Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. JULÍ 1996
13
Stjórnmálamenn
í sviðsljósinu
í flestum löndum
heyrist talað um
þverrandi traust
fólks til stjórnmála-
manna. Inn í það
vefast alls kyns
hneykslisögur og
þegar upp komst að
sænskir skattpen-
ingar runnu til
næturklúbba suður
í Evrópu ákváðu
tveir stærstu
stj órnmálaflokkar
Svíþjóðar að setja
siðareglur fyrir
sína menn. Líklega
er þó siðferði
stjómmálamanna
ekki verra en áður
en ýmsir þættir
valda því að nú er
meira um það talað.
Samfélagið hefur
einnig breyst og þar með ýmsar
leikreglur stjórnmálanna.
„Þar sem æ fleirí taka þátt í
stjórnmálum hefur sérstaða
stjórnmálamanna minnkað og
gömul sérréttindi horfið. Ætlast
er til að þeir fylgi lögum og al-
mennum siðareglum í sínu þjóðfé-
lagi og séu þar til fyrírmyndar. “
Kjallarmn
Dr. Bjarki
Jóhannesson
skipulagsfræðingur,
starfar í Svíþjóð
„Ekki er lengur nóg að spyrja að nafni og stöðu heldur einnig hver þú ert
bak við tjöldin," segir Bjarki m.a. í grein sinni.
Forsenda lýðræðis
Annars vegar snýr umræðan að
framkvæmd stjórnmálanna en þar
hefur aðhald aukist vegna aukinn-
ar þátttöku almennings. Hinn al-
menni borgari er betur menntaður
en áður og hefur betri innsýn í
þjóðfélagsmál. Fólk er minna ginn-
keypt fyrir slagorðum en lítur til
raunverulegs innihalds stjórnmál-
anna. Það er forsenda lýðræðis að
stjórnað sé samkvæmt vilja fólks-
ins og þegar við kjósum erum við
að segja hvernig við
viljum að samfélaginu
sé stjórnað. Fólk vill
vita hvað það er að
kjósa og þar með að
stjórnmálamenn tali
skýrt og án þess að villa
a sér heimildir. Það
gerir þvi auknar kröfur
um að stjómmálamenn
segi satt og standi við
orð sín þannig að kosn-
ingaloforð þeirra séu
marktæk.
Fólk lítur þó einnig á
raunverulegan árang-
ur, sem gerir málið
flóknara. Machiavelli,
einn frægasti stjórn-
málafræðingur sögunn-
ar, sagði að sfjórnendur
væru dæmdir af raun-
verulegum árangri en
ekki fyrirætlunum. Nú-
tíma samfélag er hins vegar flókið
og völd stjórnmálamanna fara
minnkandi í
heimi hagsmuna-
hópa og alþjóða-
samskipta. Þeir
koma oft minnu
til leiðar en þeir
ætla og em oft
dæmdir vegna
mála sem þeir
hafa enga mögu-
leika á að
stjóma.
Hins vegar snýr
umræðan að per-
sónu stjórnmála-
mannanna og
þar hafa kröfurnar einnig breyst.
Ekki er lengur nóg að spyrja að
nafni og stöðu heldur einnig hver
þú ert bak við tjöldin. Meira er
skyggnst inn í einkalíf fólks og
ekki síst stjórnmálamanna sem
eru mikið í sviðsljósinu. Aukinn
fréttatlutningur gerir að verkum
að fólk getur betur fylgst með
þeim en áður fyrr. Og ekki lætur
slúðurpressan sitt eftir liggja.
Sérstaöan minnkar
Þar sem æ fleiri taka þátt í
stjórnmálum hefur sérstaða
stjórnmálamanna minnkað og
gömul sérréttindi horfið. Ætlast er
til að þeir fylgi lögum og almenn-
um siðareglum í sínu þjóðfélagi og
séu þar til fyrirmyndar. Siðaregl-
umar eru svo breytilegar eftir
löndum. Fjármálin verða t.d. að
vera í lagi á Norðurlöndunum og
fjölskyldumálin í Bretlandi og
Bandaríkjunum. Það veldur vax-
andi gagnrýni ef stjómmálamenn
nota aðstöðu sína í eiginhags-
munaskyni. Mona Sahil, sem
verða átti forsætisráðherra Sví-
þjóðar, féll t.d. á þvi að nota
greiðslukort ríkisins til einka-
neyslu. Kjósendur hennar, sænskt
verkafólk, höfðu enga möguleika á
slíku.
Á Vesturlöndum tíðkast full-
trúalýðræði (representative
demacracy) þar sem hinn almenni
borgari veitir kjörnum fulltrúum
umboð til ákvarðanatöku. Þeir eru
að vissu leyti sjálfs sín herrar en
bera þó ábyrgð gagnvart kjósend-
um.
