Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996
Fréttir
Útlitið með loðnuveiðarnar virðist vera bjart:
Allt bendir til að spáin
frá í fyrra standist
- þá var gert ráð fyrir 1,5 milljóna lesta veiði, segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur
„Sú loönuganga sem skipin eru
að veiða úr nú er sú sem mun
ganga austur fyrir og síðan vestur
með landinu í haust og næsta vet-
ur. Hún sýnir alla tilburði til að
ganga norður í haf í sumar, eins og
vera ber. Ef miðað er við upphafs-
ár loðnuveiðanna ætti að geta orð-
ið góð veiði þama norður frá í
sumar, alla vega eitthvað fram í
ágúst. Þá tregaðist veiðin venju-
lega fram í október. Þá kom hún
kom aftur til baka og þá byrjaði
„Það er rétt að ég er að íhuga að
flytjast til Danmerkur á næstunni
og meginástæðan er sú að maður-
inn minn fékk gullsmíðavinnu í
Kaupmannahöfn. Hins vegar neita
ég því ekki að ef ég fer nú tengist
það einnig að hluta til biskupsmál-
inu. Nú finnst mér ég hafa frelsi til
að fara,“ segir Sigrún Pálína Ingv-
arsdóttir í samtali við DV en ef af
verður mun hún til að byrja með fá
sér vinnu sem þroskaþjálfi. Hugur
Sigrúnar hefur lengi staöið til fram-
haldsnáms í faginu og segir hún
aldrei að vita nema hún skelli sér í
það þegar hún hafi náð góðum tök-
um á tungumálinu.
Sigrún Pálína hefur undanfarin
misseri verið mikið á milli tann-
haustveiðin,“ sagði Hjálmar Vil-
hjálmsson fiskifræðingur í samtali
við DV.
Hann segir að það sé hald
manna að mikið sé af loðnu þama
norður frá og hún virðist vera
mjög vel haldin.
„Þess vegna eru bjartsýnustu
menn að vona að þetta geti orðið
sú vertíð í afla sem spáð hefur ver-
ið, en það er 1,5 milljón lesta. Það
kemur hins vegar ekki endanlega í
ljós fyrr en í haust þegar menn sjá
anna á fólki og aðspurð hvort hún
hafi orðið fyrir einhverju aðkasti
segir hún svo ekki vera. Henni hafi
þó fundist öll athyglin erfið og því
eigi það ekki við rök að styðjast að
hún sé athyglissjúk.
„Það sem hefur komið mér einna
mest á óvart í sambandi við við-
brögðin er að fólk hefur gengið aö
mér á götu og beðið mig afsökunar
fyrir að hafa tekið afstöðu gegn mér
án þess að vita um hvað málið sner-
ist. Nú sjái það málið í allt öðru
ljósi."
Sigrún segist ekki hafa gert sér
grein fyrir því fyrr en nú hversu
mikið óuppgert biskupsmálið hafi
bundið hana, nú hafi hún gert það
sem samviskan hafi boðið henni og
hvemig haustveiðamar ganga og
eins eftir stofnmælingu í haustleið-
angri okkar í október. Ákveðið hef-
ur verið að sinna loðnunni ekki
fyrr. Þess ber að geta að talið um
1,5 milljón lesta veiði byggist auð-
vitað á spá frá í fyrra,“ sagði
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ingur í samtali við DV.
Hann sagðist aðeins hafa kíkt
eftir loðnu í þeim síldarleitarleið-
angri sem nú er nýlokið.
„Við urðum varir við nokkurn
þvi geti hún farið utan, frjálsari en
áður.
„Ég hef þó ekki alveg sagt skilið
við biskupsmálið því ég á eftir að
skrifa prestum landsins bréf til þess
að skila ábyrgðinni af mér. Prest-
loðnuvott austnorðaustur af
Langanesi á 67. gráðu norður og
930 vestiu sem er heldur óvenju-
lega austarlega miðað við árstíma.
Það var að vísu ekki mikið sem
viö sáum þarna en þetta var
blönduö loðna, nánast allar stærð-
ir eða frá 12 sentímetrum og upp í
18. Trúlega er þetta loðna sem var
út af Norðfjarðarhomi úti í kanti
í maí,“ sagði Hjálmar Vilhjálms-
son.
amir hafa ekki enn heyrt mína hlið
málsins nema í gegnum fjölmiðla og
þeir hafa sumir kallað eftir þessu
bréfi. Það fer í póst á næstunni,"
segir Sigrún Pálína.
-sv
Mecklen-
burgerskipin
á Reykjanes-
hryggnum
DV, Akureýri:
Togarar þýska útgerðarfyrir-
tækisins Mecklenburger Hoc-
hseefischerei em enn að veiðum á
Reykjaneshrygg þótt íslensku
skipunum hafi verið gert að hætta
þar veiðum fyrir nokkm síðan.
Mecklenburger-fyrirtækið er í
meirihlutaeigu Útgerðarfélags
Akureyringa og segir Björgólfur
Jóhannsson, framkvæmdastjóri
ÚA, að veiðin á hryggnum hafi
verið ágæt að undanfomu.
Einn Mecklenburgertogaranna
er væntanlegur til Akureyrar í
lok mánaðarins og mun landa þar
og halda síðan í Smuguna. Þangað
fara einnig að öllum líkindum
frystiskipin Sléttbakur og Sval-
bakur og e.t.v. fleiri skip ÚA sem
myndu ýmist ísa aflann eða salta
um borð. -gk
Kaupmannahöfn:
Vöknuðum
upp við mik-
inn reyk
- segir Gísli Gíslason
„Við vöknuðum við mikinn
reyk sem steig hér upp úr gólfinu.
