Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Blaðsíða 14
14 íþróttir ÍA-Sileks í Evrópukeppninni kvöld: Möguleikar ÍA eru meiri - segir þjálfari Sileks DV, Akranesi: íslandsmeistarar Skagamanna mæta í kvöld liði Sileks frá Makedóníu í forkeppni Evrópu- keppni meistaraliða í knattspymu. Leikurinn fer fram uppi á Akra- nesi og hefst klukkan 20. í samtali, sem DV átti við þjálf- ara Sileks, kom fram að liðið mun leika án nokkurra lykilmanna í kvöld. Þrír fastamenn em meiddir og einn í leikbanni. „Ég lít svo á að Akranes hafi for- skot að því leyti að liðið leikur á heimavelli og veðrið hér er mjög frábrugðið því sem er heima þessa dagana. Við munum koma í þenn- an leik til að verjast og auðvitað ætlum við að reyna að skora mark því mark á útivelli í Evrópukeppni er mjög dýrmætt. Við vitum að lið Akraness er sterkt og hefur. verið mjög sigursælt á íslandi. Því mið- ur get ég ekki teflt fram mínu sterkasta liði en þeir leikmenn Þing Alþjóða handknattleikssambandsins: Kjartan formaður dómaranefndar sem munu spila koma til með að leggja sig alla fram. Ef ég lít raun- sætt á málið tel ég möguleika Ak- umesinga meiri en okkar eða 70:30,” sagði Zoran Smilewski, að- alþjálfari Sileks, í samtali við DV. -DÓ Þjálfari Sileks á von á mjög erfiðum ieika gegn ÍA í kvöld. Knattspyma: Leikur ÍA og Sileks í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu írá síðari hálfleik í leik Akumesinga og Si- leks í forkeppni Evrópukeppninn- ar I knattspymu en leikurinn fer fram á Akranesi í kvöld. Útsend- ingin hefst laust fyrir klukkan 21. Furiong frá Chelsea Paul Furlong gekk í gær til liðs við enska 1. deildar liðið Birming- ham og var kaupverðið 150 millj- ónir króna. Furlong lék með Chel- sea en með tilkomu Gianluca Vi- alli er ekki pláss fýrir hann í hð- inu. Costa til Arsenal? Forráðamenn Arsenal era að undirbúa 9 milljón punda tilboð í portúgalska landsliðsmanninn Rui Costa hjá Fiorentina. Keegan og Ginola Kevin Keegan, framkvæmda- stjóri Newcastle, mun i dag ræða við Frakkann David Ginola um framtíð hans hjá félaginu. Keegan er óánægður með að Ginola hafi rætt við forráðamenn Barcelona og vill nú fá hjá honum tryggingu fyrir því að hann verði um kyrrt á St. James Park. Fleiri félög en Barcelona hafa borið víjumar í Frakkann snjalla en Chelsea, Marseille og Atletico Madrid hafa öll spurst fyrir um kappann. Tour de France: Riis jók forskotið Daninn Bjame Riis jók í gær forystu sína í Tour de France hjól- reiðakeppninni þegar hann kom fyrstur í mark í 16. sérleiðinni í keppninni. Frakkinn Richard Virenque varð annar og Sviss- lendingurinn Laurent Dufaux þriðji. Riis hefur nú rúma tvær og hálfa mínútu í forskot á Spánverj- ann Abraham Olano og Tony Rominger frá Sviss er í þriðja sæti tæpum þremur mtnútum á eftir Riis. Spánverjinn Miguel Indurain, sem sigrað heftir í þessari erfiðu keppni fjögur síðustu árin, varð tólfti í gær og er í 10. sæti í keppninni, rúmar 7 mínútur á eft- ir Riis. -GH Síöasti möguleiki hjá Pétri og Sigurði Ólympíuneöid íslands ákvað á fundi sínum í gær að gefa Pétri Guðmundssyni, kúluvarpara og Sigurði Einarssjmi, spjótkastara eitt tækifæri til viðbótar til að reyna við ólympíulágmörkin en áður hafði frestur til að ná lágmörkum runnið út á miðnætti 15. júlí. Þeir Pétur og Sigurður taka þátt á móti í Atlanta og til að öðl- ast