Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. JULÍ 1996 Spurningin Hefur þú mikla trú á stjórn- málamönnum? Kolbrún Indriðadóttir verslunar- maður: Það er nú upp og ofan. Stefán Arngrímsson lögreglum- aður: Það er misjafnt en kannski ekki mikla. Fernando Sabida símamaður: Mikla trú, um 95%. Guðni Hjörleifsson netagerðar- maður: Sumum. Aðrir eiga ekki heima í þessu. Ingvar Óskarsson rafeindamað- ur: Nei. Finnbogi Jónsson járnsmiður: Nei takmarkaða. M.a. vegna þess að þeir sáu ástæðu til að setja lög sem heimila ekki hommum að fara i tæknifrjóvgun. Lesendur Tryggingaráð og önnur ráð Inefndir Björgvin Jónsson skrifar: Almenningur er oft furðu utan- veltu um það sem er á seyði i eigin þjóðfélagi. Ekki síst varðandi mis- ferli með opinbera fjármuni. Og allt of sjaldan er kafað verulega undir yfirborðið. Skyndifréttir af einstaka atburðum eru oft yfirborðskenndar og um leið sláandi svo fólk lætur sér nægja að hafa þessa viðburði milli tannanna þar til næsta áfall dynur yfir. En að lokum fellur allt í gleymsku og dá. Það var því óvænt en tímabært þegar DV birti sl. fimmtudag frétt um að tryggingaráð hefði hundsað úrskurð trúnaðarlæknis síns sem úrskurðaði einn svikaranna sem settu á svið bílslysið í Hvalfirði á annan í jólum árið 1994, heilan heilsu. En tryggingaráð setti þá hinn meinta tryggingasvikara á sjúkradagpeninga cg hafði að engu rökstuddan úrskurð eigin sérfræð- inga! 1 DV-frétt um málið kemur svo einnig fram að Guðrún Helgadóttir, fyrrv. alþm., er eini aðilinn í trygg- ingaráðinu sem harmar mistökin og segir að ráðinu hafi að sjálfsögðu orðið á í messunni. Formaður trygg- ingaráðsins vildi hins vegar lítið um málið segja. Þar verður honum á, blessuðum, því þetta er ekkert einkamál tryggingaráðs, sem er þingkjörið og fær greiðslur af opin- beru fé. Reyndar þyrfti að opna þetta sér- staka mál og skýra frá í smáatrið- um hvernig staðið hefur verið að rannsókn þess fram á þennan dag. Eitt óhugnanlegasta mál sinnar teg- Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi í Hvalfirði. - Myndin tengist ekki umræddu sviösettu slysi. undar hér á landi. Annað áhyggjuefni er svo það hve hinum opinberu ráðum og nefndum hefur fjölgað ört hér og hve mörg þeirra virðast lítið annað en dúsur eða bitlingar fyrir skjólstæðinga al- þingismanna eða ráðherra á einum tíma til annars. Hvað er t.d. trygg- ingaráð? Er það skipað hæfum eða sérfróðum mönnum um trygginga- mál eða læknisfrððum? Nú, eða tölvunefnd? Til hvers er hún brúk- leg? Eða „hreindýraráð"? Er nauð- synlegt að skipa það fullfriskum einstaklingum til þess eins að ákveða hve mörg hreindýr skuli felld ár hvert? Eða allar nefndirnar sem eru skipaðar eða endurskipað- ar? Hver er kostnaðurinn af öllum þessum ráðum, nefndum og vinnu- hópum sem starfa á vegum hins op- inbera? Ég skora á fjölmiðla að fara grannt ofan í saumana á þessu við- amikla máli og skýra landsmönnum frá nöfnum og tekjum þeirra sem við greiðum laun fyrir setu í hinum ýmsu opinberu nefndum og ráðum. Dánarbúið og skattheimtan Hildur Jakobsdóttir skrifar: Mig langar til að segja litla sögu, sem er þó sjálfsagt ekki einsdæmi hér á landi. - Þann 20. desember 1992 lést gamall maður hér I Reykja- vík. Hann hafði verið hafnarverka- maður allt sitt líf, aldrei skuldað neinum neitt og alltaf staðið í skil- um. Á sinni löngu ævi hafði honum tekist að eignast íbúð í blokk Bygg- ingarsjóðs verkamanna, og átti hana skuldlausa þegar hann lést. - Kaupverð var 7,4 milljónir króna. Að honum látnum leysti Bygging- arsjóðurinn íbúðina til sín á 3,4 milljónir. Sem sé: lögverndaður þjófnaður upp á 4 milljónir. Og svo selja þeir hana næsta kaupanda á 6-7 milljónir! Við skiptingu á dánarbúinu var gengið löglega frá öllu til ríkis og gjaldheimtu. Á miðju ári 1994 kem- ur rukkun frá Gjaldheimtunni í Reykjavík um að dánarbúið skuldi frá fyrri árum kr. 61.930. Við eftir- grennslan fengum við þær upplýs- ingar frá Sigurði Kristjánssyni í Gjaldheimtunni að þetta væri eigna- skattur frá árinu 1992 þar sem í lok ársins var þetta dánarbú! (en frá 20. desember ’92 til áramóta eru 11 dag- ar). Því var kært til skattanefndar, yfirskattanefndar og síðast talað viö skattstjóra. Þar vísaði hver frá sér og enginn virðist geta tekið ákvörð- un. En skv. 66. og 2. mgr. 80 gr. laga nr. 75/1981 er skattstjóra heimilt að taka til greina umsókn manns um lækkun eigna- og tekjuskatts ef elli- hrörleiki, veikindi, slys eða manns- lát hafi skert gjaldþol manns