Net J Skífan Spenna 7 5 i 7 i Usual Suspect Sam-myndbönd Spenna 8 ! 7 3 i A Walk in the Clouds i Skífan ' •'3)1 Drama 19 i Ný * : To Die for Sam-myndbönd ! Spenna 10 i 11 i * . j 2 §t; i J Nixon Myndform J J Drama 11 i 13 1 9 1 i L i The Scarlett Letter ! Skífan ! Drama 12 10 j i ! 8 ! Crimson Tide Nine Months ggjBjgl Sam-myndbönd Spenna 13 1 9 ! 9 ! J Skífan J Gaman .4 1 j 8 J ' - ' ) 1 4 ! J 4 > . J Einkalíf |jMMtag Myndform J Gaman 15 L, 12 ::Y'am*lesæwr i 5 1 „, i Hideaway 1 Skífan I Spenna 16 ? 19 J J K ‘ j 6 j SPÍÍSSBlí Silent Fall y J: Sam-myndbönd ] Spenna 17 ! 16 9 ) 3 ) j J J 2 1 tÖÁ'1 : -L Jade ClC-myndir Spenna J 18 J. 14 Suite 16 bhhmmbhhi j Háskólabíó j Spenna 19 j 18 1 7 1 J 7 J To Wong Foo i ClC-myndir j Gaman 20 ! 17 J > 1 6 ! j Basketball Diaries ! ispSiiK® Myndform Drama Topp 20 myndbönd landsins: Assassins vinsælust Assassins Sylvester Stallone og An- tonio Banderas Robert er leigu- morðingi sem lengi hefur verið talinn sá besti. Samt sem áður hefur hann lengi reynt að finna ieiðir til að hætta. Hann Verður því að taka á öllu sem hann á þegar hann verður sjálfur skot- mark leigumorðingja sem heitir Migu- el. Sá býr yfir brjálæðislegum metnaði og hefur hugsað sér að verða sá eftir- sóttasti en til að svo megi verða verð- ur hann að ryöja Robert úr vegi. Það á þvi mikið eftir að ganga á þegar þessir tveir fá sama verkefnið. Þeim er báð- um faliö að myrða konu að nafni El- ectra. Robert ákveður að nota þetta tækifæri til að losna úr bransanum og ásamt Electru reynir hann að brjóta sér leið til frelsis. En fyrst þurfa þau að lósna við hinn kappsama Miguel. Ace Ventura: When Nat- ure Calls Jim Carrey Ace er truflaður við hugleiðslu í af- skekktu Búddha klaustri þar sem hann hefur leitað sáluhjálpar og huggunar eftir að hafa mistekist að bjarga lífi þvottabjarnar. Sá sem trufl- ar hann er breskur konsúll i afrísku smáríki og erindið er að fá Ace til að hafa uppi á horfinni leðurblöku sem er heilagt dýr í augum eiganda sinna, hins friðsama Wachati ættbálks. Finn- ist leöurblakan hins vegar ekki fljót- lega þá er örlögunum storkað og stór- hætta á að ættflokkastríð brjóstist út. En til að Ace takist þetta veröur hann að snúa á hættulega óvini. Dangerous Minds Michelle Pfeiffer Johnson hafði lengi dreymt um að fá tækifæri til að kenna. Og þrátt fyr- ir að eiga fyrir höndum stöðu- hækkun innan hersins eftir niu ára störf þar greip hún umsvifalaust tækifærið þegar það gafst og gerðist kennari krakka sem kerflð skilgreindi sem vandræðabörn. Þetta voru unglingar sem lent höfðu í miklum mótbyr í lífinu, voru fyrir löngu búnir að missa trúna á framtíð- ina og treystu engum. En eftir að Johnson kom til sögunnar breyttist líf þeirra svo um munaði. Henni tókst með ötulli baráttu og ótrúlegri þraut- seigju að hleypa vonarneista inn í líf þeirra og blása þeim í brjóst löngun- inni til að takast á Við andstreymið og sigra. $ f. N It Goldeneye Pierce Brosnan og Sean Bean Hryðjuverkahópur með aðsetur í Sov- étríkjunum hefur komist yfir háþró- aða herþyrlu og Guilaugað, stór- hættulegt hátækni- vopn sem hefur verið þróað í sam- vinnu breskra og sovéskra vísinda- manna. Stórhætta vofir yfir því að hugmyndin er að beita vopninu svo fljótt sem auðið er. Eini maðurinn sem getur stoppað þetta er James Bond og hann heldur því til Sovétríkjanna í leit að bækistöðvum. Þar kemst hann að því að einn af foringjunum er einn hæst setti herforingi Rússlands. Þetta gerir leit hans mun erfiðari og vanda- málin flóknari og hættulegri úrlausn- ar. Áður en yfir lýkur á hann eftir að lenda í hinum svakalegustu aðstæðum sem venjulegir menn ættu ekki mögu- leika að sleppa lifandi frá en Bond er enginn venjulegur maður. American President Michel Douglas og Annette Ben- ing Forseti Bandarikj- anna, Andrew Shephard sinnir sínum veigamiklu störfum af kost- gæfni og nýtur mikilla vinsælda meðal fólksins í landinu. Kosningar eru í nánd og því reynir enn meira á kænsku hans en venjulega því að and- stæðingarnir bíða færis. Forsetinn er ekkill en þegar hin heillandi Syndey Wade kemur inn í líf hans verður hann yfir sig ástfangin. Wade er um- hverfisverndarsinni sem reynir aö koma góðum málefnum sínum áleiðis og því verður samband þehra vatn á millu andstæðinga forsetans. Ofan á þetta bætast önnur erfið mál og fara skoðanakannanir að sýna minnkandi fyigi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.