keppnisrétt verður Sigurður að kasta spjótinu yfir 77,90 metra og Pétur að varpa kúlunni yfir 19,30 metra. Takist það ekki er ljóst að þeir verða ekki á meðal keppenda. -GH 10 keppendur á Evrópumót öldunga 10 íslenskii' fijálsíþróttamenn era á leið til Malmö þar sem þeir munu keppa á Evrópumeistara- móti öldunga. Þeir sem keppa era: Kristján Gissurarson, Guðmund- ur Hallgrímsson, Ámi Hreiðars- dóttir, Anna Jeeves, Jón H. Magn- ússon, Þórður B. Sigurðsson, Trausti Sveinbjömsson, Hafsteinn Sveinsson, Ólafur Þórðarson og Ólafur Unnsteinsson sem jafn- framt er fararstjóri hópsins. Mótið hefst á morgun og stend- ur til 27. júlí. -GH Kjartan Steinbach var í gær kos- inn formaður dómaranefndar Al- þjóða handknattleikssambandsins á þingi sambandsins sem stendur þessa dagana í Atlanta í Bandarikj- unum. Auk Kjartans voru tveir aðrir í kjöri, Norðmaður og ítali. Hreinan meirihluta atkvæða þarf að fá til að hljóta kosningu. Eftir fyrstu umferð fékk Kjartan flest atkvæðin eða 36 talsins og ítalinn kom næstur með 27. Þar sem Kjartan fékk ekki meirihluta atkvæða var gengið til Islenska landsliðið í knattspymu mætir Tékkum í vináttulandsleik í knattspyrnu í Tékklandi 4. septem- ber næstkomandi. Tékkar, sem töp- uðu fyrir Þjóðverjum í úrslitaleik á Evrópumótinu á dögunum, stað- festu þetta við KSÍ. Einnig var ákveðið að Tékkar kæmu hingað til lands á næsta ári en ekki hefur ver- ið frágengið hvenær leikurinn fer fram, að sögn Snorra Finnlaugsson- ar, framkvæmdastjóra KSÍ. Beöiö svara frá Þjóöverjum kosninga aftur á milli hans og ítal- ans og aftur hafði Kjartan betur, 43 gegn 34. Með þessari kosningu öðlast Kjartan sjálfkrafa sæti í stjóm Al- þjóða handknattleikssambandsins og er hann fyrsti íslendingurinn sem hlýtur þennan heiður. Þetta er mikill heiður fyrir Kjart- an og ekki síst íslenskan handknatt- leik. Kjartan hefur um langt árabil starfað sem eftirlitsmaður og hefur fengið mörg störf á alþjóðlegum vettvangi. -GH meisturum Þjóðverja en stefnt er að því að þeir mæti með landslið sitt til íslands á 50 ára afmæli Knatt- spyrnusambands íslands. Góöur undirbúningur fyrir HM leikina Leikurinn við Tékka veröur góð- ur undirbúningur fyrir þrjá HM leiki sem íslendingar leika í haust. 5. október verður leikið ytra gegn Litháum, gegn Rúmenum heima 9. október og gegn íram í Dublin 10. nóvember. Valur (0) 0 KR (1) 2 0-1 Ríkharður Daðason (5.) skor- aði með þrumuskoti eftir gott þrí- hymingsspil við Guðmund Bene- diktsson. 0-2 Guðmundur Benediktsson (77.) skoraði með viðstöðulausu skoti eftir laglega fyrirgjöf Ásmundar Har- aldssonar. Lið Vals: Lárus Sigiurðsson - Bjarki Stefánsson (Sigurbjörn Hreið- arsson 61.), Jón Grétar Jónsson, Gunnar Einarsson, Kristján Halldórs- son - tvar Ingimarsson (Sigurður Grétarsson 76.), Nebojsa Corovic, Heimir Porca, Jón S. Helgason - Am- ljótur Daviösson, Sigþór Júlíusson. Lið KR: Kristján Finnbogason - Siguröur Öm Jónsson, Þormóður Eg- ilsson, Þorsteinn Guðjónsson, Ólafiir H. Kristjánsson (Bjami Þorsteinsson 41.) - Hilmar Bjömsson, Heimir Guð jónsson, Brynjar Gunnarsson, Einar Þór Daníelsson - Ríkharður Daðason (Ásmundur Haraldsson 76.), Guð- mundur Benediktsson (Óskar Hrafn Þorvaldsson 80.) Markskot: Valur 5, KR 8. Hom: Valur 8, KR 10. Gul spjöld: Einar Þór (KR). Rauð spjöld: Jón Grétar Jónsson (Val). Dómari: Guðmundur Stefán