Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 Fréttir Vaxandi álag á hjúkrunarfræðinga og bráðamóttöku sjúkrahúsanna: Neyðarástandið er að skapast og skella yfir „Þaö eru ekki liðnir nema þrir dagar og margir læknar á vakt um síðustu helgi. Neyðarástandið er að skapast núna og skella yflr. Ég fæ ekki betur séð en að það ætli að hellast yfir nú eftir helgina. Ég ótt- ast að það fari síðan hríðversnandi dag frá degi,“ sagði Margrét Gunn- arsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Heilsugæslustöðinni í Árbæ, í sam- tali við DV. Það er ljóst af samtali við hjúkr- unarfræðinga, lækna á bráðamót- töku sjúkrahúsanna og lyfjafræð- inga að þeir kvíða mjög næstu dög- um náist ekki samkomulag í lækna- deilunni. „Við göngum ekki í störf lækna en það er mikið hringt í okkur, við erum með leiðbeiningar til fólks. Það er mikiö hringt en við getum ekki annað gert en að vísa fólki á bráðamóttöku spítalanna. Við sinn- um síðan þeim þáttum sem við höf- um sinnt hingað til. Það er út- breiddur misskilningur að við tök- um einhverjar ákvarðanir um lyfia- gjafir. Það er alrangt enda höfúm við engin réttindi til að gefa út lyf- seðla. Það sem við getum gert er að sjá á hvaða lyfium viðkomandi er á. Síðan er það lyfiafræðinga að meta hvað gert verður,“ sagði Margrét Gunnarsdóttir. „Það er núna að koma inn til okk- ar fólk sem undir venjulegum kring- umstæðum myndi leita til heimilis- læknis. Það var ekki mikið um það um helgina en fer nú vaxandi. Mað- ur sá það strax í morgun. Eins hef- ur maður orðið var við að það hefúr verið mun meira að gera á síman- um en venjulega. Fólk hringir mik- ið og spyr. Ég á von á því að fólk streymi hingað inn næstu daga ná- ist ekki samningar,“ sagði Ingþór Friðriksson, læknir á bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur, þegar DV ræddi við hann í gær. -S.dór Aukið álag á lyíjafræðinga: Við sitjum í súpunni ef eitthvað kem- uruppá - segir Eysteinn Arason lyíjafræðingur „Það var heldur rólegt um helg- ina og ekkert um að afgreiða þyrfti lyf án lyfseðils frá lækni. Það var enda ekkert mál fyrir fólk að ná í lækni og spítalamir voru með vakt- ir sem fólk gat leitað til. Ég óttast hins vegar að nú skelli þetta yfir þegar líður á vikuna. Maður varð reyndar var við þetta strax í morg- un. Það sem gerist varðandi af- greiðslu lyfia er að hjúkrunarfræð- ingar tala við okkur lyfiafræðinga og það er síðan okkar að meta það hvort við afgreiðum lyfin eða ekki. Hjúkrunarfræðingamir ráða engu um það. Við gefum út lyfseðlana og eram ábyrgir og sitjum í súpunni ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Ey- steinn Arason, lyfafræðingur í Laugavegs Apóteki, í samtali við DV í gær. Vakt var í apótekinu um síðustu helgi. „Það er heimild fyrir því að við megum afgreiða minnstu pakkning- ar af lyfium. Það bar nokkuð á því um helgina að afgreiða þyrfti lyf án lyfseðils frá lækni. Þar var þá fyrst og fremst um að ræða endumýjun lyfia sem fólk er á og stuðst við skrár í heilsugæslustöðvunum," sagði Jón Stefánsson, lyfiafræðing- ur í Holts Apóteki en þar var opið um síðustu helgi. Hann sagði alveg ljóst að nú fyrst stefndi í óefni ef læknadeilan leyst- ist ekki allra næstu dag. -S.dór Búist er viö miklu annríki á næstunni á bráöamóttöku sjúkrahúsanna í Reykjavík ef læknadeilan leysist ekki. í gær var mikiö um simhringingar á afgreiösiur bráöamóttöku sjúkrahúsanna, aö sögn lækna, auk þess sem fólk kom aö leita sér hjálpar. DV-mynd Pjetur Dagfari Fjórar - eða fjórtán Á flárlögum er