Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1996, Side 11
JLlV FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996
myndbönd»
Endurgerð
rómantísKrar
gamanmyndar
frá 1954
Stjörnur myndarinnar eru þó Harrison
Ford og Julia Ormond og mætast þar traustur
leikari sem hefur verið í fremstu röö í mörg
ár og nýstirni sem vakti fyrst athygli á síðasta
ári. Julia Ormond hefur skotist upp á
stjörnuhimininn svo hratt að hún var
eiginlega orðin stórstjama áður en fólk vissi
hver hún var. Meðal þeirra mynda sem hún
lék í á síðasta ári eru First Knight á móti
Richard Gere og The Scarlet Letter á móti
Gary Oldman.
Harrison Ford hefur verið talinn í hópi
allra stærstu nafna i kvikmyndabransanum í
mörg ár. Á fyrri hluta ferils síns byggði harih
upp almennar vinsældir með leik í vinsælum
ævintýramyndum og er hann einna
þekktastur sem Indiana Jones og Han Solo í
Star Wars. Einnig lék hann á þessum tíma í
einni athyglisverðustu framtíðarmynd fyrr og
síðar, Blade Runner. Nokkur þáttaskil urðu á
ferli hans um það leiti er hann lék í The
Witness og The Mosquito Coast, en þá öðlaðist
hann viðurkenningu sem alvarlegur leikari og
hefur frægðarsól hans risið æ siðan. Meðal
nýjustu stórmynda kappans em The Fugitive
og Patriot Games.
Þá er Sidney Pollack þrautreyndur
leikstjóri sem hefur verið að leikstýra
kvikmyndum síðan á sjöunda áratugnum.
They Shoot Horses, Don't They? frá 1969 er af
mörgum talin eitt af meistaraverkum
kvikmyndasögunnar. Af öðram myndum hans
má nefna Three Days of the Condor, Tootsie,
Out of Africa og The Firm.
Árið 1954 gerði leikstjórinn Billy Wilder
myndina Sabrina, sem byggð var á leikriti
eftir Samuel Taylor og skartaði Humphrey
Bogart og Audrey Hepburn í aðalhlutverkum.
Nú, rúmum 40 árum síðar, hefur Sidney
Pollack leikstýrt endurgerð þeirrar myndar,
með Harrison Ford, Julia Ormond og Greg
Kinnear í aðalhlutverkum, og er hún
væntanleg á myndbandaleigur þriðjudaginn
16. júlí nk.
r
Astir og
viðskipti
gjörsamlega upp úr skónum og stofnar
brúðkaupsáætlunum og fyrirætlunum
Linusar í stórhættu.
Linus neyðist því til að
gripa til örþrifaráða og
reynir hvað hann getur að
stía þeim í sundur. Hann
fer að stíga sjálfur í vængihn
við Sabrinu í von um að gera hana
fráhverfa bróður sinum, með það í huga
að láta hana róa þegar brúðkaup Elizabeth og
David er í höfn. Brátt fer þó að örla á
raunverulegum tilfinningum í garð Sabrinu
hjá ísklumpinum Linusi, sem veit ekki
hvernig hann á að takast á við tilfinningar
sínar.
Harrison Ford leikur Linus Larrabee,
leiðindagaur sem hugsar ekki um annað en að
sinna rekstri fjölskyldufyrirtækisins. Yngri
bróðir hans David, leikinn af Greg Kinnear, er
hins vegar ábyrgðarlaus glaumgosi sem lifir
hátt á fjölskylduauðnum, en vinnur ekki
handtak. Linus hefur ekki mikið álit á bróður
sínum, en sér gullið tækifæri þegar David og
Dr. Elizabeth Tyson, dóttir auðjöfurs nokkurs,
fara að draga sig saman. Með þvi að sameina
auðævi fjölskyldnanna tveggja sér hann fram
á stóraukinn gróða.