Marí- asson, dæmdi sæmilega. Áhorfendur: Rúmlega 1883. Óskarafstað Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem hefur verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla í hné, kom inn á undir lok leiksins í liði KR. Ólafur H. Kristjánsson er kominn á sjúkralistann hjá KR en hann meiddist á læri undir lok fyrri hálfleiksins. Sex úr 1. deildinni dæmdir í bann Sex leikmenn úr 1. deildinni í knattspymu vora úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í gær. Skagamennimir Mihaljo Bibercic og Ólafur Adolfsson missa af stórleik KR og ÍA á sunnudaginn en þeir vora úr- skurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Þá vora Kekic Sinisa úr Grindavík, Bald- ur Bjamason, Stjömunni, Karl Finnbogason, Keflavík, og Gunnar Einarsson úr Val sömuleiðis úr- skurðaðir í eins leiks bann vegna íjögurra áminninga. Úr 2. deild voru ÍR-ingamir Kristján Brooks og Ásbjöm Jóns- son úrskurðaðir í tveggja leikja bann vegna brottvísunar og sömu- leiðis Axel Ingvarsson úr Leikni. Sævar Guðjónsson, Fram, Yngvi Borgþórsson, Víkingi og Ágúst Hauksson, þjálfari og leikmaður Þróttar, vora úrskurðaðir í eins leiks bann. Norðuriandamót í golfi i Leirunni DV, Suðumesjum: „Það er allir keppendur mættir tfl landsins og fyrsta æfingin hjá þeim var í gær. Keppendur vora mjög ánægðir með aðstöðuna og völlinn,” sagði Elías Kristjánsson, mótstjóri Norðurlandamóts ungl- inga, sem hefst á Hólmsvelli í Leiru á morgun. Keppendur era alls 50 talsins og koma þeir frá íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Danir era núverandi meistarar hjá drengjunum en sænsku stúlk- umar urðu hlutskarpastar á síð- asta móti. „Okkar keppendur eru í góðu formi cg það verður gaman að fylgjast með þeim. Það eina sem ég vona er að gott veður verði þegar keppnin hefst,” sagði Elías. -ÆMK Birgir efstur Bh'gir Leifur Hafþórsson, GL, er með flest stig í karlaflokki eftir stigamótin fjögur hjá GSÍ. Birgir er með 192 stig. Sigurpáll G. Sveinsson, GA, og Kristinn G. Bjamason, GL, era með 188 stig. Hjá konunum er Ólöf M. Jónsdótt- ir, GK, efst með 165 stig, Herborg Amarsdóttir, GR, er með 155 stig og Þórdís Geirsdóttir, GK, 153 stig. -GH KSÍ bíður enn svara frá Evrópu- -GH Islenska landsliöiö í knattspyrnu: Mætir Tékkum ytra i haust MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MIÐVIKUDAGUR 17. JULI 1996 35 Iþróttir KR óstóðvandi - bikarmeistararnir komnir í undanúrslit Mjólkurbikarkeppninnar eftir 0-2 sigur á Val „Ég er ánægöur með sigurinn og á köflum var spilið fallegt að sjá. Vals- menn vora erfiðir og þeir voru meira í baráttunni en við hugsuðum meira um að spila. Baráttan var samt góð í liðinu og ég er ánægður með að við fengum ekki á okkur mark, ég held að þetta hafi verið sanngjarn sigur,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR, eftir að lið hans tryggði sér sæti í undanúr- slitum bikarkeppninnar með 0-2 sigri á Valsmönnum. Mark eftir fimm mínútur Það tók KR-inga ekki nema fimm mínútur að skora fyrsta mark leiksins og kom það eftir fallegt þríhyrninga- spil Guðmundar Benediktssonar og Ríkharðs Daðasonar en sá síðarnefndi kláraði sóknina með góðu skoti. Þetta mark hleypti um leið miklu fiöri í leikinn og stuttu eftir það átti Einar Þór Daníelsson glæsilegt skot frá vinstri sem sleikti markstöng Vals. KR-ingar voru þó alls ekki hættir og fékk