Þar sem miðstýring ríkir innan
flokka, eins og í Svíþjóð, er eflaust
þörf á skráöum siðareglum. Þar
sem prófkjör tíðkast, eins og á ís-
landi, eru kjósendur hins vegar
ekki bundnir af uppstilltum
flokkslistum en geta valið þá sem
best standa sig. Það ætti að veita
stjórnmálamönnum það aðhald
sem nauðsynlegt er í lýðræðisþjóð-
félagi.
Bjarki Jóhannesson
Misskilningur
OECD hefur komist að því að
við notum meiri tíma til að afla
sambærilegra tekna en nágranna-
þjóðirnar. Og skuldinni er skellt á
framleiðni í atvinnustarfsemi.
Sem sé að einstaklingarnir vinni
illa og minna en gerist í nágranna-
löndum. Þetta er í öllum aðalatrið-
um rangt. Slök framleiðni er fyrst
og fremst sök verkstjórnarinnar,
verkstjórnar almennt í landinu.
Þar er aðcdatriði að við rekum svo
til jafn fjölbreytt samfélag og ná-
grannarnir. Einungis það er ávís-
un á minni framleiðni.
Stórfelld eignaupptaka
Ef afurðasölulögin frá 1936
hefðu ekki komið þá væri land-
búnaður að mestu leyti á Suður-
og Vesturlandi og við Eyjafjörð. Ef
byggðastefna heföi ekki verið rek-
in þá lifðu hinar dreifðu byggðir
af aðlægum náttúruauðæfum en
iðnaður og þjónusta væri hér á
Reykjaneshorninu. Þetta þýðir
minn framleiðni.
Kvótakerfið þýðir minni fram-
leiðni sakir þess
að veiðiheimild-
ir lúta ekki
frjálsum mark-
aðslögmálum,
heldur er fjárfest
upp í þol kvót-
ans til að bera
íjárfestinguna.
Það leiddi af
byggðastefnu að
þéttbýlismynd-
unin varð minni
en ella á Reykja-
neshominu og
kraftafiskiri allt árið í stað vertíð-
arafla þýðir um 100.000 tonnum
minni þorskafla á ári.
Bara lítiö atriði eins og það að
móðgast við franska verktakann
sem bauð í Búrfellsvirkjun fyrir
að ætla að setja upp myllu fyrir al-
vömsement í Hafnarfiröi vegna
þess að íslenska sementið væri
óhæft leiddi til þess að vond
steypa var notuð i mikinn hluta
bygginga okkar. Sprunguviðgerðir
„Vegna byggðastefnu, fyrir fólk
sem flytur burt vegna þess að því
leiðist, eins og fólk segir sjálft á
Vestfjörðum, þá er flutningskostn-
aður innanlands framleiðnidrep-
andi.“
um framleiðni
leiða ekki af sér fram-
leiðni.
Vegna byggða-
stefnu, fyrir fólk sem
flytur burt vegna þess
að því leiðist, eins og
fólk segir sjálft á Vest-
fjörðum, þá er flutn-
ingskostnaður innan-
lands frameiðnidrep-
andi. Fjárfestingar án
arðsemi í virkjunum
eða í tveggja milljarða
glerhúsi, sem leigist
tæplega fyrir við-
haldskostnaði, styrkja
ekki framleiðni. Stór-
felld eignaupptaka í
gegnum verðbætur,
þar sem fjöldi fyrir-
tækja fór á hausinn,
var ekki fallin til
framleiðniaukningar.
Séríslensk atriöi
Við erum háð miklum náttúru-
legum sveiflum og verk gefa sig
misjafnt eftir aðstæðum. Það er
afli, veður til framkvæmda, árs-
tíðabundin verk, í raun of stórir
lagerar á öllum sviðum vegna þess
hve markaðurinn' er fjölbreyttur
en þó lítill. Þessi atriði minnka
framleiðni. Sjötíu hafnir, margir
flugvellir, árstíðabundin notkun
skipa og atvinnu-
tækja - leiðir af sér
miklar biðstöður sem
oft eru fylltar með
dútli. Hjá þessu verð-
ur ekki komist því
sérhæft fólk þarf að
fá regluleg laun þótt
stundum sé minna að
gera.
