Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án enourgjalds.
Ný tegund ferðaþjónustu
Sumir feröamenn vilja helzt flatmaga í sólskini í sum-
arleyfum og fara til sólarstranda. Aðrir ferðamenn vilja
helzt kynnast sögufrægum minjum og fara til fornborga
Evrópu. Enn aðrir vilja helzt sjá stórbrotna náttúru og
fara vítt um álfur, meðál annars til íslands.
Þannig eru áhugaefni ferðamanna margvísleg. Þeir,
sem leggja land undir fót, eru misjafnir eins og mann-
fólkið í heild. Það, sem höfðar til eins, snertir ekki ann-
an. En það eru ekki bara áhugaefnin, sem eru misjöfn,
heldur einnig lífsstíllinn og þar með talinn ferðastíU.
Flestir ferðamenn, sem hingað koma, fara í skoðunar-
ferðir, einkum í hópferðabílum, undir leiðsögn fróðra
manna, sem útlista náttúrna og segja ef til vill lítillega
frá sögunni, ef einhver hefur líka áhuga á henni. Þetta
hafa hingað til reynzt okkur ágætir ferðamenn.
Takmörk eru þó fyrir útþenslu þessarar tegundar
ferðamennsku. Margir ferðamenn hafa önnur áhugamál
og annan lífsstíl. Og sumir áfangastaðir hefðbundinna
ferðamanna sæta afar miklu álagi á þeim skamma tíma
ársins, sem hin hefðbundna ferðavertíð stendur.
Til eru ferðamenn, sem ekki kæra sig um að sitja
lengi í hópferðabílum eða láta leiðsögumenn teyma sig
milli skoðunarstaða. Til dæmis er til margt af mjög vel
stæðu fólki á fremur ungum aldri, sem kýs athafnir í
sumarleyfum. Það vill gera eitthvað sjálft í fríinu.
Dæmigert er fólk á framabraut, sem skokkar eða fer í
líkamsræktarstöð í hádeginu. Það flýgur til Sviss um
lengda helgi til að bregða sér á skíði. Eða til Egyptalands
til að bregða sér í tveggja daga ferð á arabískum hestum
miili píramídanna við Gíza og Sakkara.
Auðvitað er þetta kraftmikla fólk í miklum minni-
hluta meðal ferðamanna, en eigi að siður áhugavert. Það
hefur miklu meira fé milli handanna en annað ferðafólk
og lætur sér ekki bregða, þótt hlutirnir kosti peninga.
Það aflar þeirra hratt og eyðir þeim hratt.
Við höfum lengi séð sumt af þessu fólki i vikulöngum
hestaferðum yfir hálendi íslands. Við erum að byrja að
sjá það í vélsleðaferðum á jöklum landsins. Við erum að
byrja að sjá það í göngu á Laugaveginum á Fjallabaks-
leið og bráðum einnig á gönguleið Reykjanesvegar.
Unnt er að höfða til slíks fólks á fleiri sviðum. Kennsla
í meðferð tryllitækja í sandgryfjum er einn möguleikinn
af mörgum og nyti þeirrar frægðar, sem sandgryfju-
keppni á íslandi hefur öðlazt í útlöndum. Slík tegund
ferðamennsku á að geta gefið mikið í aðra hönd.
Bezt væri, ef ferðaþjónusta fyrir athafnasama ferða-
menn styddi hver aðra með sameinaðri aðstöðu og
markaðssetningu. Á Nesjavöllum mætti til dæmis koma
upp heilsuböðum með útsýnissundlaug í Hengli og hafa
miðstöð hestaferða, vélsleðaferða og gönguferða.
Enn frekar en Bláa lónið bjóða Nesjavellir frábæra
náttúru að sviðsmynd, án þess að álag aukist á hefð-
bundna skoðunarstaði. Þeir eru í nágrenni Reykjavíkur
og geta nýtt innviði borgarinnar, svo sem lúxushótel, há-
gæða veitingahús og merkjavöruverzlanir.
Til þess að standa skynsamlega að nýtingu svæðis á
borð við Nesjavelli til ferðaþjónustu þurfa aðilar frá
borginni og áhugasamir einkaaðilar að stofna þróunar-
félag til að tryggja skynsamlega hönnun mannvirkja,
íjölbreytta þjónustu og samstarf um markaðssetningu.
Þetta er dæmi um, að ferðaþjónustan á ekki að ein-
blína á talningu og fjölgun hausa og gistinátta, heldur
velta fyrir sér auknum tekjum á hvern ferðamann á dag.
Jónas Kristjánsson
„A geödeildunum er það þekking og reynsla starfsfólksins sem ræður úrslitum um árangur og lækningu," seg
ir greinarhöfundur m.a.
Geðsjúkir í bið!
þekkir hann ekki, því
deildin hans er lokuð,
verður að setja þrjá
starfsmenn yfir hann all-
an sólarhringinn af ör-
yggisástæðum. Undanfar-
ið hafa slíkar yfirsetur
verið algengar, sérstak-
lega vegna þess að starfs-
fólk þekkir ekki sjúkling-
ana og getur því ekki
brugðist öðruvísi við.
Þetta kostar mikla fját'-
muni.
Mikil örtröð
Örtröðin á geðdeildunum
er oft svo mikil að hvorki
er hægt að nota salernið
né fundarherbergið því að
sjúklingar liggja þar inni.
„Ef björgunaraðgerðir takast ekki
verða sjúklingarnir útskrifaðir á
götuna eða til aðstandenda. Fjöl-
skyldurnar, sérstaklega þær sem
eru með ung börn, megna ekki að
taka við erfiðum geðsjúklingum
inn á heimili sín. “
Kjallarinn
Ingólfur H.
