Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 9 Útlönd Díana hættir stuöningi viö 100 góðgerðarsamtök: Krafist að Díana haldi sæmdarheiti Mary Robinson. Mary Robin- son rekur veiðiþjóf frá forsetahöllinni Forseta írlands, Mary Robin- son, varð heldur bilt við þegar hún fékk sér göngu um flatirnar við forsetabústaðinn í Dublin á sunnudaginn. Við eitt af vötnun- um á landareigninni nálægt for- setabústaðnum rakst hún á mann sem var að fiska sér í soð- ið í rólegheitunum. Forsetinn spurði veiðiþjófinn hvað hami væri aðgera en hann svaraði aðeins: „Ég elska þig, forseti." Robinson fylgdi svo veiði- þjófnum, sem var 18 ára piltur, út af landareigninni þar sem lögreglan tók við honum. Hann tjáöi lögreglunni síðar að mikil og góð veiði væri í vatninu. Þetta er í annað skipti sem óboðinn gestur kemst inn í flat- irnar við hinn opinbera bústað forseta írlands. í lok júní klifraði maður yfir girðingu og var á leiðinni að útidyrum Robinson þegar hann var hand- tekinn. Sá var tuttugu og tveggja ára gamall og var undir áhrifum áfengis. Honum var sleppt án ákæru. Breska dagblaðið Daily Mirror tilkynnti í gær að það mundi hefja lagalega baráttu í þeim tilgangi að Díana, prinsessa af Wales, endur- heimti sæmdarheiti sitt „yðar kon- unglega hátign". Ákvörðun forvígis- manna blaðsins kemur í kjölfar ákvörðunar Díönu í gær þegar hún ákvað óvænt að hætta stuðningi sín- um við 100 góðgerðarsamtök víðs vegar um heiminn. Blaðið sagðist hafa skrifað um- boðsmanni drottningar bréf þar sem hann er hvattur til að grípa inn í skilnaðarmál Karls og Diönu fyrir rétti með það fyrir augum að hún haldi sæmdarheitinu. Þá var farið fram á frestun skilnaðarins sem verður endanlegur 28. ágúst. Hvatti blaðið lesendur sína til að skrifa á undirskriftarlista málinu til stuðn- ings. Talsmaður blaðsins heldur því fram að það skaði almannaheill að Díana hafi misst sæmdarheiti sitt og það sé andstætt almenningsálit- inu. Beitir blaðið fyrir sig ákvæðum hjúskaparlaga frá 1973 þar sem hver og einn getur farið þess á leit við umboðsmann drottningar að færa fyrir réttinn gögn sem áhrif geta haft á skilnaðarmál. Talsmenn ýmissa góðgerðarsam- taka, sem notið hafa góðs af stuðn- ingi Díönu, voru miður sin eftir ákvörðun hennar í gær. Ákvörðun- in hefur gríðarlegt fjárhagslegt tap í för með sér fyrir mörg þeirra en fáir þykja hafa sama aðdráttarafl og Díana í góðgerðarmálum. í bréfi sínu til góðgerðarsamtak- cmna sagði Díana að hún teldi ein- hvem annan innan konungsfiöl- skyldunnar betur hæfan til að sinna góðgerðarmálum. Díana ætlar eftir- leiðis einungis að styðja sex málefni sem henni eru hugleikin, þar á með- al málefni sjúkra og heimilislausra, málefni eyðnisjúkra, barna, krabba- meinsrannsóknir og ballett. Þá er fullyrt að hún vilji eyða mun meiri tima með sonum sínum tveimur, Vilhjálmi og Harry. Reuter Díana faðmar hér sjúkling á sjúkrahúsi í Chicago í einni af mörgum góögerð- arferðum sínum um heiminn. Símamynd Reuter ÞVOTTA w • Þvottamagn 1 til 5 kg. • Regnúðakerfi • 18 Þvottakerfi • Uliarkerfi • íslenskur leiðarvísir • Dýpt frá 33 cm ! • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR 20 RAFVORUR j ARMULI 5 • 108 RVK • SÍMI 568 6411 HYUnDOI ILADA Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án átborgunar RENAULT GOÐIR MOTAÐMM BILAR Ford Mondeo Station Ghia 2000 ’94, ssk., 5 d., hvítur, ek. 26 þús. km. Verð 1.870.000. Renault 19 RT 1800 ‘94, ssk., 4 d., hvítur, ek. 40 þús. km. Verð 1.190.000. BMW 520 iA ’88, ssk., 4 d., brúnn, ek. 76 þús. km. Verö 1.250.000. Mazda 626 station 2000 ’89, ssk., 5 d., grænn, ek. 133 þús. km, 7 manna. Verð 750.000. Hyundai Scoupe 1500 ’92, 5 g., 3 d., rauður, ek. 63 þús. km. Verö 770.000. BMW 525 IX 4x4 ’94, ssk., 4 d., blár, ek. 54 þús. km. Verð 2.950.000. BMW 318i ’89, 5 g., 3 d., hvítur, ek. 115 þús. km. Verð 890.000. MMC Colt GL 1300 ’89, 5 g„ 3 d„ hvítur, ek. 84 þús. km. Verö 460.000. Jeep Wrangler ’90, 5 g„ 3 d„ rauður, ek. 90 þús. km. Verð 1.150.000. BMW 520 IA ’91, ssk„ 4 d„ grár, ek. 110 þús. km. Verð 1.780.000. Hyundai Pony GSi 1500 ’93, ssk„ 3 d„ rauöur, ek. 31 þús. km. Verö 720.000. Renault ClioS 1400 '95, 5 g„ 3 d„ vínr., ek. 19 þús. km. Verð 1.120.000. MMC Galant GLSi 2000 ’91, ssk„ 4 d„ rauöur, ek. 106 þús. km. Verð 990.000. BMW 316 i ’93, 5 g„ 4 d„ blár, ek. 55 þús. km. Verö 1.600.000. Nissan Sunny SLX 1500 ’88, 5 g„ 4 d„ grár, ek. 122 þús. km. Verö 420.000. Opið virka daga frá kl. 9-1H, laugardaga 10-16 VISA SUOURLANDSBRAUT 12, SiMI: 568 1200, BEINN SiMI: 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.