veru- lega. Gjaldheimtan hefur farið fram á nauðungarsölu á eign sonar hans vegna skuldarinnar. Og einkenni- legast er að það var sent ábyrgðar- bréf til gjaldheimtunnar 2. maí sl. og farið fram á frestun á nauðung- aruppboðinu. Nú, tveimur mánuð- um síðar, hafa þeir ekki sýnt þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfinu. Frá Pósti og síma hef ég upplýsing- ar um hvenær bréfið var afhent. Fróðlegt verður að vita hvert verð- ur næsta skref kerfisins í máli þessu. Erlend skemmtiferöaskip á íslandi - fæ ekki að kaupa far þrátt fyrir laus pláss Grímur Jónsson skrifar: Lestur bréfs í DV í júlí sl., þar sem kvartað er yfir því að íslendingar eigi ekki skemmtiferðaskip sem þeir geti siglt með, vakti upp þá hugsun að gaman væri að fara í ferð með einu hinna stóru skipa sem koma hingað til lands ár hvert. Ég spurðist því fyrir hjá viðkomandi ferðaskrifstofu sem annaðist mót- töku og afgreiðslu Queen Elisabeth II., skipsins er kom hér síðast, hvort hægt væri að fá far með skipinu til áfangastaðar þess í Bretlandi. þjónusta allan sólarhringinn flðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma •1> 550 5000 milli kl. 14 og 16 Ekki amalegt að geta hoppaö um borö í svona skip sé fé og aöstæður fyrir hendi. Svarið var að það væri ekki hægt, þeir mættu ekki selja í skipið, auk þess sem opinberir aðilar hér á landi yrðu þá að veita viðkomandi skipafélagi rétt til þess að mega taka hér farþega. Ég varð næstum orðlaus. Þarf virkilega opinbert leyfi til að selja fólki far með er- lendu skipi sem hingað kemur ef á annað borð er laust pláss? - Ég held að hér þurfi frekari rannsókn- ar við. Einhvers staðar er óþarfa maðkur í mysunni. Útibú sýslu- mannsembætt- is í Garöabæ lokað Einar Vilhjálmsson hringdi: Einkennileg er sú ráðstöfun að tilkynna íbúum í Garðabæ að úti- bú sýslumannsembættisins i Hafnarfirði, sem staðsett er í Garðabæ, skuli þurfa að vera lok- að frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst - öllum vísað til Hafnar- fjarðar. Þetta er hið versta mál iýrir marga ibúa Garðabæjar þar sem hér hefur verið veitt ýmis þjónusta og verið vel þegin. Svona á auðvitað ekki að þurfa að gerast. Vigdís aðalrit- ari S.Þ. Erlingur hringdi: Ég styð eindregið þá hugmynd, sem fram hefur komið hjá ein- hverjum, að hvetja frú Vigdísi Finnbogadóttur til að gefa kost á sér i starf aöalritara Sameinuðu þjóðanna. Ég tel að hún myndi sóma sér einstaklega vel i því starfi sem og hverju öðru á al- þjóðlegum vettvangi. Það væri glæsilegur endir á annars frábær- um ferli Vigdísar sem forseta fengist hún til að gefa kost á sér. Ég er í engum vafa um að hún kæmi helst til álita í starf aðalrit- ara S.Þ. gæfi hún kost á sér á annað borð. Rándýrar Kaupmanna- hafnarferðir Kristinn skrifar: í síðustu viku auglýsti ferða- skrifstofa ein að nokkur sæti væru laus á sérstöku tilboðsverði til Kaupmannahafnar. Þegar á reyndi var verðið 28.000 kr. - bara flugið. Ég tel það ekki til- boðsverð og furðulegt aö flokka þetta sem kostaboð. Ég skora nú á Flugleiðir, flugfélag okkar allra íslendinga, að bæta úr þessu og bjóða t.d. í ágúst-september, þeg- ar farþegum fer aö fækka, upp á ódýrt flug til Kaupmannahafnar á verði sem gæti kallast kosta- boð. Örugglega myndu sætin selj- ast upp og flugvélar Flugleiða því fullar af ánægðum farþegum. Vigdís forseti og milljónin — hlustendur skammist sín Árni Sigurðsson hringdi: Það stakk mig nokkuð, samtal sem átti sér stað í Þjóðarsálar- þætti dag einn í síðustu viku. Kona ein hringdi í þáttinn og var að hneykslast á því að menn gagnrýndu þá ákvörðun ríkisins að bjóða frú Vigdísi, fráfarandi forseta, greiðslur, allt að milljón krónur á ári til farmiðakaupa eða annarra útgjalda við ferðalög sín erlendis. Brá þá svo við að dag- skrárstjóri Rásar 2 kom konunni til hjálpar og sagði að fólk mætti skammast sín fyrir slíka gagn- rýni. - Ég hef ekki fyrr heyrt slíka kveðju úr Ríkisútvarpinu til hlustenda eða annarra sem hringja inn tfl útvarps með þanka sína. Hlakka til sam- einingar vinstri flokkanna Nikulás skrifar: . Nú er útlit fyrir að loks geti orðið af sameiningu eða a.m.k. vísi að henni, hjá vinstri flokkun- um. Alþýðuflokkur og Þjóðvaki verða líklega þeir fyrstu sem sameinast og er það í samræmi við það sem komið hefur fram hjá getspökustu mönnum í þessum efnum. Ég hlakka mjög til þess dags er þessir tveir flokkar ganga í eina sæng, og segi, þvi þá verð- ur stutt í framhaldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.