Ríkharður Daðason dauðafæri eftir glæsilega sendingu frá Einari Þór en besti maður vallarins, Lárus Sig- urðsson, markvörður Vals, varði glæsilega. Jón Grétar fékk rautt Valsmenn urðu síðan fyrir miklu áfalli á 23. mínútu leiksins þegar Jóni Grétari Jónssyni var vikið af leikvelli eftir að hafa brotið á Guðmundi Bene- diktssyni sem var að komast einn inn fyrir. Jón hafði fengið sitt fyrra gula spjald þrettán mínútum áður. En það sást ekki á spili Valsmanna að þeir væru einum færri það sem eftir lifði leiks því þeir börðust gríðarlega vel, spiluðu mjög vel á köflum og áttu nokkur færi sem þeir náðu ekki að klára. I seinni hálfleik komu heimamenn mjög ákveðnir til leiks og sást í raun enginn munur á þessum liðum sem sýndu mjög oft skemmtilega knatt- spymu. Það voru samt Vesturbæing- arnir sem fengu hættulegri færi og varamaðurinn Bjami Þorsteinsson, sem kom mjög sterkur inn á í KR- vörnina átti gott hlaup upp allan völl- inn en tókst ekki að nýta það sem skyldi. Einnig áttu Guðmundur og Einar Þór mjög góð færi en Lárus varði allt sem á markið kom. Þegar fór að líða á hálfleikinn pressuðu KR-ingar stíft og í einni sókn þeirra fengu þeir þrjár horn- spymur en Lárus, sem varði þar tvö skot frá Þormóði Egilssyni og eitt frá Heimi Guðjónssyni, sýndi sannkallaða glæsimarkvörslu. Eitthvað hlaut samt að láta undan og á 77. mínútu skoraði Guðmundur Benediktsson eftir góða fyrirgjöf frá Ásmundi Haraldssyni sem var nýkominn inn á og tryggði þar með KR sigurinn. Ég var ánægöur með mína menn „Við vorum að fá okkar sénsa en því miður nýttum við þá ekki og leik- urinn var jafn, við spiluðum mjög vel og ég var ánægður með mína menn, það vantaði bara markiö," sagði Sig- urður Grétarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Hjá Val var vömin geysisterk og ásamt Lárasi í markinu átti Gunnar Einarsson gríðarlega góðan leik í vörn Vals og fór oft illa með sóknarmenn KR. Hjá KR átti Einar Þór góðan leik ásamt Brynjari Gunnarssyni, sem barðist vel á miðjunni, og Bjama Þor- steinssyni sem var sterkur í vörninni. KR-ingar stefna því ótrauðir i átt að þriðja bikarmeistaratitli sínum í röð en með þeim í undanúrslit eru komnir Skagamenn og Eyjamenn. Á morgun kemur svo í ljós hvert fiórða liðið verður en þá mætast Akureyrarliðin KA og Þór. KR-ingurinn snjalli, Einar Þór Daníelsson, sýnir hér lagleg tilþrif á Hlíöarenda í gær. Engu er líkara en Lárus Sigurðsson, markvörður Vals, biðji sér vægðar og félegar hans í Valsvörninni, þeir Bjarki Stefánsson og Gunnar Einarsson, eru við öllu búnir. DV-mynd ÞÖK Þórir til Fylkis? - Marteinn Geirsson gaf ekki kost á sér í starfiö Samkvæmt öraggum heim- ildum DV er líklegt að Þórir Sigfússon verði næsti þjálfari 1. deildar liðs Fylkis í knatt- spyrnu í stað Magnúsar Páls- sonar sem í fyrradag var sagt upp störfum hjá Árbæjarlið- inu. Þórir steig sín fyrstu skref sem þjálfari í 1. deildinni í fyrra en hann tók þá við liði Keflvíkinga snemma sumars eftir að Inga Bimi Alberts- syni var sagt upp. Nöfn Inga Bjöms og Harðar Hilmarssonar hafa einnig ver- ið nefnd í sambandi við þjálf- araráðninguna hjá Fylki en samkvæmt heimildum DV er Þórir líklegastur. Eins og DV greindi frá í gær var Marteinn Geirsson efstur á óskalista Fylkis- manna og hittu forráðamenn Árbæjarliðisins hann á fundi í gær. „Mig dauölangaöi” „Eftir langa umhugsun