Babb kemur í bátinn þegar Sabrina (Julia
Ormond), dóttir einkabílstjóra þeirra, kemur
að heimsækja fóður sinn eftir að hafa dvalist
um árabil í París. Hún heillar David
Gamlar og
nyjar stjornur
Fyrir utan þá sem þegar hafa verið nefndir
til sögunnar eru þekktir leikarar í ýmsum
aukahlutverkum. Nancy Marchand leikur
Maude Larrabee, ættmóður fjölskyldunnar,
sem deilir áhyggjum eldi-i sonar síns af áhuga
David á Sabrinu. Faðir Sabrinu er einnig
áhyggjufullur, en hann óttast að David muni
valda henni ástarsorg. John Wood fer með
hlutverk hans. Lauren Holly leikur tilvonandi
eiginkonu David, Dr. Elizabeth Tyson, og
hlutverk foreldra hennar, sem biða
brúðkaupsins af eftirvæntingu, era í höndum
Richard Crenna og Angie Dickinson.
UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT
ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR
Þegar ég er spurð um
uppáhaldskvikmyndina
mína segi ég alltaf að
það sé Leigjandinn
eftir Roman Polanski.
Ég sá hana 15 ára
gömul í
félagsheimilinu
Sindrabæ á
Hornafirði. Þangað höfðu
þá komið einhverjir
menntaðir kennarar úr Reykjavík
og stofnað Mánudagsklúbbinn
svokallaða, sem stóð fyrir því að
sýna menningarlegri kvikmyndir
en áður hafði staðið til boða.
Myndin fjallar um mann
sem fer að leigja íbúð sem
stúlka hafði búið í og
hann
sturlast
smám
saman
og fer
að
halda að hann
sé stúlkan. Hún
var mjög dularfull
og óhugnanleg og
hafði rosaleg áhrif
á mig, en ég er
ákveðin í að sjá
hana ekki aftur, því ég
vil ekki eyðileggja
minninguna. Ég sá
Sound of Music aftur um
daginn og það voru mikil
vonbrigði. Annars er ég
bíósjúklingur og sé mikið af
kvikmyndum og sú sem ég sá
síðast var líka eftir Polanski,
Dauðinn og Stúlkan. Ég var
mjög hrifin af henni eins og
öðrum þeim myndum hans
sem ég hef séð.
SOMETHING
TO TALK ABOUT
Stórstjarnan Julia Roberts leikur
aðalhlutverkið
í þessari mynd
og í öðrum
hlutverkum
era Dennis
Quaid og
Robert Duvall.
Something To
Talk About er
gamanmynd
sem segir frá
Grace, sem er
ung og hamingjusöm kona í
fullkomnu hjónabandi, að því er
virðist. En þá kemst upp um
framhjáhald eiginmannsins og
glansmyndin hrynur í einu vetfangi.
Grace sér að hún verður að
endurmeta stöðu sína og gera upp
málin við eiginmanninn.
Leikstjórinn Lasse Hallstrom hefur
gert garðinn frægan með myndum
eins og Mit Liv Som En Hund og
What's Eating Gilbert Grape.
JURY DUTY
SPORVAGNINN GIRND
Hér segir frá vitleysingnum Tommy
Collins, sem er kallaður til að sitja í
kviðdómi í morðmáli. Það reynast
hin mestu mistök
hjá
dómsyfirvöldum,
því Tommy verður
svo hrifinn af
hlunnindunum
sem starfinu fylgja
að hann beitir
öllum
bolabrögðum til að
draga málið á
langinn, þótt sekt
sakborningsins sé
augljós. Ekki dregur nærvera
glæsikvendisins Monica Lewis úr
áhuga hans á starfinu, en að lokum
dregur til tíðinda. Nýstirnið Pauly
Shore leikur aðalhlutverkið ásamt
Tia Carrera úr Wayne‘s World og
True Lies.
Þessi sjónvarpsmynd er byggð á
einu af frægustu leikritum í
bandarískri leikhúsmenningu, A
Streetcar Named
Desire eftir
Tennessee
Williams.
Söguþráðurinn er
á þá leið að
Blanche DuBois
kemur til að
dveljast hjá systur
sinni Stellu og
eiginmanni
hennar Stanley
Kowalski, en þau
búa í grámyglulegu fátækrahverfi í
New Orleans. Blanche hefur búið
við velmegun og óheflaður
heimilisfaðirinn hefur ímugust á
henni. Mikil spenna myndast milli
þeirra og að lokum hlýtur að koma
til uppgjörs. Jessica Lange, Alec
Baldwin, John Goodman og Diane
Lane era í aðalhlutverkum.
Askrifendur fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
o\W milli hinynx
Smáauglýsingar
4
550 5000