Ingólfsson
framkvæmdastjóri
Geðhjálpar
í sex vikur hef-
ur ein geðdeild
Landspítalans
auk barnageð-
deildar verið lok-
uð og annarri
deild verður lok-
að eftir helgi.
Sjúklingarnir
þurfa „að halda í
sér veikindun-
um“, eins og einn
starfsmaður
deildarinnar orð-
aði það. Það
ástand sem hefur
skapast er ekki
líkt neinni
sjúkrahússtarf-
semi heldur
skyndihjálp við
neyðarástandi.
„Geymslutím-
inn“
Þær deildir sem
eru opnar senda
sjúklinga á milli
sín og biðja um að
þeir verði „geymd-
ir“ meðan beðið er
eftir að rúm losni.
Á „geymslutíman-
um“ tekur því ekki
að hefja meðferð.
Dvalartiminn er óviss, upplýsing-
ar vantar og starfsfólk þekkir lítið
til sjúklingsins. Sjúklingurinn bíð-
ur og heldur vonandi í sér geð-
veikinni á meðan.
Mjög veikur maður kemur inn á
geðdeild. Óttast .er að hann geti
verið sjálfum sér og öðrum hættu-
legur. Vegna þess að starfsfólkið
Um næstliðna helgi voru lagðir
inn á geðdeild fjórir sjúklingar
sem aldrei höfðu kennt sér meins
áður. Fimm endurkomusjúklingar
voru lagðir inn á deildina sem lok-
uð var um þessa helgi og er hún
yfirfull eins og allar aðrar geð-
deildir. Ef björgunaraðgerðir
takast ekki verða sjúklingarnir út-
skrifaðir á götuna eða til aðstand-
enda. Fjölskyldurnar, sérstaklega
þær sem eru með ung börn, megna
ekki að taka við erfiðum geðsjúk-
lingum inn á heimili sín.
Á geðdeildunum er það þekking
og reynsla starfsfólksins sem ræð-
ur úrslitum um árangur og lækn-
ingu. Þar er ekki hægt að hagræða
með hátækni og auknum hraða.
Þvert á móti er það þekking starfs-
fólksins sem getur sparað mikla
fjármuni í greiningu, meðferð og
réttri nýtingu mannaflans eins og
dæmin sýna. Starfsfólkið er ör-
þreytt og þegar um sex reyndir
starfsmenn ætla að hætta á einni
og sömu geðdeildinni í haust er
það mikið áfall og tap á verðmæt-
um.
í reiðileysi á götum úti
Á geðdeildum er ekki hægt að
koma upp biðlistum. Sjá menn
fyrir sér mikið veika geðsjúklinga
ráfa um í reiðileysi á götum úti
bíðandi eftir að röðin komi að
þeim að fá lækningu?
Það er þyngra en tárum tekur
að allar þessar lokanir og þreng-
ingar á geðdeildunum skila eng-
um sparnaði, eins og fram kemur
í nýútkominni skýrslu Ríkisend-
urskoðunar. Þeir fjármunir sem
fara til geðdeildanna eru of miklir
til þess að reka þar einfalda neyð-
arhjálp en of litlir til þess að reka
sjúkrastofnun. Heilbrigðisyfirvöld
verða að gera upp við sig hvernig
þau ætla að halda uppi sæmandi
geðheilbrigðisþjónustu.
Ingólfur H. Ingólfsson
Skoðanir annarra
Við gefum einn fót
„Fimm ár eru síðan styrjöldin í fyrrum Júgóslav-
íu hófst. Meðan nánast hvert einasta Evrópuríki tók
við flóttafólki í stórum stíl gerðu íslendingar ekkert.
Á meðan fjölmörg Evrópuríki löðgu sig fram um að
frelsa börn úr víti Balkanskagans gerðu íslendingar
ekkert. Nú, þegar stríðinu á að heita lokið, er loks
von á nokkrum flóttamönnum til íslands. Nú, þegar
þúsundir barna liggja í valnum í Bosníu, taka ís-
lendingar við sér. Við gefum einn fót.“
Hrafii Jökulsson í Alþbl. 16. júlí.
Eignarráð á hálendinu
„Hugmynd min er sú, að fyrir atbeina forsætisráð-
herra verði skipuð breið vinnunefnd, er geri drög að
frumvarpi til laga um eignarráð, nýtingu, vemdun,
beitar- og veiðirétt á öllu hálendinu. Allir stjóm-
málaflokkar komi að þessu máli og aðrir þeir fulltrú-
ar félagasamtaka sem láta sig málið varða og hafa af
því ánægju að hálendið falli ekki í hendur fárra sér-
réttarmanna. Þetta verk og góð lög gætu verið heilla-
gjöf til þjóðarinnar árið 2000.“
Jón Ármann Héðinsson í Mbl. 16. júlí.
Lífseigasta
stjórnmálahugsjónin
„Lífseigasta stjórnmálahugsjón á íslandi er sam-
eining vinstri manna, eða jafnaðarmanna eða
vinstri aflanna eða félagshyggjufólks. Héðinn sam-
einaði fyrir stríð og Hannibal sameinaði eftir stríð
og Ólafur Ragnar sameinaði undir lok kalda striðs-
ins . . . Nú liggur mikið við að sameina alla vinstri
hugsjónamenn í einum flokki enda óx draumsýninni
mjög ásmegin eftir að fjórðungur kjósenda íhaldsins
og helmingur framsóknarmanna tóku sig til og
sendu fyrrum formann allaballa á Bessastaði."
Oddur Ólafsson í Timanum 16. júlí.