Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 Viðskipti V öruflutningabílar: Nafnbreyting sem sparar vörugjald - heita nú gámabílar vegna sérkennilegra EES-reglna Flutningakassar á sendi- og vöru- flutningabíla eru ekki lengur fram- leiddir á íslandi en í kringum þetta var áður allblómlegur iðnaður. Þetta er breytt á þann veg að nú heita kassarnir öðru nafni, nefni- lega gámar, og gámar á flutninga- bíla eru bæði fluttir inn og einnig smíðaðir hér á landi og er reyndar enn nokkuð blómlegur iðnaður, þótt Gjaldeyrisþj ónusta: Skipti- bankar fyrir feröa- menn Tveir gjaldeyrisskiptibankar fyrir ferðamenn eru nú í Reykja- vík, annar í Upplýsingamiðstöð ferðamála .1 Bankastræti 2 en hinn í gamla Hressingarskálan- um þar sem nú er McDonaldls í Austurstræti 20. Skiptibankarnir eru útibú frá breska fyrirtækinu The Change Group International. Skipti- bankinn í Bankastrætinu er op- inn alla daga vikunnar kl. 8.30-20 en bankinn í Austur- strætinu kl. 9-23. 1 skiptibönkunum er hægt að greiða reikninga í islenskum krónum beint til fyrirtækja í Bandaríkjunum og Kanada í gegnum greiðslukerfi Western Union. -SÁ Gestur Magnússon hjá Vögnum og þjónustu sýnir gámafestinguna á nýjum vörubíl sem veriö er aö útbúa í samræmi viö reglur EES. DV-mynd GVA undir öðru nafni sé. En af þvi að flutningakassarnir heita nú gámar verður að festa þá á bílana á sama hátt og gáma. Ástæðu þessa er að rekja til gildi- stöku laga hins Evrópska efnahags- svæðis og hún er í stuttu máli sú að flutningakassi á sendibíl eða vöru- bíl telst vera hluti bilsins og búnað- ar hans en gámur telst vera farmur. Þess vegna er það svo að á flutn- ingakassa sem smíðaður er hér á landi leggjast sömu vörugjöld og á bilinn sjálfan en hins vegar ekkert á gáminn vegna þess að hann telst ekki vera hluti bílsins heldur farm- ur hans. Samkvæmt lögum EES má ekki mismuna innlendri og erlendri framleiðslu og áður fyrr lagðist toll- ur og síðar vörugjald ofan á inn- flutta vörukassa á flutningabíla og eftir að EES- lögin tóku gildi varð einnig 15% vörugjald að leggjast ofan á sambærilega innlenda vöru. í fyrra var reglum um skráningu bíla breytt þannig að þeir fást ekki skráðir nema þeir séu tilbúnir til aksturs. Það þýddi að vörukassinn varð að koma á bílinn áður en hann var skráður og lenti þá þar með I sama vörugjaldsflokki og billinn; á hann lagðist 30% vörugjald þannig að þessar nýju skráningarreglur rákust í raun á við vörugjaldsregl- umar fyrrnefndu. En um gáma gegnir öðm máli og til þess að spara vörugjöldin smíða menn nú gámafestibúnað á vörubíla og skrá þá síðan þannig tilbúna til aksturs. Síðan er „gáminum" eða vörukassanum, hvort heldur hann er innfluttur frá Danmörku eða smíðaður hér heima, komið fyrir og hann festur á „gámaflutningabíl- inn“ með gámafestingum og vöru- gjaldið sparast. -SÁ Þingvísitalan rauf 2000 stiga múrinn Heildarviðskipti á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðinum námu 176.789.018 krónum, eða rúmlega 59 milljón króna hærri upphæð en í vikunni á undan. Þá rauf þingvísi- tala hlutabréfa 2000 stiga múrinn og fór upp í 2004,22 stig að loknum við- skiptum á mánudag en í síðustu viku var hún 1946,38 þannig að um allstórt stökk er að ræða. Hlutabréf í Marel njóta greinilega mikillar og vaxandi tiltrúar þvi að frá áramótum hefur gengi þeirra hækkað úr 5,50 í 14,30 og í vikunni steig gengi þeirra enn og er nú sem fyrr segir 14,30. Raunar hefur gengi skráðra hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands hækkað almennt en mjög mismikið þótt engin komist í hálf- kvisti við Marel. Þau sem hvað mest uppsveifla er í eru bréf í Eimskip sem hafa hækkað úr 6,0 í 7,65, Olís úr 2,80 í 4,80, Skeljungi úr 3,70 í 5,20, Haraldi Böðvarssyni úr 2,50 í 4,50, Síldarvinnslunni úr 4,00 í 7,78, Skinnaiðnaði