Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 Sandkorn Fjölskylduferð Ólympíuleik- arnir í Atlanta í Bandaríkjun- um hefjast um næstu helgi. Islenski þátt- takendahópur- inn er kominn vestur og eins og svo oft áöur hafa ólympíu- nefnd og for- menn tveggja íþróttasam- bandanna, sem eiga þátttakendur á leikunum, oröiö að athlægi. Enn einu sinni eru far- arstjórar og þjálfarar mun fleiri en íþróttafólkiö eða 13 en íþróttamenn- imir aöeins 9. En rúsínan í pylsu- endanum er samt grínið í sambandi við eiginkonur formanna Sundsam- bandsins og Frjálsíþróttasambands- ins. Þær fara báðar með mönnum sínum á leikana skráðar sem farar- stjórar. Annar formaðurinn hefur játað þetta sem mistök sín en segir of seint að breyta þessu. Hinn sér ekkert athugavert við að taka kon- una með. Á sama tima og þessi fjöl- skylduferð er farin á ólympíuleik- ana sitja tveir frjálsíþróttamenn eft- ir heima vegna þess að þá vantar einhverja örfáa sentímetra upp á ólympíulágmörk sem fararstjórarnir krefjast að þeb- nái. Kraftaverk Fuborðin kona, sem átti þrjá syni milli tvítugs og þrít- ugs, sem allir voru enn í for- eldrahúsum, spurði vin- konu sína að því hvort hún vissi hvað væri sameigin- legt með ung- um mönnum í dag og Jesú Kristi. Vinkonan vissi það ekki. Þá sagði móðirin að ungu mennirnir byggju heima hjá foreldr- um sínum fram til þrítugs og ef þeir geröu handarviðvik þá væri það kraftaverk. Hörð refsing Tveir þekkt- ustu menn Bretlands á stiðsárunum síðari voru þeir Winston Churchill og Montgomery marskálkur. Churchill var mikill lífsnaut- namaöur bæði i mat og drykk en Montgomery var grænmetisæta. Einu sinn var það upplýst í breska þinginu að Montgomery hefði boðið tveimur þýskum herforingjum, sem hann hafði tekið til fanga, í mat. Þetta þótti þingmönnum óhæfa og kröföust skýringa af Churchill for- sætisráðherra. Hann stóð upp og spurði þingmenn hvort þeir gætu hugsað sér verri refsingu en að vera boðinn í mat hjá Montgomery hershöfðingja. Þingheimur sprakk úr hlátri og málið var ekki meira á dagskrá. Svonaer hietinn maður Sigurður Páls- son skólastjóri er höfundur flámælgivís- unnar um veiði manninn sem sá siel- unginn upp við á og viö birtum í Sand- komi á dögun- um. Sigurður hafði samband og benti okkur á tvær villur í vis- unni og því verður hún birt hér aft- ur. Hann sagði líka að skrifa ætti „sielung" en ekki „selung" því þannig væri framburðurinn á Aust- fjörðum. Vegna þessa birtum við visuna aftur. Lá í felum upp við á eygði sielung stóran. í stígvélum óðar þá út í hielinn fór’ann. Og svona til gamans, vegna þess að nú er heitasti timi áírsins, er við hæfi að birta aðra flámælgivísu eft- ir Sig urö Pálsson. Hörmung að vieta, hart er flet, hér eg siet óglaður. Fyrir svieta ei sofiö get, svona er hietinn maður! Umsjón Sigrurdór Sigurdórsson Fréttir Engar sumarlokanir hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf.: Ákváðum að hella okkur í slaginn - segir Björgólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Akureyri: „Við eigum nánast engan kvóta eftir og það kom vissulega til tals að loka hér fiskvinnslunni í einhvern tíma. Við ákváðum hins vegar að Veiðieftirlitsmenn sem vinna: Undarlegur of- stopi Fiskistofu - segir Pálmi Stefánsson útgerðarstjóri „Eg skil nú ekki hvað þessir stjórnendur hjá Fiskistofu eru að standa í látum yfir þessu. Ég veit ekki annað en þeir sitji sjálfir í alls kyns nefndum og ráðum samhliða sínum störfum og eru svo að væla yfir einhverjum karlræflum sem eru að reyna að drýgja tekjurnar sinar, segir Pálmi Stefánsson, út- gerðarstjóri Básafells á ísafirði. Fiskistofa kærir líklega í dag veiðieftirlitsmann sem vann sem háseti á togaranum Kolbeinsey þeg- ar hann var á rækju í Flæmska hattinum og orðrómur er um að fleiri hafi leikið sama leikinn. Pálmi kannast ekki við það en segir: „Ég veit þara ekki hvemig þeir eiga að eyða tímanum, þessir blessaðir menn, þegar þeir eru ráðnir upp á það að gera ekki neitt.