Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1996
Fréttir______________. __________________________
Nær einn af hverjum finun skjólstæðingum SÁÁ hefur sprautað sig í æð, segir yfirlæknir:
Bærinn virðist hafa flotið
í amfetamíni í vetur
- sprautuflklum snarQölgar og meirihluti þeirra fær lifrarbólgu
Nákvæm rannsókn hjá SÁÁ hef-
ur leitt í ljós að fjöldi sprautufikla
sem leita til stofnunarinnar hefur
stóraukist og meirihluti þeirra fær
lifrarbólgu C sem er „stórkostlegt
heilbrigðisvandamál" hér á landi,
að sögn yfirlæknis. Nú er svo kom-
ið að þegar sjúklingur innritast á
Vog eru líkumar nær 1:5 að við-
komandi hafi sprautað sig í æð.
„Allur bærinn virðist hafa flotið í
amfetamíni í vetur," sagði Þórarinn
Tyrfingsson yfirlæknir sem hefur
haldið tölur yfir ástandið allt til
dagsins í dag - framboð amfetamíns
og neysla hafi „aukist rosalega".
í ársskýrslu SÁÁ fyrir árið 1995,
sem nú er að koma út, kemur fram
að sprautufiklar sækja í vaxandi
mæli í ópíumefni sem ávísað er af
læknum hér á landi. „Nú er þetta
orðið slíkt vandamál að sérstakra
viðbragða er þörf af hálfu lækna og
lyfsala," segir í skýrslunni. Mest
hefur verið sóst eftir lyfinu fortral
en efnum eins og morfín og kódín
hefúr einnig verið ávísað.
Þórarinn segir að áður fyrr hafi
sprautufíklar aðallega verið „öðra
hvoru megin“ við þrítugt en nú séu
20-24 ára ungmenni orðin mestu
sprautufíklamir - neytendur verða
stöðugt yngri.
Sprautufiklar eru jafiian líkam-
lega veikari en aðrir vímuefnaneyt-
endur og fá miklu oftar sýkingar.
Liðlega 60 prósent þeirra sem
sprauta sig reglulega i æð hafa feng-
ið C-lifrarbólgu. Rannsóknir sýna
síðan að 70 prósent þessara sjúk-
linga losa sig ekki við veiruna og fá
langvinna lifrarbólgu. Þeir verða
því áfram smitandi og þurfa að vera
undir læknishendi. „Hér er því um
að ræöa stórkostlegt heilbrigðis-
vandamál sem mun á komandi
árum fjölga tilfellum af skorpulifúr
verulega frá því sem nú er,“ segir í
skýrslunni.
„Eftir 10-15 ár munu tíu einstakl-
ingar deyja á ári úr lifrarbilun
vegna C-lifrarbólgu ef svo heldur
fram sem horfir," sagði Þórarinn.
Mótefni gegn alnæmi hefur ekki
fundist hjá umræddum einstakling-
um sem könnun SÁÁ náöi til - það
er talið „slembilukka“. Hins vegar
eru alnæmi og lifrarbólga fastir
fylgifiskar amfetamínneyslu erlend-
is og ekki ástæða talin til að ætla
annað en að svo verði einnig hér á
landi.
-Ótt
Sameiningarmál Alþýðuílokks og Þjóðvaka:
Þingflokkur Þjóðvaka
að bjarga eigin skinni
Eggert Þorfinnsson, skipstjóri á Oddeyrinni EA, í stólnum sínum i brúnni.
DV-mynd gk
60 tíma bið eftir að loðnulöndun lauk:
Ástandið svipað og
fyrir þremur árum
- segir skipstjórinn á loðnuskipinu Oddeyrinni
„Það sem er að gerast í þessum
málum er aðeins eitt Þingflokkur
Þjóðvaka er að bjarga eigin skinni í
pólitíkinni og sækir því eftir sam-
einingu við Alþýðuflokkinn. Þar á
bæ er gríðarlegur áhugi fyrir sam-
einingu. En síðan spyrja kratar
hvað er Þjóðvaki annað en þing-
flokkurinn ef marka má skoðana-
kannanir?