hf. úr 3,0 í 5,0. Viðskipti á Verðbréfaþingi í fyrradag voru mest með Eimskips- bréf, eða fyrir 14.290 þús. kr. Næst komu íslandsbankabréf með 6.787 þús. kr. og í þriðja sæti var Olíufé- lagið með tæpar 6 milljónir kr. Álverð hrapaði hratt í vikunni en byrjunarverð á tonninu var þriðju- dagsmorguninn 9. júlí sl. 1471 dollar á tonnið en byrjunarverð í gær- morgun var komið niður í 1419 doll- ara þannig að útlitið er heldur dap- urt þar. Lokaverð á Lundúnamark- aði sl. miðvikudagskvöld var 1461 dollar en lokaverðið í fyrrakvöld var komið niður í 1420 dollara og var enn á niðurleið. Engar skipasölur fóru fram í er- lendum höfnum í vikunni fremur en undanfarnar vikur en gámafisk- ur var seldur í Bretlandi að vanda. Magnið var alls 476,167 tonn og af einstökum tegundum var mest af ýsu eða 327,917 tonn og fengust 99,26 kr. fyrir kílóið eða alls 32.542.668 krónur fyrir ýsuna. Hæsta kílóverð- ið fékkst fyrir kola en af honum seldust 46,3 tonn fyrir 9.181.674 krónur eða 198,45 kr. hvert kíló. Næsthæsta verðið fékkst fyrir þorskinn en af honum seldust 23,9 tonn fyrir 3.385.375 krónur. Kíló- verðið var 141,55. Gengisbreytingar helstu gjald- miðla eru þær að gengi dollars og punds seig lítillega en þýska markið steig og sömu sögu er að segja um japanska yenið. -SÁ Skipasölur Mark Dollar Eimskip Þingvístt. hlutabr. Flugleiðir Oliufélagið Þingvísit. húsbr. Skeljungur PVll BMBwamniiwwTO 0.SH3 0,65 Lýöur Friöjónsson, nýr aöal- stjórnandi Coca Cola á Noröur- löndum. Coca Cola á Norðurlöndum: Lýður Friðjóns- son aðal- stjórnandi Lýður Friðjónsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Coca Cola í Búdapest í Ungverjalandi, er þessa dagana að færa sig um set til Ósló þar sem hann er að taka við yfirstjórn Coca Cola á Norðurlöndum, að íslandi þó undanskildu. Starfsemi Coca Cola á Norður- löndunum hefur til þessa verið í höndum sænska bjór- og gos- drykkjaframleiðslufyrirtækisins Pripps en einkaleyfissamningur þess og Coca Cola fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum er runninn út. Coca Cola ætlar að yfirtaka starfsemina sjálft og hefur Lýður verið ráðinn æðsti stjórnandi starfseminnar með aðsetur í Ósló. Þetta mun vera með mestu metorðum sem ís- lendingur hefur náð innan vé- banda fjölþjóðafyrirtækis og helst sambærilegt við árangur Ólafs Jóhanns Ólafssonar hjá Sony um árið. Lýður Friðjónsson er þegar tekinn til starfa í Ósló og í sam- tali sem DV átti við hann sagði hann að breytingar á rekstri Coca Cola á Norðurlöndunum væru að gerast þessa dagana og ekki búið að gera þær opinberar enn og því vildi hann ekki tjá sig um málið á þessu stigi. -SÁ Samkeppnisráð um Olís: Tveir víki úr stjórn Samkeppnisráð hefur mælst til þess að Olíufélagið hf. og Hydro Texaco A/S hliti ákvörð- un ráðsins frá 1995 og sjái til þess að Ólafur Ólafsson og Krist- inn Hallgrímsson gangi úr stjórn Olís. Forsenda tilmælanna er sú að Samkeppnisráð lítur svo á að kaup Olíufélagsins og Hydro Texaco á Olís og stofnun Olíu- dreifmgar hf sé samruni í skiln- ingi samkeppnislaga. Því skulu þeir menn sem eru stjórnarmenn í Qlíufélaginu, starfsmenn dótt- urfélaga þess eða verulega háðir því i störfum sínum ekki sitja í stjórn Olís. -SÁ Bilunin hjá Eurocard: Tryggari búnað- ur í haust Eurocard á íslandi harmar vandræði sem korthafar, einkum íslendingar erlendis og erlendir ferðamenn hérlendis, kunna að hafa orðið fyrir vegna bilunar- innar sem varð í samskiptatölvu fyrirtækisins um síðustu helgi. í frétt frá Eurocard á íslandi segir að verið sé að prófa nýjan tölvubúnað í höfuðstöðvum Eurocard sem koma eigi í veg fyrir að bilanir eins og hér urðu um helgina geti komið upp. Bú- ist er við að slíkur búnaður verði settur upp hér á landi í haust. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.