“ -SÁ Vegir á Barðaströnd: Friðlýstir og á fornminjaskrá „Menn eru að verða afskaplega þreyttir á aðgerðaleysi Vegagerð- arinnar. Hin eiginlega Barða- strönd hefur veriö hrikalega slæm undanfarið og menn brugðu á það ráð að mála stærstu steinana til þess að vita hvort ekki yrði brugð- ist við. Hefill fór af stað en svo illa var unnið að stóreflis björg voru skilin eftir á veginum. Tveir bílar hafa þegar skemmst," sagði Jónas Þór, lögreglumaður á Patreksfirði, við DV í morgun. Hann sagði gár- ungana segja veginn friðlýstan og að búið væri að setja hann á forn- minjaskrá. Þess vegna mætti ekki hreyfa við honum. -sv Flugvirkjum fjolg- að í viðhalds- deild Flugleiða DV, Suðurnesjum: „Við erum búnir að ráða 16 laus- ráðna flugvirkja fram ágúst eða til loka þessa söluverkefnis, - stórskoð- anir á SAS-vélum hjá okkur. Við höfum tekið flugvirkjana inn í áfongum og þeir fyrstu voru ráðnir í júní. Það á síðan eftir að leggja mat á það hvort þeir verði ráðnir áfram. Það fer eftir eigin verkefnum og söluverkefnum,“ sagði Baldur Bragason, yfirflugvirki hjá við- haldsdeild Flugleiða á Keflavikur- flugvelli, hress í bragði enda mikið að gera hjá deildinni nú, m.a. á flug- vélum SÁS en þeim lýkur í byrjun ágúst. Viðhaldsdeildin hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína. Því getur svo farið svo að lausráðnu flug- virkjarnir fái vinnu áfram en það skýrist á næstu vikum. Um 50 flug- virkjar vinna hjá viðhaldsdeildinni en alls hjá tæknideildinni um 170 manns. Flugleiðir hafa fastráðið hátt í 15 flugvirkja síðustu 18 mánuðina. Baldur segir að það hafi hingað til verið auðvelt að fá flugvirkja. Það getur breyst þvl flestir eru nú í fóst- um störfum hjá Flugleiðum og öðr- um íslenskum flugfélögum. ÆMK DV, Akureyri: I fangelsivegna líkamsárásar kvennamála og veitti sá dæmdi öðr- um manni mikla áverka, m.a. kinn- beinsbrot og fleiri alvarlega áverka á andliti og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur á sjúkrahús. Mennimir voru báðir talsvert ölv- aðir. -gk Karlmaður á Akureyri hefur ver- ið dæmdur í 5 mánaða fangelsi fyr- ir líkamsárás er átti sér stað við fjölbýlishús í bænum um síðustu jól. Mennirnir munu hafa deilt vegna taka slaginn og treystum því að það dæmi gangi upp,“ segir Björgóífur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa hf. Sumarlokun fiskvinnslunnar hjá ÚA hefur ekki átt sér stað síðan árið 1991 en þá var lokað um tíma vegna hráefnisskorts. Svo hefði án efa farið nú ef ekki hefði verið gripið til þess ráðs að flytja inn ísfisk frá Noregi til vinnslu. „Við höfum flutt þaðan hátt í 1000 tonn til vinnslu hér og er meg- inuppistaða þess afla þorskur. Þetta liggur niðri nú um stundarsakir en við vonumst til að þetta geti farið í gang aftur fljótlega." Björgólfur segir að áformað sé að senda skip í Smuguna þegar veiði fari að glæðast þar. Þangað á þá að senda a.m.k. tvo frystitogara og jafn- vel einn ísfisktogara. Siglingin í Smuguna tekur 4-5 sólarhringa og ef veiði er góð og hægt er að ná afla á 4 dögum eða skemmri tíma er ekkert að því hráefni sem kemur til vinnslu. -gk Ágústtilboð Heimsferða til Benidorm frá kr. 39.932 Viðbótargisting 30. júlí, 6. og 13. ágúst Nú seljum við síðustu sætin til Benidorm í ágúst- mánuði. Við höfum tryggt okkur viðbótargist- ingu á frábæru verði, gott hótel í hjarta Benidorm með allri þjónustu. Öll herbergi með sjónvarpi og síma. Góður garður, móttaka, veitingastað- ur og örstutt í miðbæinn. Morgunmatur innifalinn í verði. Einnig viðbótar- íbúðir á Central Park íbúðahótelinu sem er staðsett í hjarta Benidorm. 39.932 Verð kr. M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, Central Park í viku, 6. ágúst. 49.932 Verð kr. M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, Central Park, 2 vikur, 6 ágúst. Verð kr. 59.960 M.v. 2 í íbúð Central Parkyherbergi Princess Park. Stökktu til Benidorm 30. júlí frá 39.932 Fyrir þá sem vilja taka sénsinn þá geta þeir tryggt sér ferðina á ótrúlegu verði; þú bókar í 2 vikur og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fri'inu. Verð kr. 39.932 m.v. hjón með 2 börn. Verð kr. 49.960 m.v. 2 íibíið, 2 vikur. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.