gaf ég þetta frá mér. Ég sá fram á það að ég gæti ekki sinnt þessu 100% vinnu minnar vegna. Mig dauðlangaði að taka þetta verkefni að mér en þar sem ég hefði ekki getað sinnt því sem skyldi fannst mér ekki rétt að taka það að mér,” sagöi Marteinn í sam- tali við DV í gærkvöldi. Fyrsti leikur Fylkis undir stjórn nýs þjálfara er gegn Valsmönnum á sunnudags- kvöldið. -GH Logi Jes Kristjánsson: „ Logi í góðum málum“ Logi Jes Kristjánsson tekur nú þátt i sinu fyrsta alþjóðlega stór- móti í sundi. Logi náði lágmarki til þátttöku á Ólympíuleikunum í Atlanta með því að synda 100 m baksund á 57,64 sekúndum á sterKú alþjóðlegu sundmóti í Mónakó í maí síðastliðnum. Hann Var 8/100 undir ólympíulágmark- inu og bætti sinn fyrri árangur um hvorki meira né minna en 1,27 sekúndu. Logi hefur æft sund í 13 ár, fyrstu tíu árin æfði hann í Vest- mannaeyjum undir handleiðslu Magnúsar Tryggvasonar sem ræð- ir um Loga að þessu sinni. „Eftir að hafa farið i æfingabúð- ir til Ungverjalands í janúar og febrúar 1992 má segja að Logi hafi gert sér grein fyrir því hvað þyrfti að leggja á sig til þess að verða sundmaður á alþjóðamælikvarða. Meðal æfingafélaga Loga voru Kristina Egerzegi, margfaldur Evr- ópu-, heims- og ólympíumeistari í baksundi, og Karoly Guttler, heimsmethafinn í 100 m bringu- sundi,“ sagði Magnús. Hefur æft markvisst í þrjú ár „Eftir Ungverjalandsdvölina varð Loga ljóst að hann yrði að hleypa heimdragánum til að geta æft eins og hann vildi. Haustið 1993 hélt hann til Arizona í Banda- ríkjunum og hefur æft markvisst undanfarin þrjú ár með það í huga að keppa á ólympíuleikunum." Logi hefur stundað nám í graf- ískri hönnun við Arizona State University sem er einn stærsti há- skóli Bandaríkjanna með um 45.000 nemendur. Logi hefur æft og keppt með sundliði skólans sem er 14. sterkasta háskólalið landsins. I keppnum með skólaliðinu hefur Logi verið að kljást við marga bestu baksundsmenn heims og með því öðlast ómetanlega keppn- isreynslu. Þjálfari Loga er heims- þekktur þjálfari og sundvísinda- maður að nafni Ernie Maglischo sem samdi svokallaða „sundbibl- íu“ níunda áratugarins, „Swimm- ing Faster". Það er því ljóst að Logi æfir við bestu aðstæður og er í mjög góðum höndum enda hafa framfarir hans á þessu tímabili verið miklar. „Þar sem aðalgrein Loga er baksund þá er óhætt að segja að hann hafi staðið í skugga Eðvarðs Þórs Eðvarssonar framan af ferli sínum. Frá því 1993 hefur hann verið að mjaka sér úr skugga Eð- varðs og hefur sigrað tvöfalt í baksundi á Smáþjóðaleikunum, bæði 1993 og 1995. Logi út úr skugganum Á íslandsmótinu í vor kom Logi út úr skugganum og bætti íslands- met Eðvars í 100 m og 200 m baksundunum í 25 m laug. I 50 m laug á Logi 57,64 sekúndur og mun hann eflaust stefna að því að bæta þann tíma og reyna við íslandsmet Eðvars Þórs sem er 57,15 sekúnd- ur. Ef allt gengur 100% upp er það raunhæft markmið. Hversu langt það dugar Loga í geysiharðri keppni ólympíuleikanna verður að koma í ljós en líklegt er að synda verði undir 57 sekúndum til að komast í B-úrslit. Spumingin er hvort Loga tekst að ná upp nægi- legri einbeitingu til að synda á sín- um besta tíma i undanrásum. Ef einbeitingin er til staðar þá verður Logi í góðum málum," sagði Magn- ús rétt áður en hann hélt til Atl- anta. -JGG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.