Ég kemst því að
þeirri niðurstöðu að
miðað við nágranna-
löndin sé framleiðni
hér með ágætum þeg-
ar tekið er mið af að-
stæðum. Því er
ástæðulaust að miða
við þau ef við viljum
bæta okkur heldur
bætum við okkur
miðað við okkar
stöðu nú. Átak i þá
veru er að minnsta
leyti eitthvert samningsatriði að-
ila vinnumarkaðar heldur að
rekja alla virka þætti og samræma
gerðir til að hindra framleiðni-
minnkandi starfsemi. Það er gert
með því að láta fara fram sérstakt
framleiðnimat við nýjar fyrirætl-
anir og skoða eldri starfsemi á
sama hátt.
Þorsteinn Hákonarson
Kjallarinn
Þorsteinn
Hákonarson
framkvæmdastjóri
Með og
á móti
Unnur Halldórsdótt-
ir, formaður Lands-
samtakanna Heim-
ilí og skóli.
Einsetning skóla
Börn eiga skil-
ið það besta
„Sveitarfé-
lögum ber að
sjá fyrir hús-
næði svo halda
megi uppi lög-
boðnu skóla-
starfi. Ávinn-
ingur við ein-
setinn skóla er
ótvíræður fyrir
alla. Nokkur
dæmi:
Það skapar
festu að börn
og foreldrar
fari á svipuðum tíma i vinnu og
skóla. Systkin eru á sama tíma í
skólanum og meiri reglusemi
kemst á svefntíma barna ef
hringl með síðdegis- og árdegis-
bekki hverfur.
Svigrúm skapast fyrir fjöl-
breyttara og skemmtilegra skóla-
starf. Hver bekkur hefur sína
kennslustofu þar sem kennari og
nemendur hafa gögn sín á vísum
stað.
Kennslustundum fjölgar,
vngstu börnin verða 30 kennslu-
stundir á viku í skólanum og þau
eldri 35-37 árið 2001. Því verður
ekki komið við í tvísetnum skóla
nema síðdegisbekkir verði fram á
kvöld.
Samstarf kennara innbyrðis og
við sérfræðinga eykst og styrkist
í einsetnum skóla þegar hægt er
að skipuleggja samstarfið á
vinnutíma allra kennara. Þetta
ætti að efla námskrárgerð og um-
bætur í skólastarfi.
Skólabyggingar þurfa ekki að
vera dýrar. Með lausum skóla-
stofum og endurskipulagningu
mætti ná einsetnum skóla. Fjar-
kennsla, tölvunotkun, internet,
hraðnámstækni o.þ.h. gefur ýmsa
möguleika svo og sveigjanlegt
skipulag þar sem unnið er með
blandaða aldurshópa. Góður skóli
kostar sitt en best væri ef meiri
peningar fengjust í innra starfið í
stað þess að setja allt í umgjörð-
ina.“
Einsetning ekki
lausn allra mála
„Margir
halda að lykill-
inn að góðum
skóla og skóla-
starfi sé^ ein-
setning. Eg tel
það ekki skipta
höfuðmáli
hvort skólinn
er einsetinn
eða ekki, aðrir
þættir skipta
mun meira
máli.
Það er rangt
að binda það í lögum að sveitarfé-
lög verði að einsetja skólana.
Sveitarfélögin verða að velja
hvemig þau standa aö uppbygg-
ingu skólamála. Ég tel að hægt sé
að byggja upp eins gott og jafnvel
betra skólastarf án einsetningar.
Með henni koma heilu bygging-
arnar til með að standa auðar eft-
ir klukkan 14 á daginn og þrjá
mánuði ársins. Vera má að það sé
hugsun einhverra að nemendur
eigi að geta lokið öllu námi i skól-
anum, heimanám verði úr sög-
unni.
Þá erum við að tala um mikla
aukningu á kostnaði til viðbótar
byggingarkostnaði sem ekki er
víst að allir sveitarstjórnarmenn
hafi hugleitt. Þá þyrfti að ráða
mun fleiri kennara, krafa kæmi
um mötuneyti í skólanum með
öllum þeim kostnaði sem því til-
heyrði. Fyrir mörg sveitarfélög
kostar milljónatugi og hundruð
milljóna að uppfylla lagaákvæði
um einsetningu. Ég tel að fjár-
mununum væri betur varið til að
efla verk- og listmenntakennslu í
skólunum og búa betur að þeim.
Einsetning skóla er ekki lausn
allra mála. Að sjálfsögðu munu
sveitarfélög uppfylla lagaákvæði
um einsetningu. Hætta er á því að
erfitt verði að útbúa skólann
nauðsynlegum búnaði til nútíma-
kennslu. Hvað er þá unnið með
einsetningu? Samfelldur skóla-
dagur nemenda er það sem skipt-
ir mestu og að umhverfi og
kennslugögn séu í góðu lagi
ásamt því að til starfa fáist góðir
og hæfir kennarar." -gdt
oiguiuui juiibbun,
sveitarstjóri Geröa-
hrepps.