Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
Fréttir
Hörmungasaga Qölskyldu viröist engan enda ætla að taka:
Otrúlegt mótlæti og
óheppni elt okkur
- búið að splundra Qölskyldulífinu, segir Hlöðver B. Jökulsson
„Þetta er búin aö vera ein stór
hörmungasaga. Maður væri tilbú-
inn að taka eitthvað á sig en þetta
er fullmikið og hefur gersamlega
splundrað öllu fjölskyldulífi okkar,“
segir Hlöðver B. Jökulsson, 29 ára
gamall, en hann hefur gengið í gegn-
um ótrúlegar raunir undanfarin 6
ár ásamt brasiliskri eiginkonu
sinni, Jaqueline da Silva. Þau eiga 4
ára gamlan son, Bernharð Jökul, en
hsmn þjáist af vöðvahrömun sem er
banvænn sjúkdómur.
„Það er hreint ótrúleg óheppni og
mótlæti búið að elta okkur. Ég var
skiptinemi í Brasilíu fyrir 6 ánun
og kynntist konu minni þar. Þegar
viö fluttum á Egilsstaði, þar sem ég
er uppalinn, byrjuðu vandræðin
fljótiega. Kona mín mætti miklum
fordómum vegna þess að hún var
útlendingur og fékk enga vinnu þar.
í febrúar 1992 fæddist Bernharður
Jökull og var hann annað bam okk-
ar. Fljótlega fannst okkur ljóst að
eitthvað mikið væri að drengnum
þvi hann borðaði ekkert og var
blóðlítill og kraftlaus.
Við stóðum í stríði við lækna fyr-
ir austan í rúmt ár og létum taka
blóðprufur af drengnum vikulega.
Læknamir töldu ekkert alvarlegt
vera á seyði og að lokum fór
Jaqueline meö hann til Reykjavík-
ur. Þar greindist hann með þennan
hræðilega sjúkdóm, vöðvahrömun.
Þá var hann eins og hálfs árs. Þá
tóku við endalausar ferðir fram og
til baka til að fara með hann í rann-
sóknir og annað: Við vorum búinn
að fjárfesta í kaffihúsi fyrir austan
til að konan mín gæti unniö og
þetta kostaði mikla peninga og
vinnutap. Læknar sögðu okkur hve
sjúkdómurinn væri alvarlegur og
að líklega mundi hann lifa í mesta
lagi 20 ár miðað við eðlilegt ferli.
Þegar okkur var tilkynnt þetta
brotnuðum við nánast saman. Ef
við hefðum vitað strax í upphafi
hvað var fram undan og hve alvar-
legur sjúkdómurinn var hefðum við
aldrei farið út í þessar fjárfestingar.
Við hefðum eytt peningunum á ann-
an hátt og reynt að gera eitthvað
fyrir litla drenginn og hin bömin
okkar. í staðinn hófst ótrúleg
skuldaferð sem við sjáum ekki fyrir
Fjölskylda sem hefur átt við mikla erfiðleika að stríða. Hlöðver B. Jökulsson og Jaqueline da Silva og böm þeirra
þrjú, þau Amanda, 6 ára, Bernharður Jökull, 4 ára, og Carlos Reynir, 1 árs. DV-mynd BG
endann á í dag,“ segir Hlöðver.
Óheppnin elti okkur áfram
„Það má segja að óheppnin hafi
elt okkur áfram. Við fluttum til
Reykjavíkur og ég hóf nám í háskó-
lanum og tók námslán. Rétt fyrir
próf handarbrotnaði ég illa og náði
ekki prófunum í framhaldi af því.
Ég fór að vinna sem pitsasendill og
hef unnið af krafti við að reyna að
minnka skuldimar en það gengur
hægt. Það em bara teknir þvi hærri
skattar og auk þess er búiö að draga
af okkur bamabætur og bamabó-
tauppbót sem nemur rúmum 200
þúsund krónum. Ég er mjög sár því
öll þessi vinna hefur endanlega
splundrað fjölskyldulífinu þar sem
ég vinn allar nætur og reyni að sofa
eitthvað á daginn.