Jóhanna Sigurðardóttir er eini
þingmaður Þjóðvaka sem hefur lít-
inn áhuga á að sameinast þingfiokki
krata. Það hefur því verið Ágúst
Einarsson sem hefur haft forystu
fyrir Þjóðvakafólkinu og Svanfríður
Jónasdóttir var með honum í óform-
legum viðræðum við Jón Baldvin
Hannibalsson í vor. Jón Baldvin
hefur boðið þessa þingmenn vel-
komna og búið, punktur basta,“
sagði einn af þingmönnum Alþýöu-
flokksins í samtali við DV um sam-
einingarmálin.
Svanfríður Jónasdóttir viöur-
kennir í samtali við DV að hafa,
ásamt Ágústi Einarssyni, átt óform-
lega fundi með Jóni Baldvin í síð-
astamánuði.
„Út úr þeim fundum kom ekkert
ákveðið og því era engar fréttir af
þessu máli,“ hún.
Samkvæmt heimildum DV mimu
þeir Ágúst og Jón Baldvin hafa
komið sér saman um eitthvert fram-
hald þessara viðræðna þegar þeir
koma úr sumarfríi en Jón Baldvin
er á Spáni en Ágúst Einarsson í
Bandaríkjunum.
Ástæðan fyrir því að Jóhanna
Sigurðardóttir fékk ekki að vita um
þessa óformlegu fundi fyrr en eftir á
er auðvitað sú að hún er andvíg
sameiningu við Alþýðuflokkinn
nema Alþýðubandalagið verði með.
Því er einnig haldið fram að þess-
ir óformlegu fundir hafi orðið til
þess að Margrét Frímannsdóttir,
formaður Alþýðubandalagsins,
skrifaði formönnum Þjóðvaka, Al-
þýðuflokks og þingflokksformanni
Kvennalista bréfið fræga um sam-
starf flokkanna. Þetta bréf olli
nokkra uppnámi í Alþýðubandalag-
inu. Það hefur fengist staðfest að
það bréf kom mjög snöggt upp, svo
snöggt að það gafst ekki tími til að
kynna það fyrir öllum þingmönnum
flokksins nema símleiðis. Nú er full-
yrt að ekkert sé að gerast innan Al-
þýðubandalagsins í þessu máli.
DV, Akureyri:
„Það sem er mest svekkjandi við
þetta er að það sitja ekki allir við
sama borð. Sumar bræðslumar eiga
skip og þau hafa forgang hjá þeim
og svo era aðrar bræðslur með
samninga við sérstök skip sem hafa
forgang,“ segir Eggert Þorfmnsson,
skipstjóri á loðnuskipinu Oddeyr-
inni frá Akureyri.
Oddeyrin kom til Siglufjarðar á
mánudag og landaði fullfermi, eða
um 700 tonnum. Skipinu var síðan
siglt til Akureyrar og við tók svo 62
tíma löndunarstopp þar sem bræðsl-
urnar hafa ekki undan.
Eggert segir meginhluta mannskap-
arins á Oddeyrinni vera frá Akur-
eyri en þeir sem eiga heima lengra
í burtu hafi haldið heim á leið.
Hann segir að siglingin á miðin hafi
tekið um 17 tíma að undanfomu en
Samkvæmt bráðabirgðaaflatölum
stefnir í metafla á fiskveiöiárinu, en
heildarafli er þegar orðinn 1.570
þúsund tonn. Fyrstu sex mánuði
almanaksársins varð heildarafli
landsmanna 1.200 þúsund tonn sem
er 18% meira en var á síðasta ári og
verðmæti aflans er 28,1 milljarður
og hefur aukist um tæp 5% miðað
við sama tíma í fyrra.
þau era um 170 mílur norður af
Sléttu. Þá hefur tekið allt að 10 tím-
um að fylla skipið og síðan tekur
við sigling í land að nýju, löndun og
löndunarbið.