gert ráð fyrir halla hjá ríkissjóði á þessu ári að upphæð rúmlega fióram milljörð- um króna. Nú er sigið á seinni hluta ársins og menn era famir að spá í útkomuna. Fjármálaráðu- neytið hélt blaðamannafund á dög- unum og fiölmiðlafólk mætti og svo var skýrt frá því í útvarpi og blöðum og sjónvarpi að fiárlaga- hallinn mundi standast. Ekki var Ríkisendurskoðun fúllkomlega sátt við þá útreikninga og sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að fiárlagahallinn muni nema fiórtán milljörðum! Þama munar ekki nema litlum tíu milljörðum og þjóðina rak í rogastans og Sighvat- ur Björgvinsson hneykslaðist og fiölmiðlar spurðu aftúr hvemig það mætti gerast aö fiórir milljarð- amir hjá Friðriki væra allt í einu orðnir að fiórtán milljörðum hjá Ríkisendurskoðun Jú, jú, sagði Friörik. Þetta er rétt, svo langt sem það nær. Ríkissjóður hefur innkall- að ríkisskuldabréf sem ekki átti að borga fyrr en árið 2000. Þaö er gert til að spara á aldamótaárinu. Ríkis- sjóður er með öðram orðum að borga skuldir sínar fyrir fram til að búa sig undir fiárlögin árið 2000. Þessar fyrirframgreiðslur nema tíu milljörðum króna. Þetta er ekki að marka, segir Friðrik fiármálaráð- herra. Þessi útgjöld teljast sem sagt ekki með. Nú hefði maður haldiö að útgjöld væra útgjöld, hvort held- ur þau eru til að borga skuldir eða til að borga skuldir fyrir fram. Annaðhvort borgar maður eða maður borgar ekki. Og allir koma þessir peningar úr ríkissjóði og þegar borgaðir era peningar af rík- issjóði koma þeir úr ríkissjóöi og era viðbótarútgjöld á fiárlögum. Samt er ekki að marka það, seg- ir fiármálaráðherra, að ríkið borgi tíu milljarða umfram það sem reiknað er með í fiárlögum, vegna þess að ríkið er að borga fyrir fram og borga það sem ríkið þarf í raun- inni ekki að borga fyrr en árið 2000. Það var heldur ekki gert ráð fyrir þessum greiðslum á fiárlög- um og þess vegna reiknast þau ekki með þegar talað er um hvort fiárlög standist eða ekki. Þessa röksemdarfærslu ætlar Dagfari að nota næst þegar bank- inn fer að gera athugasemdir við að tékkareikningurinn er kominn í mínus. Jú, jú, það er rétt að ég er kominn yfir á reikningnum en þaö er vegna þess að ég hef verið að borga skuldir sem ekki era gjald- fallnar. Þær greiðslur getur bank- inn ekki reiknað með þegar hann leggur saman og dregur frá á mín- um reikningi í bankanum. Bank- inn verður að skilja að ég er að spara útgjöldin eftir fiögur ár og bankinn hlýtur að gleðjast yfir þeirri ráðdeild aö ég fari yfir í mánuðinum til að spara mér út- gjöldin eftir fiögur ár! Það er mikil glópska hjá Ríkisendurskoðun að átta sig ekki á þessari fyrirhyggju og halda því fram að fiárlög séu fiárlög þegar þau era alls ekki fiár- lög nema yfir þær greiðslur sem búið var að gera ráð fyrir. Allar aukagreiðslur sem falla á þessu ári teljast ekki með af því að ekki var gert ráð fyrir þeim. Þegar hallinn á fiárlögum fer úr fiórum milljörðum í fiórtán milljarða á ekki að telja tíu milljarða með enda þótt ríkis- sjóður hafi þurft að borga þessa tíu milljarða þar sem þessir tíu millj- arðar hefðu ekki verið útgjöld fyr- ir ríkissjóð nema vegna þess að fiármálaráðherra ákvað að borga tiu milljarða sem ekki var búið að setja inn í fiárlögin. Þetta verða þeir að skilja sem era að fialla um fiárlög. Annars hafa þeir ekki vit á fiárlögum. Fjárlög era lög um það sem rikissjóður þarf að greiða og greiöir en ekki um þær greiðslur sem hann þarf ekki að greiða - en greiðir. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.