Til að bæta gráu ofan á svart
veiktist konan mín illa á þessu ári.
Hún hefúr verið með mikla þak-
verki og eftir skoðun kom í ljós að
hún er aðeins með eitt nýra og
steina í gallblöðm að auki. Hún hef-
ur farið til sjúkraþjálfara en hefur
ekki efni á því lengur og þarf að
borga mikla peninga fyrir sjö mis-
mimandi lyf sem hún er á. Á sama
tíma fékk hún ekki borguð eins og
hálfs mánaðar laun sem hún átti
inni hjá fyrirtæki sem fór á hausinn
og þaö er enn óvíst hvort hún fær
þau nokkum tímann borguð.
Samband okkar hjónanna er al-
veg búið að vera. Öll þessi vanda-
mál hafa tekið mikinn toll heima
fyrir, við rifumst og emm á nálum
jdir öllu. Við höfúm nú ákveðið að
skilja og teljum það bestu leiðina
meðan einhver virðing er enn á
milli okkcu-. Það sem okkur finnst
sárast er þó að hafa ekki getað veitt
bömunum neitt. Mér líður persónu-
lega eins og mér hafi mistekist foð-
urhlutverkið algerlega.
Við höfúm því miður mætt miklu
mótlæti í kerfinu og víðar og þá sér-
staklega Jaqueline. Manni finnst
hið altalaða íslenska velferðarkerfi
ekki standa undir nafni. Þá hafa for-
dómar í garð útlendinga hér á ís-
landi komið mér mjög á óvart. Ég
hélt þetta væri ekki svona. En sem
betur fer er líka til gott fólk. Félags-
málastofnun Garðabæjar hefur
reynst okkur mjög vel, bæði fjár-
hagslega og andlega. Öryrkjabanda-
lagið hefúr lika reynst okkm- vel og
við leigjum góða íbúð hjá þvi á góðu
verði. Framtíðin er þó hvorki björt
hjá okkur né bömunum. Bemharð-
ur Jökull er nú á toppi sins lífs en
okkur er tjáð að eftir 6 ára aldur
muni sjúkdómurinn ágerast mjög,“
segir Hlöðver. -RR
^ Nýtt ölmiðlafyrirtæki að verða tll:
Utgáfu- og útvarpsfélag
- sameinar 3 útvarpsstöðvar, bókaútgáfu og Viðskiptablaðið
Nú er unnið að því að stofna nýtt
hlutafélag sem hugmyndin er að
kaupi rekstur hlutafélagsins Afl-
vaka sem m.a. rekur útvarpsstöðina
Aðalstöðina og tvær aðrar útvarps-
stöðvar og rekstur Framtíðarsýnar
hf. sem gefur út Viöskiptablaðið og
rekur bókaklúbb. Þorkell Sigur-
laugsson, aðstoðarforstjóri Eim-
skips, er stjómarformaður Framtíð-
arsynar
Að sögn Baldvins Jónssonar er
ætlunin að ljúka stofmm hins nýja
félags í þessum mánuði, eða eftir að
sumarleyfistiminn er að mestu lið-
inn. „Það sem verið er að vinna
núna er milliuppgjör í báðum fyrir-
tækjunum en á grundvelli þess m.a.
fer fram verðmætamat á þeim og
síðan miui nýja hlutafélagið kaupa
fyrirtækin tvö. Hlutafélögin verða
metin innbyrðis og síðan þurfum
við að meta þau gagnvart okkar
hluthöfúm og nýja félagið gagnvart
sínum. Síðan er stefnt að því að
hluthafar eignist hluti í nýja félag-
inu til samræmis við hlutabréfaeign
sína í hvoru félagi fyrir sig,“ segir
Baldvin Jónsson, einn eigenda Afl-
vaka. -SÁ
Nýtt mynd-
band við smá-
plötu Bjarkar
DV, Akranesi:
Ný smáplata frá Björk Guð-
mundsdóttur, sem heitir Possi-
bly Maybe, er að koma á markað
og aðdáendur íslensku
poppprinsessunar geta glaðst því
að nýja myndbandið við smá-
plötuna á eftir að koma verulega
á óvart. Samkvæmt áreiöanleg-
um heimildum DV mun Björk
koma fram sem teiknimyndaper-
sóna í myndbandinu.