„Ástandið hefur aldrei verið svona
slæmt áður en því veldur ýmislegt
s.s. fullkomnari skip með meiri af-
kastagetu en áður og fleiri um veið-
amar sem hafa gengið mjög vel.“
Eggert hefur verið til sjós í yfír 30
ár og lengi fengist við þann dyntótta
fisk loðnuna. „Ástandið núna minn-
ir nokkuð á það sem var fyrir þrem-
ur árum en við höfum verið að
veiða loðnu sem hrygndi í fyrra og
lifði af. Svo er alveg eftir að veiða
úr 1,5 milljóna tonna kvótanum sem
gefinn hefur verið út. Ég er bjart-
sýnn á framhaldið núna, biðin í
landi er þó svekkjandi en það þýðir
ekkert annað en taka þessu," segir
Eggert. -gk
Aukningin er fyrst og fremst í
loðnu en loðnuveiðar á árinu eru
46% meiri en á síðasta fiskveiðiári.
Þá hefur þorskur aukist um rúm
8%, steinbítur um 23%, úthafskarfi
tvöfaldast og annar botnfiskur um
23%. Botnfiskur í heild hefur aukist
um tæp 4% og er um 408 þúsund
lestir.
-SÁ
Eldur í
raðhúsi
„Það var mjög mikill reykur
þarna enda kom í ljós að rasla-
tunnugeymsla logaði og fimm
eða sex tunnur voru alveg
brunnar niður þegar við kom-
um,“ segu- Marteinn Geirsson,
varðstjóri slökkviliðsins í
Reykjavík, eftir að fljótt og vel
gekk að slökkva eld i Rangárseli
16 í nótt. Húsið er raöhús með
íbúðum á tveimur hæðum og
sluppu íbúðirnar að mestu við
reyk. Verkstæði á jarðhæðinni
varð fyrir einhverjum reyk-
skemmdum þar sem eldurinn
hafði náð í bílskúrshurð sem
skilur verkstæðið og rusla-
geymsluna aö. -sv
Stuttar fréttir
Tívolíið þreytandi
íbúar Gijótaþorps hafa kvart-
að við borgarráð undan ferðatí-
volíi á Miðbakka. Þeir segjast
orðnir þreyttir á að taka þátt í
skralli annars fólks. Tíminn seg-
ir frá.
R-iistinn skelfur
Yfirlýsingar Sigrúnar Magn-
úsdótfur, oddvita R-listans, um
að í lagi sé að flytja Landmæling-
ar úr Reykjavík hafa valdiö
skjálfta innan borgarstjórnar-
meirihlutans. Alþýðublaðið
greinir frá.
Jarðskjálftaæfingar
Meira en 2.000 hermenn frá
NATO-ríkjum munu koma til ís-
lands í júli að ári til að æfa við-
brögð við Suðurlandsskjálfta.
Mikill áhugi á þátttöku er í A-
Evrópuríkjum. Morgunblaðið
segir frá.
Herdís á peningana
Norræn verðlaun, sem Herdís
Storgaard, fulltrúi hjá SVFÍ,
fékk fyrir að vinna gegn
bamaslysum eru hennar eign en
ekki SVFÍ, samkvæmt sameigin-
legri yfirlýsingu beggja.
268 hreindýr
Umhverfisráðherra hefúr leyft
að veiða 268 hreindýr á þessu
ári. Þetta eru 23 dýrum færra en
mátti veiða í fyrra. Morgunblað-
ið segir frá.
Magnesíumverksmiöja
Ákvörðun verður tekin um
arðsemisrannsókn vegna mag-
nesíumverksmiðju á Suðurnesj-
um í lok þessa mánaðar. Hita-
veita Suöurnesja vill að ríkið
taki þátt í málinu. Tíminn grein-
ir frá þessu.
-SÁ
-S.dór
Erlend hjón voru flutt á slysadeild eftir aö bifreiö þeirra valt á Kjósarskarðs-
vegi um kvöldmatarieytiö í gærkvöldi. Konan var flutt meö sjúkrabíl en bíl-
stjórinn virtist minna meiddur og fór meö lögreglunni. Þau voru á bílaleigu-
bíl og skemmdist bíllinn nokkuö. DV-mynd S
Þú getur svarað þessari
spurningu meö því að
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Já 1 Noí 2
j rödd
FOLKSINS
9041600
Eiga vinstri flokkarnir
að sameinast?
Yfirstandandi fiskveiðiár:
Líklega metaflaár