Við vorum varla komnir í bux-
urnar þegar ekki varð þverfótað
fyrir reykköfurum sem voru að
leita að eldinum. Siðan kom i ljós
að kviknað hafði í íbúð á hæðinni
fyrir neðan okkur og þar varð
mikið tjón,“ segir Gísli Gíslason
lögfræðingur en hann slapp
ásamt félaga sínum úr brennandi
fjölbýlishúsi í Kaupmannahöfn í
fyrrinótt.
Gísli sagði íbúðimar vera ný-
uppgerðar, klæddar að innan með
gifsi og eldurinn hafi því átt erfitt
uppdráttar. Hann sagði reynsluna
óskemmtilega og þakkaði fyrir að
hafa vaknað i tæka tíð.
Pizza 67 Danmark AS hefur
verið með íbúðina á leigu en fyr-
irtækið er um þessar mundir að
kaupa veitingastað á Ráðhústorg-
inu í Kaupmannahöfn. -sv
Sigrún Pálína á förum til Danmerkur:
Finnst ég nú
hafa frelsi
til að fara
- skrifar öllum prestum landsins bréf
-S.dór
Nú finnst mér ég hafa frelsi til aö fara," segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir.
Dagfari
Beinagrindurnar á strætó
Alvarleg deila er risin vegna
auglýsingar sem átti að líma utan á
strætisvagna Reykjavíkur. Deilan
snýst ekki beinlínis um auglýsing-
una heldur um kímnigáfu þeirra
sem um auglýsinguna fást. Auglýs-
ingin sjálf er hvorki betri né verri
en auglýsingar almennt gerast.
Hún er framleidd af Hvíta húsinu
og gerð fyrir Osta- og smjörsöluna
og menn eru almennt á því að
Osta- og smjörsalan sé tiltölulega
meinlaust fyrirtæki og auglýsingar
sem fjalla um smjör og osta geti
varla verið ósiðsamlegar um fram
almennt velsæmi.
Enda gerir forstjóri Strætisvagn-
anna ekki athugasemd vegna aug-
lýsingarinnar sem slíkrar. Forstjór-
inn hefur hins vegar sagt nei við
auglýsingunni af tillitssemi við far-
þega, og vísar forstjórinn til reglu-
gerðarákvæðis um auglýsingar sem
kveður á um nauðsyn þess að heim-
ild fáist fyrirfram hjá þeim einstak-
lingum sem sýndir eru eða minnst
er á i viðkomandi auglýsingu.
Auglýsingin frá Hvíta húsinu
sýnir beinagrindur utan á strætó
og verður ekki annað skilið af
banni forstjóra SVR en að hann
telji að beinagrindumar séu af far-
þegum strætisvagnanna. Og þar
sem ekki sé vitað fyrirfram hveijir
verði farþegar getur forstjórinn
ekki haft samband við farþegana
og fengið heimild hjá þeim fyrir að
sýna beinagrindumar þeirra og
þar af leiðandi geti hann ekki leyft
að beinagrindumar séu sýndar
utan á strætó!
Hvíta húsið segir aftur á móti að
beinagrindumar séu eitt og farþeg-
amir annað og þetta sé ekkert ann-
að en húmorsleysi forstjórans sem
komi í veg fyrir að Osta- og smjör-
salan fái að auglýsa á strætó. For-
stjórinn segist víst hafa húmor en
hafi bara ekki húmor fyrir þeirri
fyndni sem Hvíta húsið vill bjóða
upp á fyrir hönd Osta- og smjörsöl-
unnar.
Hvað em menn líka að reyna
vera fyndnir í auglýsingum og
hvað er fyndið við það að sýna
beinagrindur af farþegum í strætó
utan á strætó? Það er í það
minnsta virðingarvert að loksins
hefur einhver tekið að sér að
vemda almenning í strætisvögnum
fyrir húmor. Forstjóri SVR vill fá
að ráða því hvenær farþegunum
hjá honum er skemmt.
Hvíta húsið segir aftur á móti að
húmorinn í auglýsingunni sé sak-
laus og beinagrindumar séu alls
ekki af farþegunum og það sé í
rauninni fyndið hvað strætófor-
stjóranum finnst það lítiö fyndið,
hvað það er fyndið að honum skuli
ekki finnast þetta mál allt saman
vera rosalega fyndið. Hvemig er
hægt að banna auglýsingar fyrir að
vera ekki fyndnar?
Hitt er annað að það má líka
skilja forstjóra SVR og viöurkenna
að kímnigáfa er afstæð og það sem
einum finnst fyndið finnst öðrum
alls ekkert fyndið. Sérstaklega ef
fyndnin er á kostnað þeirra sem
eiga að hlæja að fyndninni. Og
hvemig eiga farþegar í strætó að
hlæja að beinagrindum utan á
strætó sem sýnast vera þeirra, sem
þeir geta ekki séö nema þegar þeir
em komnir út úr strætó og em þá
ekki lengur í beinagrindunum af
sjálfum sér og er þá ekki lengur
fyndni á þeirra kostnað?
Þannig að bannið við auglýsingu
Osta- og smjörsölunnar utan á
strætó, stafar ekki endilega af
húmorsleysi forstjóra SVR heldur
af þeim ótta að farþegar í strætó
kunni ekki að meta þessa fyndni
fyrr en of seint.
Hvað sem líður húmor eða
húmorsleysi forstjóra SVR geta
Osta- og smjörsalan og Hvíta húsið
þakkað forstjóranum fyrir þá aug-
lýsingu sem auglýsingin hefur
fengið án þess að hún birtist og ef
Hvita húsið er að hneykslast á því
að forstjóri SVR hafi ekki húmor
þá hefur það húmorsleysi að
minnsta kosti komið sér vel fyrir
Osta- og smjörsöluna og allar
beinagrindumar á hennar vegum.
Dagfari