Þaö hefur komið fram í bresk-
um fjölmiðlum aö margir bíða
spenntir eftir útkomu mynd-
bandsins og smáplötunnar því
nokkuð er síðan smáplata hefúr
komið frá Björk. Þá er vonast
eftir því að stór plata komi frá
Björk með haustinu. Á þeirri
plötu verða að hluta til end-
urunnin lög af Post og lög sem
Björk samdi meðan hún vann að
gerð Post. Japanskur ljósmynd-
ari tók myndimar sem verða af
Björk á plötuumslaginu.
Stuttar fréttir
Búddamusteri
Hugmyndum um byggingu
Búddamusteris í Reykjavík hefúr
verið vísað til skrifstofústjóra
borgarverkfræðings. Búddistafé-
lag íslands hefur sent erindi þar ■
að lútandi og var það lagt fýrir
borgarráð Reykjavíkur og af-
greitt þar í gær. í erindinu segir
að ýmsir séu tilbúnir að styrkja
musterið, m.a. Tælandsprinsessa.
Borað við Krðflu
Jarðboranir hf. hófu i gær-
kvöldi borun annarrar af tveim-
ur nýjum borholum við Kröflu.
Boranimar em liður í stækkun
Kröfluvirkjunar. Borað verður
eftir lágþrýstigufu á um þúsund
metra dýpi. Morgunblaðið
greindi frá.
Verðbréfaþing íslands
Verðbréfaþing íslands hefúr
beint þeim tilmælum til tveggja
verðbréfafyrirtækja, Fjárfesting-
arfélagsins Skandia og Veröbréfa-
markaðar íslandsbanka, að þau
breyti skráningu á hlutabréfúm í
SÍF sem skráð em í þeirra naftii.
Morgunblaðiö greindi frá þessu.
Loðnunni landað
Búið er að landa tæplega 315
þúsund tonnum af loðnu í ís-
lenskum höfnum það sem af er
sumarvertíð. Ríkissjónvarpið
sagði ffá.
Viöey dýr í reksbi
Rekstur Viðeyjar kostaði rúm-
lega 21 milljón króna á síðasta
ári samkvæmt ársreikningi
Reykjavíkurborgar. Það þýðir að
Viðey kostar 50 þúsund krónur á
dag og er dýrari í rekstri en
miðlungsleikskóli. Tíminn
greindi frá.
-RR
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Jí 1 Nel 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Á að leyfa útihátíðir um
verslunarmannahelgi í þéttbýli?
Haukur Helgason
- kveðja frá starfsfólki og stjórn Frjálsrar Qölmiðlunar
Haukur Helgason, ritstjóri Úr-
vals, verður jarðsunginn frá Há-
teigskirkju í dag. Athöfnin hefst
kl. 13.30.
Haukur Helgason var blaða-
maður á Vísi frá 1968 til 1974 og
ritsfjórnarfulltrúi 1974 til 1975.
Hann var aðstoðarritsfjóri Dag-
blaðsins og síðar DV ffá árinu
1975 þar til hann gerðist ritstjóri
Úrvals á síðasta ári. Því starfi
gegndi hann til dauðadags. Á löng-
um blaðamannsferli skrifaði
Haukur Helgason meðal annars
Haukur Helgason
flölmargar fréttaskýringar um
mnlend og erlend málefni, stjóm-
aði skoöanakönnunum blaðsins
og sinnti auk þess leiðaraskrifum.
Samstarfsmenn Hauks hjá
Fijálsri flölmiðlun minnast hans
með mikilli virðingu og kveðja
hann með söknuði eftir farsælt
samstarf.
Sflóm og starfsfólk Frjálsrar
flölmiðlunar senda eftirlifandi eig-
inkonu Hauks, Nanci Amold
Helgason, og öðrum aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur.